Óhagstæð skilyrði áttu sinn þátt í falli WOW Heimir Már Pétursson skrifar 29. mars 2019 20:30 Rekstrarskilyrði hafa verið flugfélögunum mjög óhagstæð á undanförnum árum meðal annars vegna þróunar eldsneytisverðs og launa sem hafa hækkað mun meira hjá þeim en hjá helstu samkeppnisaðilum. Fílllinn í stofunni er síðan krónan en gengi hennar hækkaði til að mynda um þrjátíu prósent á um tveggja ára tímabili. Rekstur flugfélaga um allan heim er áhættusamur og viðkvæmur fyrir alls kyns breytingum og sveiflum. Stjórnendur þeirra þurfa því að fylgjast daglega með mörgum ólíkum og flóknum þáttum. Íslensku flugfélögin starfa ekki í tómarúmi. Þau eru í harðri samkeppni við erlend flugfélög bæði um flutning farþega til og frá Íslandi og milli norður Ameríku og Evrópu.Snorri Jakobsson, forstöðumaður greiningardeildar Capacent.Vísir/EgillÞað getur því reynst erfitt að verðleggja þjónustuna þegar margir er um hituna. Þegar flugfélögum byrjar að blæða blæðir þeim mjög hratt. Skúli Mogensen fyrrverandi eigandi WOW dró ekki úr því að hann hefði gert mistök í rekstrinum en ytri aðstæður hjálpuðu ekki til, hvorki hjá honum né Icelandair hvað rekstrarskilyrði varðar. „Þau versnuðu mjög mikið frá 2015 framundir byrjun árs 2018. Reyndar hafa þau verið að batna frá því síðla árs 2018 og hafa verið að batna síðustu vikur og mánuði,” segir Snorri Jakobsson forstöðumaður greiningardeildar Capacent.Hlutfall launakostnaðar WOW og Icelandair af tekjum hækkaði úr 9 prósentum í 19 hjá WOW og úr 23 prósentum í 34 prósent hjá Icelandair frá 2013 til ‘18. Þá fór hækkandi eldsneytisverð mjög illa með WOW þegar hlutfall eldsneytiskostnaðar af tekjum fór úr 20 prósentum árið 2016 í 32 prósent árið 2018. Áhrifin voru líka merkjanleg hjá Icelandair en félagið hafði varið sig gegn gengissveiflum í samningum um eldsneytiskaup.Fíllinn í stofunni gagnvart flugfélögunum og ferðaþjónustunni er hins vegar gengi íslensku krónunnar sem hefur sveiflast mikið á undanförnum áratugum en raungengi hennar hækkaði um 30 prósent frá 2015 til áramóta 2018. Það eru aðstæður sem samkeppnisaðilar búa ekki við. „Það segir sig náttúrlega sjálft að þegar gengi krónunnar styrkist svona mikið og það eru svona miklar gengissveiflur, þá bætir það við áhættuna sem er í flugrekstri sem þar fyrir utan er mjög mikil,” segir Snorri Jakobsson. Fréttir af flugi Vinnumarkaður WOW Air Tengdar fréttir Passa að fyrirtæki noti ekki gjaldþrot WOW air til kjaraskerðingar Þá eru þeir sem misst hafa vinnuna hvattir til að afla sér upplýsinga um réttindi sín á vinnumarkaði, að því er fram kemur í vikupistli forseta ASÍ. 29. mars 2019 18:57 Óttast fleiri uppsagnir Framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar segir fyrirtæki hafa verið í aðhaldsfasa. Búist við miklu álagi hjá Vinnumálastofnun komandi misseri. 29. mars 2019 06:00 Uppsagnir hjá Fríhöfninni á Keflavíkurflugvelli Þetta staðfestir Þorgerður Þráinsdóttir framkvæmdastjóri Fríhafnarinnar í samtali við Vísi. 29. mars 2019 17:40 Mest lesið Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir Atvinnulíf Margrét tekur við nýju hlutverki hjá Advania Viðskipti innlent Verð á kaffi sögulega hátt Viðskipti erlent „Gamla góða“ Cocoa Puffsið aftur í verslanir Neytendur Samskip fá áheyrn Hæstaréttar í samkeppnismálinu Viðskipti innlent Álfrún leiðir almannatengslin hjá Íslandsstofu Viðskipti innlent Freyju og Góu blöskrar ummæli frá Nóa Siríus Neytendur Kapp kaupir bandarískt félag Viðskipti innlent „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Atvinnulíf Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Atvinnulíf Fleiri fréttir Sker úr um hvort Samskip megi skipta sér af sátt Eimskips Margrét tekur við nýju hlutverki hjá Advania Fjölmiðlar á landsbyggðinni fá rúma milljón hver Kapp kaupir bandarískt félag Sesselja nýr forstjóri Genis Álfrún leiðir almannatengslin hjá Íslandsstofu Spá óbreyttri verðbólgu næstu tvo mánuði Súkkulaðið verði dýrara hjá öllum um páskana Aðstoðarmaður Katrínar til Aton Lánakvótar svarið við háum vöxtum húsnæðislána Spánverjar sólgnir í íslenskar gellur Brotajárnsfyrirtæki metið á milljarða í kaupum Styrkáss Sækja reynslubolta í viðskiptagreind til Cubus Metsætanýting í nóvember hjá Icelandair Raforka hækkað um 13,2 prósent á árinu Forstjóri Dominos til N1 Verðhækkunin nemi ekki því sem Nói Síríus fái á sig Halli upp á tugi milljarða hjá hinu opinbera Segir að vel væri hægt að lækka vexti Konfektið í hæstu hæðum Mátti ekki taka bjór úr hillum eftir allt saman Tugmilljónakröfur í tómt þrotabú Viljans „Kemur ekki til greina“ að lækka eiginfjárkröfur Atvinnuleysi dróst saman milli mánaða Bein útsending: Ásgeir og Tómas sitja fyrir svörum Hátt raunvaxtastig samhliða hægari vexti gæti skapað áskoranir Afgangur á viðskiptajöfnuði tæplega helmingi minni milli ára Níu teymi kynntu verkefni sín í Startup Tourism 2024 Leggja meiri áherslu á Prís og segja upp starfsmönnum Fjárfestingararmur Samherja bætir við sig í Högum Sjá meira
Rekstrarskilyrði hafa verið flugfélögunum mjög óhagstæð á undanförnum árum meðal annars vegna þróunar eldsneytisverðs og launa sem hafa hækkað mun meira hjá þeim en hjá helstu samkeppnisaðilum. Fílllinn í stofunni er síðan krónan en gengi hennar hækkaði til að mynda um þrjátíu prósent á um tveggja ára tímabili. Rekstur flugfélaga um allan heim er áhættusamur og viðkvæmur fyrir alls kyns breytingum og sveiflum. Stjórnendur þeirra þurfa því að fylgjast daglega með mörgum ólíkum og flóknum þáttum. Íslensku flugfélögin starfa ekki í tómarúmi. Þau eru í harðri samkeppni við erlend flugfélög bæði um flutning farþega til og frá Íslandi og milli norður Ameríku og Evrópu.Snorri Jakobsson, forstöðumaður greiningardeildar Capacent.Vísir/EgillÞað getur því reynst erfitt að verðleggja þjónustuna þegar margir er um hituna. Þegar flugfélögum byrjar að blæða blæðir þeim mjög hratt. Skúli Mogensen fyrrverandi eigandi WOW dró ekki úr því að hann hefði gert mistök í rekstrinum en ytri aðstæður hjálpuðu ekki til, hvorki hjá honum né Icelandair hvað rekstrarskilyrði varðar. „Þau versnuðu mjög mikið frá 2015 framundir byrjun árs 2018. Reyndar hafa þau verið að batna frá því síðla árs 2018 og hafa verið að batna síðustu vikur og mánuði,” segir Snorri Jakobsson forstöðumaður greiningardeildar Capacent.Hlutfall launakostnaðar WOW og Icelandair af tekjum hækkaði úr 9 prósentum í 19 hjá WOW og úr 23 prósentum í 34 prósent hjá Icelandair frá 2013 til ‘18. Þá fór hækkandi eldsneytisverð mjög illa með WOW þegar hlutfall eldsneytiskostnaðar af tekjum fór úr 20 prósentum árið 2016 í 32 prósent árið 2018. Áhrifin voru líka merkjanleg hjá Icelandair en félagið hafði varið sig gegn gengissveiflum í samningum um eldsneytiskaup.Fíllinn í stofunni gagnvart flugfélögunum og ferðaþjónustunni er hins vegar gengi íslensku krónunnar sem hefur sveiflast mikið á undanförnum áratugum en raungengi hennar hækkaði um 30 prósent frá 2015 til áramóta 2018. Það eru aðstæður sem samkeppnisaðilar búa ekki við. „Það segir sig náttúrlega sjálft að þegar gengi krónunnar styrkist svona mikið og það eru svona miklar gengissveiflur, þá bætir það við áhættuna sem er í flugrekstri sem þar fyrir utan er mjög mikil,” segir Snorri Jakobsson.
Fréttir af flugi Vinnumarkaður WOW Air Tengdar fréttir Passa að fyrirtæki noti ekki gjaldþrot WOW air til kjaraskerðingar Þá eru þeir sem misst hafa vinnuna hvattir til að afla sér upplýsinga um réttindi sín á vinnumarkaði, að því er fram kemur í vikupistli forseta ASÍ. 29. mars 2019 18:57 Óttast fleiri uppsagnir Framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar segir fyrirtæki hafa verið í aðhaldsfasa. Búist við miklu álagi hjá Vinnumálastofnun komandi misseri. 29. mars 2019 06:00 Uppsagnir hjá Fríhöfninni á Keflavíkurflugvelli Þetta staðfestir Þorgerður Þráinsdóttir framkvæmdastjóri Fríhafnarinnar í samtali við Vísi. 29. mars 2019 17:40 Mest lesið Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir Atvinnulíf Margrét tekur við nýju hlutverki hjá Advania Viðskipti innlent Verð á kaffi sögulega hátt Viðskipti erlent „Gamla góða“ Cocoa Puffsið aftur í verslanir Neytendur Samskip fá áheyrn Hæstaréttar í samkeppnismálinu Viðskipti innlent Álfrún leiðir almannatengslin hjá Íslandsstofu Viðskipti innlent Freyju og Góu blöskrar ummæli frá Nóa Siríus Neytendur Kapp kaupir bandarískt félag Viðskipti innlent „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Atvinnulíf Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Atvinnulíf Fleiri fréttir Sker úr um hvort Samskip megi skipta sér af sátt Eimskips Margrét tekur við nýju hlutverki hjá Advania Fjölmiðlar á landsbyggðinni fá rúma milljón hver Kapp kaupir bandarískt félag Sesselja nýr forstjóri Genis Álfrún leiðir almannatengslin hjá Íslandsstofu Spá óbreyttri verðbólgu næstu tvo mánuði Súkkulaðið verði dýrara hjá öllum um páskana Aðstoðarmaður Katrínar til Aton Lánakvótar svarið við háum vöxtum húsnæðislána Spánverjar sólgnir í íslenskar gellur Brotajárnsfyrirtæki metið á milljarða í kaupum Styrkáss Sækja reynslubolta í viðskiptagreind til Cubus Metsætanýting í nóvember hjá Icelandair Raforka hækkað um 13,2 prósent á árinu Forstjóri Dominos til N1 Verðhækkunin nemi ekki því sem Nói Síríus fái á sig Halli upp á tugi milljarða hjá hinu opinbera Segir að vel væri hægt að lækka vexti Konfektið í hæstu hæðum Mátti ekki taka bjór úr hillum eftir allt saman Tugmilljónakröfur í tómt þrotabú Viljans „Kemur ekki til greina“ að lækka eiginfjárkröfur Atvinnuleysi dróst saman milli mánaða Bein útsending: Ásgeir og Tómas sitja fyrir svörum Hátt raunvaxtastig samhliða hægari vexti gæti skapað áskoranir Afgangur á viðskiptajöfnuði tæplega helmingi minni milli ára Níu teymi kynntu verkefni sín í Startup Tourism 2024 Leggja meiri áherslu á Prís og segja upp starfsmönnum Fjárfestingararmur Samherja bætir við sig í Högum Sjá meira
Passa að fyrirtæki noti ekki gjaldþrot WOW air til kjaraskerðingar Þá eru þeir sem misst hafa vinnuna hvattir til að afla sér upplýsinga um réttindi sín á vinnumarkaði, að því er fram kemur í vikupistli forseta ASÍ. 29. mars 2019 18:57
Óttast fleiri uppsagnir Framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar segir fyrirtæki hafa verið í aðhaldsfasa. Búist við miklu álagi hjá Vinnumálastofnun komandi misseri. 29. mars 2019 06:00
Uppsagnir hjá Fríhöfninni á Keflavíkurflugvelli Þetta staðfestir Þorgerður Þráinsdóttir framkvæmdastjóri Fríhafnarinnar í samtali við Vísi. 29. mars 2019 17:40