Sumu er auðsvarað Bjarni Benediktsson skrifar 7. júní 2019 07:00 Vegna fækkunar ferðamanna og aflabrests í mikilvægum veiðistofni, loðnunni, verður ekki hagvöxtur á þessu ári eins og spáð hafði verið. Hagkerfið hefur á hinn bóginn verið í miklum vexti undanfarin ár. Það er merkileg staðreynd að hagkerfið er orðið um 25% stærra en það var árið 2013. Sá tímabundni samdráttur sem nú er gert ráð fyrir er í engu sambærilegur erfiðum samdráttarskeiðum sem við höfum gengið í gegnum áður. Um þetta eru allir sammála. Ja, nema mögulega Samfylkingin sem hélt fund á mánudaginn var undir yfirskriftinni: „Er annað hrun í vændum?“ Ekkert hefur spurst út um niðurstöðu fundarins. En þessu er auðsvarað. Tvennt stendur upp úr þegar horft er yfir sviðið um þessar mundir: Horfur til næstu ára eru ágætar. Spáð er hóflegri verðbólgu, áframhaldandi hagvexti, lækkandi vöxtum og með því skilyrðum fyrir aukinn kaupmátt. Við munum lækka tekjuskatt, tryggingagjald lækkar aftur um næstu áramót og áfram verður haldið við styrkingu innviða. Hins vegar er mikilvægt að gera sér grein fyrir því hve vel við erum í stakk búin til að takast á við breytingar í ytra umhverfinu. Við höfum dregið lærdóm af sögunni, breytt lögum, aukið aga í opinberum fjármálum, innleitt fjármálareglur og búið í haginn fyrir erfiðari tíma. Á undanförnum árum hefur margt gerst: Við höfum greitt upp 660 milljarða af skuldum og stórlækkað vaxtagreiðslur. Rekið ríkissjóð með rétt um 390 milljarða afgangi frá 2014. Erlendar eignir okkar umfram skuldir nema um 600 milljörðum. Eiginfjárstaða heimila og fyrirtækja hefur stórbatnað og sparnaður vaxið. Við höfum opnað landið fyrir aukin viðskipti með niðurfellingu vörugjalda og tolla. Aðlögun að breyttum horfum í hagkerfinu verður ekki með öllu sársaukalaus. Við þurfum að skapa ný störf, sækja fram og halda verðmætasköpun í landinu áfram. Til þess þarf frumkvæði, bjartsýni og kraft. Það þarf réttar áherslur. Það getur líka skipt máli að kunna að spyrja réttu spurninganna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Bjarni Benediktsson Mest lesið Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Tryggjum Svandísi á þing Hópur stuðningsfólks Svandísar Svavarsdóttur Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Stúlka frá Gaza sem að missti allt Asil Jihad Al-Masri Skoðun Höldum okkur á dagskrá Hópur fólks innan íþróttahreyfingarinnar Skoðun Kjósum með mannréttindum á laugardaginn Bjarndís Helga Tómasdóttir,Kári Garðarsson Skoðun Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn: Fyrir budduna þína og framtíðina Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Að mynda ríkisstjórn - skipulagt val til vinstri Hlynur Már Ragnheiðarson skrifar Skoðun Viðreisn: öfgalaus nálgun fyrir öfgalaust samfélag Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Kleppur er víða Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Að geta lesið sér mennsku til gagns Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um íslenska fjölmiðla Óli Valur Pétursson skrifar Skoðun Lögfestum félagsmiðstöðvar Guðmundur Ari Sigurjónsson,Friðmey Jónsdóttir skrifar Skoðun Flokkar sem vara við sjálfum sér Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hver bjó til ehf-gat? Sigríður Á. Andersen skrifar Skoðun Lausnir eða kyrrstaða í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Aðventan – njóta eða þjóta? Hrund Þrándardóttir skrifar Skoðun Við kjósum blokkir Kjartan Valgarðsson skrifar Sjá meira
Vegna fækkunar ferðamanna og aflabrests í mikilvægum veiðistofni, loðnunni, verður ekki hagvöxtur á þessu ári eins og spáð hafði verið. Hagkerfið hefur á hinn bóginn verið í miklum vexti undanfarin ár. Það er merkileg staðreynd að hagkerfið er orðið um 25% stærra en það var árið 2013. Sá tímabundni samdráttur sem nú er gert ráð fyrir er í engu sambærilegur erfiðum samdráttarskeiðum sem við höfum gengið í gegnum áður. Um þetta eru allir sammála. Ja, nema mögulega Samfylkingin sem hélt fund á mánudaginn var undir yfirskriftinni: „Er annað hrun í vændum?“ Ekkert hefur spurst út um niðurstöðu fundarins. En þessu er auðsvarað. Tvennt stendur upp úr þegar horft er yfir sviðið um þessar mundir: Horfur til næstu ára eru ágætar. Spáð er hóflegri verðbólgu, áframhaldandi hagvexti, lækkandi vöxtum og með því skilyrðum fyrir aukinn kaupmátt. Við munum lækka tekjuskatt, tryggingagjald lækkar aftur um næstu áramót og áfram verður haldið við styrkingu innviða. Hins vegar er mikilvægt að gera sér grein fyrir því hve vel við erum í stakk búin til að takast á við breytingar í ytra umhverfinu. Við höfum dregið lærdóm af sögunni, breytt lögum, aukið aga í opinberum fjármálum, innleitt fjármálareglur og búið í haginn fyrir erfiðari tíma. Á undanförnum árum hefur margt gerst: Við höfum greitt upp 660 milljarða af skuldum og stórlækkað vaxtagreiðslur. Rekið ríkissjóð með rétt um 390 milljarða afgangi frá 2014. Erlendar eignir okkar umfram skuldir nema um 600 milljörðum. Eiginfjárstaða heimila og fyrirtækja hefur stórbatnað og sparnaður vaxið. Við höfum opnað landið fyrir aukin viðskipti með niðurfellingu vörugjalda og tolla. Aðlögun að breyttum horfum í hagkerfinu verður ekki með öllu sársaukalaus. Við þurfum að skapa ný störf, sækja fram og halda verðmætasköpun í landinu áfram. Til þess þarf frumkvæði, bjartsýni og kraft. Það þarf réttar áherslur. Það getur líka skipt máli að kunna að spyrja réttu spurninganna.
Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar
Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar
Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar