Skjótvirk leið til þess að lækka vexti Kristinn Ingi Jónsson skrifar 29. maí 2019 05:00 Sú ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabanka Íslands að lækka stýrivexti bankans um hálft prósentustig markar á vissan hátt tímamót í íslenskri hagsögu. Ólíkt því sem áður hefur þekkst gerir gjörbreytt staða Íslands – sem er orðið fjármagnsinnflytjandi með viðvarandi viðskiptaafgang – bankanum kleift að nota eitt af stýritækjum sínum – vextina – til þess að mýkja lendingu hagkerfisins í stað þess að þurfa að hækka vextina til þess að sporna gegn gengisfalli krónunnar, eins og gerðist fyrir liðlega tíu árum. Vaxtalækkun peningastefnunefndarinnar nú á miðju samdráttarskeiði – en bankinn gerir ráð fyrir 0,4 prósenta samdrætti í ár eftir 4,6 prósenta hagvöxt í fyrra – er þannig einkar ánægjuleg og gefur vonandi fyrirheit um að áfram verði haldið í að minnka vaxtamun við útlönd. Allar forsendur standa til þess að vextir hér færist nær vaxtastiginu í þeim ríkjum sem við berum okkur gjarnan saman við. En stýrivextir eru aðeins eitt af þeim stjórntækjum sem Seðlabankinn og stjórnvöld geta gripið til í því skyni að tryggja stöðugleika. Það þýðir lítt að leggja mat á aðhald peningastefnunnar eingöngu út frá raunstýrivaxtastiginu á meðan fjölmargir aðrir þættir hafa áhrif á vexti í bankakerfinu. Í þessu sambandi er nærtækt að nefna þær stífu eiginfjárkröfur sem gerðar eru til bankanna sem og þá séríslensku skatta – bankaskatt, almennan fjársýsluskatt á laun og sérstakan fjársýsluskatt á hagnað – sem leggjast á þá en báðir þessir þættir skila sér í auknum kostnaði í bankakerfinu og stuðla þannig að hærri útlánavöxtum. Til marks um það var meðal annars tekið fram í minnisblaði sem Bankasýslan tók saman fyrir starfshóp sem skrifaði nýverið hvítbók um fjármálakerfið að tíu prósenta lækkun á eftirlitsgjaldi til Fjármálaeftirlitsins auk helmingslækkunar á fjársýsluskatti á laun annars vegar og hagnað umfram milljarð króna hins vegar gæti lækkað vaxtamun vaxtaberandi eigna og skulda bankanna úr 2,6 prósentum í 2,3 prósent. Til viðbótar telur Bankasýslan að lægri eiginfjárkröfur og aukin hagræðing geti leitt til þess að vaxtamunurinn fari niður í allt að 2,1 prósent. Íslenska ríkið setur leikreglurnar á bankamarkaði og hefur það því í hendi sér að draga úr kostnaði í bankakerfinu og skapa þannig skilyrði fyrir lægri vexti. Lækkun stýrivaxta er góðra gjalda verð en fljótlegasta leiðin til þess að ná fram lægra vaxtastigi væri að draga úr kröfum um eigið fé bankanna og færa skattaumhverfi þeirra til samræmis við það sem gengur og gerist í samkeppnisríkjunum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kristinn Ingi Jónsson Mest lesið Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Halldór 30.11.2024 Halldór Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Tryggjum Svandísi á þing Hópur stuðningsfólks Svandísar Svavarsdóttur Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Í dag kýs ég Sjálfstæðisflokkinn Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Skoðun Skoðun Snúum samfélagi af rangri leið Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar Skoðun Samvinna er leiðin til hagsældar Lilja Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Skrópað á Alþingi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange,Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Það er komið að þér Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Í dag kýs ég Sjálfstæðisflokkinn Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Við þurfum Grím á þing Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn: Fyrir budduna þína og framtíðina Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Að mynda ríkisstjórn - skipulagt val til vinstri Hlynur Már Ragnheiðarson skrifar Sjá meira
Sú ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabanka Íslands að lækka stýrivexti bankans um hálft prósentustig markar á vissan hátt tímamót í íslenskri hagsögu. Ólíkt því sem áður hefur þekkst gerir gjörbreytt staða Íslands – sem er orðið fjármagnsinnflytjandi með viðvarandi viðskiptaafgang – bankanum kleift að nota eitt af stýritækjum sínum – vextina – til þess að mýkja lendingu hagkerfisins í stað þess að þurfa að hækka vextina til þess að sporna gegn gengisfalli krónunnar, eins og gerðist fyrir liðlega tíu árum. Vaxtalækkun peningastefnunefndarinnar nú á miðju samdráttarskeiði – en bankinn gerir ráð fyrir 0,4 prósenta samdrætti í ár eftir 4,6 prósenta hagvöxt í fyrra – er þannig einkar ánægjuleg og gefur vonandi fyrirheit um að áfram verði haldið í að minnka vaxtamun við útlönd. Allar forsendur standa til þess að vextir hér færist nær vaxtastiginu í þeim ríkjum sem við berum okkur gjarnan saman við. En stýrivextir eru aðeins eitt af þeim stjórntækjum sem Seðlabankinn og stjórnvöld geta gripið til í því skyni að tryggja stöðugleika. Það þýðir lítt að leggja mat á aðhald peningastefnunnar eingöngu út frá raunstýrivaxtastiginu á meðan fjölmargir aðrir þættir hafa áhrif á vexti í bankakerfinu. Í þessu sambandi er nærtækt að nefna þær stífu eiginfjárkröfur sem gerðar eru til bankanna sem og þá séríslensku skatta – bankaskatt, almennan fjársýsluskatt á laun og sérstakan fjársýsluskatt á hagnað – sem leggjast á þá en báðir þessir þættir skila sér í auknum kostnaði í bankakerfinu og stuðla þannig að hærri útlánavöxtum. Til marks um það var meðal annars tekið fram í minnisblaði sem Bankasýslan tók saman fyrir starfshóp sem skrifaði nýverið hvítbók um fjármálakerfið að tíu prósenta lækkun á eftirlitsgjaldi til Fjármálaeftirlitsins auk helmingslækkunar á fjársýsluskatti á laun annars vegar og hagnað umfram milljarð króna hins vegar gæti lækkað vaxtamun vaxtaberandi eigna og skulda bankanna úr 2,6 prósentum í 2,3 prósent. Til viðbótar telur Bankasýslan að lægri eiginfjárkröfur og aukin hagræðing geti leitt til þess að vaxtamunurinn fari niður í allt að 2,1 prósent. Íslenska ríkið setur leikreglurnar á bankamarkaði og hefur það því í hendi sér að draga úr kostnaði í bankakerfinu og skapa þannig skilyrði fyrir lægri vexti. Lækkun stýrivaxta er góðra gjalda verð en fljótlegasta leiðin til þess að ná fram lægra vaxtastigi væri að draga úr kröfum um eigið fé bankanna og færa skattaumhverfi þeirra til samræmis við það sem gengur og gerist í samkeppnisríkjunum.
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar
Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun