Þingið vill að útgöngu úr ESB verði frestað Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 15. mars 2019 07:30 Theresa May, forsætisráðherra Bretlands. Vísir/EPA Bretland Leitast á við að fresta útgöngu Breta úr Evrópusambandinu. Þetta var samþykkt með miklum meirihluta á breska þinginu í gær, 412 studdu tillöguna en 202 lögðust gegn henni. Útgöngudagurinn hafði áður verið settur 29. mars og hafði Theresa May forsætisráðherra, sem og reyndar breska þingið, áður hafnað því að sækjast eftir frestun á útgöngu. Bretar munu nú þurfa að leita á náðir Evrópusambandsins um að fá umræddan frest. Samkvæmt tillögunni vilja Bretar að útgöngu verði frestað til 30. júní, það er að segja ef þingið hefur ekki samþykkt útgöngusamning þann 20. mars. Ef enginn samningur er samþykktur þyrfti ríkisstjórnin að fara fram á að fresta útgöngu á ný. Framkvæmdastjórn ESB sendi frá sér tilkynningu eftir að niðurstöður lágu fyrir. Þar fylgdist fólk náið með atkvæðagreiðslunni. „Beiðni um frestun krefst einróma samþykkis allra aðildarríkjanna. Það er leiðtogaráðsins að taka við slíkri beiðni, hafa í huga að nauðsynlegt er að tryggja áframhaldandi starfsemi stofnana ESB og velta fyrir sér ástæðunum fyrir frestun og lengd frestunarinnar.“ Donald Tusk, forseti leiðtogaráðsins, sagðist opinn fyrir frestun ef Bretar ná saman og breyta nálgun sinni. Frestun útgöngu virðist nauðsynleg nú þar sem þingið samþykkti í vikunni að útiloka samningslausa útgöngu. En þótt þingið vilji ekki útgöngu án samnings er ekki þar með sagt að hvaða samningur sem er dugi. Það sést greinilega á því að þingið hefur í tvígang hafnað samningnum sem ríkisstjórn May hefur gert við ESB með miklum mun. May hefur farið fram á þriðju atkvæðagreiðsluna um samning sinn í næstu viku til þess að freista þess að þurfa ekki að fresta útgöngu enn frekar. Þór Skýrandi The Times sagði að það yrði mikið verk fyrir stjórnina að ná meirihluta á bak við samninginn. Enn þarf að snúa á áttunda tug þingmanna Íhaldsflokksins, sem greiddu atkvæði gegn samningnum í vikunni, og þá þarf líka að snúa þingmönnum Lýðræðislega sambandsflokksins, norðurírska flokksins sem ver minnihlutastjórn Íhaldsflokksins vantrausti. Jeremy Corbyn, leiðtogi Verkamannaflokksins, sagði eftir atkvæðagreiðsluna í gær að May þyrfti nú að sætta sig við að hvorki samningur hennar né samningslaus útganga væru raunhæfir möguleikar í dag. Hann hvatti May til þess að leggja snarlega fram frumvarp um frestunina og sagði að Verkamannaflokkurinn hefði sjálfur áætlun í útgöngumálum. Corbyn er ekki sá eini sem er ósáttur við það hvernig May hefur haldið á spilunum. Donald Trump Bandaríkjaforseti, sem hefur áður lýst ánægju sinni með að Bretar ætli út úr ESB, sagðist í gær steinhissa á því hversu illa hefði gengið í viðræðum. Hann hefði tjáð May hugmyndir sínar um hvernig væri best að bera sig að í viðræðum en hún ekki hlustað. Birtist í Fréttablaðinu Bretland Brexit Evrópusambandið Mest lesið Ikea sakað um grænþvott: „Slökkvið á myndavélunum“ Erlent Eiga yfir höfði sér dauðadóm fyrir að hylja ekki hár sitt Erlent Öskraði þegar hann var leiddur í dómsal Erlent Þau vilja taka við af Helga Grímssyni Innlent Reyndi að svipta sig lífi í varðhaldi Erlent Fimmtungur