Fyrrum stjórnarmaður WOW segir fimm ástæður fyrir gjaldþroti félagsins Sylvía Hall skrifar 30. mars 2019 16:17 Ben Baldanza segist hafa varað við þeim áskorunum sem hann nefnir. Vísir/Getty Ben Baldanza, hagfræðingur og fyrrum framkvæmdastjóri lággjaldaflugfélagsins Spirit Airlines, sat í stjórn WOW air frá árinu 2016 til 2018 og segir hann flugfélagið hafa mætt fimm áskorunum sem hafi orðið til þess að félagið hafi farið í gjaldþrot. Hann hafi varað við þeim í þrjú ár. Baldanza segir að á tíma sínum hjá félaginu hafi hann komist að því að Skúli Mogensen væri bæði klár og fullur eldmóðs en jafnframt sýnt mikinn metnað fyrir WOW. Þá hafi staðsetning landsins verið mikill kostur og viðskiptamódel félagsins verið mjög áhugavert. Þrátt fyrir það hafi þessar áskoranir á endanum leitt til þess að félagið hafi þurft að hætta störfum.Dýrt vinnuafl og skortur á aðhaldi Í færslu sem hann skrifar nefnir hann þessar fimm ástæður. Efst á lista er skortur á aðhaldi við útgjöld en kostnaður við rekstur flugfélaga fari hækkandi, bæði vegna þess að starfsfólk og flugvélar verði dýrari með aldrinum. Í stað þess að dreifa rekstrinum á fleiri svæði hafi WOW air aukið kostnað með tímanum. Þá segir hann það einnig hafa orðið félaginu að falli að hafa nánast einvörðungu notast við íslenskt vinnuafl. Hann nefnir að laun á Íslandi eru hærri en gengur og gerist en Skúli sé föðurlandsvinur og hafi treyst á samlanda sína. Það hafi þó reynst honum dýrkeypt að leita ekki til ódýrara vinnuafls. Hann bendir á að Ísland sem áfangastaður sé mjög árstíðabundinn og með því að halda sig við að einblína á landið hafi félagið orðið fyrir tapi. Með því að færa starfsemina á fleiri staði hafi verið hægt að sporna við þessu. Þá hafi félagið ekki hugað nægilega að því að tryggja fé fyrir ófyrirséðar aðstæður þegar vel stóð heldur eytt því í kaup á nýjum vélum. Kaupin á A330 vélum „gulltryggði“ fall félagsins Baldanza segir kaup WOW á Airbus 330 vélunum hafi aukið þjónustugetu félagsins til muna þar sem það hafi gert þeim kleift að fljúga á staði sem A321 vélar gátu ekki og nefnir þar áfangastaði á borð við Los Angeles og San Francisco. Vegna stærðar vélanna hafi þó verið erfitt að fylla slíkar vélar stöðugt til landsins og það hafi sannað sig. Hann segir að þó önnur flugfélög þurfi slíkar vélar hafi WOW air getað komist upp með að gera slíkt með ódýrari vélum og sleppt áfangastöðum sem reyndust ekki arðbærir. A330 vélarnar hafi því skapað mikla rekstrarörðugleika fyrir félagið og beint sjónum að hlutum sem félagið hefði ekki átt að einblína á. Þetta hafi verið það sem varð WOW endanlega að falli. Fréttir af flugi WOW Air Tengdar fréttir Yfir 1500 manns orðnir atvinnulausir á fáeinum sólarhringum Margar uppsagnanna má rekja beint til gjaldþrots flugfélagsins WOW air en það er þó ekki algilt. 29. mars 2019 23:45 Skúli hafi „brennt peninga“ Önnur lággjaldaflugfélög ættu að reyna að læra af falli WOW air. 29. mars 2019 08:00 Óhagstæð skilyrði áttu sinn þátt í falli WOW Rekstrarskilyrði hafa verið flugfélögunum mjög óhagstæð á undanförnum árum meðal annars vegna þróunar eldsneytisverðs og launa sem hafa hækkað mun meira hjá þeim en hjá helstu samkeppnisaðilum. 29. mars 2019 20:30 Mest lesið Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir Atvinnulíf Margrét tekur við nýju hlutverki hjá Advania Viðskipti innlent Verð á kaffi sögulega hátt Viðskipti erlent „Gamla góða“ Cocoa Puffsið aftur í verslanir Neytendur Samskip fá áheyrn Hæstaréttar í samkeppnismálinu Viðskipti innlent Álfrún leiðir almannatengslin hjá Íslandsstofu Viðskipti innlent Freyju og Góu blöskrar ummæli frá Nóa Siríus Neytendur Kapp kaupir bandarískt félag Viðskipti innlent „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Atvinnulíf Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Atvinnulíf