Hvernig gat þetta gerst? Þórlindur Kjartansson skrifar 12. apríl 2019 07:00 Eftir á að hyggja hefði verið mjög auðvelt að spá fyrir um ýmsa sögulega viðburði sem komu flestum í opna skjöldu þegar þeir gerðust. Og eftir á að hyggja hefði mjög auðveldlega mátt koma í veg þá. Enn fremur—eftir því sem lengra líður frá atburðunum þeim mun auðveldara verður hvort tveggja; að spá fyrir um þá og koma í veg fyrir þá. Þótt þessi fullyrðing virðist fáránleg eða spaugileg þá er sannleikurinn sá um ótrúlega mörg feigðarflön sögunnar að þau voru drifin áfram af ofstopafullum minnihluta gegn betri vitund yfirgnæfandi meirihluta hófsemdar- og skynsemdarfólks. Undanfarið hafa náð umtalsverðum völdum í heiminum aðilar sem keppa að því að auka á sundrungu fólks, grafa undan frelsi í viðskiptum, festa í sessi þrönga sérhagsmuni, tortryggja mannréttindi og hola innan úr réttarríkinu. Þessi sömu aðilar stuðla að tómlæti og ábyrgðarleysi gagnvart umhverfinu, samborgurunum og framtíðinni. Hér á Íslandi fylgjumst við best með Bretlandi og Bandaríkjunum þar sem ábyrgðarlausir æsingamenn hafa undirtökin í stjórnmálalífinu. Í Bretlandi tókst nokkrum uppskafningum með upplausnarblæti að kalla yfir þjóð sína algjöra óvissu með því að halda að fólki linnulausum lygavaðli í aðdraganda hinna misráðnu Brexit kosninga. Þar flutu sofandi að feigðarósi bæði unga fólkið, sem búa þarf við afleiðingarnar lengst; og skynsemdarfólkið. Á meðan hamaðist þröngur hópur forríks forréttindafólks í fjölmiðlum og á netinu við að básúna samsæriskenningar, innistæðulaus loforð og stórkarlalegar afgreiðslur á málefnalegri umræðu. Í Bandaríkjunum var „elítan“ svo sannfærð um að „bjáninn Trump“ yrði aldrei kjörinn forseti að það steingleymdist að finna frambjóðendur gegn honum sem höfðað gætu til almennra kjósenda. Svo fór sem fór. Eftir á að hyggja er augljóst að hin svokallaða „elíta“—sem er skammaryrði uppivöðsluseggjanna yfir velmeinandi, hugsandi og vandvirkt fólk—lét hjá leiðast að grípa kröftuglega til varna fyrir öll þau stórfenglegu lífsgæði, mannréttindi og framfarir sem hlotist hafa af friðsælli alþjóðlegri samvinnu, frjálsum viðskiptum og vernd einstaklingsbundinna mannréttinda. Þess í stað voru margir uppteknari við að reyna að hagnast sjálfir á upplausninni í stað þess að hjálpa til við að koma í veg fyrir hana. Það sem einkennir flesta helstu forsprakkanna í stríðinu gegn frjálsum viðskiptum, friðsælli alþjóðasamvinnu og almennum mannréttindum er að þeir búa við þann ágæta munað að þurfa ekki á nokkurn hátt að deila afleiðingum upplausnarinnar með meðborgurum sínum. Allir þekkja til bakgrunns Bandaríkjaforseta sem ólst upp við ríkidæmi sem fæst venjulega fólk getur gert sér í hugarlund. Í Bretlandi fara fremstir í flokki yfirstéttaplebbar á borð við Jacob Rees-Mogg (sem ólst upp í aðstæðum sem minna einna helst á Downton Abbey) og Boris Johnson. Þeir geta leyft sér að tefla tæpasta vað með hagsmuni bresku þjóðarinnar en þurfa ekki sjálfir að hafa áhyggur af almennri velsæld, stríði eða friði. Fyrir þannig aristókrata eru kreppa og erfiðleikatímar fyrst og fremst tækifæri til að ráða fleira og betra þjónustufólk á hagstæðari kjörum á sveitasetrin. Hér á landi er andstaða við frjálsa verslun, alþjóðlega samvinnu og mannréttindi líka skipulögð af ábyrðgarlausum forréttindahópum sem hvorki munu þurfa að leysa úr né súpa seyðið af afleiðingum þess ef farið verður að kröfum þeirra. Hinn óheiðarlegi málflutningur gegn þriðja orkupakkanum er lítt dulin átylla. Þessi hópur vill Ísland