Rugl og pólitík Ólöf Skaftadóttir skrifar 8. maí 2019 07:00 Daginn eftir Brexit-kosningarnar sneri blaðamaðurinn Carole Cadwalladr aftur á heimaslóðir, í smábæ í Suður-Wales, til að skrifa fréttaskýringu. Cadwalladr er þekktust fyrir að afhjúpa kaup málaliða hjá Cambridge Analytica á gögnum um 87 milljónir Facebook-notenda, sem notuð voru í sálfræðihernaði gegn kjósendum í Bandaríkjunum og Bretlandi. Í heimabænum kusu 62 prósent bæjarbúa með Brexit. Eins og í mörgum smábæjum þurftu íbúar að þola mikinn andbyr þegar kolanámum var lokað og stáliðnaður leið undir lok seint á síðustu öld. Bæjarbragurinn við heimkomuna kom Cadwalladr á óvart. Glænýr háskóli var risinn, vegleg íþróttamiðstöð hafði litið dagsins ljós – 350 milljóna punda uppbygging meira og minna kostuð af sjóðum ESB blasti við hvert sem litið var. Þar fyrir utan voru 77 milljóna punda samgönguumbætur fyrirhugaðar. Nóga vinnu var að fá í blómlegum bæ. Í fyrirlestri á dögunum greindi Cadwalladr frá samtali við ungan mann í nýreistu íþróttahúsinu. Hann sagðist hafa kosið með útgöngu og spurði hana: Hvað hefur ESB gert fyrir okkur? Þar sem hann stóð í íþróttahúsinu sem byggt var fyrir styrki frá ESB. Um allan bæ var sömu sögu að segja. En fólk var þreytt á ESB, og aðallega á innflytjendum og flóttafólki. Þetta kom henni spánskt fyrir sjónir, þar sem hvergi var útlending að sjá. Að vísu varð pólsk kona á vegi hennar, sem sagðist vera meðal örfárra útlendinga í bænum. Eftir að fréttaskýringin birtist hafði kona úr bænum samband við hana og tjáði sig um áhrif Facebook á hana í aðdraganda Brexit. Hæst bar hræðsluáróður um innflytjendur og væntanlega inngöngu Tyrklands í ESB. Brexit-kosningaumræðan fór fram í myrkri meira og minna, því að Facebook réð ferðinni. Það sem gerist á Facebook, er bara á Facebook, því að þú ert sá eini sem sérð eigin fréttaveitu. Engin leið er að vita hver sá hvað, hvaða áhrif það hefur eða hvaða staðleysum er haldið að fólki því Mark Zuckerberg vill ekki deila því með okkur. Enginn veit hver borgar fyrir auglýsingarnar, eða hversu mikið. Við nánari skoðun var innflytjendavandinn í bænum tilbúningur og Tyrkland ekki einu sinni í viðræðum um að ganga í ESB. Þetta er vandinn í hnotskurn. Í könnun Fréttablaðsins í gær kom í ljós að tæpur helmingur vill ekki að Alþingi samþykki þriðja orkupakkann. Innan við þriðjungur er því fylgjandi. Tæp 59 prósent segjast ekki hafa kynnt sér málið eða kynnt sér það illa. Athygli vekur að stuðningur við pakkann eykst eftir því sem fólk hefur kynnt sér málið betur. Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, fór mikinn í Silfrinu síðasta sunnudag. Hún virðist halda að með innleiðingu orkupakkans getum við öll, ég og þú, virkjað ár og lagt sæstreng án opinberra afskipta. Þetta er ekki rétt. Lágmarkskrafa er að stjórnmálamenn kynni sér mál sem fjallað er um. Pólitíkusar mega heldur ekki verða meðvirkir bullinu. Svona málflutning þarf að leiðrétta. Hátt og snjallt. Hann er ógn við sjálft lýðræðið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Ólöf Skaftadóttir Mest lesið Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Kosningabaráttan er kostuð af þér Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Heilbrigðiskerfi framtíðarinnar Victor Guðmundsson Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Af hverju ætti ég að standa með kennurum? Stefán Birgir Jóhannesson Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Dýrkeypt jólagjöf Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson Skoðun Reikningskúnstir Ragnars Þórs Björn Leví Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Hugsi eftir íbúafund gærdagsins Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Framtíðin er í húfi Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Drodzy Polacy Jóhann Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Fáránleg fjármálastjórn Sigurður Oddsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki fyrir ferðaþjónustuna Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Sjávarútvegurinn - Unga fólkið er framtíðin Arnar Jónsson,Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hver verða lykilgildin í næsta stjórnarsáttmála? Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar Skoðun Kjósum frið Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Af hverju kýs ég frjálslyndi og frelsi? Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Píratar, frumkvöðlar í íslenskum stjórnmálum Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Lilja lofar öllu fögru Björn B Björnsson skrifar Skoðun Siðlaus einkavæðing gegn almannahagsmunum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Reikningskúnstir Ragnars Þórs Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegt tækifæri Logi Einarsson,Eydís Ásbjörnsdóttir,Sæunn Gísladóttir,Sindri S. Kristjánsson skrifar Skoðun X í C fyrir framtíð á Íslandi Lovísa Oktovía Eyvindsdóttir skrifar Skoðun Kosið um stefnu Axel Jón Ellenarson skrifar Skoðun Byggjum og náum niður vöxtum og verðbólgu Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnir síðustu ára hafa vanrækt barnamál Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Opnum fjöldahjálparstöð! Aðalheiður Jónsdóttir skrifar Skoðun Öflug garðyrkja – lykill að matvælaöryggi og grænni framtíð Guðrún Hafsteinsdóttir,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Vinnum gullið, stór áfangi inn í bjarta framtíð íþrótta á Íslandi Vésteinn Hafsteinsson skrifar Skoðun HSU réttir upp hönd í aðdraganda Alþingiskosninga Díana Óskarsdóttir skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Umhverfisvernd og syndaflóð Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Nei þeir mega það ekki! Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Höldum rónni og höldum áfram Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Raunveruleiki vændis Drífa Snædal skrifar Skoðun Tryggjum breytingar í málefnum eldri borgara Alma D. Möller skrifar Skoðun Af hverju ætti ég að standa með kennurum? Stefán Birgir Jóhannesson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn stendur með landsbyggðinni Hildur Sólveig Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Daginn eftir Brexit-kosningarnar sneri blaðamaðurinn Carole Cadwalladr aftur á heimaslóðir, í smábæ í Suður-Wales, til að skrifa fréttaskýringu. Cadwalladr er þekktust fyrir að afhjúpa kaup málaliða hjá Cambridge Analytica á gögnum um 87 milljónir Facebook-notenda, sem notuð voru í sálfræðihernaði gegn kjósendum í Bandaríkjunum og Bretlandi. Í heimabænum kusu 62 prósent bæjarbúa með Brexit. Eins og í mörgum smábæjum þurftu íbúar að þola mikinn andbyr þegar kolanámum var lokað og stáliðnaður leið undir lok seint á síðustu öld. Bæjarbragurinn við heimkomuna kom Cadwalladr á óvart. Glænýr háskóli var risinn, vegleg íþróttamiðstöð hafði litið dagsins ljós – 350 milljóna punda uppbygging meira og minna kostuð af sjóðum ESB blasti við hvert sem litið var. Þar fyrir utan voru 77 milljóna punda samgönguumbætur fyrirhugaðar. Nóga vinnu var að fá í blómlegum bæ. Í fyrirlestri á dögunum greindi Cadwalladr frá samtali við ungan mann í nýreistu íþróttahúsinu. Hann sagðist hafa kosið með útgöngu og spurði hana: Hvað hefur ESB gert fyrir okkur? Þar sem hann stóð í íþróttahúsinu sem byggt var fyrir styrki frá ESB. Um allan bæ var sömu sögu að segja. En fólk var þreytt á ESB, og aðallega á innflytjendum og flóttafólki. Þetta kom henni spánskt fyrir sjónir, þar sem hvergi var útlending að sjá. Að vísu varð pólsk kona á vegi hennar, sem sagðist vera meðal örfárra útlendinga í bænum. Eftir að fréttaskýringin birtist hafði kona úr bænum samband við hana og tjáði sig um áhrif Facebook á hana í aðdraganda Brexit. Hæst bar hræðsluáróður um innflytjendur og væntanlega inngöngu Tyrklands í ESB. Brexit-kosningaumræðan fór fram í myrkri meira og minna, því að Facebook réð ferðinni. Það sem gerist á Facebook, er bara á Facebook, því að þú ert sá eini sem sérð eigin fréttaveitu. Engin leið er að vita hver sá hvað, hvaða áhrif það hefur eða hvaða staðleysum er haldið að fólki því Mark Zuckerberg vill ekki deila því með okkur. Enginn veit hver borgar fyrir auglýsingarnar, eða hversu mikið. Við nánari skoðun var innflytjendavandinn í bænum tilbúningur og Tyrkland ekki einu sinni í viðræðum um að ganga í ESB. Þetta er vandinn í hnotskurn. Í könnun Fréttablaðsins í gær kom í ljós að tæpur helmingur vill ekki að Alþingi samþykki þriðja orkupakkann. Innan við þriðjungur er því fylgjandi. Tæp 59 prósent segjast ekki hafa kynnt sér málið eða kynnt sér það illa. Athygli vekur að stuðningur við pakkann eykst eftir því sem fólk hefur kynnt sér málið betur. Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, fór mikinn í Silfrinu síðasta sunnudag. Hún virðist halda að með innleiðingu orkupakkans getum við öll, ég og þú, virkjað ár og lagt sæstreng án opinberra afskipta. Þetta er ekki rétt. Lágmarkskrafa er að stjórnmálamenn kynni sér mál sem fjallað er um. Pólitíkusar mega heldur ekki verða meðvirkir bullinu. Svona málflutning þarf að leiðrétta. Hátt og snjallt. Hann er ógn við sjálft lýðræðið.
Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson Skoðun
Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar
Skoðun Siðlaus einkavæðing gegn almannahagsmunum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Sögulegt tækifæri Logi Einarsson,Eydís Ásbjörnsdóttir,Sæunn Gísladóttir,Sindri S. Kristjánsson skrifar
Skoðun Öflug garðyrkja – lykill að matvælaöryggi og grænni framtíð Guðrún Hafsteinsdóttir,Vilhjálmur Árnason skrifar
Skoðun Vinnum gullið, stór áfangi inn í bjarta framtíð íþrótta á Íslandi Vésteinn Hafsteinsson skrifar
Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson Skoðun