Fleiri fréttir Sker úr um hvort Samskip megi skipta sér af sátt Eimskips Margrét tekur við nýju hlutverki hjá Advania Fjölmiðlar á landsbyggðinni fá rúma milljón hver Kapp kaupir bandarískt félag Sesselja nýr forstjóri Genis Álfrún leiðir almannatengslin hjá Íslandsstofu Spá óbreyttri verðbólgu næstu tvo mánuði Súkkulaðið verði dýrara hjá öllum um páskana Aðstoðarmaður Katrínar til Aton Lánakvótar svarið við háum vöxtum húsnæðislána Spánverjar sólgnir í íslenskar gellur Brotajárnsfyrirtæki metið á milljarða í kaupum Styrkáss Sækja reynslubolta í viðskiptagreind til Cubus Metsætanýting í nóvember hjá Icelandair Raforka hækkað um 13,2 prósent á árinu Forstjóri Dominos til N1 Verðhækkunin nemi ekki því sem Nói Síríus fái á sig Halli upp á tugi milljarða hjá hinu opinbera Segir að vel væri hægt að lækka vexti Konfektið í hæstu hæðum Mátti ekki taka bjór úr hillum eftir allt saman Tugmilljónakröfur í tómt þrotabú Viljans „Kemur ekki til greina“ að lækka eiginfjárkröfur Atvinnuleysi dróst saman milli mánaða Bein útsending: Ásgeir og Tómas sitja fyrir svörum Hátt raunvaxtastig samhliða hægari vexti gæti skapað áskoranir Afgangur á viðskiptajöfnuði tæplega helmingi minni milli ára Níu teymi kynntu verkefni sín í Startup Tourism 2024 Leggja meiri áherslu á Prís og segja upp starfsmönnum Fjárfestingararmur Samherja bætir við sig í Högum Sjá meira
Ben Baldanza, hagfræðingur og fyrrum framkvæmdastjóri lággjaldaflugfélagsins Spirit Airlines, sat í stjórn WOW air frá árinu 2016 til 2018 og segir hann flugfélagið hafa mætt fimm áskorunum sem hafi orðið til þess að félagið hafi farið í gjaldþrot. Hann hafi varað við þeim í þrjú ár. Baldanza segir að á tíma sínum hjá félaginu hafi hann komist að því að Skúli Mogensen væri bæði klár og fullur eldmóðs en jafnframt sýnt mikinn metnað fyrir WOW. Þá hafi staðsetning landsins verið mikill kostur og viðskiptamódel félagsins verið mjög áhugavert. Þrátt fyrir það hafi þessar áskoranir á endanum leitt til þess að félagið hafi þurft að hætta störfum.Dýrt vinnuafl og skortur á aðhaldi Í færslu sem hann skrifar nefnir hann þessar fimm ástæður. Efst á lista er skortur á aðhaldi við útgjöld en kostnaður við rekstur flugfélaga fari hækkandi, bæði vegna þess að starfsfólk og flugvélar verði dýrari með aldrinum. Í stað þess að dreifa rekstrinum á fleiri svæði hafi WOW air aukið kostnað með tímanum. Þá segir hann það einnig hafa orðið félaginu að falli að hafa nánast einvörðungu notast við íslenskt vinnuafl. Hann nefnir að laun á Íslandi eru hærri en gengur og gerist en Skúli sé föðurlandsvinur og hafi treyst á samlanda sína. Það hafi þó reynst honum dýrkeypt að leita ekki til ódýrara vinnuafls. Hann bendir á að Ísland sem áfangastaður sé mjög árstíðabundinn og með því að halda sig við að einblína á landið hafi félagið orðið fyrir tapi. Með því að færa starfsemina á fleiri staði hafi verið hægt að sporna við þessu. Þá hafi félagið ekki hugað nægilega að því að tryggja fé fyrir ófyrirséðar aðstæður þegar vel stóð heldur eytt því í kaup á nýjum vélum. Kaupin á A330 vélum „gulltryggði“ fall félagsins Baldanza segir kaup WOW á Airbus 330 vélunum hafi aukið þjónustugetu félagsins til muna þar sem það hafi gert þeim kleift að fljúga á staði sem A321 vélar gátu ekki og nefnir þar áfangastaði á borð við Los Angeles og San Francisco. Vegna stærðar vélanna hafi þó verið erfitt að fylla slíkar vélar stöðugt til landsins og það hafi sannað sig. Hann segir að þó önnur flugfélög þurfi slíkar vélar hafi WOW air getað komist upp með að gera slíkt með ódýrari vélum og sleppt áfangastöðum sem reyndust ekki arðbærir. A330 vélarnar hafi því skapað mikla rekstrarörðugleika fyrir félagið og beint sjónum að hlutum sem félagið hefði ekki átt að einblína á. Þetta hafi verið það sem varð WOW endanlega að falli.
