Endurbætur og endurgerð Hjálmar Sveinsson skrifar 14. mars 2019 07:00 Þessa dagana er verið að klára að gera upp Stórasel vestur í bæ, gamalt tómthúsbýli á baklóð við Holtsgötu. Minjavernd hf. stendur að verkinu. Þarna var reistur tvöfaldur steinbær á árunum 1884 til 1893 en hann hafði tapað upprunalegum einkennum sínum og var orðinn mjög hrörlegur. Fyrir fáeinum misserum gerðu Reykjavíkurborg og Minjavernd með sér samning um endurgerð nokkurra húsa í borginni, þar á meðal Stórasels og Gröndalshúss sem var flutt frá Vesturgötu að Fischersundi með viðkomu úti á Granda. Kostnaður við endurgerð gamalla húsa í borginni hefur verið mikið í umræðunni frá síðustu kosningum. Mörgum blöskrar hvað þær kostnaðaráætlanir reynast oft haldlitlar þegar á reynir. Það er augljóslega mikilvægt fyrir borgaryfirvöld að bæta vinnubrögðin. Ég tel samt að þegar fram í sækir muni flestir telja að það hafi verið þjóðþrifaverk að ráðast í vandaða endurgerð þessara húsa. Ákvörðun borgaryfirvalda um síðustu aldamót að taka Geysishúsið við Aðalstræti í gegn og Hafnarstræti 16 skipti miklu máli. Enn stærra skref var tekið þegar gömlu húsin við Lækjargötu 2 og Austurstræti 22 voru endurgerð af miklum metnaði eftir brunann mikla þar á horninu árið 2007. Kostnaðurinn var mikill og framkvæmdin umdeild. Í dag eru flestir ánægðir með þessi fallegu nýju/gömlu hús. Síðustu misserin hafa einkaaðilar staðið fyrir metnaðarfullri endurgerð gamalla húsa við Hafnarstræti. Svolítið vestar, við Tryggvagötu, er búið að endurbyggja gömlu Fiskhöllina og Exeterhúsið. Til mikillar prýði. Margt fleira mætti nefna. Þyrping gamalla húsa við Vitastíg, milli Laugavegs og Hverfisgötu, er að þéttast og ganga í endurnýjun lífdaga sinna. Sama er að segja um timburhúsaröðina við Vallarstræti. Tímabærar endurbætur glerskálans á Hlemmtorgi, sem varð 40 ára í fyrra, hafa heppnast vel, jafnvel þótt sú framkvæmd hafi verið kostnaðarsamari en til stóð, líkt og endurgert Gröndalshús. Nýlega stóð borgin ásamt HR fyrir endurbyggingu húsaþyrpingar frá stríðsárunum við Nauthólsveg sem hefur verið kölluð „bragginn“. Eins og frægt er. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Hjálmar Sveinsson Mest lesið Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Halldór 30.11.2024 Halldór Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn: Fyrir budduna þína og framtíðina Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Að mynda ríkisstjórn - skipulagt val til vinstri Hlynur Már Ragnheiðarson skrifar Skoðun Viðreisn: öfgalaus nálgun fyrir öfgalaust samfélag Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Kleppur er víða Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Að geta lesið sér mennsku til gagns Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um íslenska fjölmiðla Óli Valur Pétursson skrifar Skoðun Lögfestum félagsmiðstöðvar Guðmundur Ari Sigurjónsson,Friðmey Jónsdóttir skrifar Skoðun Flokkar sem vara við sjálfum sér Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hver bjó til ehf-gat? Sigríður Á. Andersen skrifar Skoðun Lausnir eða kyrrstaða í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Aðventan – njóta eða þjóta? Hrund Þrándardóttir skrifar Sjá meira
Þessa dagana er verið að klára að gera upp Stórasel vestur í bæ, gamalt tómthúsbýli á baklóð við Holtsgötu. Minjavernd hf. stendur að verkinu. Þarna var reistur tvöfaldur steinbær á árunum 1884 til 1893 en hann hafði tapað upprunalegum einkennum sínum og var orðinn mjög hrörlegur. Fyrir fáeinum misserum gerðu Reykjavíkurborg og Minjavernd með sér samning um endurgerð nokkurra húsa í borginni, þar á meðal Stórasels og Gröndalshúss sem var flutt frá Vesturgötu að Fischersundi með viðkomu úti á Granda. Kostnaður við endurgerð gamalla húsa í borginni hefur verið mikið í umræðunni frá síðustu kosningum. Mörgum blöskrar hvað þær kostnaðaráætlanir reynast oft haldlitlar þegar á reynir. Það er augljóslega mikilvægt fyrir borgaryfirvöld að bæta vinnubrögðin. Ég tel samt að þegar fram í sækir muni flestir telja að það hafi verið þjóðþrifaverk að ráðast í vandaða endurgerð þessara húsa. Ákvörðun borgaryfirvalda um síðustu aldamót að taka Geysishúsið við Aðalstræti í gegn og Hafnarstræti 16 skipti miklu máli. Enn stærra skref var tekið þegar gömlu húsin við Lækjargötu 2 og Austurstræti 22 voru endurgerð af miklum metnaði eftir brunann mikla þar á horninu árið 2007. Kostnaðurinn var mikill og framkvæmdin umdeild. Í dag eru flestir ánægðir með þessi fallegu nýju/gömlu hús. Síðustu misserin hafa einkaaðilar staðið fyrir metnaðarfullri endurgerð gamalla húsa við Hafnarstræti. Svolítið vestar, við Tryggvagötu, er búið að endurbyggja gömlu Fiskhöllina og Exeterhúsið. Til mikillar prýði. Margt fleira mætti nefna. Þyrping gamalla húsa við Vitastíg, milli Laugavegs og Hverfisgötu, er að þéttast og ganga í endurnýjun lífdaga sinna. Sama er að segja um timburhúsaröðina við Vallarstræti. Tímabærar endurbætur glerskálans á Hlemmtorgi, sem varð 40 ára í fyrra, hafa heppnast vel, jafnvel þótt sú framkvæmd hafi verið kostnaðarsamari en til stóð, líkt og endurgert Gröndalshús. Nýlega stóð borgin ásamt HR fyrir endurbyggingu húsaþyrpingar frá stríðsárunum við Nauthólsveg sem hefur verið kölluð „bragginn“. Eins og frægt er.
Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson Skoðun
Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar
Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar
Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar
Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson Skoðun