Gafst upp á að telja Garðar Örn Úlfarsson skrifar 23. mars 2019 09:00 Tony Cook bjó hér lengi og unir sér vel á strætum Reykjavíkur. Fréttablaðið/Sigtryggur Ari Ætlunin var að ég yrði hjá Hljóðrita í aðeins þrjá mánuði en mér líkaði svo vel að á endanum var ég í nokkur ár,“ segir Tony Cook sem kom til Íslands liðlega tuttugu ára gamall. Hann flutti héðan í kring um 1980 en heldur sterkum tengslum við landið. „Mér finnst ég mjög lánsamur að hafa haldið sambandi við svo marga vini á Íslandi og þeir við mig. Ég hef alltaf fylgst með því sem er að gerast á Íslandi. Landið hefur ávallt verið og verður áfram stór hluti af mínu lífi,“ segir Tony.Varð að koma og sjá Eikina Síðast var Tony á Íslandi fyrr í þessum mánuði, fyrst og fremst til að sjá hljómsveitina Eik sem hélt sjaldgæfa tónleika í Hafnarfirði.Tony Cook, hljóðupptökumaður frá Manchester. Cook tók þátt í gerð fjölmargra sögufrægra íslenkra hljómplatna á átunda áratugnum.„Um leið og ég heyrði að þeir væru að fara að koma saman aftur vissi ég að ég yrði að vera þar,“ segir Tony sem varð ekki fyrir vonbrigðum. „Tónleikarnir voru afbragð. Nýju meðlimirnir pössuðu eitt hundrað prósent inn. Hljómurinn í Bæjarbíói var gríðarlega góður. Þetta er frábær tónleikastaður og andrúmsloftið snilld. Ungir og gamlir áhorfendur voru mjög áhugasamir og það var indælt. Ef þeir halda aðra tónleika ætti enginn að missa af þeim,“ undirstrikar Tony.Úr Atómstöðinni til Skotlands „Á árinu 1983 vann ég við bíómyndina Atómstöðina og aðstoðaði þar skoska hljóðmanninn Louis Kramer. Honum líkaði vel hvernig ég starfaði og fékk mig til Skotlands til að vinna að bíómynd þar. Síðan vann ég um tíma í hljóðverum í London og á tökustöðum mynda í Skotlandi. Loks gaf ég tónlistarbransann upp á bátinn árið 1985 til að einbeita mér að kvikmyndagerðariðnaðinum,“ útskýrir Tony hvernig starfsferill hans þróaðist. „Dæmi um myndir sem ég hef unnið við eru The Crying Game og Trainspotting,“ svarar Tony aðspurður en listinn er langur.Tony Cook, hljóðupptökumaður frá Manchester. Cook tók þátt í gerð fjölmargra sögufrægra íslenkra hljómplatna á átunda áratugnum.Reynir að fylgjast með Tony kveðst því miður ekki hafa unnið með íslensku tónlistarfólki lengi. „Ég myndi elska að gera það aftur en upptökutækni hefur breyst svo mikið tæknilega síðan ég var á tónlistarhliðinni að ég myndi ekki vita hvar ætti að byrja,“ játar hann en segir þó að gaman væri að hjálpa til við framleiðslu á einhverju hér. „Ég reyni að fylgjast með því sem er að gerast eins og ég get, aðallega með aðstoð Sigtryggs Baldurssonar, Ása hjá Smekkleysu og Egils Ólafssonar. En það er mikið að gerast sem ég veit ekkert um,“ segir Tony. Einn af þeim sem Tony hitti í nýafstaðinni heimsókn er vinur hans Gunnar Árnason í Upptekið. „Gunnar er nýbúinn að klára nýja hljóðverið sitt og það er mjög flott. Mér finnst aðdáunarvert hversu mörg hljóðver hafa sprottið upp á Íslandi. Þau hafa ekki öll lifað held ég en tónlistarframleiðslugeirinn á Íslandi er mjög heilbrigður. Strákarnir í Hljóðrita hafa líka unnið flott starf í að halda stúdíóinu gangandi og gefa því nýtt líf,“ segir Tony og þá berst talið að árunum í Hljóðrita. „Ég gafst upp á að telja plöturnar sem ég tók upp í Hljóðrita, þær voru