„Gamla klíkuverkið er endanlega gengið af göflunum“ Jakob Bjarnar skrifar 17. maí 2019 10:49 Margir furða sig mjög á niðurstöðu siðanefndar Alþingis, að nú liggi fyrir að hún sé sú sem er að draga virðingu þingsins í svaðið. Samtrygging er orð sem heyrist nú víða. Óhætt er að segja að margir séu furðulostnir vegna niðurstöðu siðanefndar Alþingis. Og þá furðu sína og hneykslan tjá þeir nú óspart á samfélagsmiðlum.Í morgun var greint frá því að siðanefnd Alþingis hafi komist að þeirri niðurstöðu að Þórhildur Sunna Ævarsdóttir þingmaður Pírata hafi gerst brotleg við siðareglur þingsins. Það gerði hún með ummælum þess efnis að rökstuddur grunur væri á því að Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, hafi dregið sér fé með ríflegum akstursgreiðslum sem hann rukkaði skrifstofu þingsins um.Hart var sótt að hinum mjög svo duglega Ásmundi vegna aksturspeninga. En, nú virðist sem hann standi uppi með pálmann í höndunum. Eftir úrskurð siðanefndar.Þá lá fyrir að Ásmundur hafði fengið undanþágu frá reglum, ef ferðalög þingmanna fara yfir ákveðin mörk ber þeim að notast við bílaleigubíl en ekki sinn eigin. Þá hafði komið fram að Ásmundur hafði meðal annars verið að erindast fyrir sjónvarpsstöðina ÍNN hvar Ásmundur fékkst við dagskrárgerð og hann hafði inni í akstursbók sinni ferðir sem tengdust beint prófkjörsbaráttu hans sjálfs.Er hægt að skaða ímynd Alþingis? Undrun, furða og hneykslan hefur brotist út á Facebook; þar klóra margir sér í kollinum. Og telja hér öllu á haus snúið. Magnús Guðmundsson blaðamaður er einn þeirra sem reynir að fá þetta til að koma heim og saman. „Ég er ekki alveg að átta mig á fréttum dagsins. Var það siðanefnd Alþingis sem þakkaði fyrir sig með því að skíta á dyrapallinn? Er hægt að skaða ímynd Alþingis? Er Óli Jó að ritstýra þessu?“ Hörður Torfason tónlistarmaður segir þetta gersamlega út í hött: „Hér er verið að beina athyglinni frá kjarna málsins með óþverrahætti. Þórhildur Sunna hefur borið af sem stjórnmálamaður frá því að hún kom á þing. Málefnaleg, á stundum hvöss en þrekmikil og djörf kona. Sú tegund stjórnmálamanns sem við þurfum. Mál Ásmundar Friðrikssonar, þingmanns Sjálfstæðisflokksins, á að rannsaka og hann sleppur ekki undan grun fyrr en það hefur verið gert. Eins á að rannsaka framkomu Miðflokksmanna á Klaustri, svo eitthvað sé nefnt. Hvar stendur siðanefnd Alþingis í því máli?“ Gamla klíkuverkið gengið af göflunum Grímur Atlason framkvæmdastjóri reynir einnig að koma þessu heim og saman í kolli sínum: „Við vorum þarna þrír um borð og hundurinn sá fimmti.“ „Ekkert er útilokað allt.“ „Höfuðáttirnar fjórar eru þrjár: Norður og Suður.“ Að þetta skuli vera fyrsti úrskurður þessarar nefndar er vart til þess fallið að breyta mjög litlum staf í alþingi í bara lítinn staf. Þetta er eiginlega algjört met.“Jón Kristjánsson fyrrverandi ráðherra Framsóknarflokksins stjórnaði meðferð málsins fyrir siðanefndinni.visir/vilhelmOg þannig gengur dælan á samfélagsmiðum, fólk á erfitt með að fá þetta til að ganga heim og saman: Niðurstöðu siðanefndar og heilbrigða skynsemi. Jón Kristjánsson, fyrrverandi þingmaður og ráðherra Framsóknarflokksins, sem gegndi formennsku í siðanefndinni við meðferð málsins. Aðrir í nefndinni, sem þá standa að álitinu eru þau Margréti Völu Kristjánsdóttur og Róberti H. Haraldssyni. Jón Ólafsson heimspekingur skrifað pistil á sína heimasíðu þar sem hann gagnrýnir það hversu þröngt siðanefndin, og reyndar nefndir af þessu sama tagi, túlka orðin rökstuddur grunur: „Siðanefnd Alþingis kýs (í máli Ásmundar Friðrikssonar) að skilja orðin „rökstuddur grunur“ svo, að þau hljóti að hafa þá tilteknu lögfræðilegu merkingu, að minnsta kosti í meðförum Alþingismanns, að með þeim fullyrði hann/hún tilvist áþreifanlegra upplýsinga eða gagna um það sem grunurinn beinist að. En lögfræðileg merking þessa orðasambands trompar alls ekki hversdagslega merkingu orðanna rök og grunur í pólitískum umræðum,“ segir Jón meðal annars. Jón var meðal annarra í nefnd sem Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra skipaði gagngert til að finna út úr því hvernig auka megi virðingu fyrir Alþingi. Honum er þannig málið skylt. Hjörtur Hjartarson sagnfræðingur er meðal þeirra sem telur niðurstöðuna til marks um samtryggingu pólitíkusa: „Það fyrsta sem kemur frá siðanefnd Alþingis: Þingmaður Pírata ávíttur fyrir að benda á gróf spillingarbrot og krefjast rannsóknar. - Gamla klíkuverkið er endanlega gengið af göflunum. - Takið eftir þingmönnum sem þegja þunnu hljóði.“Dýpri speki en við getum skilið Ragnhildur Sverrisdóttir fjölmiðlafulltrúi segir að sjálfsagt sé að gera kröfu um að stjórnmálamenn fullyrði ekki meira um annað fólk en þeir geti staðið fyrir. „Þeir eiga auðvitað ekki að „kasta rýrð á Alþingi og skaða ímynd þess“ með ummælum sem hafa „óneitanlega neikvæð áhrif á traust almennings til Alþingis“. Það er frábært að siðanefnd Alþingis skuli nú vera að móta viðmið sín um hvað telst að kasta rýrð á þingið og draga úr trausti í þess garð. Áherslurnar koma okkur dauðlegum kannski á óvart, en þarna undir býr auðvitað dýpri speki en við getum skilið.“Þórhildur Sunna er að margra mati skeleggur þingmaður. Þeir telja öfugsnúið að hún skuli vera vítt, og að hún hafi vegið að æru alþingis, með því að fara fram á rannsókn á akstursgreiðslum Ásmundar Friðrikssonar með þeim orðum að rökstuddur grunur lægi fyrir um að hann hafi dregið sér fé.Guðrún Jónsdóttir í Stígamótum segir: „Jahérna hér!“ Ljóst er að henni er ofboðið: „Þessi niðurstaða segir mest um “siða”nefndina sjálfa. Hélt að virðing þingsins gæti ekki orðið mikið minni. Loksins fundu þeir einhvern til þess að setja ofaní við! Þórhildur Sunna Ævarsdóttir láttu ekki þagga niður í þér og takk fyrir að standa vaktina gagnvart spillingu aftur og aftur.“ Dilja Ámundadóttir upplýsingafulltrúi er ein þeirra sem á bágt með að fá þráð í þuluna: „Hvað er þessi siðanefnd Alþingis eiginlega búin að vera að gera sl. mánuði? Leita að fötunum hans Gunnars Braga sem hann týndi í blackout-inu?