Óþægilegt að vita af vinkonu á vettvangi árásarinnar í Utrecht Kristín Ólafsdóttir skrifar 18. mars 2019 12:18 Guðrún Þorsteinsdóttir stundar nám við Háskólann í Utrecht. Hún er búsett skammt frá torginu þar sem árásin var gerð í morgun. Mynd/Aðsend Íslenskur námsmáður í hollensku borginni Utrecht, þar sem gerð var mannskæð skotárás í sporvagni í morgun, segir óþægilegt að vita af því að vinkona hennar hafi verið á vettvangi árásarinnar í morgun. Utrecht sé jafnframt afar friðsæl borg og því hafi fréttir af árásinni komið á óvart. Árásarmaður hóf skothríð um klukkan 9:45 að íslenskum tíma, eða 10:45 að hollenskum tíma, í morgun. Þegar þetta er ritað er minnst einn sagður hafa látist í árásinni og sex eru særðir. Guðrún Þorsteinsdóttir stundar nám við Háskólann í Utrecht. Hún er búsett í grennd við torgið þar sem árásin var gerð í morgun en var mætt í skólann þegar fréttastofa náði tali af henni fyrir hádegi. Guðrún segist hafa fengið litlar upplýsingar um árásina frá yfirvöldum framan af morgni en nú skömmu fyrir klukkan 12 að íslenskum tíma var skólanum lokað. „Búið að stigmagnast heldur núna, búið að loka öllum skólanum. Enginn kemst út eða inn,“ segir Guðrún.Frá vettvangi í Utrecht í morgun.EPA/EFEÓhugnanlegt að vita ekki neitt Þá segir hún það afar óþægilegt að vita til þess að árásin hafi verið gerð svo nærri heimili hennar. „Mjög óþægilegt. Vinkona mín var þarna í morgun og mér finnst það líka ótrúlega óþægilegt. Og það er ekki búið að ná þessum manni, eða mönnum, og það er líka mjög óhugnanlegt. Að vita ekki neitt.“ Aðspurð segir Guðrún Utrecht afar friðsæla borg. Það hafi því komið henni á óvart að frétta af árásinni innan borgarmarkanna. „Já, mjög friðsæl. Þetta er svona eins og lítil Amsterdam, mjög kósí og hugguleg borg. Mér finnst aldrei neitt gerast hérna, svo kemur þetta. Það kom mér mjög á óvart.“ Öryggisgæsla hefur verið aukin í Hollandi í kjölfar árásarinnar, til dæmis á flugvöllum og í skólum. Þá hefur mikill viðbúnaður lögreglu verið við torgið þar sem árásin var gerð en árásarmaðurinn er sagður hafa flúið vettvang á rauðum bíl. Holland Tengdar fréttir Minnst einn sagður látinn í skotárás í Hollandi Árásarmaðurinn er á flótta undan lögreglu og viðbúnaðarstig hefur verið aukið víða. 18. mars 2019 10:52 Mest lesið Eiga yfir höfði sér dauðadóm fyrir að hylja ekki hár sitt Erlent Öskraði þegar hann var leiddur í dómsal Erlent Reyndi að svipta sig lífi í varðhaldi Erlent Mega hafa einn sundlaugarvörð á vakt í Vík í Mýrdal Innlent Þau vilja taka við af Helga Grímssyni Innlent Fimmtungur veitingastaða sem Efling sendi bréf hefur sagt sig úr SVEIT Innlent Auglýstu á samfélagsmiðlum fyrir 45 milljónir Innlent Stærstu og umdeildustu sigrar ársins Innlent Boða tíma „stöðugleika og friðar“ Erlent Níræður maður og nýbakaður tvíburafaðir duttu í lukkupottinn Innlent Fleiri fréttir Þingmaður myrtur í Mexíkó Reyndi að svipta sig lífi í varðhaldi Dómari stöðvar sölu Infowars til The Onion Eiga yfir höfði sér dauðadóm fyrir að hylja ekki hár sitt Boða tíma „stöðugleika og friðar“ Öskraði þegar hann var leiddur í dómsal Féll í gólfið í hádegispásu í þinghúsinu „Síðasta manneskjan sem mann myndi nokkurn tímann gruna“ Fórnarlömb „TikTok-mannsins“ skáluðu í kampavíni Varar Repúblikana við að standa í vegi hans og Trumps Draga tennurnar úr næstu ríkisstjórn Sýrlands Öngþveiti við „sláturhús“ Assads Forseti Brasilíu á gjörgæslu eftir heilaaðgerð Ákærður fyrir morð í New York Netanjahú ber vitni í spillingarmáli sínu Nóbelsverðlaunahafar mótmæla útnefningu Kennedy Fær ekki að breyta skilmálum fjölskyldusjóðsins Erlend ríki keppast við að tryggja hagsmuni sína í Sýrlandi Þetta er maðurinn sem er grunaður um launmorðið Í skýrslutöku í tengslum við morðið í New York Norski hryðjuverkamaðurinn telur brotið á sér í fangelsi Myrtu fleiri en hundrað meintar nornir og galdrakarla Handtóku vopnaðan málaliðahóp í Rúmeníu Vörpuðu sprengjum á hergögn og efnavopn í Sýrlandi Með fingraför og lífsýni til rannsóknar Sýrlenska þjóðin á krossgötum: Hver er Abu Mohammed al-Jolani? Fyrsta árið sem fer yfir einnar og hálfrar gráðu múrinn Líklegasta kanslaraefnið heimsótti Kænugarð Hyggur á náðun uppreisnarseggja og afnám sjálfvirks ríkisborgararéttar Jay-Z kærður fyrir að nauðga þrettán ára stúlku Sjá meira
