Maria Butina dæmd til átján mánaða fangelsisvistar Samúel Karl Ólason skrifar 26. apríl 2019 16:12 Maria Butina. Vísir/AP Maria Butina, sem játaði sig seka um samsæri og starfa sem útsendari erlends ríkis í Bandaríkjunum, hefur verið dæmd til 18 mánaða fangelsisvistar. Hún var handtekin í júlí í fyrra og játaði að hafa safnað upplýsingum um samtök íhaldsmanna á vegum Alexander Torshin, rússnesks fyrrverandi þingmanns, fyrir og eftir forsetakosningarnar 2016.Þá er Butina sögð hafa reynt að opna hulda samskiptaleið á milli Bandaríkjanna og rússneskra embættismanna. Aðgerðir hennar beindust að mestu gegn Samtökum byssueigenda í Bandaríkjunum (NRA). Þar að auki umgekkst hún forsetaframbjóðendur og þingmenn úr röðum Repúblikana. Alexander Torshin, sem er fyrrverandi þingmaður og starfar nú sem einn af æðstu mönnum Seðlabanka Rússlands og er sagður tengjast leyniþjónustum landsins sem og skipulagðri glæpastarfsemi, auk þess að vera náinn bandamaður Vladimir Pútín, forseta Rússlands. Í ákærunni gegn henni er vísað til ýmissa samskipta Butina og Torshin þar sem hún meðal annars sagðist tilbúin til að taka við frekari skipunum og Torshin sagðist ekki vilja ræða við hana í síma af ótta við að símtalið yrði hlerað. Þá voru þau að velta vöngum yfir því hver yrði utanríkisráðherra Bandaríkjanna. Þau ræddu einnig saman um að bandarískir fjölmiðlar mættu ekki komast á snoðir um aðgerðir þeirra. Sá tími sem hún hefur þegar varið í fangelsi verður dreginn frá refsingu hennar og eftir að fangelsisvist hennar líkur verður Butina vikið frá Bandaríkjunum. Dómarinn í máli hennar sagði hana fá þunga refsingu vegna alvarleika brota hennar og í fordæmisskyni. Lögmenn hennar höfðu farið fram á að hún yrði ekki dæmd til frekari fangelsisvistar. Sjálf sagðist Butina skammast sín fyrir aðgerðir sínar, samkvæmt AP fréttaveitunni. Hún sagðist vera með þrjár háskólagráður en nú væri hún dæmdur brotamaður með enga vinnu og enga peninga. Hún baðst afsökunar á gjörðum sínum. Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Rússarannsóknin Rússland Tengdar fréttir Rússnesk kona handtekin fyrir að ganga erinda Rússa í Bandaríkjunum Í ákæru dag segir að Mariia Butina hafi myndað tengsl við bandaríska stjórnmálamenn og hagsmunasamtök byssueigenda og hennar markmið hafi verið að opna hulda samskiptaleið til Bandaríkjanna fyrir rússneska embættismenn. 16. júlí 2018 22:00 Íhaldsmaður ákærður í tengslum við rússneskan njósnara Kærasti Mariu Butina, konu sem viðurkenndi njósnir fyrir Rússa, var ákærður fyrir fjársvik og peningaþvætti. 7. febrúar 2019 07:56 Rússar vilja Butina lausa Sergei Lavron, utanríkisráðherra Rússlands, segir ásakanirnar gegn henni vera tilbúning. 21. júlí 2018 18:00 Rússneskur útsendari játaði njósnir í Bandaríkjunum Maria Butina er sögð hafa unnið með rússneskum embættismanni að því að fá bandaríska íhaldsmenn til að taka upp vinsamlegri stefnu í garð rússneskra stjórnvalda. 14. desember 2018 08:21 Mest lesið Öskraði þegar hann var leiddur í dómsal Erlent Eiga yfir höfði sér dauðadóm fyrir að hylja ekki hár sitt Erlent "Borgin er ekki að veita Bíó Paradís styrk“ Innlent Auglýstu á samfélagsmiðlum fyrir 45 milljónir Innlent Boða tíma „stöðugleika og friðar“ Erlent Innlendir framleiðendur stundi samkeppnishindranir Innlent Níræður maður og nýbakaður tvíburafaðir duttu í lukkupottinn Innlent Stærstu og umdeildustu sigrar ársins Innlent Hefði átt að vera ljóst að logandi pappír í skáp gæti endað