“Niðurstaðan til marks um siðleysi þeirra sem að henni komust Og formaður Eflingar, Sólveig Anna Jónsdóttir, skrifar pistil um málið sem hún birtir á Facebook-síðu sinni. Niðurlagið er svohljóðandi: „Ég fann viðtal við einn af meðlimum Ósýnilegu nefndarinnar, tekið þar sem hann sat í fangelsi fyrir að hafa ekki viljað sætta sig við að vera undirgefinn þegn í ríki fáráðlinga. Ég gleymi aldrei svarinu hans þegar hann var spurður um ásaknir valdhafa um að hann væri hættulegur glæpamaður: Such a pathetic allegation can only be the work of a regime that is on the point of tipping over into nothingness. Ég hugsaði um þetta dásamlega svar í morgun þegar ég las fréttina um að Þórhildur Sunna hefði brotið siðareglur með því að segja satt. Ég styðst við innsýnina sem franski „glæpamaðurinn“ veitti mér og segi: Svona aumkunarverð niðurstaða getur aðeins verið til marks um siðleysi þeirra sem að henni komast.“Uppfært 16:30Samantektin hefur verið uppfærð í ljósi nýrra upplýsinga um hverjir stjórnuðu meðferð málsins í siðanefndinni. Alþingi Samfélagsmiðlar Mest lesið Eiga yfir höfði sér dauðadóm fyrir að hylja ekki hár sitt Erlent Öskraði þegar hann var leiddur í dómsal Erlent Reyndi að svipta sig lífi í varðhaldi Erlent Þau vilja taka við af Helga Grímssyni Innlent Fimmtungur veitingastaða sem Efling sendi bréf hefur sagt sig úr SVEIT Innlent Mega hafa einn sundlaugarvörð á vakt í Vík í Mýrdal Innlent Stærstu og umdeildustu sigrar ársins Innlent Auglýstu á samfélagsmiðlum fyrir 45 milljónir Innlent Boða tíma „stöðugleika og friðar“ Erlent Níræður maður og nýbakaður tvíburafaðir duttu í lukkupottinn Innlent Fleiri fréttir Viðgerð hafin og enn allt keyrt á varaafli í Vík Verkefni næstu ríkisstjórnar flóknara en áður var útlit fyrir Verri afkoma ríkissjóðs ekki gott veganesti fyrir næstu stjórn Þau vilja taka við af Helga Grímssyni Fimmtungur veitingastaða sem Efling sendi bréf hefur sagt sig úr SVEIT Mega hafa einn sundlaugarvörð á vakt í Vík í Mýrdal Stærstu og umdeildustu sigrar ársins Ríkur vilji til að styðja áfram við bakið á Úkraínu Líkamsárásir, þjófnaðir og rúðubrot Níræður maður og nýbakaður tvíburafaðir duttu í lukkupottinn Auglýstu á samfélagsmiðlum fyrir 45 milljónir Innlendir framleiðendur stundi samkeppnishindranir Óánægja í Laugarneshverfi: „Við ráðum ekki við þetta ægivald“ Viku frestur til að kæra kosningarnar Innan við þriðjungur þingmanna hefur setið lengur en eitt kjörtímabil Bjartsýn á að til verði stjórn sem þori að taka ákvarðanir Hefði átt að vera ljóst að logandi pappír í skáp gæti endað með bruna Vill aukinn viðbúnað á Íslandi til að bregðast við ófyrirséðum árásum Áhrif hallareksturs ríkissjóðs á stjórnarmyndun og jólaskrautsgerð fanga Fráfarandi stjórn skilji eftir verra bú en haldið er fram Afkomuhorfur ríkissjóðs lakari en áður Grétar Snær höfuðkúpubrotnaði í Taílandi Sjálfstæðismenn í sérflokki hvað útstrikanir varðar Birta nöfn og vörumerki tengd SVEIT í mótmælaskyni „Sannleikurinn oft fyrsta fórnarlambið“ Evrópuþingmenn hvetja yfirvöld til að láta af hvalveiðum „Mikilvægt fyrir dalinn að það sé komin ákvörðun“ Kannabissérfræðingurinn kom að ræktun á öðrum sveitabæ Lýsa eftir vitnum að meintri líkamsárás á Ísafirði Hundarnir áttu ekki að vera saman Sjá meira