út úr EES (og líklega undan Mannréttindadómstólnum og fleiri góðum alþjóðlegum stofnunum líka). Og þvælan er hrópuð kinnroðalaust þótt málflutningurinn að mestu sé innfluttur frá Noregi, eina landinu sem Ísland hefur framselt fullveldi sitt sjálfviljugt til. Mikið hefur verið gert til að svara eðlilegum spurning og sefa óþarfa taugaveiklun út af þriðja orkupakkanum. Í þeirri viðleitni hefur veirð komið fram af umtalsvert meiri nærgætni og kurteisi heldur en málflutningur þeirra æstustu gefur tilefni til. Ekkert af því dugar því þessi þröngi hópur virðist einfaldlega hafa misst trúna á því að Ísland eigi raunverulegt erindi í stjórnmálum, viðskiptum og menningu sem þjóð meðal þjóða. Þeir sem ekki vilja horfa upp á enn meiri skaða af þessum óvandaða málflutningi verða að grípa til varna fyrir þá miklu hagsmuni sem Ísland hefur af frjálsum viðskiptum, alþjóðlegu samstarfi og mannréttindum. Ef það bregst, og afturhaldsfólkinu tekst að einangra Ísland, og einhver spyr síðar: „Hvernig gat þetta gerst“—þá er svarið: Þetta gat gerst af því að skynsamt fólk nennti ekki að leggja á sig þau óþægindi sem þurfti til að berjast gegn bábiljunni og þeir sem áttu að standa saman um stóra hagsmuni létu þess í stað dægurþras sundra sér. Þannig vinnur vitleysan. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Þórlindur Kjartansson Mest lesið Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun Kosningasigur fyrir dýravernd Árni Stefán Árnason Skoðun Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Halldór 30.11.2024 Halldór Skoðun Skoðun Kosningasigur fyrir dýravernd Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir skrifar Skoðun Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Snúum samfélagi af rangri leið Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar Skoðun Samvinna er leiðin til hagsældar Lilja Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Skrópað á Alþingi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange,Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Það er komið að þér Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Í dag kýs ég Sjálfstæðisflokkinn Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Við þurfum Grím á þing Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Sjá meira
Eftir á að hyggja hefði verið mjög auðvelt að spá fyrir um ýmsa sögulega viðburði sem komu flestum í opna skjöldu þegar þeir gerðust. Og eftir á að hyggja hefði mjög auðveldlega mátt koma í veg þá. Enn fremur—eftir því sem lengra líður frá atburðunum þeim mun auðveldara verður hvort tveggja; að spá fyrir um þá og koma í veg fyrir þá. Þótt þessi fullyrðing virðist fáránleg eða spaugileg þá er sannleikurinn sá um ótrúlega mörg feigðarflön sögunnar að þau voru drifin áfram af ofstopafullum minnihluta gegn betri vitund yfirgnæfandi meirihluta hófsemdar- og skynsemdarfólks. Undanfarið hafa náð umtalsverðum völdum í heiminum aðilar sem keppa að því að auka á sundrungu fólks, grafa undan frelsi í viðskiptum, festa í sessi þrönga sérhagsmuni, tortryggja mannréttindi og hola innan úr réttarríkinu. Þessi sömu aðilar stuðla að tómlæti og ábyrgðarleysi gagnvart umhverfinu, samborgurunum og framtíðinni. Hér á Íslandi fylgjumst við best með Bretlandi og Bandaríkjunum þar sem ábyrgðarlausir æsingamenn hafa undirtökin í stjórnmálalífinu. Í Bretlandi tókst nokkrum uppskafningum með upplausnarblæti að kalla yfir þjóð sína algjöra óvissu með því að halda að fólki linnulausum lygavaðli í aðdraganda hinna misráðnu Brexit kosninga. Þar flutu