svo margar,“ svarar Tony loks eftir að hafa verið beðinn að rifja upp verkefnin í aðalhljóðveri Íslands.Tony Cook við stjórnvölinn á átta rása tækinu í Hljóðrita við upptökur á fyrstu plötu Spilverks þjóðanna árið 1975. Sigurður Bjóla og Valgeir Guðjónsson úr Spilverkinu eru hægra megin, Ólafur heitinn Þórðarson aftan við Tony, útgefandinn Steinar Berg yst til vinstri og Björgvin Pálsson ljósmyndari af Vísi þar fyrir aftan.Fingraförin út um allt En Tony sat ekki auðum höndum hér. Hann tók til dæmis upp mikið af tónlist Spilverks þjóðanna; fyrstu plötuna, Götuskó og Sturlu auk þess að hafa tekið upp hluta af bláu plötunni svokölluðu eða CD Nærlífi. Þá tók Tony upp plöturnar Speglun og Hrísluna og strauminn með Eik. „Ég vann líka mikið með Magnúsi Kjartanssyni, mest á Júdasarplötunni og á Hana nú með Villa Vill. Við tveir urðum miklir vinir á stuttum tíma og svo var hann því miður farinn.“ Þá nefnir Tony plötu með Olgu Guðrúnu Árnadóttur og Ljósunum í bænum með Stefán Stefánsson í fararbroddi. „Ég vann með svo mörgum tónlistarmönnum, þar á meðal Bo Halldórssyni og Gunnari Þórðarsyni að ýmsum verkefnum. Ég nefni líka Sigga Karls og Pálma Gunnarsson fyrir hljómsveitina Celcius og sem hljóðfæraleikara hjá öðrum – þar með talin Björk þegar hún gerði sína fyrstu plötu ellefu ára gömul,“ heldur Tony áfram að nefna dæmi frá áttunda áratugnum. Síðar vann Tony einnig með hljómsveitinni Tappa tíkarrassi að tveimur plötum. Hann starfaði líka með Þeysurunum, meðal annars að breiðskífunni Mjötviður Mær. „Það eru margar, margar aðrar plötur; of margar til að nefna. Og ef ég á að vera heiðarlegur þá er minnið hjá mér ekki það gott,“ játar hann.Reyndi á mörkin með Þey Það verður að spyrja Tony um uppáhaldsverkefnin. „Ég held ég verði að nefna Götuskó með Spilverkinu, Hrísluna og Strauminn með Eik og plötuna Mjötviður mær með Þey. Þetta eru allt mismunandi plötur sem ég hlusta á enn í dag. Þær fólu allar í sér tæknilegar áskoranir en Þeysaraplatan gaf mér mest persónulega, við vorum að vinna út fyrir mörkin að svo mörgu leyti og við vorum að reyna að vera skapandi á mjög ólíkan hátt,“ rifjar gamli upptökumeistarinn upp. „Hana nú hefur mikla þýðingu fyrir mig af augljósum ástæðum og ég er líka hrifinn af Sturlu,“ heldur Tony áfram. „Ég bið afsökunar þá tónlistarmenn sem ég nefni ekki hér en þetta eru plöturnar sem ég held upp á frá þessum tíma.“Stórafmælin á Íslandi Tony bjó í Glasgow í mörg ár en á nú heima í Manchester. Sem fyrr segir vitjar hann reglulega vina á Íslandi. „Ég hélt upp á fertugsafmælið á Íslandi og síðan sextugsafmælið mitt fyrir nokkrum árum. Undanfarið hef ég komið í heimsókn á um það bil þriggja ára fresti. Ég vildi að það gæti verið oftar,“ segir Tony. Á Íslandi kvæntist Tony Eyrúnu Hafsteinsdóttur en þau skildu. „Hún býr í London og við erum enn góðir vinir,“ segir Tony. Núverandi eiginkona hans, Sophie, hefur einu sinni komið með honum til Íslands. „Sophie hefur mikinn áhuga á að kynnast landinu og vinunum mínum góðu miklu betur. Ég er alltaf að skipuleggja að fara með hana hringinn í kring um landið en hingað til höfum við ekki haft tækifæri til þess á sama tíma. En einn daginn …“ Birtist í Fréttablaðinu Íslandsvinir Tónlist Mest lesið Er