Þunguð kona og barn á meðal fórnarlamba í gagnárás Ísraelshers Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 5. maí 2019 07:57 Að sögn Ísraelshers skutu Hamasliðar 430 eldflaugum yfir til Ísraels síðan á laugardag en loftvarnir hersins náðu að stöðva flestar þeirra en þó ekki allar því þrír óbreyttir borgarar særðust og einn lést. Vísir/ap Fjórir palestínskir borgarar fórust í gagnárás ísraelska hersins í gærkvöld en þeirra á meðal var þunguð kona og ársgamalt barn hennar. Að sögn Ísraelshers hafa Hamasliðar skotið 430 eldflaugum yfir til Ísraels síðan á laugardag en loftvarnir hersins náðu að stöðva flestar þeirra en þó ekki allar því þrír óbreyttir borgarar særðust og einn lést. Hinn látni var 58 ára Ísraeli í borginni Ashkelon skammt frá landamærum Gaza. Ísraelsher svaraði eldflaugaárás Hamasliða með loftárásum og stórskotahríð frá skriðdrekum en fréttastofa AP greinir frá því að árásirnar hafi hafist að nýju í nótt eftir stutt hlé.Árás á tyrkneska fjölmiðilinn Anadolu Agency Á meðal skotmarka Ísraelshers voru ritstjórnarskrifstofur tyrkneska fjölmiðilsins Anadolu Agency á Gaza-ströndinni. Recep Tayyp Erdogan, forseti Tyrklands, fordæmir árásina harðlega í yfirlýsingu og segir að Ísraelsher geti ekki þaggað niður umfjöllun tyrkneskra blaðamanna.We strongly condemn Israel’s attack against Anadolu Agency’s office in Gaza. Turkey and Anadolu Agency will continue to tell the world about Israeli terrorism and atrocities in Gaza and other parts of Palestine despite such attacks. — Recep Tayyip Erdoğan (@RTErdogan) May 4, 2019 „Tyrkir og Anadolu Agency halda áfram að segja heiminum frá hryðjuverkum Ísraels og grimmdarverkum þeirra á Gaza og annars staðar í Palestínu þrátt fyrir þessa árás.“Senol Kazanci sagði fyrir hönd miðilsins að það væri alveg ljóst að Anadolu Agency hefði verið skotmark Ísraelshers. Hann segir að samstarfsfólk sitt í Palestínu hefði yfirgefið ritstjórnarskrifstofur fjölmiðilsins rétt áður en árásin hófst og því hafi ekki orðið neitt manntjón. Hann segir árásina á Anadolu Agency og starfsfólk fjölmiðilsins vera árás á frjálsa fjölmiðlun rétt fólks til upplýsinga. „Þetta er ekki fyrsta árásin á blaðamenn og ritstjórnarskrifstofur í Palestínu. Við viljum að gjörvöll heimsbyggðin viti að þessar árásir draga ekki úr okkur kjarkinn“. Gasa Ísrael Palestína Tengdar fréttir Ísraelsher lét sprengjum rigna yfir Gaza-ströndina í gærkvöld Ísraelski herinn hóf í gær loftárásir á Gaza-svæðið. Að sögn ísraelskra yfirvalda er árásin til komin vegna flugskeytaárásar Palestínumanna árla í gær. Skeytið hæfði hús í Ísrael miðju og særði sjö. 26. mars 2019 06:10 Yfir 150 flugskeytum skotið yfir landamæri Ísrael og Palestínu 150 flugskeytum hefur verið skotið frá Gaza-ströndinni yfir landamærin til Ísrael í dag, samkvæmt ísraelska hersins. Árásunum var svarað með mótárásum á Gaza-svæðið 4. maí 2019 17:09 Ár síðan vikuleg mótmæli hófust við landamæri Gasa og Ísrael Tugir þúsunda Palestínumanna komu saman á Gasaströndinni í gær og mótmæltu í vikulegum mótmælum við landamærin að Ísrael. 30. mars 2019 20:17 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Fleiri fréttir Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Sjá meira
