Þingið bregður enn og aftur fæti fyrir May Samúel Karl Ólason skrifar 13. mars 2019 19:43 Tillagan um að útiloka Brexit án samnings er í raun ekki bindandi enda veltur það að miklu leyti á Evrópusambandinu. Þingmennirnir sendu ESB þó skilaboð en Theresa May, forsætisráðherra, var mótfallin því að Brexit án samnings yrði útilokað. AP/Tim Ireland Breskir þingmenn ákváðu með naumum meirihluta að útiloka það að Bretland gangi úr Evrópusambandinu án samnings. 312 þingmenn greiddu atkvæði með tillögunni og 308 greiddu atkvæði gegn henni. Þá greiddu þingmennirnir atkvæði gegn tillögu um að fresta Brexit til 22. maí. Sú tillaga var felld með miklum meirihluta. Þriðja tillagan sem greitt var atkvæði um kom frá ríkisstjórn Theresu May, forsætisráðherra, en hún var í raun sú sama og sú fyrsta, því henni var breytt í kjölfar þess að sú fyrsta var samþykkt. Þetta þýðir að á morgun munu þingmenn greiða atkvæði um að fresta Brexit um óákveðin tíma. Aðeins tvær og hálf vika er nú til stefnu þar til Bretland ætlar að ganga úr Evrópusambandinu, að öllu óbreyttu, og virðist óreiða ríkja innan veggja þingsins. Philip Hammond, fjármálaráðherra, varaði við því í dag að Brexit án samnings muni leiða til umtalsverðra vandræða í Bretlandi eins og hærra atvinnuleysi, lægri laun og hærra verðlags. Tillagan um að útiloka Brexit án samnings er í raun ekki bindandi enda veltur það að miklu leyti á Evrópusambandinu. Þingmennirnir sendu ESB þó skilaboð en Theresa May, forsætisráðherra, var mótfallin því að Brexit án samnings yrði útilokað. Hún sagði það gera samningsstöðu Bretlands gagnvart ESB verri. Eftir atkvæðagreiðslur kvöldsins sagði May að forsvarsmenn ESB hefðu lýst því yfir að samkomulag hennar væri það eina í stöðunni. Hinir möguleikar Bretlands væru að ganga úr sambandinu án samkomulags eða að ekki yrði af Brexit. Hún sagði að síðasti möguleikinn væri ekki af hinu góða því hann myndi skaða hið viðkvæma traust sem kjósendur bæru til þingmanna.Fréttin hefur verið uppfærð. Bretland Brexit Evrópusambandið Tengdar fréttir Bretar verði sjálfir að leysa úr Brexit-þráteflinu Aðalsamningamaður ESB telur hættuna á óskipulegri útgöngu Breta úr sambandinu aldrei hafa verið meiri en nú eftir að útgöngusamningur var felldur á breska þinginu í gærkvöldi. 13. mars 2019 12:37 Brexit-samningur May felldur aftur Atkvæðagreiðslan var mjög afgerandi en 391 þingmenn greiddu atkvæði gegn samningnum en 242 greiddu atkvæði með honum. 12. mars 2019 19:16 Miðlun persónuupplýsinga til Bretlands í kjölfar Brexit Það hefur varla farið fram hjá neinum að sá möguleiki er fyrir hendi að Bretland gangi úr Evrópusambandinu án útgöngusamnings. Sú staða getur haft gríðarlegar afleiðingar í för með sér fyrir þá sem eiga í viðskiptum við Bretland. 