Fréttir af flugi WOW Air Tengdar fréttir Yfir 1500 manns orðnir atvinnulausir á fáeinum sólarhringum Margar uppsagnanna má rekja beint til gjaldþrots flugfélagsins WOW air en það er þó ekki algilt. 29. mars 2019 23:45 Skúli hafi „brennt peninga“ Önnur lággjaldaflugfélög ættu að reyna að læra af falli WOW air. 29. mars 2019 08:00 Óhagstæð skilyrði áttu sinn þátt í falli WOW Rekstrarskilyrði hafa verið flugfélögunum mjög óhagstæð á undanförnum árum meðal annars vegna þróunar eldsneytisverðs og launa sem hafa hækkað mun meira hjá þeim en hjá helstu samkeppnisaðilum. 29. mars 2019 20:30 Mest lesið Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir Atvinnulíf Margrét tekur við nýju hlutverki hjá Advania Viðskipti innlent Verð á kaffi sögulega hátt Viðskipti erlent „Gamla góða“ Cocoa Puffsið aftur í verslanir Neytendur Samskip fá áheyrn Hæstaréttar í samkeppnismálinu Viðskipti innlent Álfrún leiðir almannatengslin hjá Íslandsstofu Viðskipti innlent Freyju og Góu blöskrar ummæli frá Nóa Siríus Neytendur Kapp kaupir bandarískt félag Viðskipti innlent „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Atvinnulíf Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Atvinnulíf Fleiri fréttir Sker úr um hvort Samskip megi skipta sér af sátt Eimskips Margrét tekur við nýju hlutverki hjá Advania Fjölmiðlar á landsbyggðinni fá rúma milljón hver Kapp kaupir bandarískt félag Sesselja nýr forstjóri Genis Álfrún leiðir almannatengslin hjá Íslandsstofu Spá óbreyttri verðbólgu næstu tvo mánuði Súkkulaðið verði dýrara hjá öllum um páskana Aðstoðarmaður Katrínar til Aton Lánakvótar svarið við háum vöxtum húsnæðislána Spánverjar sólgnir í íslenskar gellur Brotajárnsfyrirtæki metið á milljarða í kaupum Styrkáss Sækja reynslubolta í viðskiptagreind til Cubus Metsætanýting í nóvember hjá Icelandair Raforka hækkað um 13,2 prósent á árinu Forstjóri Dominos til N1 Verðhækkunin nemi ekki því sem Nói Síríus fái á sig Halli upp á tugi milljarða hjá hinu opinbera Segir að vel væri hægt að lækka vexti Konfektið í hæstu hæðum Mátti ekki taka bjór úr hillum eftir allt saman Tugmilljónakröfur í tómt þrotabú Viljans „Kemur ekki til greina“ að lækka eiginfjárkröfur Atvinnuleysi dróst saman milli mánaða Bein útsending: Ásgeir og Tómas sitja fyrir svörum Hátt raunvaxtastig samhliða hægari vexti gæti skapað áskoranir Afgangur á viðskiptajöfnuði tæplega helmingi minni milli ára Níu teymi kynntu verkefni sín í Startup Tourism 2024 Leggja meiri áherslu á Prís og segja upp starfsmönnum Fjárfestingararmur Samherja bætir við sig í Högum Sjá meira
Yfir 1500 manns orðnir atvinnulausir á fáeinum sólarhringum Margar uppsagnanna má rekja beint til gjaldþrots flugfélagsins WOW air en það er þó ekki algilt. 29. mars 2019 23:45
Skúli hafi „brennt peninga“ Önnur lággjaldaflugfélög ættu að reyna að læra af falli WOW air. 29. mars 2019 08:00
Óhagstæð skilyrði áttu sinn þátt í falli WOW Rekstrarskilyrði hafa verið flugfélögunum mjög óhagstæð á undanförnum árum meðal annars vegna þróunar eldsneytisverðs og launa sem hafa hækkað mun meira hjá þeim en hjá helstu samkeppnisaðilum. 29. mars 2019 20:30