Bretar verði sjálfir að leysa úr Brexit-þráteflinu Kjartan Kjartansson skrifar 13. mars 2019 12:37 Barnier, aðalsamningamaður ESB, ávarpaði Evrópuþingið um stöðu Brexit í dag. Vísir/EPA Evrópusambandið getur ekki gengið lengra í að reyna að fá breska þingmenn til að fallast á skilmála um útgöngu Bretlands úr sambandinu, að sögn Michels Barnier, aðalsamningamanns Evrópusambandsins. Útgöngusamningi var hafnað með afgerandi meirihluta á breska þinginu í gær. Aðeins tvær og hálf vika er nú til stefnu þar til Bretland ætlar að ganga úr Evrópusambandinu. Breska þingið greiðir atkvæði um hvort það vilji halda útgöngunni til streitu án samnings í kvöld. Theresa May, forsætisráðherra, hefur lýst því yfir að hún ætli að greiða atkvæði gegn útgöngu án samnings. Barnier segir að hættan á að Bretar gangi úr sambandinu án samnings hafi aldrei verið meiri en nú eftir að breskir þingmenn felldu útgöngusamninginn í gær. Sambandið geti ekki teygt sig lengra í málamiðlun við bresku ríkisstjórnina. „Aftur lýsir neðri deild [breska þingsins] því sem hún vill ekki. Nú er aðeins hægt að leysa þetta þrátefli í Bretlandi,“ sagði Barnier á Evrópuþinginu í dag. Fullyrti hann að samningurinn sem þingmenn höfnuðu í gær sé sá eini sem er í boði.Fella niður tolla komi til útgöngu án samnings Atkvæðagreiðslan í breska þinginu um útgöngu án samnings fer fram klukkan 19:00 í kvöld. Hún varðar aðeins útgöngu án samnings 29. mars. Ef þingið hafnað því og samþykkir að fresta útgöngunni í annarri atkvæðagreiðslu á morgun er þannig ekki útilokað að Bretlandi yfirgæfi Evrópusambandið án samnings síðar á þessu ári, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Breska ríkisstjórnin hefur lýst því yfir að ef til útgöngu án samnings kemur í lok mánaðar þá verði tollar felldir niður á nær allar vörur sem fluttar eru til landsins. Ekki verði sett upp tolla- eða landamæraeftirlit á milli Norður-Írlands og Írlands. Velji þingið að fresta útgöngunni þurfa öll aðildarríki Evrópusambandsins að samþykkja að veita Bretum leyfi til þess. Barnier sagði í dag að hann efaðist um tilganginn með því að framlengja viðræður við Breta fram yfir 29. mars, boðaðan útgöngudaginn. Bretland Brexit Evrópusambandið Tengdar fréttir Brexit-samningur May felldur aftur Atkvæðagreiðslan var mjög afgerandi en 391 þingmenn greiddu atkvæði gegn samningnum en 242 greiddu atkvæði með honum. 12. mars 2019 19:16 Enn ein atkvæðagreiðslan um Brexit á breska þinginu Þingmenn á breska þinginu munu síðar í dag greiða atkvæði um hvort koma eigi í veg fyrir að Bretar yfirgefi Evrópusambandið án nokkurs samnings, eftir að þeir höfnuðu fyrirliggjandi útgöngusamningi Theresu May forsætisráðherra í gærkvöldi. 13. mars 2019 07:44 Mest lesið Synir konunnar lýsa andláti hennar sem létti Innlent Ikea sakað um grænþvott: „Slökkvið á myndavélunum“ Erlent „Það er ekkert drama í þessu – ég rýk ekkert á dyr“ Innlent Daníel fær 24 ára dóm til viðbótar fyrir barnaníð Erlent Eiga yfir höfði sér dauðadóm fyrir að hylja ekki hár sitt Erlent Þau vilja taka við af Helga Grímssyni Innlent Öskraði þegar hann var leiddur í dómsal Erlent Reyndi að svipta sig lífi í varðhaldi Erlent Vonbetri eftir daginn í dag Innlent Fimmtungur veitingastaða sem Efling sendi bréf hefur sagt sig úr SVEIT Innlent Fleiri fréttir Facebook og Instagram liggja víða