13. mars 2019 07:00 Mest lesið Ikea sakað um grænþvott: „Slökkvið á myndavélunum“ Erlent Eiga yfir höfði sér dauðadóm fyrir að hylja ekki hár sitt Erlent Öskraði þegar hann var leiddur í dómsal Erlent Þau vilja taka við af Helga Grímssyni Innlent Reyndi að svipta sig lífi í varðhaldi Erlent Fimmtungur veitingastaða sem Efling sendi bréf hefur sagt sig úr SVEIT Innlent Mega hafa einn sundlaugarvörð á vakt í Vík í Mýrdal Innlent Verkefni næstu ríkisstjórnar flóknara en áður var útlit fyrir Innlent Daníel fær 24 ára dóm til viðbótar fyrir barnaníð Erlent Stærstu og umdeildustu sigrar ársins Innlent Fleiri fréttir Skrifaði um að drepa „baunateljara“ Daníel fær 24 ára dóm til viðbótar fyrir barnaníð Eldsprengjur GRU hefðu getað grandað flugvélum DHL Ikea sakað um grænþvott: „Slökkvið á myndavélunum“ Áratugi í fangelsi fyrir að ráðast á dómara Spá veikri og skammlífri „stelpu“ í Kyrrahafi Þingmaður myrtur í Mexíkó Reyndi að svipta sig lífi í varðhaldi Dómari stöðvar sölu Infowars til The Onion Eiga yfir höfði sér dauðadóm fyrir að hylja ekki hár sitt Boða tíma „stöðugleika og friðar“ Öskraði þegar hann var leiddur í dómsal Féll í gólfið í hádegispásu í þinghúsinu „Síðasta manneskjan sem mann myndi nokkurn tímann gruna“ Fórnarlömb „TikTok-mannsins“ skáluðu í kampavíni Varar Repúblikana við að standa í vegi hans og Trumps Draga tennurnar úr næstu ríkisstjórn Sýrlands Öngþveiti við „sláturhús“ Assads Forseti Brasilíu á gjörgæslu eftir heilaaðgerð Ákærður fyrir morð í New York Netanjahú ber vitni í spillingarmáli sínu Nóbelsverðlaunahafar mótmæla útnefningu Kennedy Fær ekki að breyta skilmálum fjölskyldusjóðsins Erlend ríki keppast við að tryggja hagsmuni sína í Sýrlandi Þetta er maðurinn sem er grunaður um launmorðið Í skýrslutöku í tengslum við morðið í New York Norski hryðjuverkamaðurinn telur brotið á sér í fangelsi Myrtu fleiri en hundrað meintar nornir og galdrakarla Handtóku vopnaðan málaliðahóp í Rúmeníu Vörpuðu sprengjum á hergögn og efnavopn í Sýrlandi Sjá meira
Breskir þingmenn ákváðu með naumum meirihluta að útiloka það að Bretland gangi úr Evrópusambandinu án samnings. 312 þingmenn greiddu atkvæði með tillögunni og 308 greiddu atkvæði gegn henni. Þá greiddu þingmennirnir atkvæði gegn tillögu um að fresta Brexit til 22. maí. Sú tillaga var felld með miklum meirihluta. Þriðja tillagan sem greitt var atkvæði um kom frá ríkisstjórn Theresu May, forsætisráðherra, en hún var í raun sú sama og sú fyrsta, því henni var breytt í kjölfar þess að sú fyrsta var samþykkt. Þetta þýðir að á morgun munu þingmenn greiða atkvæði um að fresta Brexit um óákveðin tíma. Aðeins tvær og hálf vika er nú til stefnu þar til Bretland ætlar að ganga úr Evrópusambandinu, að öllu óbreyttu, og virðist óreiða ríkja innan veggja þingsins. Philip Hammond, fjármálaráðherra, varaði við því í dag að Brexit án samnings muni leiða til umtalsverðra vandræða í Bretlandi eins og hærra atvinnuleysi, lægri laun og hærra verðlags. Tillagan um að útiloka Brexit án samnings er í raun ekki bindandi enda veltur það að miklu leyti á Evrópusambandinu. Þingmennirnir sendu ESB þó skilaboð en Theresa May, forsætisráðherra, var mótfallin því að Brexit án samnings yrði útilokað. Hún sagði það gera samningsstöðu Bretlands gagnvart ESB verri. Eftir atkvæðagreiðslur kvöldsins sagði May að forsvarsmenn ESB hefðu lýst því yfir að samkomulag hennar væri það eina í stöðunni. Hinir möguleikar Bretlands væru að ganga úr sambandinu án samkomulags eða að ekki yrði af Brexit. Hún sagði að síðasti möguleikinn væri ekki af hinu góða því hann myndi skaða hið viðkvæma traust sem kjósendur bæru til þingmanna.Fréttin hefur verið uppfærð.
Bretland Brexit Evrópusambandið Tengdar fréttir Bretar verði sjálfir að leysa úr Brexit-þráteflinu Aðalsamningamaður ESB telur hættuna á óskipulegri útgöngu Breta úr sambandinu aldrei hafa verið meiri en nú eftir að útgöngusamningur var felldur á breska þinginu í gærkvöldi. 13. mars 2019 12:37 Brexit-samningur May felldur aftur Atkvæðagreiðslan var mjög afgerandi en 391 þingmenn greiddu atkvæði gegn samningnum en 242 greiddu atkvæði með honum. 12. mars 2019 19:16 Miðlun persónuupplýsinga til Bretlands í kjölfar Brexit Það hefur varla farið fram hjá neinum að sá möguleiki er fyrir hendi að Bretland gangi úr Evrópusambandinu án útgöngusamnings. Sú staða getur haft gríðarlegar afleiðingar í för með sér fyrir þá sem eiga í viðskiptum við Bretland. 13. mars 2019 07:00 Mest lesið Ikea sakað um grænþvott: „Slökkvið á myndavélunum“ Erlent Eiga yfir höfði sér dauðadóm fyrir að hylja ekki hár sitt Erlent Öskraði þegar hann var leiddur í dómsal Erlent Þau vilja taka við af Helga Grímssyni Innlent Reyndi að svipta sig lífi í varðhaldi Erlent Fimmtungur veitingastaða sem Efling sendi bréf hefur sagt sig úr SVEIT Innlent Mega hafa einn sundlaugarvörð á vakt í Vík í Mýrdal Innlent Verkefni næstu ríkisstjórnar flóknara en áður var útlit fyrir Innlent Daníel fær 24 ára dóm til viðbótar fyrir barnaníð Erlent Stærstu og umdeildustu sigrar ársins Innlent Fleiri fréttir Skrifaði um að drepa „baunateljara“ Daníel fær 24 ára dóm til viðbótar fyrir barnaníð Eldsprengjur GRU hefðu getað grandað flugvélum DHL Ikea sakað um grænþvott: „Slökkvið á myndavélunum“ Áratugi í fangelsi fyrir að ráðast á dómara Spá veikri og skammlífri „stelpu“ í Kyrrahafi Þingmaður myrtur í Mexíkó Reyndi að svipta sig lífi í varðhaldi Dómari stöðvar sölu Infowars til The Onion Eiga yfir höfði sér dauðadóm fyrir að hylja ekki hár sitt Boða tíma „stöðugleika og friðar“ Öskraði þegar hann var leiddur í dómsal Féll í gólfið í hádegispásu í þinghúsinu „Síðasta manneskjan sem mann myndi nokkurn tímann gruna“ Fórnarlömb „TikTok-mannsins“ skáluðu í kampavíni Varar Repúblikana við að standa í vegi hans og Trumps Draga tennurnar úr næstu ríkisstjórn Sýrlands Öngþveiti við „sláturhús“ Assads Forseti Brasilíu á gjörgæslu eftir heilaaðgerð Ákærður fyrir morð í New York Netanjahú ber vitni í spillingarmáli sínu Nóbelsverðlaunahafar mótmæla útnefningu Kennedy Fær ekki að breyta skilmálum fjölskyldusjóðsins Erlend ríki keppast við að tryggja hagsmuni sína í Sýrlandi Þetta er maðurinn sem er grunaður um launmorðið Í skýrslutöku í tengslum við morðið í New York Norski hryðjuverkamaðurinn telur brotið á sér í fangelsi Myrtu fleiri en hundrað meintar nornir og galdrakarla Handtóku vopnaðan málaliðahóp í Rúmeníu Vörpuðu sprengjum á hergögn og efnavopn í Sýrlandi Sjá meira
Bretar verði sjálfir að leysa úr Brexit-þráteflinu Aðalsamningamaður ESB telur hættuna á óskipulegri útgöngu Breta úr sambandinu aldrei hafa verið meiri en nú eftir að útgöngusamningur var felldur á breska þinginu í gærkvöldi. 13. mars 2019 12:37
Brexit-samningur May felldur aftur Atkvæðagreiðslan var mjög afgerandi en 391 þingmenn greiddu atkvæði gegn samningnum en 242 greiddu atkvæði með honum. 12. mars 2019 19:16
Miðlun persónuupplýsinga til Bretlands í kjölfar Brexit Það hefur varla farið fram hjá neinum að sá möguleiki er fyrir hendi að Bretland gangi úr Evrópusambandinu án útgöngusamnings. Sú staða getur haft gríðarlegar afleiðingar í för með sér fyrir þá sem eiga í viðskiptum við Bretland. 13. mars 2019 07:00