Við þröskuld breytinga Sigríður Jónsdóttir skrifar 31. maí 2019 09:00 Besta sýning ársins var efalítið Ríkharður III í Borgarleikhúsinu. Maísúldin ber með sér íslenska sumarið og lok leikársins, sem nær endapunkti með Grímuverðlaununum um miðjan júní en vonandi verður sumarið þá rétt að byrja. Ágætt er að nota þessa stund milli stríða til að líta um öxl, rýna í liðið leikár og horfa til framtíðar. Eins og hefð er orðin fyrir byrjaði leikárið með einleikjahátíðinni Act Alone á Suðureyri. Elfar Logi Hannesson hefur löngum verið ötull baráttumaður fyrir leikhúsi utan höfuðborgarsvæðisins og á þessu leikári bætti hann um betur og bauð upp á barnasýninguna Dimmalimm í Þjóðleikhúsinu. Sömuleiðis hefur Leikhópurinn Lotta sinnt landsbyggðinni af mikilli elju með því að bera út boðskap barnaleikhússins landið um kring, meira verður rætt um þeirra framtak síðar í pistlinum. En nú er lag að halda til höfuðborgarinnar, með viðkomu á Akureyri, og rýna í sviðslistir síðustu mánaða.Ójöfn byrjun Leikárið byrjaði af krafti þegar Borgarleikhúsið frumsýndi Allt sem er frábært eftir Duncan Macmillan. Sýningin sló rækilega í gegn hjá áhorfendum og fyllti Litla sviðið alveg fram á vor enda lék Valur Freyr Einarsson á als oddi í sýningu sem snerti hjörtu og vakti athygli á mikilvægu málefni. Menningarfélag Akureyrar sviðsetti Kabarett í leikstjórn Mörtu Nordal við ágætar undirtektir. Það virðist vera að birta til hjá þessu fornfræga og mikilvæga leikfélagi. Fljótlega fór þó að halla undan fæti á sviðinu þar sem hver miðlungsgóða leiksýningin rak aðra, blessunarlega björguðu ný íslensk leikrit haustinu frá því að týnast alveg í þoku meðalmennskunnar þrátt fyrir misjöfn gæði.Ný íslensk verk Nýju verkin voru jafn fjölbreytt og þau voru mörg, sem er vel. Svartlyng eftir Guðmund Brynjólfsson hóf leikinn í Tjarnarbíói með rammpólitískum skilaboðum um súran stjórnmálaraunveruleika landsins. Merkilegt er að meirihluti nýju íslensku leikverkanna voru eftir ung leikskáld og tilraunir með leikritaformið voru töluverðar þó að viðleitnin hafi ekki alltaf borið ávöxt. En Núna 2019 í Borgarleikhúsinu á skilið sérstakt hrós, viðburðurinn lagði áherslu á ný leikrit eftir unga höfunda, þau Hildi Selmu Sigbertsdóttur, Þórdísi Helgadóttur (nýlega valin leikskáld hússins) og Matthías Tryggva Haraldsson.Fyrir börn á öllum aldri Í Þjóðleikhúsinu kom Ronja ræningjadóttir, í leikstjórn Selmu Björnsdóttur, með birtuna inn í haustmánuðina. Salka Sól Eyfeld lék á als oddi í hlutverki Ronju og Edda Björgvinsdóttir braut blað í leikhússögunni sem kvenkyns Skalla-Pésa. Leikhópurinn Lotta sinnir eingöngu barnaleikhúsi, nánast allt árið um kring og um land allt. Þau endurvöktu Rauðhettu í Tjarnarbíói sem vakti mikla lukku. Þjóðleikhúsið frumsýndi Þitt eigið leikrit eftir Ævar Þór Benediktsson, sem setti framvinduna í hendur áhofenda og tölvuvæddi sviðið. Leikfélag Akureyrar frumflutti nýjan barnasöngleik, Gallsteina afa Gissa, og undir lok leikársins fengu áhorfendur að kynnast undrabarninu Matthildi í gegnum söng og dans. Stórar og íburðarmiklar barnasýningar einkenndu leikárið en ekki má gleyma sér í prjálinu og skilja söguna eftir í glimmerskýinu.Sjálfstæða senan Þrjár af bestu sýningum síðasta leikárs spruttu upp úr sjálfstæðu sviðslistaflórunni. Hinir stórskemmtilegu 16 