Fall WOW air katastrófa fyrir Airport Associates Jakob Bjarnar og Jóhann K. Jóhannsson skrifa 28. mars 2019 11:26 Sigurþór Kristinn segir þetta skelfilega niðurstöðu. Skaðleg áhrif á fyrirtæki hans blasi við en víst er að áhrif á þjóðarbúið allt verða mikil og neikvæð. visir/vilhelm Hópur áhugasamra fjárfesta sátu með Arctica Finance og lögmanni kröfuhafa WOW air í alla nótt og reyndu þeir að ná samningum. Það var að ganga saman þegar vélar WOW air voru kyrrsettar úti og þá byrjaði kapallinn að rakna upp. Þá var það búið. Þetta segir Sigþór Kristinn Skúlason, forstjóri Airport Associates, þjónustufyrirtækis á Keflavíkurflugvelli. Hann var fyrr í vikunni bjartsýnn á að það tækist að bjarga WOW air og hann fer ekki leynt með að þessi niðurstaða, að félagið sé fallið, séu gríðarleg vonbrigði. Því það hafi verið raunveruleg tækifæri til að bjarga fyrirtækinu.WOW air stærsti viðskiptavinur Airport Associates Jóhann K. Jóhannsson fréttamaður fór og hitti Sigþór Kristinn úti á Keflavíkurflugvelli nú í morgun. Sigþór Kristinn var daufur í dálkinn, sem von er. Fréttirnar í morgun eru reiðarslag; katastrófa. „Þessi hætta hefur alltaf verið fyrir hendi. Að flugvélaleigusalar hafi verið hræddir. Og, þori hreinlega ekki að senda vélarnar hingað til Íslands. Jú, þetta var hættan, að þetta gæti endað svona.“Sigþór Kristinn forstjóri Airport Associates stendur nú frammi fyrir því að þurfa að enduskipuleggja fyrirtæki sitt og mjög líklega kemur til uppsagna þar.visir/vilhelmSigþór Kristinn sá það fyrst í morgun, í fréttum, að búið væri að kyrrsetja vélarnar. Hann segir að áhrif þessa á sitt fyrirtæki séu mikil. Augljóslega. „WOW air er okkar stærsti viðskiptavinur þannig að þetta kallar á endurskipulagningu og við þurfum að vinna í breytingum á fyrirtækinu.“ Mjög líklega kemur til uppsagna hjá Airport Associates í kjölfar þrota WOW air.Starfsemin í uppnámi „Næstu skref fyrir okkur er endurskipulagning starfseminnar miðað við þessa nýju stöðu. Staðan almennt, vegna þessara tíðinda, er alls ekki góð. Á sama tíma og WOW er að fara eru vandræði vegna þessa Max véla. Ég held að þetta verði áfall fyrir allt þjóðarbúið.“Vandræði Icelandair vegna þessara nýju Boeing Max, höfðu þau áhrif á að leigusalarnir kyrrsettu vélarnar?„Já, alveg klárlega. Það er gríðarleg eftirspurn eftir flugvélum núna. Verðið hefur verið að fara upp. Hættan er sú; ók, eiga þessir leigusalar að taka áhættuna á því að félagið fari í þrot og vélarnar verði kyrrsettar hér á Keflavíkurflugvelli vegna skulda eða eiga þeir að koma þeim í önnur verkefni sem eru betur borguð? Þetta var alltaf ákveðin hætta.“Höfuðstöðvar Airport Associates nú í morgun. Starfsfólkið þar er í áfalli vegna frétta dagsins, um þrot Wow air en það flugfélag er stærsti viðskiptavinur þjónustufyrirtæksins.visir/vilhelmFjárhagslegt áfall fyrir fyrirtæki Sigþórs Kristins eru mikið, en þó ekki með beinum hætti. Móðurfélag Airport Associates var með tiltölulega lága upphæð í skuldabréfahópi. Hið þunga fjárhagsleg höggið felst í því að starfsemin er keyrð niður en ekki vegna útistandandi skulda.Starfsfólk í áfalli Stjórnendur Airport Associates fóru strax í morgun, þá er tíðindin lágu fyrir, í allar deildir fyrirtækisins og ræddu við starfsfólk, eftir föngum. „Augljóslega er fullt af öðrum flugfélögum sem við erum að afgreiða og við þurfum að halda sjó. Það eru allir í áfalli vegna þessa og erfitt að geta ekki bara farið heim útaf þessu sjokki. En, í sjálfu sér er fullt af öðrum flugfélögum sem þarf að þjónusta.En, já, starfsfólkið er í áfalli en hefur tekið þessum tíðindum af stillingu. Þær upplýsingar sem við fengum í flugstöðinni í morgun, farþegar voru að sýna þessu stillingu. Áhrifin á Airport Associates til skamms tíma verða mikil vegna þessa, Wow air var stærsti viðskiptavinur fyrirtækisins. En, Sigþór Kristinn telur að það muni jafna sig til lengri tíma litið. „Það fyllist uppí þetta stóra gat en það er ekki að fara að gerast fyrir þetta sumar. Öll flugfélög löngu skipulagt starfsemi sína fyrir það.“ Ferðamennska á Íslandi Keflavíkurflugvöllur Samgöngur Vinnumarkaður WOW Air Tengdar fréttir „Mikil vonbrigði“ en ferðaþjónustan sterk Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, segir íslenska ferðaþjónustu sterka. 28. mars 2019 10:52 Ríkisstjórnin um fall WOW: „Efnahagsleg áhrif verða einkum til skamms tíma“ Ríkisstjórnin hefur lýst yfir vonbrigðum með að tilraunir WOW air til að tryggja rekstur félagsins hafi ekki skilað árangri. 28. mars 2019 10:50 Telur hagkerfið vel í stakk búið til að takast á við þá áskorun sem fall WOW air er Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, segir að það séu vonbrigði að flugfélagið WOW air hafi hætt starfsemi. 28. mars 2019 11:22 Ellefu hundruð missa vinnuna hjá WOW air Vinnumálastofnun hefur virkjað viðbragðsteymi. 28. mars 2019 10:07 Mest lesið Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Viðskipti erlent Lækka það sem fæst hjá öðrum en hækka hitt Neytendur Hátt raunvaxtastig samhliða hægari vexti gæti skapað áskoranir Viðskipti innlent Mátti ekki taka bjór úr hillum eftir allt saman Viðskipti innlent „Kemur ekki til greina“ að lækka eiginfjárkröfur Viðskipti innlent Tugmilljónakröfur í tómt þrotabú Viljans Viðskipti innlent Bein útsending: Ásgeir og Tómas sitja fyrir svörum Viðskipti innlent Halda jólin frítt með inneign í appinu Samstarf Domino's hækkar verð á þriðjudagstilboðinu Neytendur Tveimur verslunum Krambúðarinnar lokað Viðskipti innlent Fleiri fréttir Mátti ekki taka bjór úr hillum eftir allt saman Tugmilljónakröfur í tómt þrotabú Viljans „Kemur ekki til greina“ að lækka eiginfjárkröfur Atvinnuleysi dróst saman milli mánaða Bein útsending: Ásgeir og Tómas sitja fyrir svörum Hátt raunvaxtastig samhliða hægari vexti gæti skapað áskoranir Afgangur á viðskiptajöfnuði tæplega helmingi minni milli ára Níu teymi kynntu verkefni sín í Startup Tourism 2024 Leggja meiri áherslu á Prís og segja upp starfsmönnum Fjárfestingararmur Samherja bætir við sig í Högum Gunnars loksins selt Tveimur verslunum Krambúðarinnar lokað 75 sagt upp í þremur hópuppsögnum Kristjana nýr framkvæmdastjóri hjá Sýn Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Sjá meira
Hópur áhugasamra fjárfesta sátu með Arctica Finance og lögmanni kröfuhafa WOW air í alla nótt og reyndu þeir að ná samningum. Það var að ganga saman þegar vélar WOW air voru kyrrsettar úti og þá byrjaði kapallinn að rakna upp. Þá var það búið. Þetta segir Sigþór Kristinn Skúlason, forstjóri Airport Associates, þjónustufyrirtækis á Keflavíkurflugvelli. Hann var fyrr í vikunni bjartsýnn á að það tækist að bjarga WOW air og hann fer ekki leynt með að þessi niðurstaða, að félagið sé fallið, séu gríðarleg vonbrigði. Því það hafi verið raunveruleg tækifæri til að bjarga fyrirtækinu.WOW air stærsti viðskiptavinur Airport Associates Jóhann K. Jóhannsson fréttamaður fór og hitti Sigþór Kristinn úti á Keflavíkurflugvelli nú í morgun. Sigþór Kristinn var daufur í dálkinn, sem von er. Fréttirnar í morgun eru reiðarslag; katastrófa. „Þessi hætta hefur alltaf verið fyrir hendi. Að flugvélaleigusalar hafi verið hræddir. Og, þori hreinlega ekki að senda vélarnar hingað til Íslands. Jú, þetta var hættan, að þetta gæti endað svona.“Sigþór Kristinn forstjóri Airport Associates stendur nú frammi fyrir því að þurfa að enduskipuleggja fyrirtæki sitt og mjög líklega kemur til uppsagna þar.visir/vilhelmSigþór Kristinn sá það fyrst í morgun, í fréttum, að búið væri að kyrrsetja vélarnar. Hann segir að áhrif þessa á sitt fyrirtæki séu mikil. Augljóslega. „WOW air er okkar stærsti viðskiptavinur þannig að þetta kallar á endurskipulagningu og við þurfum að vinna í breytingum á fyrirtækinu.“ Mjög líklega kemur til uppsagna hjá Airport Associates í kjölfar þrota WOW air.Starfsemin í uppnámi „Næstu skref fyrir okkur er endurskipulagning starfseminnar miðað við þessa nýju stöðu. Staðan almennt, vegna þessara tíðinda, er alls ekki góð. Á sama tíma og WOW er að fara eru vandræði vegna þessa Max véla. Ég held að þetta verði áfall fyrir allt þjóðarbúið.“Vandræði Icelandair vegna þessara nýju Boeing Max, höfðu þau áhrif á að leigusalarnir kyrrsettu vélarnar?„Já, alveg klárlega. Það er gríðarleg eftirspurn eftir flugvélum núna. Verðið hefur verið að fara upp. Hættan er sú; ók, eiga þessir leigusalar að taka áhættuna á því að félagið fari í þrot og vélarnar verði kyrrsettar hér á Keflavíkurflugvelli vegna skulda eða eiga þeir að koma þeim í önnur verkefni sem eru betur borguð? Þetta var alltaf ákveðin hætta.“Höfuðstöðvar Airport Associates nú í morgun. Starfsfólkið þar er í áfalli vegna frétta dagsins, um þrot Wow air en það flugfélag er stærsti viðskiptavinur þjónustufyrirtæksins.visir/vilhelmFjárhagslegt áfall fyrir fyrirtæki Sigþórs Kristins eru mikið, en þó ekki með beinum hætti. Móðurfélag Airport Associates var með tiltölulega lága upphæð í skuldabréfahópi. Hið þunga fjárhagsleg höggið felst í því að starfsemin er keyrð niður en ekki vegna útistandandi skulda.Starfsfólk í áfalli Stjórnendur Airport Associates fóru strax í morgun, þá er tíðindin lágu fyrir, í allar deildir fyrirtækisins og ræddu við starfsfólk, eftir föngum. „Augljóslega er fullt af öðrum flugfélögum sem við erum að afgreiða og við þurfum að halda sjó. Það eru allir í áfalli vegna þessa og erfitt að geta ekki bara farið heim útaf þessu sjokki. En, í sjálfu sér er fullt af öðrum flugfélögum sem þarf að þjónusta.En, já, starfsfólkið er í áfalli en hefur tekið þessum tíðindum af stillingu. Þær upplýsingar sem við fengum í flugstöðinni í morgun, farþegar voru að sýna þessu stillingu. Áhrifin á Airport Associates til skamms tíma verða mikil vegna þessa, Wow air var stærsti viðskiptavinur fyrirtækisins. En, Sigþór Kristinn telur að það muni jafna sig til lengri tíma litið. „Það fyllist uppí þetta stóra gat en það er ekki að fara að gerast fyrir þetta sumar. Öll flugfélög löngu skipulagt starfsemi sína fyrir það.“
Ferðamennska á Íslandi Keflavíkurflugvöllur Samgöngur Vinnumarkaður WOW Air Tengdar fréttir „Mikil vonbrigði“ en ferðaþjónustan sterk Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, segir íslenska ferðaþjónustu sterka. 28. mars 2019 10:52 Ríkisstjórnin um fall WOW: „Efnahagsleg áhrif verða einkum til skamms tíma“ Ríkisstjórnin hefur lýst yfir vonbrigðum með að tilraunir WOW air til að tryggja rekstur félagsins hafi ekki skilað árangri. 28. mars 2019 10:50 Telur hagkerfið vel í stakk búið til að takast á við þá áskorun sem fall WOW air er Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, segir að það séu vonbrigði að flugfélagið WOW air hafi hætt starfsemi. 28. mars 2019 11:22 Ellefu hundruð missa vinnuna hjá WOW air Vinnumálastofnun hefur virkjað viðbragðsteymi. 28. mars 2019 10:07 Mest lesið Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Viðskipti erlent Lækka það sem fæst hjá öðrum en hækka hitt Neytendur Hátt raunvaxtastig samhliða hægari vexti gæti skapað áskoranir Viðskipti innlent Mátti ekki taka bjór úr hillum eftir allt saman Viðskipti innlent „Kemur ekki til greina“ að lækka eiginfjárkröfur Viðskipti innlent Tugmilljónakröfur í tómt þrotabú Viljans Viðskipti innlent Bein útsending: Ásgeir og Tómas sitja fyrir svörum Viðskipti innlent Halda jólin frítt með inneign í appinu Samstarf Domino's hækkar verð á þriðjudagstilboðinu Neytendur Tveimur verslunum Krambúðarinnar lokað Viðskipti innlent Fleiri fréttir Mátti ekki taka bjór úr hillum eftir allt saman Tugmilljónakröfur í tómt þrotabú Viljans „Kemur ekki til greina“ að lækka eiginfjárkröfur Atvinnuleysi dróst saman milli mánaða Bein útsending: Ásgeir og Tómas sitja fyrir svörum Hátt raunvaxtastig samhliða hægari vexti gæti skapað áskoranir Afgangur á viðskiptajöfnuði tæplega helmingi minni milli ára Níu teymi kynntu verkefni sín í Startup Tourism 2024 Leggja meiri áherslu á Prís og segja upp starfsmönnum Fjárfestingararmur Samherja bætir við sig í Högum Gunnars loksins selt Tveimur verslunum Krambúðarinnar lokað 75 sagt upp í þremur hópuppsögnum Kristjana nýr framkvæmdastjóri hjá Sýn Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Sjá meira
„Mikil vonbrigði“ en ferðaþjónustan sterk Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, segir íslenska ferðaþjónustu sterka. 28. mars 2019 10:52
Ríkisstjórnin um fall WOW: „Efnahagsleg áhrif verða einkum til skamms tíma“ Ríkisstjórnin hefur lýst yfir vonbrigðum með að tilraunir WOW air til að tryggja rekstur félagsins hafi ekki skilað árangri. 28. mars 2019 10:50
Telur hagkerfið vel í stakk búið til að takast á við þá áskorun sem fall WOW air er Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, segir að það séu vonbrigði að flugfélagið WOW air hafi hætt starfsemi. 28. mars 2019 11:22
Ellefu hundruð missa vinnuna hjá WOW air Vinnumálastofnun hefur virkjað viðbragðsteymi. 28. mars 2019 10:07