Finnst atriði Hatara „frekar misheppnað“ Sylvía Hall skrifar 4. mars 2019 23:53 Magnea telur atriðið missa marks með þátttöku í keppninni sjálfri. Skjáskot/RÚV Magnea Marinósdóttir alþjóðastjórnmálafræðingur segir sumt í atriði Hatara vera á gráu svæði og telur sniðgöngu hafa verið sterkara val. Hún nefnir fasískar tilvísanir í atriði Hatara og segir þær geta vakið upp neikvæðar tilfinningar þar sem þær jaðri við að vera áminning um helförina. Þetta kom fram í Kastljósi í kvöld. Magnea bjó og starfaði í Jerúsalem um árabil og því vel kunnug ástandinu þar. Hún ræddi þátttöku Íslands og atriði Hatara ásamt Felix Bergssyni, fararstjóra íslenska hópsins, í þætti kvöldsins. Hún sagði atriðið jaðra við að vera ósmekklegt og tók undir grein Nínu Hjálmarsdóttur í Stundinni þar sem hún segir það hafa verið betra ef Friðrik Ómar hefði farið út fyrir Íslands hönd og „sungið um hyldýpi ástarinnar eins og ekkert sé“. Það hefði verið ákjósanlegri kostur en atriði Hatara.Sjá einnig: Gjörningur Hatara lagðist misvel í fólk og vinkona þeirra gagnrýnir þá harðlega „Ég á erfitt með að sjá húmorinn í þessu þannig ég veit ekki, Palestínumenn og Ísraelsmenn eru eins ólíkir og við þannig að ég á erfitt með að skilja þetta. Svo eru kannski einhverjir aðrir sem finnst þetta kannski bara sniðugt. Það gæti vel verið einhverjir Palestínumenn sjái pólitísk skilaboð í þessu,“ segir Magnea. Hún segir það þó langsótt. „Þetta er orðið langsótt, þetta er á íslensku, þú veist ekki. Það er verið að rífa upp gömul sár með svona táknmyndum sem að á Íslandi er enginn að tengja við en geta valdið gífurlega miklum hugrenningatengslum og jafnvel tilfinningalegum sárum í þessu viðkvæma samhengi Ísraels.“Hatari eftir sigurinn.Mynd/RÚVÓbein þátttaka í mannréttindabrotum með þátttöku í keppninni Aðspurð hver munurinn sé á þátttöku Íslands nú og árið 1999 þegar keppnin fór fram í Jerúsalem segir Magnea tíðarandann hafa breyst gríðarlega og nefnir að sniðgönguhreyfingin, BDS, hafi fyrst komið fram árið 2005. Nú sé erfiðara fyrir Ísrael að neita fyrir mannréttindabrot eftir tilkomu samfélagsmiðla þar sem yfirleitt er hægt að færa sönnur fyrir þeim fullyrðingum. Þá telur Magnea sniðgöngu hafa verið ákjósanlegasta kostinn í stöðunni þar sem það er bæði sterkasta vopnið og jafnframt það friðsælasta. „Þetta missir marks um leið og þú ert farinn að taka þátt. Það á eftir að koma í ljós hvað þeir gera, það á eftir að koma í ljós hversu hugrakki þeir verða. Þú þarft að vera svolítið hugrakkur, ef þú smánar með einhverjum hætti ríki Ísraels eða gerir eitthvað sem þeim er ekki þóknanlegt þá færðu ekkert að snúa til baka. Þú verður „persona non grata“ næstu tíu árin,“ segir Magnea. Eftir dvöl sína á svæðinu segir hún ástandið mun verra en hún hefði sjálf getað ímyndað sér og vísaði í orð Fedu Nasser, sendiherra og varafastafulltrúa Palestínu hjá Sameinuðu Þjóðunum um að það sé ekki hægt að láta eins og hernámið sé sjálfsagður hlutur. Það hafi staðið yfir í fimmtíu ár og ástandið aðeins færst til hins verra. Með þátttökunni sé Ísland í raun þátttakandi í mannréttindabrotum. „Mér finnst ríki sem eru fulltrúar lýðræðis og mannréttinda í raun vera þátttakendur í mannréttindabrotum með því að taka þátt í Eurovision í Ísrael. Það er mín skoðun eftir að hafa verið þarna í fjögur ár.“Athugasemd. Magnea var fyrir mistök kynnt til leiks í Kastljósi sem starfsmaður forsætisráðuneytisins. Hún var hins vegar ekki gestur í þættinum sem slíkur heldur sem alþjóðastjórnmálafræðingur. Eurovision Ísrael Palestína Tengdar fréttir Hatari varaðir við að hafa uppi pólitískan áróður í Tel Aviv Veruleg heift meðal margra í Ísrael vegna fordæmingu Hatara á framferði Ísraelsmanna í garð Palestínu. 4. mars 2019 09:34 Telur að geti brugðið til beggja vona hjá Hatara Þetta var bara ógeðslega gaman, segir Jóhanna Guðrún Jónsdóttir sem óhætt er að segja að hafi blómstrað á sviði Laugardalshallar á úrslitum Söngvakeppninnar á laugardagskvöldið. 4. mars 2019 15:00 Hatari settur í „fjölmiðlafrí“ Hatari mætti ekki í Kastljós í kvöld líkt og sigurvegarar fyrri ára hafa hingað til gert. 4. mars 2019 22:22 Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Innlent Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Innlent Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Innlent Verði að virða það sem þjóðin vilji Innlent Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Innlent Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Innlent Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Innlent Fréttin öll Innlent Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Innlent Fleiri fréttir Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Afturkalla átta friðlýsingar Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Valkyrjustjórn, afkomukvíði og jóladans í beinni Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Hitasveifla upp á 23 gráður á innan við sólarhring Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Bæjarstjóraskipti á áætlun í Hafnarfirði Gleðitár á hvarmi Fúsa við verðlaunaafhendingu Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Hámarksbið eftir barnabótum verður fjórir mánuðir Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Blandar sér í baráttuna um rektorinn Ragnar Þór hættur hjá VR og Halla tekin við „Fullkomlega galin“ fjárhagsleg ákvörðun að vera rithöfundur á Íslandi Fréttin öll Sigríður Júlía verður bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar „Ég er bara bjartsýnn“ Kristrún fær umboðið og boðar Ingu og Þorgerði á sinn fund Verði að virða það sem þjóðin vilji Umsóknir enn til meðferðar „á faglegum grunni“ Framlengir fjöldaflóttavernd enn frekar Telja sig hvorki geta hafnað né samþykkt ósk um endurtalningu Að starfa með Sjálfstæðisflokknum eins og að sænga hjá ísbirni Grunaður morðingi áfram bak við lás og slá Allir flokkar innan frávika í könnunum nema Flokkur fólksins Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Sjá meira
Magnea Marinósdóttir alþjóðastjórnmálafræðingur segir sumt í atriði Hatara vera á gráu svæði og telur sniðgöngu hafa verið sterkara val. Hún nefnir fasískar tilvísanir í atriði Hatara og segir þær geta vakið upp neikvæðar tilfinningar þar sem þær jaðri við að vera áminning um helförina. Þetta kom fram í Kastljósi í kvöld. Magnea bjó og starfaði í Jerúsalem um árabil og því vel kunnug ástandinu þar. Hún ræddi þátttöku Íslands og atriði Hatara ásamt Felix Bergssyni, fararstjóra íslenska hópsins, í þætti kvöldsins. Hún sagði atriðið jaðra við að vera ósmekklegt og tók undir grein Nínu Hjálmarsdóttur í Stundinni þar sem hún segir það hafa verið betra ef Friðrik Ómar hefði farið út fyrir Íslands hönd og „sungið um hyldýpi ástarinnar eins og ekkert sé“. Það hefði verið ákjósanlegri kostur en atriði Hatara.Sjá einnig: Gjörningur Hatara lagðist misvel í fólk og vinkona þeirra gagnrýnir þá harðlega „Ég á erfitt með að sjá húmorinn í þessu þannig ég veit ekki, Palestínumenn og Ísraelsmenn eru eins ólíkir og við þannig að ég á erfitt með að skilja þetta. Svo eru kannski einhverjir aðrir sem finnst þetta kannski bara sniðugt. Það gæti vel verið einhverjir Palestínumenn sjái pólitísk skilaboð í þessu,“ segir Magnea. Hún segir það þó langsótt. „Þetta er orðið langsótt, þetta er á íslensku, þú veist ekki. Það er verið að rífa upp gömul sár með svona táknmyndum sem að á Íslandi er enginn að tengja við en geta valdið gífurlega miklum hugrenningatengslum og jafnvel tilfinningalegum sárum í þessu viðkvæma samhengi Ísraels.“Hatari eftir sigurinn.Mynd/RÚVÓbein þátttaka í mannréttindabrotum með þátttöku í keppninni Aðspurð hver munurinn sé á þátttöku Íslands nú og árið 1999 þegar keppnin fór fram í Jerúsalem segir Magnea tíðarandann hafa breyst gríðarlega og nefnir að sniðgönguhreyfingin, BDS, hafi fyrst komið fram árið 2005. Nú sé erfiðara fyrir Ísrael að neita fyrir mannréttindabrot eftir tilkomu samfélagsmiðla þar sem yfirleitt er hægt að færa sönnur fyrir þeim fullyrðingum. Þá telur Magnea sniðgöngu hafa verið ákjósanlegasta kostinn í stöðunni þar sem það er bæði sterkasta vopnið og jafnframt það friðsælasta. „Þetta missir marks um leið og þú ert farinn að taka þátt. Það á eftir að koma í ljós hvað þeir gera, það á eftir að koma í ljós hversu hugrakki þeir verða. Þú þarft að vera svolítið hugrakkur, ef þú smánar með einhverjum hætti ríki Ísraels eða gerir eitthvað sem þeim er ekki þóknanlegt þá færðu ekkert að snúa til baka. Þú verður „persona non grata“ næstu tíu árin,“ segir Magnea. Eftir dvöl sína á svæðinu segir hún ástandið mun verra en hún hefði sjálf getað ímyndað sér og vísaði í orð Fedu Nasser, sendiherra og varafastafulltrúa Palestínu hjá Sameinuðu Þjóðunum um að það sé ekki hægt að láta eins og hernámið sé sjálfsagður hlutur. Það hafi staðið yfir í fimmtíu ár og ástandið aðeins færst til hins verra. Með þátttökunni sé Ísland í raun þátttakandi í mannréttindabrotum. „Mér finnst ríki sem eru fulltrúar lýðræðis og mannréttinda í raun vera þátttakendur í mannréttindabrotum með því að taka þátt í Eurovision í Ísrael. Það er mín skoðun eftir að hafa verið þarna í fjögur ár.“Athugasemd. Magnea var fyrir mistök kynnt til leiks í Kastljósi sem starfsmaður forsætisráðuneytisins. Hún var hins vegar ekki gestur í þættinum sem slíkur heldur sem alþjóðastjórnmálafræðingur.
Eurovision Ísrael Palestína Tengdar fréttir Hatari varaðir við að hafa uppi pólitískan áróður í Tel Aviv Veruleg heift meðal margra í Ísrael vegna fordæmingu Hatara á framferði Ísraelsmanna í garð Palestínu. 4. mars 2019 09:34 Telur að geti brugðið til beggja vona hjá Hatara Þetta var bara ógeðslega gaman, segir Jóhanna Guðrún Jónsdóttir sem óhætt er að segja að hafi blómstrað á sviði Laugardalshallar á úrslitum Söngvakeppninnar á laugardagskvöldið. 4. mars 2019 15:00 Hatari settur í „fjölmiðlafrí“ Hatari mætti ekki í Kastljós í kvöld líkt og sigurvegarar fyrri ára hafa hingað til gert. 4. mars 2019 22:22 Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Innlent Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Innlent Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Innlent Verði að virða það sem þjóðin vilji Innlent Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Innlent Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Innlent Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Innlent Fréttin öll Innlent Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Innlent Fleiri fréttir Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Afturkalla átta friðlýsingar Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Valkyrjustjórn, afkomukvíði og jóladans í beinni Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Hitasveifla upp á 23 gráður á innan við sólarhring Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Bæjarstjóraskipti á áætlun í Hafnarfirði Gleðitár á hvarmi Fúsa við verðlaunaafhendingu Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Hámarksbið eftir barnabótum verður fjórir mánuðir Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Blandar sér í baráttuna um rektorinn Ragnar Þór hættur hjá VR og Halla tekin við „Fullkomlega galin“ fjárhagsleg ákvörðun að vera rithöfundur á Íslandi Fréttin öll Sigríður Júlía verður bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar „Ég er bara bjartsýnn“ Kristrún fær umboðið og boðar Ingu og Þorgerði á sinn fund Verði að virða það sem þjóðin vilji Umsóknir enn til meðferðar „á faglegum grunni“ Framlengir fjöldaflóttavernd enn frekar Telja sig hvorki geta hafnað né samþykkt ósk um endurtalningu Að starfa með Sjálfstæðisflokknum eins og að sænga hjá ísbirni Grunaður morðingi áfram bak við lás og slá Allir flokkar innan frávika í könnunum nema Flokkur fólksins Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Sjá meira
Hatari varaðir við að hafa uppi pólitískan áróður í Tel Aviv Veruleg heift meðal margra í Ísrael vegna fordæmingu Hatara á framferði Ísraelsmanna í garð Palestínu. 4. mars 2019 09:34
Telur að geti brugðið til beggja vona hjá Hatara Þetta var bara ógeðslega gaman, segir Jóhanna Guðrún Jónsdóttir sem óhætt er að segja að hafi blómstrað á sviði Laugardalshallar á úrslitum Söngvakeppninnar á laugardagskvöldið. 4. mars 2019 15:00
Hatari settur í „fjölmiðlafrí“ Hatari mætti ekki í Kastljós í kvöld líkt og sigurvegarar fyrri ára hafa hingað til gert. 4. mars 2019 22:22