bókstaflega skíthrædd Lífið Krakkatían: Kosningar, fiskar og göng Lífið Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Lífið Sigmundur taki stríðnina alla leið Lífið „Álagið er þessi fjarvera“ Lífið Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Lífið Kosningakviss: El Classico þegar turnarnir tveir mættust Lífið Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti Lífið Datt í afturábakkapphlaupi við fréttamann Lífið Kosningakviss: Tókust á um Eurovision og Næturvaktina Lífið Fleiri fréttir Er bókstaflega skíthrædd Krakkatían: Kosningar, fiskar og göng Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Kosningakviss: El Classico þegar turnarnir tveir mættust Sigmundur taki stríðnina alla leið Bibba kannaði stemninguna á kosningamiðstöðvunum Kosningakviss: Tókust á um Eurovision og Næturvaktina „Álagið er þessi fjarvera“ Kosningakviss: Viðreisn og VG í dýpstu kosningaumræðunni Datt í afturábakkapphlaupi við fréttamann Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Hefur smekk fyrir lélegum B-myndum, braski og sorpi Í skýjunum með sigurinn og stefnir á útgáfu í vor Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti „Án okkar verður ekki til miðjustjórn“ Auðir og ógildir með kosningakaffi Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Jón og Hafdís ástfangin í 22 ár „Ekki gera mér þetta“ „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Gellur tóku yfir Gamla bíó Hélt að hann væri George Clooney Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Einstakur garður í Mosfellsbænum Leggja undir sig spinningshjólin og upphífingarstangirnar á tónleikunum Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Húðrútína Birtu Abiba Sjá meira
Ætlunin var að ég yrði hjá Hljóðrita í aðeins þrjá mánuði en mér líkaði svo vel að á endanum var ég í nokkur ár,“ segir Tony Cook sem kom til Íslands liðlega tuttugu ára gamall. Hann flutti héðan í kring um 1980 en heldur sterkum tengslum við landið. „Mér finnst ég mjög lánsamur að hafa haldið sambandi við svo marga vini á Íslandi og þeir við mig. Ég hef alltaf fylgst með því sem er að gerast á Íslandi. Landið hefur ávallt verið og verður áfram stór hluti af mínu lífi,“ segir Tony.Varð að koma og sjá Eikina Síðast var Tony á Íslandi fyrr í þessum mánuði, fyrst og fremst til að sjá hljómsveitina Eik sem hélt sjaldgæfa tónleika í Hafnarfirði.Tony Cook, hljóðupptökumaður frá Manchester. Cook tók þátt í gerð fjölmargra sögufrægra íslenkra hljómplatna á átunda áratugnum.„Um leið og ég heyrði að þeir væru að fara að koma saman aftur vissi ég að ég yrði að vera þar,“ segir Tony sem varð ekki fyrir vonbrigðum. „Tónleikarnir voru afbragð. Nýju meðlimirnir pössuðu eitt hundrað prósent inn. Hljómurinn í Bæjarbíói var gríðarlega góður. Þetta er frábær tónleikastaður og andrúmsloftið snilld. Ungir og gamlir áhorfendur voru mjög áhugasamir og það var indælt. Ef þeir halda aðra tónleika ætti enginn að missa af þeim,“ undirstrikar Tony.