Íslenskur námsmáður í hollensku borginni Utrecht, þar sem gerð var mannskæð skotárás í sporvagni í morgun, segir óþægilegt að vita af því að vinkona hennar hafi verið á vettvangi árásarinnar í morgun. Utrecht sé jafnframt afar friðsæl borg og því hafi fréttir af árásinni komið á óvart. Árásarmaður hóf skothríð um klukkan 9:45 að íslenskum tíma, eða 10:45 að hollenskum tíma, í morgun. Þegar þetta er ritað er minnst einn sagður hafa látist í árásinni og sex eru særðir. Guðrún Þorsteinsdóttir stundar nám við Háskólann í Utrecht. Hún er búsett í grennd við torgið þar sem árásin var gerð í morgun en var mætt í skólann þegar fréttastofa náði tali af henni fyrir hádegi. Guðrún segist hafa fengið litlar upplýsingar um árásina frá yfirvöldum framan af morgni en nú skömmu fyrir klukkan 12 að íslenskum tíma var skólanum lokað. „Búið að stigmagnast heldur núna, búið að loka öllum skólanum. Enginn kemst út eða inn,“ segir Guðrún.Frá vettvangi í Utrecht í morgun.EPA/EFEÓhugnanlegt að vita ekki neitt Þá segir hún það afar óþægilegt að vita til þess að árásin hafi verið gerð svo nærri heimili hennar. „Mjög óþægilegt. Vinkona mín var þarna í morgun og mér finnst það líka ótrúlega óþægilegt. Og það er ekki búið að ná þessum manni, eða mönnum, og það er líka mjög óhugnanlegt. Að vita ekki neitt.“ Aðspurð segir Guðrún Utrecht afar friðsæla borg. Það hafi því komið henni á óvart að frétta af árásinni innan borgarmarkanna. „Já, mjög friðsæl. Þetta er svona eins og lítil Amsterdam, mjög kósí og hugguleg borg. Mér finnst aldrei neitt gerast hérna, svo kemur þetta. Það kom mér mjög á óvart.“ Öryggisgæsla hefur verið aukin í Hollandi í kjölfar árásarinnar, til dæmis á flugvöllum og í skólum. Þá hefur mikill viðbúnaður lögreglu verið við torgið þar sem árásin var gerð en árásarmaðurinn er sagður hafa flúið vettvang á rauðum bíl.
Holland Tengdar fréttir Minnst einn sagður látinn í skotárás í Hollandi Árásarmaðurinn er á flótta undan lögreglu og viðbúnaðarstig hefur verið aukið víða. 18. mars 2019 10:52 Mest lesið Eiga yfir höfði sér dauðadóm fyrir að hylja ekki hár sitt Erlent Öskraði þegar hann var leiddur í dómsal Erlent Reyndi að svipta sig lífi í varðhaldi Erlent Mega hafa einn sundlaugarvörð á vakt í Vík í Mýrdal Innlent Þau vilja taka við af Helga Grímssyni Innlent Fimmtungur veitingastaða sem Efling sendi bréf hefur sagt sig úr SVEIT Innlent Auglýstu á samfélagsmiðlum fyrir 45 milljónir Innlent Stærstu og umdeildustu sigrar ársins Innlent Boða tíma „stöðugleika og friðar“ Erlent Níræður maður og nýbakaður tvíburafaðir duttu í lukkupottinn Innlent Fleiri fréttir Þingmaður myrtur í Mexíkó Reyndi að svipta sig lífi í varðhaldi Dómari stöðvar sölu Infowars til The Onion Eiga yfir höfði sér dauðadóm fyrir að hylja ekki hár sitt Boða tíma „stöðugleika og friðar“ Öskraði þegar hann var leiddur í dómsal Féll í gólfið í hádegispásu í þinghúsinu „Síðasta manneskjan sem mann myndi nokkurn tímann gruna“ Fórnarlömb „TikTok-mannsins“ skáluðu í kampavíni Varar Repúblikana við að standa í vegi hans og Trumps Draga tennurnar úr næstu ríkisstjórn Sýrlands Öngþveiti við „sláturhús“ Assads Forseti Brasilíu á gjörgæslu eftir heilaaðgerð Ákærður fyrir morð í New York Netanjahú ber vitni í spillingarmáli sínu Nóbelsverðlaunahafar mótmæla útnefningu Kennedy Fær ekki að breyta skilmálum fjölskyldusjóðsins Erlend ríki keppast við að tryggja hagsmuni sína í Sýrlandi Þetta er maðurinn sem er grunaður um launmorðið Í skýrslutöku í tengslum við morðið í New York Norski hryðjuverkamaðurinn telur brotið á sér í fangelsi Myrtu fleiri en hundrað meintar nornir og galdrakarla Handtóku vopnaðan málaliðahóp í Rúmeníu Vörpuðu sprengjum á hergögn og efnavopn í Sýrlandi Með fingraför og lífsýni til rannsóknar Sýrlenska þjóðin á krossgötum: Hver er Abu Mohammed al-Jolani? Fyrsta árið sem fer yfir einnar og hálfrar gráðu múrinn Líklegasta kanslaraefnið heimsótti Kænugarð Hyggur á náðun uppreisnarseggja og afnám sjálfvirks ríkisborgararéttar Jay-Z kærður fyrir að nauðga þrettán ára stúlku Sjá meira
Minnst einn sagður látinn í skotárás í Hollandi Árásarmaðurinn er á flótta undan lögreglu og viðbúnaðarstig hefur verið aukið víða. 18. mars 2019 10:52