veitingastaða sem Efling sendi bréf hefur sagt sig úr SVEIT Innlent Mega hafa einn sundlaugarvörð á vakt í Vík í Mýrdal Innlent Verkefni næstu ríkisstjórnar flóknara en áður var útlit fyrir Innlent Daníel fær 24 ára dóm til viðbótar fyrir barnaníð Erlent Stærstu og umdeildustu sigrar ársins Innlent Fleiri fréttir Skrifaði um að drepa „baunateljara“ Daníel fær 24 ára dóm til viðbótar fyrir barnaníð Eldsprengjur GRU hefðu getað grandað flugvélum DHL Ikea sakað um grænþvott: „Slökkvið á myndavélunum“ Áratugi í fangelsi fyrir að ráðast á dómara Spá veikri og skammlífri „stelpu“ í Kyrrahafi Þingmaður myrtur í Mexíkó Reyndi að svipta sig lífi í varðhaldi Dómari stöðvar sölu Infowars til The Onion Eiga yfir höfði sér dauðadóm fyrir að hylja ekki hár sitt Boða tíma „stöðugleika og friðar“ Öskraði þegar hann var leiddur í dómsal Féll í gólfið í hádegispásu í þinghúsinu „Síðasta manneskjan sem mann myndi nokkurn tímann gruna“ Fórnarlömb „TikTok-mannsins“ skáluðu í kampavíni Varar Repúblikana við að standa í vegi hans og Trumps Draga tennurnar úr næstu ríkisstjórn Sýrlands Öngþveiti við „sláturhús“ Assads Forseti Brasilíu á gjörgæslu eftir heilaaðgerð Ákærður fyrir morð í New York Netanjahú ber vitni í spillingarmáli sínu Nóbelsverðlaunahafar mótmæla útnefningu Kennedy Fær ekki að breyta skilmálum fjölskyldusjóðsins Erlend ríki keppast við að tryggja hagsmuni sína í Sýrlandi Þetta er maðurinn sem er grunaður um launmorðið Í skýrslutöku í tengslum við morðið í New York Norski hryðjuverkamaðurinn telur brotið á sér í fangelsi Myrtu fleiri en hundrað meintar nornir og galdrakarla Handtóku vopnaðan málaliðahóp í Rúmeníu Vörpuðu sprengjum á hergögn og efnavopn í Sýrlandi Sjá meira
Bretland Leitast á við að fresta útgöngu Breta úr Evrópusambandinu. Þetta var samþykkt með miklum meirihluta á breska þinginu í gær, 412 studdu tillöguna en 202 lögðust gegn henni. Útgöngudagurinn hafði áður verið settur 29. mars og hafði Theresa May forsætisráðherra, sem og reyndar breska þingið, áður hafnað því að sækjast eftir frestun á útgöngu. Bretar munu nú þurfa að leita á náðir Evrópusambandsins um að fá umræddan frest. Samkvæmt tillögunni vilja Bretar að útgöngu verði frestað til 30. júní, það er að segja ef þingið hefur ekki samþykkt útgöngusamning þann 20. mars. Ef enginn samningur er samþykktur þyrfti ríkisstjórnin að fara fram á að fresta útgöngu á ný. Framkvæmdastjórn ESB sendi frá sér tilkynningu eftir að niðurstöður lágu fyrir. Þar fylgdist fólk náið með atkvæðagreiðslunni. „Beiðni um frestun krefst einróma samþykkis allra aðildarríkjanna. Það er leiðtogaráðsins að taka við slíkri beiðni, hafa í huga að nauðsynlegt er að tryggja áframhaldandi starfsemi stofnana ESB og velta fyrir sér ástæðunum fyrir frestun og lengd frestunarinnar.“ Donald Tusk, forseti leiðtogaráðsins, sagðist opinn fyrir frestun ef Bretar ná saman og breyta nálgun sinni. Frestun útgöngu virðist nauðsynleg nú þar sem þingið samþykkti í vikunni að útiloka samningslausa útgöngu. En þótt þingið vilji ekki útgöngu án samnings er ekki þar með sagt að hvaða samningur sem er dugi. Það sést greinilega á því að þingið hefur í tvígang hafnað samningnum sem ríkisstjórn May hefur gert við ESB með miklum mun. May hefur farið fram á þriðju atkvæðagreiðsluna um samning sinn í næstu viku til þess að freista þess að þurfa ekki að fresta útgöngu enn frekar. Þór Skýrandi The Times sagði að það yrði mikið verk fyrir stjórnina að ná meirihluta á bak við samninginn. Enn þarf að snúa á áttunda tug þingmanna Íhaldsflokksins, sem greiddu atkvæði gegn samningnum í vikunni, og þá þarf líka að snúa þingmönnum Lýðræðislega sambandsflokksins, norðurírska flokksins sem ver minnihlutastjórn Íhaldsflokksins vantrausti. Jeremy Corbyn, leiðtogi Verkamannaflokksins, sagði eftir atkvæðagreiðsluna í gær að May þyrfti nú að sætta sig við að hvorki samningur hennar né samningslaus útganga væru raunhæfir möguleikar í dag. Hann hvatti May til þess að leggja snarlega fram frumvarp um frestunina og sagði að Verkamannaflokkurinn hefði sjálfur áætlun í útgöngumálum. Corbyn er ekki sá eini sem er ósáttur við það hvernig May hefur haldið á spilunum. Donald Trump Bandaríkjaforseti, sem hefur áður lýst ánægju sinni með að Bretar ætli út úr ESB, sagðist í gær steinhissa á því hversu illa hefði gengið í viðræðum. Hann hefði tjáð May hugmyndir sínar um hvernig væri best að bera sig að í viðræðum en hún ekki hlustað.
Birtist í Fréttablaðinu Bretland Brexit Evrópusambandið Mest lesið Ikea sakað um grænþvott: „Slökkvið á myndavélunum“ Erlent Eiga yfir höfði sér dauðadóm fyrir að hylja ekki hár sitt Erlent Öskraði þegar hann var leiddur í dómsal Erlent Þau vilja taka við af Helga Grímssyni Innlent Reyndi að svipta sig lífi í varðhaldi Erlent Fimmtungur veitingastaða sem Efling sendi bréf hefur sagt sig úr SVEIT Innlent Mega hafa einn sundlaugarvörð á vakt í Vík í Mýrdal Innlent Verkefni næstu ríkisstjórnar flóknara en áður var útlit fyrir Innlent Daníel fær 24 ára dóm til viðbótar fyrir barnaníð Erlent Stærstu og umdeildustu sigrar ársins Innlent Fleiri fréttir Skrifaði um að drepa „baunateljara“ Daníel fær 24 ára dóm til viðbótar fyrir barnaníð Eldsprengjur GRU hefðu getað grandað flugvélum DHL Ikea sakað um grænþvott: „Slökkvið á myndavélunum“ Áratugi í fangelsi fyrir að ráðast á dómara Spá veikri og skammlífri „stelpu“ í Kyrrahafi Þingmaður myrtur í Mexíkó Reyndi að svipta sig lífi í varðhaldi Dómari stöðvar sölu Infowars til The Onion Eiga yfir höfði sér dauðadóm fyrir að hylja ekki hár sitt Boða tíma „stöðugleika og friðar“ Öskraði þegar hann var leiddur í dómsal Féll í gólfið í hádegispásu í þinghúsinu „Síðasta manneskjan sem mann myndi nokkurn tímann gruna“ Fórnarlömb „TikTok-mannsins“ skáluðu í kampavíni Varar Repúblikana við að standa í vegi hans og Trumps Draga tennurnar úr næstu ríkisstjórn Sýrlands Öngþveiti við „sláturhús“ Assads Forseti Brasilíu á gjörgæslu eftir heilaaðgerð Ákærður fyrir morð í New York Netanjahú ber vitni í spillingarmáli sínu Nóbelsverðlaunahafar mótmæla útnefningu Kennedy Fær ekki að breyta skilmálum fjölskyldusjóðsins Erlend ríki keppast við að tryggja hagsmuni sína í Sýrlandi Þetta er maðurinn sem er grunaður um launmorðið Í skýrslutöku í tengslum við morðið í New York Norski hryðjuverkamaðurinn telur brotið á sér í fangelsi Myrtu fleiri en hundrað meintar nornir og galdrakarla Handtóku vopnaðan málaliðahóp í Rúmeníu Vörpuðu sprengjum á hergögn og efnavopn í Sýrlandi Sjá meira