elskendur rannsökuðu tilgang lífsins á Smáratorgi, leikhópurinn Trigger Warning skoðaði upplifun innflytjenda og Íslendinga af blönduðum uppruna í Kassa Þjóðleikhússins og Club Romantica, í boði Abendshow og Borgarleikhússins, færði sig síðan út í heim og sviðsetti líf erlendrar konu. Færri komust á þessar sýningar en vildu, Velkomin heim eftir hina bráðefnilegu Maríu Thelmu Smáradóttur fékk þó alltof fáar sýningar og lokaði fyrir fullu húsi. Þó að leikárið hafi oft verið betra hjá Tjarnarbíói má ekki gleyma gríðarlegu mikilvægi hússins sem vettvangur fyrir tilraunastarfsemi, þetta er staður þar sem listafólk leitar stuðnings og heimavöllur íslensku danssenunnar. Bæði LÓKAL og Reykjavík Dance Festival nota húsið sem miðpunkt sinnar starfsemi, sömuleiðis Reykjavík Fringe Festival.Baráttan um Shakespeare og endurnýjuð klassík Besta sýning síðasta leikárs var efalítið Ríkharður III í Borgarleikhúsinu, í leikstjórn Brynhildar Guðjónsdóttur, sýning sem óf saman hágæða list við fantagóða þýðingu Kristjáns Þórðar. Því miður virðast áhorfendur vera of ragir til að taka áhættu, enda verkið krefjandi, og lauk sýningum alltof snemma. Útspil Þjóðleikhússins í Shakespeare slagnum var Jónsmessunæturdraumur í leikstjórn Hilmars Jónssonar sem tjaldaði öllu til hvað skrautið varðaði en innihaldið var takmarkað. Klassíkin þolir ýmislegt ef handverkið er lipurt og hugmyndafræðilega sterkt, Loddarinn eftir Molière, Kæra Jelena og Einræðisherrann, byggt á bíómynd Charlie Chaplin, sanna þessa kenningu. En getur það verið tilviljun að áhugaverðustu útfærslunum á klassíkinni var annað hvort leikstýrt af einstaklingum að taka í sín fyrstu leikstjóraskref eða einstaklingum af erlendum uppruna? Getur þetta verið merki um að sárlega skortir nýtt blóð í þessa stétt?Á bak við tjöldin Miðaverð í leikhúsin hefur farið upp úr öllu valdi síðastliðin misseri sem er vond þróun. Leikhúsin verða að vera aðgengileg öllum sem þeirra vilja njóta og þá sérstaklega þegar stofnanir og sviðslistahópar fá fjármagn frá ríki eða borg. Þetta á við bæði smærri sýningar og stærri. Ekki er boðlegt að bjóða upp á leikhúsferð sem kostar rúmlega 30.000 krónur fyrir fjögurra manna fjölskyldu sem vill sjá söngleik. Eða miða sem kosta 6.500 krónur stykkið. Gæðin kosta vissulega sitt en kostnaður má ekki verða þess valdandi að þeir sem vilja sjá verða að sitja heima. Ritlaun listamanna verða að endurspegla þarfir leikskálda, allt of fáum eru veittir styrkir til að sinna sinni list. Sviðslistaráð má ekki styðjast við stöðnuð úthlutunarviðmið. Fjármögnun málaflokksins og áhugaleysi af hálfu mennta- og menningarmálaráðuneytisins er fyrir neðan allar hellur. En nú gustar hressilega um bæði ráðuneytið og Þjóðleikhúsið eftir kvartanir fagfélaga um samskiptaerfiðleikaFortíð, framtíð og heimur allur Leikminjasafn Íslands hefur barist fyrir því síðan um aldamótin að finna fast heimili fyrir leiklistararf þjóðarinnar. Áhugaleysi ráðafólks hefur verið einkennandi gegnum tíðina en nú í vor fannst lausn en Landsbókasafn Íslands og Þjóðminjasafn Íslands sinna stóru hlutverki í varðveislu þessa ómetanlega arfs þjóðarinnar. Í öðrum sögulegum fréttum er það helst að sýningin Ellý í Borgarleikhúsinu tók á móti sínum 100.000 gesti á þessu ári og sýndi sína tvö hundruðustu sýningu. Hjörtur Jóhann Jónsson heldur áfram að skína á sviðinu sem og Kristín Þóra Haraldsdóttir, en þau voru bæði afar góð á árinu. Ungu leikararnir eru líka að koma sterkir inn. En endurnýjunar er þörf í leikstjórastéttinni sem keyrir á alltof fáum einstaklingum. Aukin menntun hefur skilað sér margfalt í leikmyndahönnun en Eva Berger og Brynja Björnsdóttir eru bæði hæfileikaríkar og eftirsóttar. Miklar leikhúsfréttir bárust frá meginlandi Evrópu í apríl þegar Þorvaldur Örn Arnarsson var útnefndur næsti listræni stjórnandi Volksbuhne í Berlín. Og eftir að hafa verið sárlega vannýtt þann stutta tíma sem Sólveig Arnardóttir dvaldi hér á landi er kannski skiljanlegt að hún ákvað að þiggja atvinnutilboð frá sama húsi, hennar verður sárt saknað. Listaháskóli Íslands útskrifaði frá sviðslistadeildum sínum í vor. Þetta listafólk er svo sannarlega að skila sér inn í íslenskt listasamfélag og framtíðin lofar góðu. Yfirhöfuð var leikárið með dræmara móti, því miður. Íslenska sviðslistasenan er að ganga í gegnum einhvers konar stöðnunartímabil en með elju og hugmyndaauðgi er alltaf hægt að finna hæfileikum nýjan farveg. Birtist í Fréttablaðinu Leikhús Mest lesið Bríet olli vonbrigðum Gagnrýni Fox á lausu eftir að hafa fundið óviðeigandi efni í síma kærastans Lífið Bjargar deginum að komast aðeins úr klefanum Lífið Allen White verður Rotta, sonur Jabba jöfurs Lífið Vala Eiríks og Óskar orðin foreldrar Lífið Umræða um kólesteról á villigötum Lífið Höll sumarlandsins komin á sölu Lífið Villi Vill og Halla Vilhjálms á Nínu Lífið Aldís Amah tilnefnd til BAFTA-tölvuleikjaverðlaunanna Leikjavísir Hvernig á að finna tíma til að elskast um jólin? Lífið Fleiri fréttir Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Sjá meira
Maísúldin ber með sér íslenska sumarið og lok leikársins, sem nær endapunkti með Grímuverðlaununum um miðjan júní en vonandi verður sumarið þá rétt að byrja. Ágætt er að nota þessa stund milli stríða til að líta um öxl, rýna í liðið leikár og horfa til framtíðar. Eins og hefð er orðin fyrir byrjaði leikárið með einleikjahátíðinni Act Alone á Suðureyri. Elfar Logi Hannesson hefur löngum verið ötull baráttumaður fyrir leikhúsi utan höfuðborgarsvæðisins og á þessu leikári bætti hann um betur og bauð upp á barnasýninguna Dimmalimm í Þjóðleikhúsinu. Sömuleiðis hefur Leikhópurinn Lotta sinnt landsbyggðinni af mikilli elju með því að bera út boðskap barnaleikhússins landið um kring, meira verður rætt um þeirra framtak síðar í pistlinum. En nú er lag að halda til höfuðborgarinnar, með viðkomu á Akureyri, og rýna í sviðslistir síðustu mánaða.Ójöfn byrjun Leikárið byrjaði af krafti þegar Borgarleikhúsið frumsýndi Allt sem er frábært eftir Duncan Macmillan. Sýningin sló rækilega í gegn hjá áhorfendum og fyllti Litla sviðið alveg fram á vor enda lék Valur Freyr Einarsson á als oddi í sýningu sem snerti hjörtu og vakti athygli á mikilvægu málefni. Menningarfélag Akureyrar sviðsetti Kabarett í leikstjórn Mörtu Nordal við ágætar undirtektir. Það virðist vera að birta til hjá þessu fornfræga og mikilvæga leikfélagi. Fljótlega fór þó að halla undan fæti á sviðinu þar sem hver miðlungsgóða leiksýningin rak aðra, blessunarlega björguðu ný íslensk leikrit haustinu frá því að týnast alveg í þoku meðalmennskunnar þrátt fyrir misjöfn gæði.Ný íslensk verk Nýju verkin