Prjónakonur setja lit sinn á Blönduós um helgina Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 8. júní 2019 12:30 Góð stemming er á Prjónagleðinni á Blönduósi og mikið af fólki á staðnum vegna hátíðarinnar. Magnús Hlynur Hreiðarsson. Allar helstu prjónakonur landsins eru nú saman komnar á Prjónagleði á Blönduósi, sem mun standa yfir um hvítasunnuhelgina. Boðið verður upp á 20 mismunandi prjónatengd námskeið og fyrirlestra um fjölbreytt efni, sem við kemur prjónaskap. Þá verður prjónað í sundlauginni á staðnum.Prjónagleðin er árleg prjónaháíð sem haldin er af Textilmiðstöð Íslands og samstarfsaðilum. Hátíðin er haldin á Blönduósi og er fyrirmynd hennar hin árlega Prjónahátíð á Fanø í Danmörku. Fjölmörg námskeið verða í gangi alla helgina, fyrirlestrar, sölubásar verða í félagsheimilinu og þá verður boðið upp á ýmsa skemmtun eins og ratleiki, sýningar og prjónakeppni svo eitthvað sé nefnt. Jóhanna E. Pálmadóttir er stjórnandi Prjónagleðinnar á Blönduósi um helgina.Magnús HlynurJóhanna E. Pálmadóttir er sú sem veit allt um prjónagleðina og skipulagningu hennar en hún er forstöðumaður Textilmiðstöðvarinnar.„Prjónagleðin er vettvangur fyrir prjónandi fólk, sem hefur áhuga á prjónaskap, hvort heldur sem það kann að prjóna eða ekki, það er aukaatriði, en fyrir þá sem hafa gaman af því að hittast og njóta þess að vera saman og hafa prjónana, sem áhugamál. Þetta er fjölmennasta prjónagleðin hingað til og við erum mjög ánægð með móttökurnar, virkilega. Við leggjum náttúrulega mikla áherslu á að hafa flotta og virta kennara í prjónaskap og á námskeiðunum, auk spennandi fyrirlestra,“ segir Jóhanna.Þema prjónahátíðarinnar í ár er Dagur hafsins. En eru einhverjir karlar á prjónagleðinni?„Nei, það hefur ekki sést prjónandi karl síðan þú varst hérna í fyrra Magnús en við höldum í vonina að þeir komi fram undan skyggninu,“ segir Jóhanna hlægjandi. Allir eru velkomnir að fylgjast með því sem fer fram á Prjónagleðinni á Blönduósi um helgina.Ein af hápunktum prjónagleðinnar var í gærkvöldi þegar sundprjón fór fram en þá fengu þátttakendur að spreyta sig með prjónana í sundlauginni á Blönduósi. En eru allir velkomnir á Prjónagleðina um helgina? „Að sjálfsögðu og ef einhverjum langar í námskeið sem hann sér og vill skrá sig, ef það er ekki uppselt, þá er það meira en velkomið“. Blönduós Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Innlent Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Innlent Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Innlent Verði að virða það sem þjóðin vilji Innlent Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Innlent Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Innlent Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Innlent Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Innlent Fréttin öll Innlent Fleiri fréttir Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Afturkalla átta friðlýsingar Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Valkyrjustjórn, afkomukvíði og jóladans í beinni Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Hitasveifla upp á 23 gráður á innan við sólarhring Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Bæjarstjóraskipti á áætlun í Hafnarfirði Gleðitár á hvarmi Fúsa við verðlaunaafhendingu Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Hámarksbið eftir barnabótum verður fjórir mánuðir Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Blandar sér í baráttuna um rektorinn Ragnar Þór hættur hjá VR og Halla tekin við „Fullkomlega galin“ fjárhagsleg ákvörðun að vera rithöfundur á Íslandi Fréttin öll Sigríður Júlía verður bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar „Ég er bara bjartsýnn“ Kristrún fær umboðið og boðar Ingu og Þorgerði á sinn fund Verði að virða það sem þjóðin vilji Umsóknir enn til meðferðar „á faglegum grunni“ Framlengir fjöldaflóttavernd enn frekar Telja sig hvorki geta hafnað né samþykkt ósk um endurtalningu Að starfa með Sjálfstæðisflokknum eins og að sænga hjá ísbirni Grunaður morðingi áfram bak við lás og slá Allir flokkar innan frávika í könnunum nema Flokkur fólksins Sjá meira
Allar helstu prjónakonur landsins eru nú saman komnar á Prjónagleði á Blönduósi, sem mun standa yfir um hvítasunnuhelgina. Boðið verður upp á 20 mismunandi prjónatengd námskeið og fyrirlestra um fjölbreytt efni, sem við kemur prjónaskap. Þá verður prjónað í sundlauginni á staðnum.Prjónagleðin er árleg prjónaháíð sem haldin er af Textilmiðstöð Íslands og samstarfsaðilum. Hátíðin er haldin á Blönduósi og er fyrirmynd hennar hin árlega Prjónahátíð á Fanø í Danmörku. Fjölmörg námskeið verða í gangi alla helgina, fyrirlestrar, sölubásar verða í félagsheimilinu og þá verður boðið upp á ýmsa skemmtun eins og ratleiki, sýningar og prjónakeppni svo eitthvað sé nefnt. Jóhanna E. Pálmadóttir er stjórnandi Prjónagleðinnar á Blönduósi um helgina.Magnús HlynurJóhanna E. Pálmadóttir er sú sem veit allt um prjónagleðina og skipulagningu hennar en hún er forstöðumaður Textilmiðstöðvarinnar.„Prjónagleðin er vettvangur fyrir prjónandi fólk, sem hefur áhuga á prjónaskap, hvort heldur sem það kann að prjóna eða ekki, það er aukaatriði, en fyrir þá sem hafa gaman af því að hittast og njóta þess að vera saman og hafa prjónana, sem áhugamál. Þetta er fjölmennasta prjónagleðin hingað til og við erum mjög ánægð með móttökurnar, virkilega. Við leggjum náttúrulega mikla áherslu á að hafa flotta og virta kennara í prjónaskap og á námskeiðunum, auk spennandi fyrirlestra,“ segir Jóhanna.Þema prjónahátíðarinnar í ár er Dagur hafsins. En eru einhverjir karlar á prjónagleðinni?„Nei, það hefur ekki sést prjónandi karl síðan þú varst hérna í fyrra Magnús en við höldum í vonina að þeir komi fram undan skyggninu,“ segir Jóhanna hlægjandi. Allir eru velkomnir að fylgjast með því sem fer fram á Prjónagleðinni á Blönduósi um helgina.Ein af hápunktum prjónagleðinnar var í gærkvöldi þegar sundprjón fór fram en þá fengu þátttakendur að spreyta sig með prjónana í sundlauginni á Blönduósi. En eru allir velkomnir á Prjónagleðina um helgina? „Að sjálfsögðu og ef einhverjum langar í námskeið sem hann sér og vill skrá sig, ef það er ekki uppselt, þá er það meira en velkomið“.
Blönduós Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Innlent Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Innlent Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Innlent Verði að virða það sem þjóðin vilji Innlent Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Innlent Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Innlent Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Innlent Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Innlent Fréttin öll Innlent Fleiri fréttir Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Afturkalla átta friðlýsingar Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Valkyrjustjórn, afkomukvíði og jóladans í beinni Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Hitasveifla upp á 23 gráður á innan við sólarhring Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Bæjarstjóraskipti á áætlun í Hafnarfirði Gleðitár á hvarmi Fúsa við verðlaunaafhendingu Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Hámarksbið eftir barnabótum verður fjórir mánuðir Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Blandar sér í baráttuna um rektorinn Ragnar Þór hættur hjá VR og Halla tekin við „Fullkomlega galin“ fjárhagsleg ákvörðun að vera rithöfundur á Íslandi Fréttin öll Sigríður Júlía verður bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar „Ég er bara bjartsýnn“ Kristrún fær umboðið og boðar Ingu og Þorgerði á sinn fund Verði að virða það sem þjóðin vilji Umsóknir enn til meðferðar „á faglegum grunni“ Framlengir fjöldaflóttavernd enn frekar Telja sig hvorki geta hafnað né samþykkt ósk um endurtalningu Að starfa með Sjálfstæðisflokknum eins og að sænga hjá ísbirni Grunaður morðingi áfram bak við lás og slá Allir flokkar innan frávika í könnunum nema Flokkur fólksins Sjá meira