Vonandi var hann ekki sannkristinn Þórlindur Kjartansson skrifar 22. mars 2019 08:00 Þann 13. nóvember árið 2015 var framið í París hryðjuverk þar sem hópar vopnaðra manna gerðu árásir á saklaust fólk víða um borgina. 130 féllu, þar af voru 90 ungmenni á tónleikum. Heimurinn sýndi mikla samstöðu með sorg og reiði frönsku þjóðarinnar. Árásin vakti skiljanlega mikinn óhug því hún var bersýnilega vel skipulögð og morðingjarnir voru flestir ríkisborgarar í Frakklandi og Belgíu auk tveggja Íraka. Forsprakkarnir höfðu ferðast til Sýrlands og urðu meðlimir í þéttu neti svipað þenkjandi einstaklinga sem ýmist hafa hug á eða samúð með voðaverkum á Vesturlöndum þar sem skotmörkin eru almennir borgarar. Um einu og hálfu ári eftir árásirnar mannskæðu í París bárust fréttir af svipuðu hryðjuverki. Fórnarlömbin voru sárasaklaus ungmenni að njóta lífsins, skemmta sér, daðra og dansa, vera ung og leika sér. Þá þurfti bara einn mann til að breyta græskulausu æskufjöri í blóðugan hrylling. Byssukúlur þutu í gegnum loftið og það var miðað til að drepa. Ungt fólk á harðahlaupum fyrir lífi sínu vissi ekki hvar var skjól og í kringum þá sem sluppu hrundu niður líflausir líkamar sem örfáum mínútum áður höfðu verið uppfullir af gleði, lífskrafti og kærulausum fögnuði. 58 féllu og á níunda hundrað særðust, ýmist af skotsárum eða í troðningnum. Þegar fréttir byrjuðu að berast af hryðjuverkinu í Las Vegas 1. október 2017 er öruggt að milljónir múslima um heim allan hafi gripið andann á lofti, fengið kökk í hálsinn og fundið hjá sér heita og nístandi ósk—og skammast sín fyrir hugsunina en ekki getað varist henni: „Ég vona að þetta hafi ekki verið múslimi…“ Og það var heldur ekki múslimi heldur amerískur bókhaldari sem hafði efnast á fjárhættuspilum en tapað miklum upphæðum skömmu áður en hann gerði árásina. Hann hafði skipulagt árásina vandlega mánuðina á undan og virst undarlegri en venjulega í háttum; heltekinn af ótta við sýkla og bakteríur og þjakaður af þunglyndi og kvíða. Það voru hins vegar engin teikn á lofti um að hann hefði í huga annað eins illvirki. Líklega datt ekki mörgum íbúum á Vesturlöndum í hug að spyrja sérstaklega um trúrækni hans. Sama hefur eflaust verið upp á teningnum þegar fréttir fóru að berast í síðustu viku af hryðjuverkum í Christchurch á Nýja-Sjálandi. Árásirnar voru, ef eitthvað er, jafnvel ennþá kaldrifjaðri heldur en mörg þeirra hryðjuverka sem framin hafa verið undanfarin ár á Vesturlöndum. Menn, konur og börn í Christchurch krupu saman í bæn til sama almættis og flestir trúræknir Vesturlandabúar tilbiðja. Það er siður múslima á föstudögum. Bænirnar eru svipaðar og við þekkjum, þær snúast um þakklæti og beiðni um leiðsögn til þess að verða betri manneskjur. Þessi kyrrðarstund var brotin upp í Al-Noor moskunni þegar þungvopnaður maður ruddist inn í helgidóminn. Safnaðarmeðlimur mætti honum og heilsaði með orðunum „sæll, bróðir“ og upphófst þá miskunnarlaus skothríð á söfnuðinn þar sem 42 féllu. Fimmtán mínútum síðar var gerð sambærileg árás á annan bænastað múslima. Þar létust sjö en einn dó á sjúkrahúsi af sárum sínum. Um fimmtíu særðust. Yngsta fórnarlambið, skotmark miskunnarlausrar heiftar hryðjuverkamannsins, var þriggja ára barn sem hann miðaði á og skaut. Eins hryllileg og þessi árás var þá hafa eflaust mjög fáir íbúar á Vesturlöndum dokað við, með kökkinn í hálsinum og leyft sér að hugsa: „Ég vona að þetta hafi ekki verið sannkristinn maður.