með bruna Innlent Ríkur vilji til að styðja áfram við bakið á Úkraínu Innlent Fleiri fréttir Dómari stöðvar sölu Infowars til The Onion Eiga yfir höfði sér dauðadóm fyrir að hylja ekki hár sitt Boða tíma „stöðugleika og friðar“ Öskraði þegar hann var leiddur í dómsal Féll í gólfið í hádegispásu í þinghúsinu „Síðasta manneskjan sem mann myndi nokkurn tímann gruna“ Fórnarlömb „TikTok-mannsins“ skáluðu í kampavíni Varar Repúblikana við að standa í vegi hans og Trumps Draga tennurnar úr næstu ríkisstjórn Sýrlands Öngþveiti við „sláturhús“ Assads Forseti Brasilíu á gjörgæslu eftir heilaaðgerð Ákærður fyrir morð í New York Netanjahú ber vitni í spillingarmáli sínu Nóbelsverðlaunahafar mótmæla útnefningu Kennedy Fær ekki að breyta skilmálum fjölskyldusjóðsins Erlend ríki keppast við að tryggja hagsmuni sína í Sýrlandi Þetta er maðurinn sem er grunaður um launmorðið Í skýrslutöku í tengslum við morðið í New York Norski hryðjuverkamaðurinn telur brotið á sér í fangelsi Myrtu fleiri en hundrað meintar nornir og galdrakarla Handtóku vopnaðan málaliðahóp í Rúmeníu Vörpuðu sprengjum á hergögn og efnavopn í Sýrlandi Með fingraför og lífsýni til rannsóknar Sýrlenska þjóðin á krossgötum: Hver er Abu Mohammed al-Jolani? Fyrsta árið sem fer yfir einnar og hálfrar gráðu múrinn Líklegasta kanslaraefnið heimsótti Kænugarð Hyggur á náðun uppreisnarseggja og afnám sjálfvirks ríkisborgararéttar Jay-Z kærður fyrir að nauðga þrettán ára stúlku Hver er Assad? Læknaneminn sem varð að einræðisherra Bandaríkin gerðu 75 loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Sjá meira
Maria Butina, sem játaði sig seka um samsæri og starfa sem útsendari erlends ríkis í Bandaríkjunum, hefur verið dæmd til 18 mánaða fangelsisvistar. Hún var handtekin í júlí í fyrra og játaði að hafa safnað upplýsingum um samtök íhaldsmanna á vegum Alexander Torshin, rússnesks fyrrverandi þingmanns, fyrir og eftir forsetakosningarnar 2016.Þá er Butina sögð hafa reynt að opna hulda samskiptaleið á milli Bandaríkjanna og rússneskra embættismanna. Aðgerðir hennar beindust að mestu gegn Samtökum byssueigenda í Bandaríkjunum (NRA). Þar að auki umgekkst hún forsetaframbjóðendur og þingmenn úr röðum Repúblikana. Alexander Torshin, sem er fyrrverandi þingmaður og starfar nú sem einn af æðstu mönnum Seðlabanka Rússlands og er sagður tengjast leyniþjónustum landsins sem og skipulagðri glæpastarfsemi, auk þess að vera náinn bandamaður Vladimir Pútín, forseta Rússlands. Í ákærunni gegn henni er vísað til ýmissa samskipta Butina og Torshin þar sem hún meðal annars sagðist tilbúin til að taka við frekari skipunum og Torshin sagðist ekki vilja ræða við hana í síma af ótta við að símtalið yrði hlerað. Þá voru þau að velta vöngum yfir því hver yrði utanríkisráðherra Bandaríkjanna. Þau ræddu einnig saman um að bandarískir fjölmiðlar mættu ekki komast á snoðir um aðgerðir þeirra. Sá tími sem hún hefur þegar varið í fangelsi verður dreginn frá refsingu hennar og eftir að fangelsisvist hennar líkur verður Butina vikið frá Bandaríkjunum. Dómarinn í máli hennar sagði hana fá þunga refsingu vegna alvarleika brota hennar og í fordæmisskyni. Lögmenn hennar höfðu farið fram á að hún yrði ekki dæmd til frekari fangelsisvistar. Sjálf sagðist Butina skammast sín fyrir aðgerðir sínar, samkvæmt AP fréttaveitunni. Hún sagðist vera með þrjár háskólagráður en nú væri hún dæmdur brotamaður með enga vinnu og enga peninga. Hún baðst afsökunar á gjörðum sínum.