Fjórir palestínskir borgarar fórust í gagnárás ísraelska hersins í gærkvöld en þeirra á meðal var þunguð kona og ársgamalt barn hennar. Að sögn Ísraelshers hafa Hamasliðar skotið 430 eldflaugum yfir til Ísraels síðan á laugardag en loftvarnir hersins náðu að stöðva flestar þeirra en þó ekki allar því þrír óbreyttir borgarar særðust og einn lést. Hinn látni var 58 ára Ísraeli í borginni Ashkelon skammt frá landamærum Gaza. Ísraelsher svaraði eldflaugaárás Hamasliða með loftárásum og stórskotahríð frá skriðdrekum en fréttastofa AP greinir frá því að árásirnar hafi hafist að nýju í nótt eftir stutt hlé.Árás á tyrkneska fjölmiðilinn Anadolu Agency Á meðal skotmarka Ísraelshers voru ritstjórnarskrifstofur tyrkneska fjölmiðilsins Anadolu Agency á Gaza-ströndinni. Recep Tayyp Erdogan, forseti Tyrklands, fordæmir árásina harðlega í yfirlýsingu og segir að Ísraelsher geti ekki þaggað niður umfjöllun tyrkneskra blaðamanna.We strongly condemn Israel’s attack against Anadolu Agency’s office in Gaza. Turkey and Anadolu Agency will continue to tell the world about Israeli terrorism and atrocities in Gaza and other parts of Palestine despite such attacks. — Recep Tayyip Erdoğan (@RTErdogan) May 4, 2019 „Tyrkir og Anadolu Agency halda áfram að segja heiminum frá hryðjuverkum Ísraels og grimmdarverkum þeirra á Gaza og annars staðar í Palestínu þrátt fyrir þessa árás.“Senol Kazanci sagði fyrir hönd miðilsins að það væri alveg ljóst að Anadolu Agency hefði verið skotmark Ísraelshers. Hann segir að samstarfsfólk sitt í Palestínu hefði yfirgefið ritstjórnarskrifstofur fjölmiðilsins rétt áður en árásin hófst og því hafi ekki orðið neitt manntjón. Hann segir árásina á Anadolu Agency og starfsfólk fjölmiðilsins vera árás á frjálsa fjölmiðlun rétt fólks til upplýsinga. „Þetta er ekki fyrsta árásin á blaðamenn og ritstjórnarskrifstofur í Palestínu. Við viljum að gjörvöll heimsbyggðin viti að þessar árásir draga ekki úr okkur kjarkinn“.
Gasa Ísrael Palestína Tengdar fréttir Ísraelsher lét sprengjum rigna yfir Gaza-ströndina í gærkvöld Ísraelski herinn hóf í gær loftárásir á Gaza-svæðið. Að sögn ísraelskra yfirvalda er árásin til komin vegna flugskeytaárásar Palestínumanna árla í gær. Skeytið hæfði hús í Ísrael miðju og særði sjö. 26. mars 2019 06:10 Yfir 150 flugskeytum skotið yfir landamæri Ísrael og Palestínu 150 flugskeytum hefur verið skotið frá Gaza-ströndinni yfir landamærin til Ísrael í dag, samkvæmt ísraelska hersins. Árásunum var svarað með mótárásum á Gaza-svæðið 4. maí 2019 17:09 Ár síðan vikuleg mótmæli hófust við landamæri Gasa og Ísrael Tugir þúsunda Palestínumanna komu saman á Gasaströndinni í gær og mótmæltu í vikulegum mótmælum við landamærin að Ísrael. 30. mars 2019 20:17 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Fleiri fréttir Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Sjá meira
Ísraelsher lét sprengjum rigna yfir Gaza-ströndina í gærkvöld Ísraelski herinn hóf í gær loftárásir á Gaza-svæðið. Að sögn ísraelskra yfirvalda er árásin til komin vegna flugskeytaárásar Palestínumanna árla í gær. Skeytið hæfði hús í Ísrael miðju og særði sjö. 26. mars 2019 06:10
Yfir 150 flugskeytum skotið yfir landamæri Ísrael og Palestínu 150 flugskeytum hefur verið skotið frá Gaza-ströndinni yfir landamærin til Ísrael í dag, samkvæmt ísraelska hersins. Árásunum var svarað með mótárásum á Gaza-svæðið 4. maí 2019 17:09
Ár síðan vikuleg mótmæli hófust við landamæri Gasa og Ísrael Tugir þúsunda Palestínumanna komu saman á Gasaströndinni í gær og mótmæltu í vikulegum mótmælum við landamærin að Ísrael. 30. mars 2019 20:17