Óhætt er að segja að margir séu furðulostnir vegna niðurstöðu siðanefndar Alþingis. Og þá furðu sína og hneykslan tjá þeir nú óspart á samfélagsmiðlum.Í morgun var greint frá því að siðanefnd Alþingis hafi komist að þeirri niðurstöðu að Þórhildur Sunna Ævarsdóttir þingmaður Pírata hafi gerst brotleg við siðareglur þingsins. Það gerði hún með ummælum þess efnis að rökstuddur grunur væri á því að Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, hafi dregið sér fé með ríflegum akstursgreiðslum sem hann rukkaði skrifstofu þingsins um.Hart var sótt að hinum mjög svo duglega Ásmundi vegna aksturspeninga. En, nú virðist sem hann standi uppi með pálmann í höndunum. Eftir úrskurð siðanefndar.Þá lá fyrir að Ásmundur hafði fengið undanþágu frá reglum, ef ferðalög þingmanna fara yfir ákveðin mörk ber þeim að notast við bílaleigubíl en ekki sinn eigin. Þá hafði komið fram að Ásmundur hafði meðal annars verið að erindast fyrir sjónvarpsstöðina ÍNN hvar Ásmundur fékkst við dagskrárgerð og hann hafði inni í akstursbók sinni ferðir sem tengdust beint prófkjörsbaráttu hans sjálfs.Er hægt að skaða ímynd Alþingis? Undrun, furða og hneykslan hefur brotist út á Facebook; þar klóra margir sér í kollinum. Og telja hér öllu á haus snúið. Magnús Guðmundsson blaðamaður er einn þeirra sem reynir að fá þetta til að koma heim og saman. „Ég er ekki alveg að átta mig á fréttum dagsins. Var það siðanefnd Alþingis sem þakkaði fyrir sig með því að skíta á dyrapallinn? Er hægt að skaða ímynd Alþingis? Er Óli Jó að ritstýra þessu?“ Hörður Torfason tónlistarmaður segir þetta gersamlega út í hött: „Hér er verið að beina athyglinni frá kjarna málsins með óþverrahætti. Þórhildur Sunna hefur borið af sem stjórnmálamaður frá því að hún kom á þing. Málefnaleg, á stundum hvöss en þrekmikil og djörf kona. Sú tegund stjórnmálamanns sem við þurfum. Mál Ásmundar Friðrikssonar, þingmanns Sjálfstæðisflokksins, á að rannsaka og hann sleppur ekki undan grun fyrr en það hefur verið gert. Eins á að rannsaka framkomu Miðflokksmanna á Klaustri, svo eitthvað sé nefnt. Hvar stendur siðanefnd Alþingis í því máli?“ Gamla klíkuverkið gengið af göflunum Grímur Atlason framkvæmdastjóri reynir einnig að koma þessu heim og saman í kolli sínum: „Við vorum þarna þrír um borð og hundurinn sá fimmti.“ „Ekkert er útilokað allt.“ „Höfuðáttirnar fjórar eru þrjár: Norður og Suður.“ Að þetta skuli vera fyrsti úrskurður þessarar nefndar er vart til þess fallið að breyta mjög litlum staf í alþingi í bara lítinn staf. Þetta er eiginlega algjört met.