niðri Sífellt fleiri hoppa fyrir bíla í Afríku Uppreisnarleiðtogar funduðu í fyrsta sinn Skrifaði um að drepa „baunateljara“ Daníel fær 24 ára dóm til viðbótar fyrir barnaníð Eldsprengjur GRU hefðu getað grandað flugvélum DHL Ikea sakað um grænþvott: „Slökkvið á myndavélunum“ Áratugi í fangelsi fyrir að ráðast á dómara Spá veikri og skammlífri „stelpu“ í Kyrrahafi Þingmaður myrtur í Mexíkó Reyndi að svipta sig lífi í varðhaldi Dómari stöðvar sölu Infowars til The Onion Eiga yfir höfði sér dauðadóm fyrir að hylja ekki hár sitt Boða tíma „stöðugleika og friðar“ Öskraði þegar hann var leiddur í dómsal Féll í gólfið í hádegispásu í þinghúsinu „Síðasta manneskjan sem mann myndi nokkurn tímann gruna“ Fórnarlömb „TikTok-mannsins“ skáluðu í kampavíni Varar Repúblikana við að standa í vegi hans og Trumps Draga tennurnar úr næstu ríkisstjórn Sýrlands Öngþveiti við „sláturhús“ Assads Forseti Brasilíu á gjörgæslu eftir heilaaðgerð Ákærður fyrir morð í New York Netanjahú ber vitni í spillingarmáli sínu Nóbelsverðlaunahafar mótmæla útnefningu Kennedy Fær ekki að breyta skilmálum fjölskyldusjóðsins Erlend ríki keppast við að tryggja hagsmuni sína í Sýrlandi Þetta er maðurinn sem er grunaður um launmorðið Í skýrslutöku í tengslum við morðið í New York Norski hryðjuverkamaðurinn telur brotið á sér í fangelsi Sjá meira
Evrópusambandið getur ekki gengið lengra í að reyna að fá breska þingmenn til að fallast á skilmála um útgöngu Bretlands úr sambandinu, að sögn Michels Barnier, aðalsamningamanns Evrópusambandsins. Útgöngusamningi var hafnað með afgerandi meirihluta á breska þinginu í gær. Aðeins tvær og hálf vika er nú til stefnu þar til Bretland ætlar að ganga úr Evrópusambandinu. Breska þingið greiðir atkvæði um hvort það vilji halda útgöngunni til streitu án samnings í kvöld. Theresa May, forsætisráðherra, hefur lýst því yfir að hún ætli að greiða atkvæði gegn útgöngu án samnings. Barnier segir að hættan á að Bretar gangi úr sambandinu án samnings hafi aldrei verið meiri en nú eftir að breskir þingmenn felldu útgöngusamninginn í gær. Sambandið geti ekki teygt sig lengra í málamiðlun við bresku ríkisstjórnina. „Aftur lýsir neðri deild [breska þingsins] því sem hún vill ekki. Nú er aðeins hægt að leysa þetta þrátefli í Bretlandi,“ sagði Barnier á Evrópuþinginu í dag. Fullyrti hann að samningurinn sem þingmenn höfnuðu í gær sé sá eini sem er í boði.Fella niður tolla komi til útgöngu án samnings Atkvæðagreiðslan í breska þinginu um útgöngu án samnings fer fram klukkan 19:00 í kvöld. Hún varðar aðeins útgöngu án samnings 29. mars. Ef þingið hafnað því og samþykkir að fresta útgöngunni í annarri atkvæðagreiðslu á morgun er þannig ekki útilokað að Bretlandi yfirgæfi Evrópusambandið án samnings síðar á þessu ári, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Breska ríkisstjórnin hefur lýst því yfir að ef til útgöngu án samnings kemur í lok mánaðar þá verði tollar felldir niður á nær allar vörur sem fluttar eru til landsins. Ekki verði sett upp tolla- eða landamæraeftirlit á milli Norður-Írlands og Írlands. Velji þingið að fresta útgöngunni þurfa öll aðildarríki Evrópusambandsins að samþykkja að veita Bretum leyfi til þess. Barnier sagði í dag að hann efaðist um tilganginn með því að framlengja viðræður við Breta fram yfir 29. mars, boðaðan útgöngudaginn.
Bretland Brexit Evrópusambandið Tengdar fréttir Brexit-samningur May felldur aftur Atkvæðagreiðslan var mjög afgerandi en 391 þingmenn greiddu atkvæði gegn samningnum en 242 greiddu atkvæði með honum. 12. mars 2019 19:16 Enn ein atkvæðagreiðslan um Brexit á breska þinginu Þingmenn á breska þinginu munu síðar í dag greiða atkvæði um hvort koma eigi í veg fyrir að Bretar yfirgefi Evrópusambandið án nokkurs samnings, eftir að þeir höfnuðu fyrirliggjandi útgöngusamningi Theresu May forsætisráðherra í gærkvöldi. 13. mars 2019 07:44 Mest lesið Synir konunnar lýsa andláti hennar sem létti Innlent Ikea sakað um grænþvott: „Slökkvið á myndavélunum“ Erlent „Það er ekkert drama í þessu – ég rýk ekkert á dyr“ Innlent Daníel fær 24 ára dóm til viðbótar fyrir barnaníð Erlent Eiga yfir höfði sér dauðadóm fyrir að hylja ekki hár sitt Erlent Þau vilja taka við af Helga Grímssyni Innlent Öskraði þegar hann var leiddur í dómsal Erlent Reyndi að svipta sig lífi í varðhaldi Erlent Vonbetri eftir daginn í dag Innlent Fimmtungur veitingastaða sem Efling sendi bréf hefur sagt sig úr SVEIT Innlent Fleiri fréttir Facebook og Instagram liggja víða niðri Sífellt fleiri hoppa fyrir bíla í Afríku Uppreisnarleiðtogar funduðu í fyrsta sinn Skrifaði um að drepa „baunateljara“ Daníel fær 24 ára dóm til viðbótar fyrir barnaníð Eldsprengjur GRU hefðu getað grandað flugvélum DHL Ikea sakað um grænþvott: „Slökkvið á myndavélunum“ Áratugi í fangelsi fyrir að ráðast á dómara Spá veikri og skammlífri „stelpu“ í Kyrrahafi Þingmaður myrtur í Mexíkó Reyndi að svipta sig lífi í varðhaldi Dómari stöðvar sölu Infowars til The Onion Eiga yfir höfði sér dauðadóm fyrir að hylja ekki hár sitt Boða tíma „stöðugleika og friðar“ Öskraði þegar hann var leiddur í dómsal Féll í gólfið í hádegispásu í þinghúsinu „Síðasta manneskjan sem mann myndi nokkurn tímann gruna“ Fórnarlömb „TikTok-mannsins“ skáluðu í kampavíni Varar Repúblikana við að standa í vegi hans og Trumps Draga tennurnar úr næstu ríkisstjórn Sýrlands Öngþveiti við „sláturhús“ Assads Forseti Brasilíu á gjörgæslu eftir heilaaðgerð Ákærður fyrir morð í New York Netanjahú ber vitni í spillingarmáli sínu Nóbelsverðlaunahafar mótmæla útnefningu Kennedy Fær ekki að breyta skilmálum fjölskyldusjóðsins Erlend ríki keppast við að tryggja hagsmuni sína í Sýrlandi Þetta er maðurinn sem er grunaður um launmorðið Í skýrslutöku í tengslum við morðið í New York Norski hryðjuverkamaðurinn telur brotið á sér í fangelsi Sjá meira
Brexit-samningur May felldur aftur Atkvæðagreiðslan var mjög afgerandi en 391 þingmenn greiddu atkvæði gegn samningnum en 242 greiddu atkvæði með honum. 12. mars 2019 19:16
Enn ein atkvæðagreiðslan um Brexit á breska þinginu Þingmenn á breska þinginu munu síðar í dag greiða atkvæði um hvort koma eigi í veg fyrir að Bretar yfirgefi Evrópusambandið án nokkurs samnings, eftir að þeir höfnuðu fyrirliggjandi útgöngusamningi Theresu May forsætisráðherra í gærkvöldi. 13. mars 2019 07:44