Úr Atómstöðinni til Skotlands „Á árinu 1983 vann ég við bíómyndina Atómstöðina og aðstoðaði þar skoska hljóðmanninn Louis Kramer. Honum líkaði vel hvernig ég starfaði og fékk mig til Skotlands til að vinna að bíómynd þar. Síðan vann ég um tíma í hljóðverum í London og á tökustöðum mynda í Skotlandi. Loks gaf ég tónlistarbransann upp á bátinn árið 1985 til að einbeita mér að kvikmyndagerðariðnaðinum,“ útskýrir Tony hvernig starfsferill hans þróaðist. „Dæmi um myndir sem ég hef unnið við eru The Crying Game og Trainspotting,“ svarar Tony aðspurður en listinn er langur.Tony Cook, hljóðupptökumaður frá Manchester. Cook tók þátt í gerð fjölmargra sögufrægra íslenkra hljómplatna á átunda áratugnum.Reynir að fylgjast með Tony kveðst því miður ekki hafa unnið með íslensku tónlistarfólki lengi. „Ég myndi elska að gera það aftur en upptökutækni hefur breyst svo mikið tæknilega síðan ég var á tónlistarhliðinni að ég myndi ekki vita hvar ætti að byrja,“ játar hann en segir þó að gaman væri að hjálpa til við framleiðslu á einhverju hér. „Ég reyni að fylgjast með því sem er að gerast eins og ég get, aðallega með aðstoð Sigtryggs Baldurssonar, Ása hjá Smekkleysu og Egils Ólafssonar. En það er mikið að gerast sem ég veit ekkert um,“ segir Tony. Einn af þeim sem Tony hitti í nýafstaðinni heimsókn er vinur hans Gunnar Árnason í Upptekið. „Gunnar er nýbúinn að klára nýja hljóðverið sitt og það er mjög flott. Mér finnst aðdáunarvert hversu mörg hljóðver hafa sprottið upp á Íslandi. Þau hafa ekki öll lifað held ég en tónlistarframleiðslugeirinn á Íslandi er mjög heilbrigður. Strákarnir í Hljóðrita hafa líka unnið flott starf í að halda stúdíóinu gangandi og gefa því nýtt líf,“ segir Tony og þá berst talið að árunum í Hljóðrita. „Ég gafst upp á að telja plöturnar sem ég tók upp í Hljóðrita, þær voru svo margar,“ svarar Tony loks eftir að hafa verið beðinn að rifja upp verkefnin í aðalhljóðveri Íslands.Tony Cook við stjórnvölinn á átta rása tækinu í Hljóðrita við upptökur á fyrstu plötu Spilverks þjóðanna árið 1975. Sigurður Bjóla og Valgeir Guðjónsson úr Spilverkinu eru hægra megin, Ólafur heitinn Þórðarson aftan við Tony, útgefandinn Steinar Berg yst til vinstri og Björgvin Pálsson ljósmyndari af Vísi þar fyrir aftan.Fingraförin út um allt En Tony sat ekki auðum höndum hér. Hann tók til dæmis upp mikið af tónlist Spilverks þjóðanna; fyrstu plötuna, Götuskó og Sturlu auk þess að hafa tekið upp hluta af bláu plötunni svokölluðu eða CD Nærlífi. Þá tók Tony upp plöturnar Speglun og Hrísluna og strauminn með Eik. „Ég vann líka mikið með Magnúsi Kjartanssyni, mest á Júdasarplötunni og á Hana nú með Villa Vill. Við tveir urðum miklir vinir á stuttum tíma og svo var hann því miður farinn.“ Þá nefnir Tony plötu með Olgu Guðrúnu Árnadóttur og Ljósunum í bænum með Stefán Stefánsson í fararbroddi. „Ég vann með svo mörgum tónlistarmönnum, þar á meðal Bo Halldórssyni og Gunnari Þórðarsyni að ýmsum verkefnum. Ég nefni líka Sigga Karls og Pálma Gunnarsson fyrir hljómsveitina Celcius og sem hljóðfæraleikara hjá öðrum – þar með talin Björk þegar hún gerði sína fyrstu plötu ellefu ára gömul,“ heldur Tony áfram að nefna dæmi frá áttunda áratugnum. Síðar vann Tony einnig með hljómsveitinni Tappa tíkarrassi að tveimur plötum. Hann starfaði líka með Þeysurunum, meðal annars að breiðskífunni Mjötviður Mær. „Það eru margar, margar aðrar plötur; of margar til að nefna. Og ef ég á að vera heiðarlegur þá er minnið hjá mér ekki það gott,“ játar hann.Reyndi á mörkin með Þey Það