“Jón Kristjánsson fyrrverandi ráðherra Framsóknarflokksins stjórnaði meðferð málsins fyrir siðanefndinni.visir/vilhelmOg þannig gengur dælan á samfélagsmiðum, fólk á erfitt með að fá þetta til að ganga heim og saman: Niðurstöðu siðanefndar og heilbrigða skynsemi. Jón Kristjánsson, fyrrverandi þingmaður og ráðherra Framsóknarflokksins, sem gegndi formennsku í siðanefndinni við meðferð málsins. Aðrir í nefndinni, sem þá standa að álitinu eru þau Margréti Völu Kristjánsdóttur og Róberti H. Haraldssyni. Jón Ólafsson heimspekingur skrifað pistil á sína heimasíðu þar sem hann gagnrýnir það hversu þröngt siðanefndin, og reyndar nefndir af þessu sama tagi, túlka orðin rökstuddur grunur: „Siðanefnd Alþingis kýs (í máli Ásmundar Friðrikssonar) að skilja orðin „rökstuddur grunur“ svo, að þau hljóti að hafa þá tilteknu lögfræðilegu merkingu, að minnsta kosti í meðförum Alþingismanns, að með þeim fullyrði hann/hún tilvist áþreifanlegra upplýsinga eða gagna um það sem grunurinn beinist að. En lögfræðileg merking þessa orðasambands trompar alls ekki hversdagslega merkingu orðanna rök og grunur í pólitískum umræðum,“ segir Jón meðal annars. Jón var meðal annarra í nefnd sem Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra skipaði gagngert til að finna út úr því hvernig auka megi virðingu fyrir Alþingi. Honum er þannig málið skylt. Hjörtur Hjartarson sagnfræðingur er meðal þeirra sem telur niðurstöðuna til marks um samtryggingu pólitíkusa: „Það fyrsta sem kemur frá siðanefnd Alþingis: Þingmaður Pírata ávíttur fyrir að benda á gróf spillingarbrot og krefjast rannsóknar. - Gamla klíkuverkið er endanlega gengið af göflunum. - Takið eftir þingmönnum sem þegja þunnu hljóði.“Dýpri speki en við getum skilið Ragnhildur Sverrisdóttir fjölmiðlafulltrúi segir að sjálfsagt sé að gera kröfu um að stjórnmálamenn fullyrði ekki meira um annað fólk en þeir geti staðið fyrir. „Þeir eiga auðvitað ekki að „kasta rýrð á Alþingi og skaða ímynd þess“ með ummælum sem hafa „óneitanlega neikvæð áhrif á traust almennings til Alþingis“. Það er frábært að siðanefnd Alþingis skuli nú vera að móta viðmið sín um hvað telst að kasta rýrð á þingið og draga úr trausti í þess garð. Áherslurnar koma okkur dauðlegum kannski á óvart, en þarna undir býr auðvitað dýpri speki en við getum skilið.“Þórhildur Sunna er að margra mati skeleggur þingmaður. Þeir telja öfugsnúið að hún skuli vera vítt, og að hún hafi vegið að æru alþingis, með því að fara fram á rannsókn á akstursgreiðslum Ásmundar Friðrikssonar með þeim orðum að rökstuddur grunur lægi fyrir um að hann hafi dregið sér fé.Guðrún Jónsdóttir í Stígamótum segir: „Jahérna hér!“ Ljóst er að henni er ofboðið: „Þessi niðurstaða segir mest um “siða”nefndina sjálfa. Hélt að virðing þingsins gæti ekki orðið mikið minni. Loksins fundu þeir einhvern til þess að setja ofaní við! Þórhildur Sunna Ævarsdóttir láttu ekki þagga niður í þér og takk fyrir að standa vaktina gagnvart spillingu aftur og aftur.“ Dilja Ámundadóttir upplýsingafulltrúi er ein þeirra sem á bágt með að fá þráð í þuluna: „Hvað er þessi siðanefnd Alþingis eiginlega búin að vera að gera sl. mánuði? Leita að fötunum hans Gunnars Braga sem hann týndi í blackout-inu?“Niðurstaðan til marks um siðleysi þeirra sem að henni komust Og formaður Eflingar, Sólveig Anna Jónsdóttir, skrifar pistil um málið sem hún birtir á Facebook-síðu sinni. Niðurlagið er svohljóðandi: „Ég fann viðtal við einn af meðlimum Ósýnilegu nefndarinnar, tekið þar sem hann sat í fangelsi fyrir að hafa ekki viljað sætta sig við að vera undirgefinn þegn í ríki fáráðlinga. Ég gleymi aldrei svarinu hans þegar hann var spurður um ásaknir valdhafa um að hann væri hættulegur glæpamaður: Such a pathetic allegation can only be the work of a regime that is on the point of tipping over into nothingness. Ég hugsaði um þetta dásamlega svar í morgun þegar ég las fréttina um að Þórhildur Sunna hefði brotið siðareglur með því að segja satt. Ég styðst við innsýnina sem franski „glæpamaðurinn“ veitti mér og segi: Svona aumkunarverð niðurstaða getur aðeins verið til marks um siðleysi þeirra sem að henni komast.“Uppfært 16:30Samantektin hefur verið uppfærð í ljósi nýrra upplýsinga um hverjir stjórnuðu meðferð málsins í siðanefndinni.
Alþingi Samfélagsmiðlar Mest lesið Eiga yfir höfði sér dauðadóm fyrir að hylja ekki hár sitt Erlent Öskraði þegar hann var leiddur í dómsal Erlent Reyndi að svipta sig lífi í varðhaldi Erlent Þau vilja taka við af Helga Grímssyni Innlent Fimmtungur veitingastaða sem Efling sendi bréf hefur sagt sig úr SVEIT Innlent Mega hafa einn sundlaugarvörð á vakt í Vík í Mýrdal Innlent Stærstu og umdeildustu sigrar ársins Innlent Auglýstu á samfélagsmiðlum fyrir 45 milljónir Innlent Boða tíma „stöðugleika og friðar“ Erlent Níræður maður og nýbakaður tvíburafaðir duttu í lukkupottinn Innlent Fleiri fréttir Viðgerð hafin og enn allt keyrt á varaafli í Vík Verkefni næstu ríkisstjórnar flóknara en áður var útlit fyrir Verri afkoma ríkissjóðs ekki gott veganesti fyrir næstu stjórn Þau vilja taka við af Helga Grímssyni Fimmtungur veitingastaða sem Efling sendi bréf hefur sagt sig úr SVEIT Mega hafa einn sundlaugarvörð á vakt í Vík í Mýrdal Stærstu og umdeildustu sigrar ársins Ríkur vilji til að styðja áfram við bakið á Úkraínu Líkamsárásir, þjófnaðir og rúðubrot Níræður maður og nýbakaður tvíburafaðir duttu í lukkupottinn Auglýstu á samfélagsmiðlum fyrir 45 milljónir Innlendir framleiðendur stundi samkeppnishindranir Óánægja í Laugarneshverfi: „Við ráðum ekki við þetta ægivald“ Viku frestur til að kæra kosningarnar Innan við þriðjungur þingmanna hefur setið lengur en eitt kjörtímabil Bjartsýn á að til verði stjórn sem þori að taka ákvarðanir Hefði átt að vera ljóst að logandi pappír í skáp gæti endað með bruna Vill aukinn viðbúnað á Íslandi til að bregðast við ófyrirséðum árásum Áhrif hallareksturs ríkissjóðs á stjórnarmyndun og jólaskrautsgerð fanga Fráfarandi stjórn skilji eftir verra bú en haldið er fram Afkomuhorfur ríkissjóðs lakari en áður Grétar Snær höfuðkúpubrotnaði í Taílandi Sjálfstæðismenn í sérflokki hvað útstrikanir varðar Birta nöfn og vörumerki tengd SVEIT í mótmælaskyni „Sannleikurinn oft fyrsta fórnarlambið“ Evrópuþingmenn hvetja yfirvöld til að láta af hvalveiðum „Mikilvægt fyrir dalinn að það sé komin ákvörðun“ Kannabissérfræðingurinn kom að ræktun á öðrum sveitabæ Lýsa eftir vitnum að meintri líkamsárás á Ísafirði Hundarnir áttu ekki að vera saman Sjá meira