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Rússarannsóknin Rússland Tengdar fréttir Rússnesk kona handtekin fyrir að ganga erinda Rússa í Bandaríkjunum Í ákæru dag segir að Mariia Butina hafi myndað tengsl við bandaríska stjórnmálamenn og hagsmunasamtök byssueigenda og hennar markmið hafi verið að opna hulda samskiptaleið til Bandaríkjanna fyrir rússneska embættismenn. 16. júlí 2018 22:00 Íhaldsmaður ákærður í tengslum við rússneskan njósnara Kærasti Mariu Butina, konu sem viðurkenndi njósnir fyrir Rússa, var ákærður fyrir fjársvik og peningaþvætti. 7. febrúar 2019 07:56 Rússar vilja Butina lausa Sergei Lavron, utanríkisráðherra Rússlands, segir ásakanirnar gegn henni vera tilbúning. 21. júlí 2018 18:00 Rússneskur útsendari játaði njósnir í Bandaríkjunum Maria Butina er sögð hafa unnið með rússneskum embættismanni að því að fá bandaríska íhaldsmenn til að taka upp vinsamlegri stefnu í garð rússneskra stjórnvalda. 14. desember 2018 08:21 Mest lesið Öskraði þegar hann var leiddur í dómsal Erlent Eiga yfir höfði sér dauðadóm fyrir að hylja ekki hár sitt Erlent "Borgin er ekki að veita Bíó Paradís styrk“ Innlent Auglýstu á samfélagsmiðlum fyrir 45 milljónir Innlent Boða tíma „stöðugleika og friðar“ Erlent Innlendir framleiðendur stundi samkeppnishindranir Innlent Níræður maður og nýbakaður tvíburafaðir duttu í lukkupottinn Innlent Stærstu og umdeildustu sigrar ársins Innlent Hefði átt að vera ljóst að logandi pappír í skáp gæti endað með bruna Innlent Ríkur vilji til að styðja áfram við bakið á Úkraínu Innlent Fleiri fréttir Dómari stöðvar sölu Infowars til The Onion Eiga yfir höfði sér dauðadóm fyrir að hylja ekki hár sitt Boða tíma „stöðugleika og friðar“ Öskraði þegar hann var leiddur í dómsal Féll í gólfið í hádegispásu í þinghúsinu „Síðasta manneskjan sem mann myndi nokkurn tímann gruna“ Fórnarlömb „TikTok-mannsins“ skáluðu í kampavíni Varar Repúblikana við að standa í vegi hans og Trumps Draga tennurnar úr næstu ríkisstjórn Sýrlands Öngþveiti við „sláturhús“ Assads Forseti Brasilíu á gjörgæslu eftir heilaaðgerð Ákærður fyrir morð í New York Netanjahú ber vitni í spillingarmáli sínu Nóbelsverðlaunahafar mótmæla útnefningu Kennedy Fær ekki að breyta skilmálum fjölskyldusjóðsins Erlend ríki keppast við að tryggja hagsmuni sína í Sýrlandi Þetta er maðurinn sem er grunaður um launmorðið Í skýrslutöku í tengslum við morðið í New York Norski hryðjuverkamaðurinn telur brotið á sér í fangelsi Myrtu fleiri en hundrað meintar nornir og galdrakarla Handtóku vopnaðan málaliðahóp í Rúmeníu Vörpuðu sprengjum á hergögn og efnavopn í Sýrlandi Með fingraför og lífsýni til rannsóknar Sýrlenska þjóðin á krossgötum: Hver er Abu Mohammed al-Jolani? Fyrsta árið sem fer yfir einnar og hálfrar gráðu múrinn Líklegasta kanslaraefnið heimsótti Kænugarð Hyggur á náðun uppreisnarseggja og afnám sjálfvirks ríkisborgararéttar Jay-Z kærður fyrir að nauðga þrettán ára stúlku Hver er Assad? Læknaneminn sem varð að einræðisherra Bandaríkin gerðu 75 loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Sjá meira
Rússnesk kona handtekin fyrir að ganga erinda Rússa í Bandaríkjunum Í ákæru dag segir að Mariia Butina hafi myndað tengsl við bandaríska stjórnmálamenn og hagsmunasamtök byssueigenda og hennar markmið hafi verið að opna hulda samskiptaleið til Bandaríkjanna fyrir rússneska embættismenn. 16. júlí 2018 22:00
Íhaldsmaður ákærður í tengslum við rússneskan njósnara Kærasti Mariu Butina, konu sem viðurkenndi njósnir fyrir Rússa, var ákærður fyrir fjársvik og peningaþvætti. 7. febrúar 2019 07:56
Rússar vilja Butina lausa Sergei Lavron, utanríkisráðherra Rússlands, segir ásakanirnar gegn henni vera tilbúning. 21. júlí 2018 18:00
Rússneskur útsendari játaði njósnir í Bandaríkjunum Maria Butina er sögð hafa unnið með rússneskum embættismanni að því að fá bandaríska íhaldsmenn til að taka upp vinsamlegri stefnu í garð rússneskra stjórnvalda. 14. desember 2018 08:21