verður að spyrja Tony um uppáhaldsverkefnin. „Ég held ég verði að nefna Götuskó með Spilverkinu, Hrísluna og Strauminn með Eik og plötuna Mjötviður mær með Þey. Þetta eru allt mismunandi plötur sem ég hlusta á enn í dag. Þær fólu allar í sér tæknilegar áskoranir en Þeysaraplatan gaf mér mest persónulega, við vorum að vinna út fyrir mörkin að svo mörgu leyti og við vorum að reyna að vera skapandi á mjög ólíkan hátt,“ rifjar gamli upptökumeistarinn upp. „Hana nú hefur mikla þýðingu fyrir mig af augljósum ástæðum og ég er líka hrifinn af Sturlu,“ heldur Tony áfram. „Ég bið afsökunar þá tónlistarmenn sem ég nefni ekki hér en þetta eru plöturnar sem ég held upp á frá þessum tíma.“Stórafmælin á Íslandi Tony bjó í Glasgow í mörg ár en á nú heima í Manchester. Sem fyrr segir vitjar hann reglulega vina á Íslandi. „Ég hélt upp á fertugsafmælið á Íslandi og síðan sextugsafmælið mitt fyrir nokkrum árum. Undanfarið hef ég komið í heimsókn á um það bil þriggja ára fresti. Ég vildi að það gæti verið oftar,“ segir Tony. Á Íslandi kvæntist Tony Eyrúnu Hafsteinsdóttur en þau skildu. „Hún býr í London og við erum enn góðir vinir,“ segir Tony. Núverandi eiginkona hans, Sophie, hefur einu sinni komið með honum til Íslands. „Sophie hefur mikinn áhuga á að kynnast landinu og vinunum mínum góðu miklu betur. Ég er alltaf að skipuleggja að fara með hana hringinn í kring um landið en hingað til höfum við ekki haft tækifæri til þess á sama tíma. En einn daginn …“
Birtist í Fréttablaðinu Íslandsvinir Tónlist Mest lesið Er bókstaflega skíthrædd Lífið Krakkatían: Kosningar, fiskar og göng Lífið Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Lífið Sigmundur taki stríðnina alla leið Lífið „Álagið er þessi fjarvera“ Lífið Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Lífið Kosningakviss: El Classico þegar turnarnir tveir mættust Lífið Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti Lífið Datt í afturábakkapphlaupi við fréttamann Lífið Kosningakviss: Tókust á um Eurovision og Næturvaktina Lífið Fleiri fréttir Er bókstaflega skíthrædd Krakkatían: Kosningar, fiskar og göng Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Kosningakviss: El Classico þegar turnarnir tveir mættust Sigmundur taki stríðnina alla leið Bibba kannaði stemninguna á kosningamiðstöðvunum Kosningakviss: Tókust á um Eurovision og Næturvaktina „Álagið er þessi fjarvera“ Kosningakviss: Viðreisn og VG í dýpstu kosningaumræðunni Datt í afturábakkapphlaupi við fréttamann Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Hefur smekk fyrir lélegum B-myndum, braski og sorpi Í skýjunum með sigurinn og stefnir á útgáfu í vor Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti „Án okkar verður ekki til miðjustjórn“ Auðir og ógildir með kosningakaffi Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Jón og Hafdís ástfangin í 22 ár „Ekki gera mér þetta“ „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Gellur tóku yfir Gamla bíó Hélt að hann væri George Clooney Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Einstakur garður í Mosfellsbænum Leggja undir sig spinningshjólin og upphífingarstangirnar á tónleikunum Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Húðrútína Birtu Abiba Sjá meira