Gagnrýnd fyrir aðgerðarleysi þrátt fyrir viðvaranir að til stæði að ráðast á kirkjur Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 22. apríl 2019 18:30 Aðstandendur syrgja hina 12 ára gömlu Sneha Savindi, eitt af fórnarlömbum hryðjuverkanna. AP/Gemunu Amarasinghe Fyrr í þessum mánuði fengu öryggis- og lögregluyfirvöld í Srí Lanka upplýsingar um það að öfgasamtökin, sem talin eru hafa staðið að baki árásunum mannskæðu þar í landi í gær, væru að undirbúa árásir á kirkjur. Ráðherrar í ríkisstjórn landsins hafa harðlega gagnrýnt þá sem fara með stjórn öryggis- og löggæslustofnanna fyrir að hafa ekki brugðist við aðvörununum.Nærri 300 létust og fjölmargir særðust í samstilltum árásum í Srí Lanka í gær sem beindust að kirkjum og hótelum víðsvegar um landið. Ríkisstjórnin hefur beint spjótum sínum að fámennum hópi öfgaíslamista þar í landi,National Thowheed Jamat, en enginn hefur lýst yfir ábyrgð vegna sprengjuárásanna.Í frétt New York Timeser greint frá minnisblaði frá lögreglunni í Srí Lanka sem dagsett er 11. apríl. Þar segir að upplýsingar hafi borist um það að hópurinn hafi í hyggju að ráðast á kaþólskar kirkjur. Í frétt New York Times segir einnig að öryggis- og lögreglustofnanir hafi fylgst náið með öfgaíslamistum með mögulegar tengingar við hópinn allt frá því í janúar á þessu ári.Kirkja heilags Sebastíans í Negombo, þar sem ein af árásunum var gerð.Ap/Chamila KarunarathneÍ fréttinni eru upplýsingarnar sem embættismenn virðast hafa búið yfir settar í samhengi við það að 24 voru handteknir aðeins þremur klukkutímum eftir árásirnar, sem bendi til þess að lögregluyfirvöld hafi vitað ýmislegt um hópinn og því getað brugðist fljótt við eftir árásirnar.Ráðherrar harðorðir í garð forsetans og lögreglustjórans Svo virðist sem að forsætisráðherra landsins hafi ekki haft vitneskju um minnisblaðið og hafa öryggistofnanir, sem og forseti landsins, Maithripala Sirisena. verið harðlega gagnrýnd fyrir að hafa ekki gripið til aðgerða þegar ljóst hafi verið að hætta stafaði af meðlimum National Thowheed Jamat. „Við skömmumst okkar fyrir það sem gerðist,“ sagði Rauff Hakeem, dómsmálaráðherra landsins. Setti hann spurningamerki við það af hverju ekkert hafi verið gert til þess að draga úr hættunni á árás miðað við þær upplýsingar sem lágu fyrir, einn fjölmargra ráðherra í ríkisstjórn Srí Lanka. Kallað hefur verið eftir því að lögreglustjóri Sri Lanka segir af sér en Hakeem sagði öryggis- og löggæslustofnanir Srí Lanka hafa brugðist. Forsetinn hefur þegar skipað sérstaka nefnd undir forsæti hæstaréttardómara, sem rannsaka á árásirnar og aðdraganda þeirra. Yfirvöld í Srí Lanka segja þá sem stóðu að hryðjuverkunum á páskadag hafa tengingu við alþjóðleg samtök. Öryggissérfræðingur sem ræddi við New York Times vegna málsins tekur undir það og segir ólíklegt að fámennur hópur á borð við National Thowheed Jamat hafi getað framkvæmt slíka árás án utanaðkomandi aðstoðar. Hryðjuverk á Srí Lanka Srí Lanka Tengdar fréttir Að minnsta kosti 290 látnir 24 handteknir vegna hryðjuverkanna í Srí Lanka 22. apríl 2019 09:14 Ríkasti maður Danmerkur missir þrjú barna sinna á Srí Lanka Þrjú af fjórum börnum danska milljarðamæringsins Anders Holch Povlsen létust í sprengjuárásunum á Srí Lanka í gær. 22. apríl 2019 09:14 Segja öfgasamtök með alþjóðlega tengingu bera ábyrgð á hryðjuverkunum Að minnsta kosti 290 létust í þessum árásum á kirkjur og hótel og eru fimm hundruð særðir. 22. apríl 2019 11:24 Mest lesið Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Innlent Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins Innlent Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Innlent „Ég byrja harður og svo er ég bara grillaður í restina“ Innlent „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Innlent Fleiri fréttir Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Sjá meira
Fyrr í þessum mánuði fengu öryggis- og lögregluyfirvöld í Srí Lanka upplýsingar um það að öfgasamtökin, sem talin eru hafa staðið að baki árásunum mannskæðu þar í landi í gær, væru að undirbúa árásir á kirkjur. Ráðherrar í ríkisstjórn landsins hafa harðlega gagnrýnt þá sem fara með stjórn öryggis- og löggæslustofnanna fyrir að hafa ekki brugðist við aðvörununum.Nærri 300 létust og fjölmargir særðust í samstilltum árásum í Srí Lanka í gær sem beindust að kirkjum og hótelum víðsvegar um landið. Ríkisstjórnin hefur beint spjótum sínum að fámennum hópi öfgaíslamista þar í landi,National Thowheed Jamat, en enginn hefur lýst yfir ábyrgð vegna sprengjuárásanna.Í frétt New York Timeser greint frá minnisblaði frá lögreglunni í Srí Lanka sem dagsett er 11. apríl. Þar segir að upplýsingar hafi borist um það að hópurinn hafi í hyggju að ráðast á kaþólskar kirkjur. Í frétt New York Times segir einnig að öryggis- og lögreglustofnanir hafi fylgst náið með öfgaíslamistum með mögulegar tengingar við hópinn allt frá því í janúar á þessu ári.Kirkja heilags Sebastíans í Negombo, þar sem ein af árásunum var gerð.Ap/Chamila KarunarathneÍ fréttinni eru upplýsingarnar sem embættismenn virðast hafa búið yfir settar í samhengi við það að 24 voru handteknir aðeins þremur klukkutímum eftir árásirnar, sem bendi til þess að lögregluyfirvöld hafi vitað ýmislegt um hópinn og því getað brugðist fljótt við eftir árásirnar.Ráðherrar harðorðir í garð forsetans og lögreglustjórans Svo virðist sem að forsætisráðherra landsins hafi ekki haft vitneskju um minnisblaðið og hafa öryggistofnanir, sem og forseti landsins, Maithripala Sirisena. verið harðlega gagnrýnd fyrir að hafa ekki gripið til aðgerða þegar ljóst hafi verið að hætta stafaði af meðlimum National Thowheed Jamat. „Við skömmumst okkar fyrir það sem gerðist,“ sagði Rauff Hakeem, dómsmálaráðherra landsins. Setti hann spurningamerki við það af hverju ekkert hafi verið gert til þess að draga úr hættunni á árás miðað við þær upplýsingar sem lágu fyrir, einn fjölmargra ráðherra í ríkisstjórn Srí Lanka. Kallað hefur verið eftir því að lögreglustjóri Sri Lanka segir af sér en Hakeem sagði öryggis- og löggæslustofnanir Srí Lanka hafa brugðist. Forsetinn hefur þegar skipað sérstaka nefnd undir forsæti hæstaréttardómara, sem rannsaka á árásirnar og aðdraganda þeirra. Yfirvöld í Srí Lanka segja þá sem stóðu að hryðjuverkunum á páskadag hafa tengingu við alþjóðleg samtök. Öryggissérfræðingur sem ræddi við New York Times vegna málsins tekur undir það og segir ólíklegt að fámennur hópur á borð við National Thowheed Jamat hafi getað framkvæmt slíka árás án utanaðkomandi aðstoðar.
Hryðjuverk á Srí Lanka Srí Lanka Tengdar fréttir Að minnsta kosti 290 látnir 24 handteknir vegna hryðjuverkanna í Srí Lanka 22. apríl 2019 09:14 Ríkasti maður Danmerkur missir þrjú barna sinna á Srí Lanka Þrjú af fjórum börnum danska milljarðamæringsins Anders Holch Povlsen létust í sprengjuárásunum á Srí Lanka í gær. 22. apríl 2019 09:14 Segja öfgasamtök með alþjóðlega tengingu bera ábyrgð á hryðjuverkunum Að minnsta kosti 290 létust í þessum árásum á kirkjur og hótel og eru fimm hundruð særðir. 22. apríl 2019 11:24 Mest lesið Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Innlent Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins Innlent Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Innlent „Ég byrja harður og svo er ég bara grillaður í restina“ Innlent „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Innlent Fleiri fréttir Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Sjá meira
Ríkasti maður Danmerkur missir þrjú barna sinna á Srí Lanka Þrjú af fjórum börnum danska milljarðamæringsins Anders Holch Povlsen létust í sprengjuárásunum á Srí Lanka í gær. 22. apríl 2019 09:14
Segja öfgasamtök með alþjóðlega tengingu bera ábyrgð á hryðjuverkunum Að minnsta kosti 290 létust í þessum árásum á kirkjur og hótel og eru fimm hundruð særðir. 22. apríl 2019 11:24