Katie og svartholið Katrín Atladóttir skrifar 15. apríl 2019 07:00 Í síðustu viku birtist í fyrsta skipti mynd af svartholi. Strax á eftir birtist mynd af ungri konu ásamt skjá með myndinni af svartholinu. Það fór ekki fram hjá neinum sem virti myndina af henni fyrir sér hversu stolt og ánægð hún var. Það var mynd af Katie Bouman, sem forritaði algrímið sem gerði kleift að setja saman myndina. Katie Bouman er 29 ára tölvunarfræðingur og hafði, ásamt 200 manna teymi, unnið að þessu markmiði í þrjú ár.Störf framtíðarinnar Talið er að það muni vanta 800 þúsund manns með tæknimenntun í Evrópu árið 2020. Auk þess er talið að minnst 65% starfa framtíðarinnar séu ekki til í dag. Þess vegna mun fólk þurfa að reiða sig mun frekar á tækni og tæknilæsi þegar kemur að störfum framtíðarinnar. Í dag eru konur miklu síður líklegri til að velja sér nám í tækni. Við verðum að auka veg þeirra, bæði svo þær missi ekki af tækifærum í þessum atvinnugreinum, en einnig því viljum ekki að ný tækni verði mótuð af körlum eingöngu. En hvað veldur því að konur sækja síður í þessar námsgreinar?Skortur á fyrirmyndum Ég tók nýlega þátt í málstofu sem bar yfirskriftina „Af hverju halda stelpur að þær geti ekki forritað?“. Allir sem þar komu fram voru sammála um að ástæðurnar væru sennilega margar og margþættar. Til dæmis er mikilvægt að kynna tækni og forritun fyrir börnum strax í grunnskóla, fólk velur sér ekki það sem það þekkir ekki. En hluti af ástæðunni er að fáar kvenkyns fyrirmyndir eru sýnilegar. Fyrirmyndir skipta nefnilega máli. Að sjá konur gera alls konar hluti, sáir fræjum hjá stelpum og gerir það að verkum að þær eru líklegri til að líta til þeirra starfa þegar þær hugsa um hvað þær vilja gera í framtíðinni. Ég er fullviss um að við munum sjá fleiri stúlkur sækja sér menntun í tækni í framtíðinni, ekki síst vegna fyrirmynda á borð við Katie Bouman.Höfundur er borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Geimurinn Katrín Atladóttir Skóla - og menntamál Tækni Tengdar fréttir Forrit hinnar þrítugu Katie Bouman varpaði ljósi á svartholið Tuttugu og níu ára gömlum tölvunarfræðingi er nú hrósað víða um heim fyrir að hafa þróað reiknirit sem skapaði fyrstu myndina af svartholi. 11. apríl 2019 11:26 Ljósmynduðu svarthol í fyrsta skipti Aldrei áður hafa vísindamenn fengið beinar sjónrænar vísbendingar um tilvist svarthola. Myndin sem tilkynnt var um í dag er sú fyrsta sinnar tegundar. 10. apríl 2019 13:00 Mest lesið Íslenskur útgerðarmaður, evrópsk verkakona Sigurgeir B. Kristgeirsson Skoðun Embættismenn og stjórnmálamenn 30 ára Pétur Berg Matthíasson Skoðun Maður á sviði: Narsissisti í nánu sambandi Hrafnhildur Sigmarsdóttir Skoðun Sýrland í stuttu máli Omran Kassoumeh Skoðun Áhrifaleysið – trúa menn því virkilega? Andrés Pétursson Skoðun Bílastæði eru hættulegri en þú heldur Hrefna Sigurjónsdóttir Skoðun Köld eru kvennaráð – eða hvað? Halla Hrund Logadóttir Skoðun Er Vernd einkarekið fangelsi í dulargervi áfangaheimilis? Ólafur Ágúst Hraundal Skoðun Brottvísanir frá sjónarhorni íslenskukennara Sigurlín Bjarney Gísladóttir Skoðun Halldór 07.12.2024 Halldór Skoðun Skoðun Áhrifaleysið – trúa menn því virkilega? Andrés Pétursson skrifar Skoðun Íslenskur útgerðarmaður, evrópsk verkakona Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Embættismenn og stjórnmálamenn 30 ára Pétur Berg Matthíasson skrifar Skoðun Sýrland í stuttu máli Omran Kassoumeh skrifar Skoðun Er Vernd einkarekið fangelsi í dulargervi áfangaheimilis? Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Eftirlifendur fá friðarverðlaun Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Við getum stöðvað kynbundið ofbeldi Hildur Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Dýravelferð dýranna Árni Alfreðsson skrifar Skoðun Réttur kvenna til lífs Ólöf Embla Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Bílastæði eru hættulegri en þú heldur Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Fimmtíu ár frá Kvennafrídeginum árið 2025 Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Framtíðarsýn skóla og frístundastarfs í Lauganes- og Langholtshverfi Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Getur rafmagnið lært af símanum? Sigurður Jóhannesson skrifar Skoðun „Fé fylgi sjúklingi – ný útfærsla“ Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Aðgengi og lífsgæði eldri borgara í stafrænni framtíð: Hvað getum við gert betur? Hildur María Friðriksdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál eru orkumál Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lánakvótar opna á nýja möguleika í hagstjórn Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Tímaskekkja í velferðarríki Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Ahimsa: Siðferði kjöts og innflytjendamála Rajan Parrikar skrifar Skoðun Valkyrjustjórnin skyldi íslensk flugfélög til gæludýraflutninga í farþegaflugvélum Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Stigmögnun ofbeldis í nánum samböndum Kristín Snorradóttir skrifar Skoðun Brottvísanir frá sjónarhorni íslenskukennara Sigurlín Bjarney Gísladóttir skrifar Skoðun Mun ný ríkisstjórn Íslands endurskoða hvalveiðileyfið? Elissa Phillips skrifar Skoðun Hvernig tryggjum við raforkuöryggi almennings til framtíðar? Dagur Helgason skrifar Skoðun Erindisleysa Kennarasambandsins Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Óvenjuleg hálka Sara Oskarsson skrifar Skoðun Það eru margar leiðir til að lækka vexti Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Voru aðdragandi og úrslit þingkosninga lýðræðisleg? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Krísan sem heimurinn hundsar: kynbundið ofbeldi í átökum Birta B. Kjerúlf ,Kjartan Ragnarsson skrifar Skoðun Köld eru kvennaráð – eða hvað? Halla Hrund Logadóttir skrifar Sjá meira
Í síðustu viku birtist í fyrsta skipti mynd af svartholi. Strax á eftir birtist mynd af ungri konu ásamt skjá með myndinni af svartholinu. Það fór ekki fram hjá neinum sem virti myndina af henni fyrir sér hversu stolt og ánægð hún var. Það var mynd af Katie Bouman, sem forritaði algrímið sem gerði kleift að setja saman myndina. Katie Bouman er 29 ára tölvunarfræðingur og hafði, ásamt 200 manna teymi, unnið að þessu markmiði í þrjú ár.Störf framtíðarinnar Talið er að það muni vanta 800 þúsund manns með tæknimenntun í Evrópu árið 2020. Auk þess er talið að minnst 65% starfa framtíðarinnar séu ekki til í dag. Þess vegna mun fólk þurfa að reiða sig mun frekar á tækni og tæknilæsi þegar kemur að störfum framtíðarinnar. Í dag eru konur miklu síður líklegri til að velja sér nám í tækni. Við verðum að auka veg þeirra, bæði svo þær missi ekki af tækifærum í þessum atvinnugreinum, en einnig því viljum ekki að ný tækni verði mótuð af körlum eingöngu. En hvað veldur því að konur sækja síður í þessar námsgreinar?Skortur á fyrirmyndum Ég tók nýlega þátt í málstofu sem bar yfirskriftina „Af hverju halda stelpur að þær geti ekki forritað?“. Allir sem þar komu fram voru sammála um að ástæðurnar væru sennilega margar og margþættar. Til dæmis er mikilvægt að kynna tækni og forritun fyrir börnum strax í grunnskóla, fólk velur sér ekki það sem það þekkir ekki. En hluti af ástæðunni er að fáar kvenkyns fyrirmyndir eru sýnilegar. Fyrirmyndir skipta nefnilega máli. Að sjá konur gera alls konar hluti, sáir fræjum hjá stelpum og gerir það að verkum að þær eru líklegri til að líta til þeirra starfa þegar þær hugsa um hvað þær vilja gera í framtíðinni. Ég er fullviss um að við munum sjá fleiri stúlkur sækja sér menntun í tækni í framtíðinni, ekki síst vegna fyrirmynda á borð við Katie Bouman.Höfundur er borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins.
Forrit hinnar þrítugu Katie Bouman varpaði ljósi á svartholið Tuttugu og níu ára gömlum tölvunarfræðingi er nú hrósað víða um heim fyrir að hafa þróað reiknirit sem skapaði fyrstu myndina af svartholi. 11. apríl 2019 11:26
Ljósmynduðu svarthol í fyrsta skipti Aldrei áður hafa vísindamenn fengið beinar sjónrænar vísbendingar um tilvist svarthola. Myndin sem tilkynnt var um í dag er sú fyrsta sinnar tegundar. 10. apríl 2019 13:00
Skoðun Framtíðarsýn skóla og frístundastarfs í Lauganes- og Langholtshverfi Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Aðgengi og lífsgæði eldri borgara í stafrænni framtíð: Hvað getum við gert betur? Hildur María Friðriksdóttir skrifar
Skoðun Valkyrjustjórnin skyldi íslensk flugfélög til gæludýraflutninga í farþegaflugvélum Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Krísan sem heimurinn hundsar: kynbundið ofbeldi í átökum Birta B. Kjerúlf ,Kjartan Ragnarsson skrifar