voru jafn fjölbreytt og þau voru mörg, sem er vel. Svartlyng eftir Guðmund Brynjólfsson hóf leikinn í Tjarnarbíói með rammpólitískum skilaboðum um súran stjórnmálaraunveruleika landsins. Merkilegt er að meirihluti nýju íslensku leikverkanna voru eftir ung leikskáld og tilraunir með leikritaformið voru töluverðar þó að viðleitnin hafi ekki alltaf borið ávöxt. En Núna 2019 í Borgarleikhúsinu á skilið sérstakt hrós, viðburðurinn lagði áherslu á ný leikrit eftir unga höfunda, þau Hildi Selmu Sigbertsdóttur, Þórdísi Helgadóttur (nýlega valin leikskáld hússins) og Matthías Tryggva Haraldsson.Fyrir börn á öllum aldri Í Þjóðleikhúsinu kom Ronja ræningjadóttir, í leikstjórn Selmu Björnsdóttur, með birtuna inn í haustmánuðina. Salka Sól Eyfeld lék á als oddi í hlutverki Ronju og Edda Björgvinsdóttir braut blað í leikhússögunni sem kvenkyns Skalla-Pésa. Leikhópurinn Lotta sinnir eingöngu barnaleikhúsi, nánast allt árið um kring og um land allt. Þau endurvöktu Rauðhettu í Tjarnarbíói sem vakti mikla lukku. Þjóðleikhúsið frumsýndi Þitt eigið leikrit eftir Ævar Þór Benediktsson, sem setti framvinduna í hendur áhofenda og tölvuvæddi sviðið. Leikfélag Akureyrar frumflutti nýjan barnasöngleik, Gallsteina afa Gissa, og undir lok leikársins fengu áhorfendur að kynnast undrabarninu Matthildi í gegnum söng og dans. Stórar og íburðarmiklar barnasýningar einkenndu leikárið en ekki má gleyma sér í prjálinu og skilja söguna eftir í glimmerskýinu.Sjálfstæða senan Þrjár af bestu sýningum síðasta leikárs spruttu upp úr sjálfstæðu sviðslistaflórunni. Hinir stórskemmtilegu 16 elskendur rannsökuðu tilgang lífsins á Smáratorgi, leikhópurinn Trigger Warning skoðaði upplifun innflytjenda og Íslendinga af blönduðum uppruna í Kassa Þjóðleikhússins og Club Romantica, í boði Abendshow og Borgarleikhússins, færði sig síðan út í heim og sviðsetti líf erlendrar konu. Færri komust á þessar sýningar en vildu, Velkomin heim eftir hina bráðefnilegu Maríu Thelmu Smáradóttur fékk þó alltof fáar sýningar og lokaði fyrir fullu húsi. Þó að leikárið hafi oft verið betra hjá Tjarnarbíói má ekki gleyma gríðarlegu mikilvægi hússins sem vettvangur fyrir tilraunastarfsemi, þetta er staður þar sem listafólk leitar stuðnings og heimavöllur íslensku danssenunnar. Bæði LÓKAL og Reykjavík Dance Festival nota húsið sem miðpunkt sinnar starfsemi, sömuleiðis Reykjavík Fringe Festival.Baráttan um Shakespeare og endurnýjuð klassík Besta sýning síðasta leikárs var efalítið Ríkharður III í Borgarleikhúsinu, í leikstjórn Brynhildar Guðjónsdóttur, sýning sem óf saman hágæða list við fantagóða þýðingu Kristjáns Þórðar. Því miður virðast áhorfendur vera of ragir til að taka áhættu, enda verkið krefjandi, og lauk sýningum alltof snemma. Útspil Þjóðleikhússins í Shakespeare slagnum var Jónsmessunæturdraumur í leikstjórn Hilmars Jónssonar sem tjaldaði öllu til hvað skrautið varðaði en innihaldið var takmarkað. Klassíkin þolir ýmislegt ef handverkið er lipurt og hugmyndafræðilega sterkt, Loddarinn eftir Molière, Kæra Jelena og Einræðisherrann, byggt á bíómynd Charlie Chaplin, sanna þessa kenningu. En getur það verið tilviljun að áhugaverðustu útfærslunum á klassíkinni var annað hvort leikstýrt af einstaklingum að taka í sín fyrstu leikstjóraskref eða einstaklingum af erlendum uppruna? Getur þetta verið merki um að sárlega skortir nýtt blóð í þessa stétt?Á bak við tjöldin Miðaverð í leikhúsin hefur farið upp úr öllu valdi síðastliðin misseri sem er vond þróun. Leikhúsin verða að vera aðgengileg öllum sem þeirra vilja njóta og þá sérstaklega þegar stofnanir og sviðslistahópar fá fjármagn frá ríki eða borg. Þetta á við bæði smærri sýningar og stærri. Ekki er boðlegt að bjóða upp á leikhúsferð sem kostar rúmlega 30.000 krónur fyrir fjögurra manna fjölskyldu sem vill sjá söngleik. Eða miða sem kosta 6.500 krónur stykkið. Gæðin kosta vissulega sitt en kostnaður má ekki verða þess valdandi að þeir sem vilja sjá verða að sitja heima. Ritlaun listamanna verða að endurspegla þarfir leikskálda, allt of fáum eru veittir styrkir til að sinna sinni list. Sviðslistaráð má ekki styðjast við stöðnuð úthlutunarviðmið. Fjármögnun málaflokksins og áhugaleysi af hálfu mennta- og menningarmálaráðuneytisins er fyrir neðan allar hellur. En nú gustar hressilega um bæði ráðuneytið og Þjóðleikhúsið eftir kvartanir fagfélaga um samskiptaerfiðleikaFortíð, framtíð og heimur allur Leikminjasafn Íslands hefur barist fyrir því síðan um aldamótin að finna fast heimili fyrir leiklistararf þjóðarinnar. Áhugaleysi ráðafólks hefur verið einkennandi gegnum tíðina en nú í vor fannst lausn en Landsbókasafn Íslands og Þjóðminjasafn Íslands sinna stóru hlutverki í varðveislu þessa ómetanlega arfs þjóðarinnar. Í öðrum sögulegum fréttum er það helst að sýningin Ellý í Borgarleikhúsinu tók á móti sínum 100.000 gesti á þessu ári og sýndi sína tvö hundruðustu sýningu. Hjörtur Jóhann Jónsson heldur áfram að skína á sviðinu sem og Kristín Þóra Haraldsdóttir, en þau voru bæði afar góð á árinu. Ungu leikararnir eru líka að koma sterkir inn. En endurnýjunar er þörf í leikstjórastéttinni sem keyrir á alltof fáum einstaklingum. Aukin menntun hefur skilað sér margfalt í leikmyndahönnun en Eva Berger og Brynja Björnsdóttir eru bæði hæfileikaríkar og eftirsóttar. Miklar leikhúsfréttir bárust frá meginlandi Evrópu í apríl þegar Þorvaldur Örn Arnarsson var útnefndur næsti listræni stjórnandi Volksbuhne í Berlín. Og eftir að hafa verið sárlega vannýtt þann stutta tíma sem Sólveig Arnardóttir dvaldi hér á landi er kannski skiljanlegt að hún ákvað að þiggja atvinnutilboð frá sama húsi, hennar verður sárt saknað. Listaháskóli Íslands útskrifaði frá sviðslistadeildum sínum í vor. Þetta listafólk er svo sannarlega að skila sér inn í íslenskt listasamfélag og framtíðin lofar góðu. Yfirhöfuð var leikárið með dræmara móti, því miður. Íslenska sviðslistasenan er að ganga í gegnum einhvers konar stöðnunartímabil en með elju og hugmyndaauðgi er alltaf hægt að finna hæfileikum nýjan farveg.
Birtist í Fréttablaðinu Leikhús Mest lesið Bríet olli vonbrigðum Gagnrýni Fox á lausu eftir að hafa fundið óviðeigandi efni í síma kærastans Lífið Bjargar deginum að komast aðeins úr klefanum Lífið Allen White verður Rotta, sonur Jabba jöfurs Lífið Vala Eiríks og Óskar orðin foreldrar Lífið Umræða um kólesteról á villigötum Lífið Höll sumarlandsins komin á sölu Lífið Villi Vill og Halla Vilhjálms á Nínu Lífið Aldís Amah tilnefnd til BAFTA-tölvuleikjaverðlaunanna Leikjavísir Hvernig á að finna tíma til að elskast um jólin? Lífið Fleiri fréttir Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Sjá meira