sofandi að feigðarósi bæði unga fólkið, sem búa þarf við afleiðingarnar lengst; og skynsemdarfólkið. Á meðan hamaðist þröngur hópur forríks forréttindafólks í fjölmiðlum og á netinu við að básúna samsæriskenningar, innistæðulaus loforð og stórkarlalegar afgreiðslur á málefnalegri umræðu. Í Bandaríkjunum var „elítan“ svo sannfærð um að „bjáninn Trump“ yrði aldrei kjörinn forseti að það steingleymdist að finna frambjóðendur gegn honum sem höfðað gætu til almennra kjósenda. Svo fór sem fór. Eftir á að hyggja er augljóst að hin svokallaða „elíta“—sem er skammaryrði uppivöðsluseggjanna yfir velmeinandi, hugsandi og vandvirkt fólk—lét hjá leiðast að grípa kröftuglega til varna fyrir öll þau stórfenglegu lífsgæði, mannréttindi og framfarir sem hlotist hafa af friðsælli alþjóðlegri samvinnu, frjálsum viðskiptum og vernd einstaklingsbundinna mannréttinda. Þess í stað voru margir uppteknari við að reyna að hagnast sjálfir á upplausninni í stað þess að hjálpa til við að koma í veg fyrir hana. Það sem einkennir flesta helstu forsprakkanna í stríðinu gegn frjálsum viðskiptum, friðsælli alþjóðasamvinnu og almennum mannréttindum er að þeir búa við þann ágæta munað að þurfa ekki á nokkurn hátt að deila afleiðingum upplausnarinnar með meðborgurum sínum. Allir þekkja til bakgrunns Bandaríkjaforseta sem ólst upp við ríkidæmi sem fæst venjulega fólk getur gert sér í hugarlund. Í Bretlandi fara fremstir í flokki yfirstéttaplebbar á borð við Jacob Rees-Mogg (sem ólst upp í aðstæðum sem minna einna helst á Downton Abbey) og Boris Johnson. Þeir geta leyft sér að tefla tæpasta vað með hagsmuni bresku þjóðarinnar en þurfa ekki sjálfir að hafa áhyggur af almennri velsæld, stríði eða friði. Fyrir þannig aristókrata eru kreppa og erfiðleikatímar fyrst og fremst tækifæri til að ráða fleira og betra þjónustufólk á hagstæðari kjörum á sveitasetrin. Hér á landi er andstaða við frjálsa verslun, alþjóðlega samvinnu og mannréttindi líka skipulögð af ábyrðgarlausum forréttindahópum sem hvorki munu þurfa að leysa úr né súpa seyðið af afleiðingum þess ef farið verður að kröfum þeirra. Hinn óheiðarlegi málflutningur gegn þriðja orkupakkanum er lítt dulin átylla. Þessi hópur vill Ísland út úr EES (og líklega undan Mannréttindadómstólnum og fleiri góðum alþjóðlegum stofnunum líka). Og þvælan er hrópuð kinnroðalaust þótt málflutningurinn að mestu sé innfluttur frá Noregi, eina landinu sem Ísland hefur framselt fullveldi sitt sjálfviljugt til. Mikið hefur verið gert til að svara eðlilegum spurning og sefa óþarfa taugaveiklun út af þriðja orkupakkanum. Í þeirri viðleitni hefur veirð komið fram af umtalsvert meiri nærgætni og kurteisi heldur en málflutningur þeirra æstustu gefur tilefni til. Ekkert af því dugar því þessi þröngi hópur virðist einfaldlega hafa misst trúna á því að Ísland eigi raunverulegt erindi í stjórnmálum, viðskiptum og menningu sem þjóð meðal þjóða. Þeir sem ekki vilja horfa upp á enn meiri skaða af þessum óvandaða málflutningi verða að grípa til varna fyrir þá miklu hagsmuni sem Ísland hefur af frjálsum viðskiptum, alþjóðlegu samstarfi og mannréttindum. Ef það bregst, og afturhaldsfólkinu tekst að einangra Ísland, og einhver spyr síðar: „Hvernig gat þetta gerst“—þá er svarið: Þetta gat gerst af því að skynsamt fólk nennti ekki að leggja á sig þau óþægindi sem þurfti til að berjast gegn bábiljunni og þeir sem áttu að standa saman um stóra hagsmuni létu þess í stað dægurþras sundra sér. Þannig vinnur vitleysan.
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun