Vara við „nýrri tegund“ hryðjuverkamanna á Norður-Írlandi Sylvía Hall skrifar 20. apríl 2019 22:58 Lyra McKee þótti mjög efnilegur rannsóknarblaðamaður og hafa margir lýst yfir sorg sinni vegna morðsins. Vísir/Getty Yfirmaður rannsóknarinnar á morði blaðakonunnar Lyra McKee segir nýja tegund hryðjuverkamanna vera að spretta upp í Norður-Írlandi. Tveir karlmenn á tvítugsaldri hafa verið handteknir í tengslum við morðið. Guardian greinir frá. Mennirnir eru sagðir vera hluti af hópnum New IRA, Nýa írska lýðveldishernum, og voru þeir handteknir á grundvelli hryðjuverkalöggjafar og færðir á lögreglustöð í Belfast til yfirheyrsla. Lyra McKee var 29 ára gömul.Vísir/AP Vill að samstarf almennings og lögreglu verði hluti af minningu McKee Á blaðamannafundi sagði Jason Murphy, rannsóknarlögreglumaður, að hryðjuverkamenn væru að halda sig til í skugganum. Ný tegund hryðjuverkamanna væri að líta dagsins ljós og þróunin væri varhugaverð. „Það er okkar tilfinning að það sem kom fyrir Lyru olli stefnubreytingu og ég biðla til fólks sem treystir sér til að stíga fram og hjálpa okkur. Þeir sem myrtu Lyru í þessari huglausu árás mega ekki fá tækifæri til þess að gera slíkt aftur.“ Þá segist hann sannfærður um að einhverjir hafi að geyma upplýsingar um árásina og hvetur þá til þess að setja sig í samband við lögreglu en ekki láta undan hótunum. „Við munum vinna með ykkur af varkárni.“ Mikil reiði hefur verið í garð samtakanna eftir morðið á McKee.Vísir/Getty Segja dauða McKee hafa verið slys Morðið á McKee hefur valdið mikilli andúð í garð lýðveldishersins í Derry og hafa forsvarsmenn hópsins stigið fram og beðist afsökunar á dauða hennar. Þeir segja hann vera hræðilegt slys af völdum sjálfboðaliða sem hafi ætlað sér að beina vopnum sínum að lögreglu. Í gær birti lögregla myndband af morðingja McKee sem sýnir morðingjann skjóta í átt að lögregluþjónum og samverkamenn hans. McKee fékk eitt skot í höfuðið og lést en hún stóð nærri lögreglunni og fylgdist með óeirðunum. McKee skaust á sjónarsviðið árið 2014 þegar hún skrifaði vinsæla bloggfærslu um hvernig það var að alast upp samkynhneigð í Belfast, höfuðborg Norður-Írlands. Þá þótti hún mjög efnilegur rannsóknarblaðamaður og hafði nýverið skrifað undir samning um að skrifa tvær bækur Bretland Írland Morðið á Lyru McKee Norður-Írland Tengdar fréttir Blaðamaður skotinn til bana í óeirðum í Londonderry Norður-Írskur blaðamaður, Lyra McKee, var í gærkvöld skotin til bana í Londonderry þar sem hún fjallaði um óeirðir sem geisuðu í Creggan-hverfi borgarinnar í gærkvöld. Lögregla rannsakar morðið sem hryðjuverk. McKee varð fyrir skoti sem grímuklædds byssumanns er hún stóð nærri lögreglunni í Londonderry. 19. apríl 2019 09:06 Tveir unglinspiltar handteknir vegna morðs á blaðamanni Tveir unglingspiltar hafa verið handteknir í tengslum við morðið á blaðamanninum Lyru McKee, sem skotin var til bana í mótmælum í Londonderry á fimmtudag. 20. apríl 2019 09:45 Birtu myndband af morðingja blaðakonu í Norður-Írlandi Lögreglan í Norður-Írlandi hefur birt myndband af morðingja blaðakonunnar Lyra McKee sem skotin var til bana þegar óeirðir áttu sér stað í borginni Londonderry í gær. 19. apríl 2019 23:00 Mest lesið Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Kosningavaka Stöðvar 2 og Vísis Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent Stefnir í að VG þurrkist út af þingi Innlent Vísbending um að þetta séu „jarðskjálftakosningar“ Innlent Stefnir í að flokkunum fækki um tvo Innlent Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Innlent „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Innlent Sjálfstæðisflokkur og Samfylking ná bæði fjórum inn í Kraganum Innlent Fleiri fréttir Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Sjá meira
Yfirmaður rannsóknarinnar á morði blaðakonunnar Lyra McKee segir nýja tegund hryðjuverkamanna vera að spretta upp í Norður-Írlandi. Tveir karlmenn á tvítugsaldri hafa verið handteknir í tengslum við morðið. Guardian greinir frá. Mennirnir eru sagðir vera hluti af hópnum New IRA, Nýa írska lýðveldishernum, og voru þeir handteknir á grundvelli hryðjuverkalöggjafar og færðir á lögreglustöð í Belfast til yfirheyrsla. Lyra McKee var 29 ára gömul.Vísir/AP Vill að samstarf almennings og lögreglu verði hluti af minningu McKee Á blaðamannafundi sagði Jason Murphy, rannsóknarlögreglumaður, að hryðjuverkamenn væru að halda sig til í skugganum. Ný tegund hryðjuverkamanna væri að líta dagsins ljós og þróunin væri varhugaverð. „Það er okkar tilfinning að það sem kom fyrir Lyru olli stefnubreytingu og ég biðla til fólks sem treystir sér til að stíga fram og hjálpa okkur. Þeir sem myrtu Lyru í þessari huglausu árás mega ekki fá tækifæri til þess að gera slíkt aftur.“ Þá segist hann sannfærður um að einhverjir hafi að geyma upplýsingar um árásina og hvetur þá til þess að setja sig í samband við lögreglu en ekki láta undan hótunum. „Við munum vinna með ykkur af varkárni.“ Mikil reiði hefur verið í garð samtakanna eftir morðið á McKee.Vísir/Getty Segja dauða McKee hafa verið slys Morðið á McKee hefur valdið mikilli andúð í garð lýðveldishersins í Derry og hafa forsvarsmenn hópsins stigið fram og beðist afsökunar á dauða hennar. Þeir segja hann vera hræðilegt slys af völdum sjálfboðaliða sem hafi ætlað sér að beina vopnum sínum að lögreglu. Í gær birti lögregla myndband af morðingja McKee sem sýnir morðingjann skjóta í átt að lögregluþjónum og samverkamenn hans. McKee fékk eitt skot í höfuðið og lést en hún stóð nærri lögreglunni og fylgdist með óeirðunum. McKee skaust á sjónarsviðið árið 2014 þegar hún skrifaði vinsæla bloggfærslu um hvernig það var að alast upp samkynhneigð í Belfast, höfuðborg Norður-Írlands. Þá þótti hún mjög efnilegur rannsóknarblaðamaður og hafði nýverið skrifað undir samning um að skrifa tvær bækur
Bretland Írland Morðið á Lyru McKee Norður-Írland Tengdar fréttir Blaðamaður skotinn til bana í óeirðum í Londonderry Norður-Írskur blaðamaður, Lyra McKee, var í gærkvöld skotin til bana í Londonderry þar sem hún fjallaði um óeirðir sem geisuðu í Creggan-hverfi borgarinnar í gærkvöld. Lögregla rannsakar morðið sem hryðjuverk. McKee varð fyrir skoti sem grímuklædds byssumanns er hún stóð nærri lögreglunni í Londonderry. 19. apríl 2019 09:06 Tveir unglinspiltar handteknir vegna morðs á blaðamanni Tveir unglingspiltar hafa verið handteknir í tengslum við morðið á blaðamanninum Lyru McKee, sem skotin var til bana í mótmælum í Londonderry á fimmtudag. 20. apríl 2019 09:45 Birtu myndband af morðingja blaðakonu í Norður-Írlandi Lögreglan í Norður-Írlandi hefur birt myndband af morðingja blaðakonunnar Lyra McKee sem skotin var til bana þegar óeirðir áttu sér stað í borginni Londonderry í gær. 19. apríl 2019 23:00 Mest lesið Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Kosningavaka Stöðvar 2 og Vísis Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent Stefnir í að VG þurrkist út af þingi Innlent Vísbending um að þetta séu „jarðskjálftakosningar“ Innlent Stefnir í að flokkunum fækki um tvo Innlent Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Innlent „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Innlent Sjálfstæðisflokkur og Samfylking ná bæði fjórum inn í Kraganum Innlent Fleiri fréttir Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Sjá meira
Blaðamaður skotinn til bana í óeirðum í Londonderry Norður-Írskur blaðamaður, Lyra McKee, var í gærkvöld skotin til bana í Londonderry þar sem hún fjallaði um óeirðir sem geisuðu í Creggan-hverfi borgarinnar í gærkvöld. Lögregla rannsakar morðið sem hryðjuverk. McKee varð fyrir skoti sem grímuklædds byssumanns er hún stóð nærri lögreglunni í Londonderry. 19. apríl 2019 09:06
Tveir unglinspiltar handteknir vegna morðs á blaðamanni Tveir unglingspiltar hafa verið handteknir í tengslum við morðið á blaðamanninum Lyru McKee, sem skotin var til bana í mótmælum í Londonderry á fimmtudag. 20. apríl 2019 09:45
Birtu myndband af morðingja blaðakonu í Norður-Írlandi Lögreglan í Norður-Írlandi hefur birt myndband af morðingja blaðakonunnar Lyra McKee sem skotin var til bana þegar óeirðir áttu sér stað í borginni Londonderry í gær. 19. apríl 2019 23:00