Yfir 1500 manns orðnir atvinnulausir á fáeinum sólarhringum Kristín Ólafsdóttir skrifar 29. mars 2019 23:45 Langflestar uppsagnirnar má rekja til gjaldþrots WOW air. Vísir/vilhelm Sannkölluð uppsagnahrina hefur gengið yfir landið síðustu sólarhringa en á annað þúsund manns hefur verið sagt upp störfum í vikunni. Margar uppsagnanna má rekja beint til gjaldþrots flugfélagsins WOW air en það er þó ekki algilt. Hér á eftir fylgir samantekt á þeim uppsögnum sem greint hefur verið frá síðustu daga – og af nógu er að taka.Ellefu hundruð hjá WOW air Stærsta hópuppsögnin var hjá WOW air, sú umfangsmesta í manna minnum, en ellefu hundruð manns misstu vinnuna hjá flugfélaginu eftir að tilkynnt var að félagið hefði hætt starfsemi að fullu. Í kjölfarið var ákveðið að Vinnumálastofnun verði veitt 80 milljóna króna tímabundið framlag vegna gjaldþrotsins til að þjónusta þá sem misstu vinnuna. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 kom svo fram að mörg hundruð umsóknir um atvinnuleysisbætur hafi borist stofnuninni síðan í gærmorgun – fleiri en nokkurn tímann áður á svo stuttum tíma. Áhrifa WOW gætir víða Þá munaði einnig töluvert um uppsagnir 315 starfsmanna hjá Airport Associates á Keflavíkurflugvelli. Tilkynnt var um uppsagnirnar í dag en áður hafði legið fyrir að grípa þyrfti til uppsagna vegna gjaldþrots WOW Air.Sigþór Kristinn Skúlason, forstjóri Airport Associates, vonast til að ráða marga þeirra starfsmanna sem nú fengu uppsagnarbréf aftur.visir/vilhelmFerðaþjónustufyrirtækið Kynnisferðir sagði svo upp 59 starfsmönnum í gær. Rúmlega fjögur hundruð manns hafa starfað hjá Kynnisferðium að undanförnu en Björn Ragnarsson, framkvæmdastjóri Kynnisferða, sagði í samtali við Vísi að uppsagnirnar hafi verið afar erfið ákvörðun. Gray Line fylgdi svo í kjölfar kollega sinna hjá Kynnisferðum og tilkynnti um uppsögn þriggja starfsmanna í dag.Í gær og í dag var sex starfsmönnum Fríhafnarinnar á Keflavíkurflugvelli sagt upp störfum. Þorgerður Þráinsdóttir framkvæmdastjóri Fríhafnarinnar sagði í samtali við Vísi í kvöld að uppsagnirnar mætti rekja beint til gjaldþrots WOW þar sem félagið hefði flutt inn um 30 prósent viðskiptavina Fríhafnarinnar.Bragi Hinrik Magnússon, Skúli Mogensen, Þór Bæring og Engilbert Hafsteinsson þegar tilkynnt var árið 2015 að WOW hefði eignast 49 prósent í Gaman-Ferðum.WOW airÞá hefur Ferðaskrifstofan Gaman-Ferðir sagt upp hluta starfsfólks síns eftir að WOW air varð gjaldþrota. Flugfélagið átti 49 prósenta hlut í ferðaskrifstofunni en framkvæmdastjóri hennar sagði stjórnendurna ætla að vaða í gegnum eld og brennistein til að þurfa ekki að standa við uppsagnirnar. Hann vildi þó ekki gefa upp hversu mörgum var sagt upp hjá fyrirtækinu.BYGG, Pipar og Síminn Fjörutíu starfsmönnum var svo sagt upp hjá Byggingarfélagi Gylfa og Gunnars, BYGG. Gylfi Ómar Héðinsson, einn eigenda fyrirtækisins, sagði í samtali við Vísi í dag að um væri að ræða 32 fasta starfsmenn og svo nokkra undirverktaka úr ýmsum stéttum iðnaðarmanna. Inntur eftir því hvort uppsagnirnar væru beintengdar falli flugfélagsins WOW air sagði Gylfi að um væri að ræða varúðarráðstöfun. Fyrir uppsagnir störfuðu alls 215 hjá BYGG. Þá greindi RÚV frá því í dag að Origo hefði sagt upp tíu til fimmtán manns á þriðjudag og miðvikudag vegna skipulagsbreytinga. Haft var eftir Finni Oddssyni forstjóra Origo að augljóslega hafi dregið úr umsvifum á ýmsum sviðum í atvinnulífinu og margt sé mótdrægt. Þar standi upp úr þær kröfur sem nú séu uppi í kjaradeilum á vinnumarkaðnum.Guðmundur H. Pálsson, framkvæmdastjóri PiparsTBWA.VísirFimm starfsmönnum var svo sagt upp hjá samskiptafyrirtækinu Símanum í síðustu viku en uppsagnirnar má rekja til breytinga í rekstrarumhverfi fyrirtækisins – ekki gjaldþrots WOW air, samkvæmt upplýsingum frá samskiptafulltrúa Símans. Þá verður verslun Símans í Kringlunni lokað um helgina. Í gær var greint frá skipulagsbreytingum hjá Lyfju sem fólu í sér að átta starfsmönnum var sagt upp. Tvö ný stöðugildi verða þó til vegna breytinganna. Þá sagði Auglýsingastofan Pipar/TBWA upp fimm starfsmönnum í gær. Starfsmenn tóku auk þess á sig tíu prósenta launalækkun næstu sex mánuðina. Líftæknifyrirtækið WuXi NextCode sagði svo upp 27 starfsmönnum þann 27. mars. Framkvæmdastjóri félagsins sagði þetta lið í endurskipulagningu fyrirtækisins á heimsvísu en um 40 manns munu starfa hjá NextCode eftir niðurskurðinn.Sjá fram á fleiri uppsagnir Ljóst er að a.m.k. 1500 manns hafa misst vinnuna síðustu sólahringa og þess má vænta að fleiri fylgi í kjölfarið. Áhrifafólk í ferðaþjónustunni hefur til að mynda margt lýst yfir áhyggjum af stöðu mála í kjölfar gjaldþrots WOW air. Þannig sagði Bjarnheiður Hallsdóttir formaður Samtaka ferðaþjónusunnar í samtali við Vísi í dag að ekki væri ólíklegt að til frekari uppsagna komi í greininni á næstunni.Ásberg Jónsson, framkvæmdastjóri Nordic Visitor, sagði jafnframt að höggið sem hljótist af falli flugfélagsins muni ýta mörgum ferðaþjónustufyrirtækjum í þrot. Þá býst Unnur Sverrisdóttir forstjóri Vinnumálastofnunar við gífurlegu álagi á stofnunina næstu vikur vegna gjaldþrotsins. Vinnumarkaður WOW Air Mest lesið Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir Atvinnulíf Margrét tekur við nýju hlutverki hjá Advania Viðskipti innlent Verð á kaffi sögulega hátt Viðskipti erlent „Gamla góða“ Cocoa Puffsið aftur í verslanir Neytendur Sker úr um hvort Samskip megi skipta sér af sátt Eimskips Viðskipti innlent Álfrún leiðir almannatengslin hjá Íslandsstofu Viðskipti innlent Freyju og Góu blöskrar ummæli frá Nóa Siríus Neytendur Kapp kaupir bandarískt félag Viðskipti innlent „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Atvinnulíf Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Atvinnulíf Fleiri fréttir Sker úr um hvort Samskip megi skipta sér af sátt Eimskips Margrét tekur við nýju hlutverki hjá Advania Fjölmiðlar á landsbyggðinni fá rúma milljón hver Kapp kaupir bandarískt félag Sesselja nýr forstjóri Genis Álfrún leiðir almannatengslin hjá Íslandsstofu Spá óbreyttri verðbólgu næstu tvo mánuði Súkkulaðið verði dýrara hjá öllum um páskana Aðstoðarmaður Katrínar til Aton Lánakvótar svarið við háum vöxtum húsnæðislána Spánverjar sólgnir í íslenskar gellur Brotajárnsfyrirtæki metið á milljarða í kaupum Styrkáss Sækja reynslubolta í viðskiptagreind til Cubus Metsætanýting í nóvember hjá Icelandair Raforka hækkað um 13,2 prósent á árinu Forstjóri Dominos til N1 Verðhækkunin nemi ekki því sem Nói Síríus fái á sig Halli upp á tugi milljarða hjá hinu opinbera Segir að vel væri hægt að lækka vexti Konfektið í hæstu hæðum Mátti ekki taka bjór úr hillum eftir allt saman Tugmilljónakröfur í tómt þrotabú Viljans „Kemur ekki til greina“ að lækka eiginfjárkröfur Atvinnuleysi dróst saman milli mánaða Bein útsending: Ásgeir og Tómas sitja fyrir svörum Hátt raunvaxtastig samhliða hægari vexti gæti skapað áskoranir Afgangur á viðskiptajöfnuði tæplega helmingi minni milli ára Níu teymi kynntu verkefni sín í Startup Tourism 2024 Leggja meiri áherslu á Prís og segja upp starfsmönnum Fjárfestingararmur Samherja bætir við sig í Högum Sjá meira
Sannkölluð uppsagnahrina hefur gengið yfir landið síðustu sólarhringa en á annað þúsund manns hefur verið sagt upp störfum í vikunni. Margar uppsagnanna má rekja beint til gjaldþrots flugfélagsins WOW air en það er þó ekki algilt. Hér á eftir fylgir samantekt á þeim uppsögnum sem greint hefur verið frá síðustu daga – og af nógu er að taka.Ellefu hundruð hjá WOW air Stærsta hópuppsögnin var hjá WOW air, sú umfangsmesta í manna minnum, en ellefu hundruð manns misstu vinnuna hjá flugfélaginu eftir að tilkynnt var að félagið hefði hætt starfsemi að fullu. Í kjölfarið var ákveðið að Vinnumálastofnun verði veitt 80 milljóna króna tímabundið framlag vegna gjaldþrotsins til að þjónusta þá sem misstu vinnuna. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 kom svo fram að mörg hundruð umsóknir um atvinnuleysisbætur hafi borist stofnuninni síðan í gærmorgun – fleiri en nokkurn tímann áður á svo stuttum tíma. Áhrifa WOW gætir víða Þá munaði einnig töluvert um uppsagnir 315 starfsmanna hjá Airport Associates á Keflavíkurflugvelli. Tilkynnt var um uppsagnirnar í dag en áður hafði legið fyrir að grípa þyrfti til uppsagna vegna gjaldþrots WOW Air.Sigþór Kristinn Skúlason, forstjóri Airport Associates, vonast til að ráða marga þeirra starfsmanna sem nú fengu uppsagnarbréf aftur.visir/vilhelmFerðaþjónustufyrirtækið Kynnisferðir sagði svo upp 59 starfsmönnum í gær. Rúmlega fjögur hundruð manns hafa starfað hjá Kynnisferðium að undanförnu en Björn Ragnarsson, framkvæmdastjóri Kynnisferða, sagði í samtali við Vísi að uppsagnirnar hafi verið afar erfið ákvörðun. Gray Line fylgdi svo í kjölfar kollega sinna hjá Kynnisferðum og tilkynnti um uppsögn þriggja starfsmanna í dag.Í gær og í dag var sex starfsmönnum Fríhafnarinnar á Keflavíkurflugvelli sagt upp störfum. Þorgerður Þráinsdóttir framkvæmdastjóri Fríhafnarinnar sagði í samtali við Vísi í kvöld að uppsagnirnar mætti rekja beint til gjaldþrots WOW þar sem félagið hefði flutt inn um 30 prósent viðskiptavina Fríhafnarinnar.Bragi Hinrik Magnússon, Skúli Mogensen, Þór Bæring og Engilbert Hafsteinsson þegar tilkynnt var árið 2015 að WOW hefði eignast 49 prósent í Gaman-Ferðum.WOW airÞá hefur Ferðaskrifstofan Gaman-Ferðir sagt upp hluta starfsfólks síns eftir að WOW air varð gjaldþrota. Flugfélagið átti 49 prósenta hlut í ferðaskrifstofunni en framkvæmdastjóri hennar sagði stjórnendurna ætla að vaða í gegnum eld og brennistein til að þurfa ekki að standa við uppsagnirnar. Hann vildi þó ekki gefa upp hversu mörgum var sagt upp hjá fyrirtækinu.BYGG, Pipar og Síminn Fjörutíu starfsmönnum var svo sagt upp hjá Byggingarfélagi Gylfa og Gunnars, BYGG. Gylfi Ómar Héðinsson, einn eigenda fyrirtækisins, sagði í samtali við Vísi í dag að um væri að ræða 32 fasta starfsmenn og svo nokkra undirverktaka úr ýmsum stéttum iðnaðarmanna. Inntur eftir því hvort uppsagnirnar væru beintengdar falli flugfélagsins WOW air sagði Gylfi að um væri að ræða varúðarráðstöfun. Fyrir uppsagnir störfuðu alls 215 hjá BYGG. Þá greindi RÚV frá því í dag að Origo hefði sagt upp tíu til fimmtán manns á þriðjudag og miðvikudag vegna skipulagsbreytinga. Haft var eftir Finni Oddssyni forstjóra Origo að augljóslega hafi dregið úr umsvifum á ýmsum sviðum í atvinnulífinu og margt sé mótdrægt. Þar standi upp úr þær kröfur sem nú séu uppi í kjaradeilum á vinnumarkaðnum.Guðmundur H. Pálsson, framkvæmdastjóri PiparsTBWA.VísirFimm starfsmönnum var svo sagt upp hjá samskiptafyrirtækinu Símanum í síðustu viku en uppsagnirnar má rekja til breytinga í rekstrarumhverfi fyrirtækisins – ekki gjaldþrots WOW air, samkvæmt upplýsingum frá samskiptafulltrúa Símans. Þá verður verslun Símans í Kringlunni lokað um helgina. Í gær var greint frá skipulagsbreytingum hjá Lyfju sem fólu í sér að átta starfsmönnum var sagt upp. Tvö ný stöðugildi verða þó til vegna breytinganna. Þá sagði Auglýsingastofan Pipar/TBWA upp fimm starfsmönnum í gær. Starfsmenn tóku auk þess á sig tíu prósenta launalækkun næstu sex mánuðina. Líftæknifyrirtækið WuXi NextCode sagði svo upp 27 starfsmönnum þann 27. mars. Framkvæmdastjóri félagsins sagði þetta lið í endurskipulagningu fyrirtækisins á heimsvísu en um 40 manns munu starfa hjá NextCode eftir niðurskurðinn.Sjá fram á fleiri uppsagnir Ljóst er að a.m.k. 1500 manns hafa misst vinnuna síðustu sólahringa og þess má vænta að fleiri fylgi í kjölfarið. Áhrifafólk í ferðaþjónustunni hefur til að mynda margt lýst yfir áhyggjum af stöðu mála í kjölfar gjaldþrots WOW air. Þannig sagði Bjarnheiður Hallsdóttir formaður Samtaka ferðaþjónusunnar í samtali við Vísi í dag að ekki væri ólíklegt að til frekari uppsagna komi í greininni á næstunni.Ásberg Jónsson, framkvæmdastjóri Nordic Visitor, sagði jafnframt að höggið sem hljótist af falli flugfélagsins muni ýta mörgum ferðaþjónustufyrirtækjum í þrot. Þá býst Unnur Sverrisdóttir forstjóri Vinnumálastofnunar við gífurlegu álagi á stofnunina næstu vikur vegna gjaldþrotsins.
Vinnumarkaður WOW Air Mest lesið Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir Atvinnulíf Margrét tekur við nýju hlutverki hjá Advania Viðskipti innlent Verð á kaffi sögulega hátt Viðskipti erlent „Gamla góða“ Cocoa Puffsið aftur í verslanir Neytendur Sker úr um hvort Samskip megi skipta sér af sátt Eimskips Viðskipti innlent Álfrún leiðir almannatengslin hjá Íslandsstofu Viðskipti innlent Freyju og Góu blöskrar ummæli frá Nóa Siríus Neytendur Kapp kaupir bandarískt félag Viðskipti innlent „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Atvinnulíf Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Atvinnulíf Fleiri fréttir Sker úr um hvort Samskip megi skipta sér af sátt Eimskips Margrét tekur við nýju hlutverki hjá Advania Fjölmiðlar á landsbyggðinni fá rúma milljón hver Kapp kaupir bandarískt félag Sesselja nýr forstjóri Genis Álfrún leiðir almannatengslin hjá Íslandsstofu Spá óbreyttri verðbólgu næstu tvo mánuði Súkkulaðið verði dýrara hjá öllum um páskana Aðstoðarmaður Katrínar til Aton Lánakvótar svarið við háum vöxtum húsnæðislána Spánverjar sólgnir í íslenskar gellur Brotajárnsfyrirtæki metið á milljarða í kaupum Styrkáss Sækja reynslubolta í viðskiptagreind til Cubus Metsætanýting í nóvember hjá Icelandair Raforka hækkað um 13,2 prósent á árinu Forstjóri Dominos til N1 Verðhækkunin nemi ekki því sem Nói Síríus fái á sig Halli upp á tugi milljarða hjá hinu opinbera Segir að vel væri hægt að lækka vexti Konfektið í hæstu hæðum Mátti ekki taka bjór úr hillum eftir allt saman Tugmilljónakröfur í tómt þrotabú Viljans „Kemur ekki til greina“ að lækka eiginfjárkröfur Atvinnuleysi dróst saman milli mánaða Bein útsending: Ásgeir og Tómas sitja fyrir svörum Hátt raunvaxtastig samhliða hægari vexti gæti skapað áskoranir Afgangur á viðskiptajöfnuði tæplega helmingi minni milli ára Níu teymi kynntu verkefni sín í Startup Tourism 2024 Leggja meiri áherslu á Prís og segja upp starfsmönnum Fjárfestingararmur Samherja bætir við sig í Högum Sjá meira