“ Við þurfum ekki að velta því fyrir okkur, því við vitum það öll með algjörri bjargfastri vissu að maður sem fremur annað eins ódæði getur ekki verið kristinn maður; hann er andstæðan við kristilegt hugarfar—hann er óvinurinn sjálfur. En það virðist vera álitið réttlætanlegt að velta sambærilegum spurningum fyrir sér þegar hópar hryðjuverkamanna fara fram í nafni íslam. Flestum á Vesturlöndum er tamt að líta á hryðjuverk hvítra öfgamanna sem sjálfstæða og einangraða glæpi sturlaðra manna—en voðaverk manna frá múslimaheiminum sem hluta af þaulskipulögðu og stórhættulegu samsæri. Hér er vert að staldra við. Hryðjuverkamennirnir í Christchurch virðast hafa verið innblásnir af öðrum hryðjuverkamanni, Anders Breivik, sem drap 77 manns árið 2011, þar af 69 frjálslynd ungmenni á eyjunni Útey. Víðtækar ályktanir, og afdrifaríkar ákvarðanir um stríðsrekstur, hafa verið dregnar út frá veikari vísbendingum um samsæri. Sífellt glannalegri umræða stjórnmálamanna og fjölmiðlafólks á Vesturlöndum er smám saman að hafa þær afleiðingar að úti á ystu jöðrum samfélagsins fjölgar í hópum ungra hvítra manna sem lifa og hrærast í heimi samsæriskenninga, ofsóknaræðis og ofbeldisóra. Þeir fara í gegnum algjörlega sambærilegan heilaþvott og árásarmennirnir í París og aðrir þeir sem gengist hafa hinu svokallaða íslamska ríki á hönd. Í báðum tilvikum sogast villuráfandi ungir menn, margir í viðjum fíknar eða glæpa, ofan í hugmyndafræðilegt svarthol hatursins og verða hluti af samfélagi sem er bundið saman af botnlausri fyrirlitningu á þeim sem eru utan hópsins og skilyrðislausri hollustu við þá sem gengist hafa öfgunum á hönd. Það eru blikur á lofti á Vesturlöndum og allir þeir sem njóta virðingar og tekið er mark á í opinberri umræðu þurfa að gera sér vel grein fyrir því að í hinum ýmsu skúmaskotum vanlíðunar og tilgangsleysis leggja menn við hlustir; tilbúnir til þess að túlka jafnvel minnstu vísbendingar sem réttlætingu fyrir meira hatri og ofbeldi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Þórlindur Kjartansson Mest lesið Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun Kosningasigur fyrir dýravernd Árni Stefán Árnason Skoðun Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Halldór 30.11.2024 Halldór Skoðun Skoðun Kosningasigur fyrir dýravernd Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir skrifar Skoðun Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Snúum samfélagi af rangri leið Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar Skoðun Samvinna er leiðin til hagsældar Lilja Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Skrópað á Alþingi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange,Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Það er komið að þér Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Í dag kýs ég Sjálfstæðisflokkinn Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Við þurfum Grím á þing Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Sjá meira
Þann 13. nóvember árið 2015 var framið í París hryðjuverk þar sem hópar vopnaðra manna gerðu árásir á saklaust fólk víða um borgina. 130 féllu, þar af voru 90 ungmenni á tónleikum. Heimurinn sýndi mikla samstöðu með sorg og reiði frönsku þjóðarinnar. Árásin vakti skiljanlega mikinn óhug því hún var bersýnilega vel skipulögð og morðingjarnir voru flestir ríkisborgarar í Frakklandi og Belgíu auk tveggja Íraka. Forsprakkarnir höfðu ferðast til Sýrlands og urðu meðlimir í þéttu neti svipað þenkjandi einstaklinga sem ýmist hafa hug á eða samúð með voðaverkum á Vesturlöndum þar sem skotmörkin eru almennir borgarar. Um einu og hálfu ári eftir árásirnar mannskæðu í París bárust fréttir af svipuðu hryðjuverki. Fórnarlömbin voru sárasaklaus ungmenni að njóta lífsins, skemmta sér, daðra og dansa, vera ung og leika sér. Þá þurfti bara einn mann til að breyta græskulausu æskufjöri í blóðugan hrylling. Byssukúlur þutu í gegnum loftið og það var miðað til að drepa. Ungt fólk á harðahlaupum fyrir lífi sínu vissi ekki hvar var skjól og í kringum þá sem sluppu hrundu niður líflausir líkamar sem örfáum mínútum áður höfðu verið uppfullir af gleði, lífskrafti og kærulausum fögnuði. 58 féllu og á níunda hundrað særðust, ýmist af skotsárum eða í troðningnum. Þegar fréttir byrjuðu að berast af hryðjuverkinu í Las Vegas 1. október 2017 er öruggt að milljónir múslima um heim allan hafi gripið andann á lofti, fengið kökk í hálsinn og fundið hjá sér heita og nístandi ósk—og skammast sín fyrir hugsunina en ekki getað varist henni: „Ég vona að þetta hafi ekki verið múslimi…“ Og það var heldur ekki múslimi heldur amerískur bókhaldari sem hafði efnast á fjárhættuspilum en tapað miklum upphæðum skömmu áður en hann gerði árásina. Hann hafði skipulagt árásina vandlega mánuðina á undan og virst undarlegri en venjulega í háttum; heltekinn af ótta við sýkla og bakteríur og þjakaður af þunglyndi og kvíða. Það voru hins vegar engin teikn á lofti um að hann hefði í huga annað eins illvirki. Líklega datt ekki mörgum íbúum á Vesturlöndum í hug að spyrja sérstaklega um trúrækni hans. Sama hefur eflaust verið upp á teningnum þegar fréttir fóru að berast í síðustu viku af hryðjuverkum í Christchurch á Nýja-Sjálandi. Árásirnar voru, ef eitthvað er, jafnvel ennþá kaldrifjaðri heldur en mörg þeirra hryðjuverka sem framin hafa verið undanfarin ár á Vesturlöndum. Menn, konur og börn í Christchurch krupu saman í bæn til sama almættis og flestir trúræknir Vesturlandabúar tilbiðja. Það er siður múslima á föstudögum. Bænirnar eru svipaðar og við þekkjum, þær snúast um þakklæti og beiðni um leiðsögn til þess að verða betri manneskjur. Þessi kyrrðarstund var brotin upp í Al-Noor moskunni þegar þungvopnaður maður ruddist inn í helgidóminn. Safnaðarmeðlimur mætti honum og heilsaði með orðunum „sæll, bróðir“ og upphófst þá miskunnarlaus skothríð á söfnuðinn þar sem 42 féllu. Fimmtán mínútum síðar var gerð sambærileg árás á annan bænastað múslima. Þar létust sjö en einn dó á sjúkrahúsi af sárum sínum. Um fimmtíu særðust. Yngsta fórnarlambið, skotmark miskunnarlausrar heiftar hryðjuverkamannsins, var þriggja ára barn sem hann miðaði á og skaut. Eins hryllileg og þessi árás var þá hafa eflaust mjög fáir íbúar á Vesturlöndum dokað við, með kökkinn í hálsinum og leyft sér að hugsa: „Ég vona að þetta hafi ekki verið sannkristinn maður.“ Við þurfum ekki að velta því fyrir okkur, því við vitum það öll með algjörri bjargfastri vissu að maður sem fremur annað eins ódæði getur ekki verið kristinn maður; hann er andstæðan við kristilegt hugarfar—hann er óvinurinn sjálfur. En það virðist vera álitið réttlætanlegt að velta sambærilegum spurningum fyrir sér þegar hópar hryðjuverkamanna fara fram í nafni íslam. Flestum á Vesturlöndum er tamt að líta á hryðjuverk hvítra öfgamanna sem sjálfstæða og einangraða glæpi sturlaðra manna—en voðaverk manna frá múslimaheiminum sem hluta af þaulskipulögðu og stórhættulegu samsæri. Hér er vert að staldra við. Hryðjuverkamennirnir í Christchurch virðast hafa verið innblásnir af öðrum hryðjuverkamanni, Anders Breivik, sem drap 77 manns árið 2011, þar af 69 frjálslynd ungmenni á eyjunni Útey. Víðtækar ályktanir, og afdrifaríkar ákvarðanir um stríðsrekstur, hafa verið dregnar út frá veikari vísbendingum um samsæri. Sífellt glannalegri umræða stjórnmálamanna og fjölmiðlafólks á Vesturlöndum er smám saman að hafa þær afleiðingar að úti á ystu jöðrum samfélagsins fjölgar í hópum ungra hvítra manna sem lifa og hrærast í heimi samsæriskenninga, ofsóknaræðis og ofbeldisóra. Þeir fara í gegnum algjörlega sambærilegan heilaþvott og árásarmennirnir í París og aðrir þeir sem gengist hafa hinu svokallaða íslamska ríki á hönd. Í báðum tilvikum sogast villuráfandi ungir menn, margir í viðjum fíknar eða glæpa, ofan í hugmyndafræðilegt svarthol hatursins og verða hluti af samfélagi sem er bundið saman af botnlausri fyrirlitningu á þeim sem eru utan hópsins og skilyrðislausri hollustu við þá sem gengist hafa öfgunum á hönd. Það eru blikur á lofti á Vesturlöndum og allir þeir sem njóta virðingar og tekið er mark á í opinberri umræðu þurfa að gera sér vel grein fyrir því að í hinum ýmsu skúmaskotum vanlíðunar og tilgangsleysis leggja menn við hlustir; tilbúnir til þess að túlka jafnvel minnstu vísbendingar sem réttlætingu fyrir meira hatri og ofbeldi.
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun