Lífskjarabati síðustu ár með fádæmum - árangur Þjóðarsáttarinnar Kristinn H. Gunnarsson skrifar 15. febrúar 2019 14:17 Eftir mesta efnahagslega hrun á Íslandi í langan tíma með gjaldþroti viðskiptabankanna í október 2008 hefur komið eitt allra mesta framfaraskeið lýðveldistímans. Kjarasamningarnir á vordögum 2014 voru áhyggjuefni þar sem almennir kauptaxtar voru hækkaðir um liðlega 30% á samningstímanum sem var innan við þrjú ár. Við venjulegar aðstæður í hvaða þjóðfélagi sem er hefðu þessar launahækkanir leitt af sér verðbólgu til þess að lækka launin aftur. Það gerðist ekki. Happdrættisvinningur þjóðfélagsins var sprenging í ferðamannastraum til landsins. Frá 2014 til 2017 þrefaldaðist fjöldi erlendra ferðamanna fór úr 780 þúsund manns í 2,2 milljónir. Þessu fylgdu nýjar tekjur inn í þjóðarbúið upp á um það bil 200 milljarða króna á ári. Þessum tekjur hefur verið dreift um þjóðfélagið og þær hafa gert það að verkum að það var til fyrir kauphækkunum þegar til kom. Það varð ekki verðbólga, enda var innistæða fyrir útgjöldunum. Þvert á móti gengi íslensku krónunnar hefur staðið sterkt þessi ár, sem er kjarabót fyrir almennt launafólk.25% kaupmáttaraukning frá 2014 til 2017 Opinberar tölur Hagstofunnar sýna að kaupmáttur launa óx um 25% á þessum árum. Það er fáheyrð raunhækkun launa á aðeins þremur árum. Breytingin frá minnsta kaupmætti launa eftir hrun, sem var á árinu 2010, hefur verið enn meiri. Sú hækkun er hvorki meira né minna en 40%. Hagstofan birtir líka samantekt um launin í raunverulegum tölum. heildarlaun fullvinnandi launamanna voru 706 þúsund krónur á mánuði á árinu 2017 og höfðu hækkað um 25% frá 2014. Hækkunin er 142 þúsund krónur á mánuði eða 1,7 milljón kr á ári. Það eru meiri peningar til ráðstöfunar sem því nemur fyrir hvern fullvinnandi. Tölur yfir annað en heildarlaun fullvinnandi sýna svipaða þróun. Grunnlaun hækkuðu líka um 25% og eins grunnlaun þeirra sem eru í hlutastarfi. Það bendir ekki til ójafnrar dreifingar hins efnahagslega ávinnings.72% kaupmáttaraukning frá 1989 Ef litið er yfir lengra tímabil þá má lesa það úr gögnum Hagstofunnar að kaupmátturinn hafi vaxið um 72% frá 1989 til 2017. Þá voru meðallaunin 706 þúsund krónur á mánuði. Raunaukingin frá 1989 nema 300 þúsund króna á mánuði af þessum 706 þúsund kr. Þetta er mikil breyting á 28 árum. Lífskjörin hafa batnað sem þessu nemur. Það má vel færa rök fyrir því að yfir starfsævi manns sem spannar 40 ár megi vænta þess að verðmæti launanna sé í lok starfsævinnar tvöfalt meira en við upphaf. Það þýðir einfaldlega að launamaðurinn getur veitt sér meira sem því nemur hvort heldur það er í stærð og íburði húsnæðis, bíls eða ferðalaga.Jöfnuður helst og lægst lágtekjuhlutfall Meðaltal gefur góða mynd af heildarbreytingunni en ekki endilega af dreifingunni. Þess vegna þarf að skoða fleiri stærðir. Hagstofan greinir þetta og niðurstaðan er að hækkunin er nokkuð jöfn yfir tekjuhópana. Þannig hækka heildarlaun þeirra 25% sem hafa lægstu launin ívið meira en þeirra 25% sem hafa hæstu launin. Með öðrum orðum jöfnuðurinn hefur haldist og eilítið minnkað. Gögn Hagstofunnar um þróun á dreifingu tekna sýna að jöfnuður teknanna 2016 er meiri en var 2010. Tölur fyrir 2017 liggja ekki fyrir. Þau gögn sýna líka að jöfnuðurinn 2016 er meiri á Íslandi en á öðrum Norðurlöndum og reyndar mestur meðal Evrópuríkja. Þá eru til upplýsingar um lágtekjuhlutfall. Það er hlutfall fólk sem er undir lágtekjumörkum, en þau eru skilgreind sem 60% af miðgildi ráðstöfunartekna. Það hefur lækkað á Íslandi. Var 9,8% árið 2010 í botni efnahagsáfallsins eftir hrunið, lækkaði í 7,9% árið 2014 og var 8,8% árið 2016. Þetta er langlægsta hlutfallið á Norðurlöndum. Hlutfallið fyrir Evrópusambandslöndin er 17,3% árið 2016.Raunvextir lækka um 70% Eitt sem ræður miklu um lífskjörin er verðið fyrir lánsfé. Raunvextir voru 10% á níunda áratugnum en eru nú komnir niður undir 3% og reyndar er hægt að fá lífeyrissjóðslán með vöxtum undir 3%. Þetta hefur bætt lífskjör launamannsins ótrúlega mikið á þessum 30 árum. Þeir sem þurftu að reyna 25% kaupmáttarskerðingu árið 1983 á eigin skinni muna enn eftir 10% raunvöxtunum, sem engin afsláttur var gefinn af.Áfram á sömu braut Framundan eru kjarasamningar sem marka stefnuna næstu árin. Það sem helst á að hafa í huga er að kaupmáttur er almennt hár, dreifing tekna er með því besta í Evrópu og framfarir í lífskjörum síðustu 30 ár, frá tímamótasamningunum 1990, Þjóðarsáttinni, er einsdæmi í sögu þjóðarinnar. Vissulega er margt sem þarf að færa til betra vegar og dæmi um græðgi og óhóf valda ólgu í þjóðfélaginu. Því þarf að bregðast við en varast að spilla þeim árangri sem náðst hefur. Það gagnast engum og allra síst launafólki.Kristinn H. Gunnarsson Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kjaramál Kristinn H. Gunnarsson Mest lesið Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun Kosningasigur fyrir dýravernd Árni Stefán Árnason Skoðun Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Halldór 30.11.2024 Halldór Skoðun Skoðun Kosningasigur fyrir dýravernd Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir skrifar Skoðun Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Snúum samfélagi af rangri leið Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar Skoðun Samvinna er leiðin til hagsældar Lilja Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Skrópað á Alþingi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange,Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Það er komið að þér Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Í dag kýs ég Sjálfstæðisflokkinn Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Við þurfum Grím á þing Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Sjá meira
Eftir mesta efnahagslega hrun á Íslandi í langan tíma með gjaldþroti viðskiptabankanna í október 2008 hefur komið eitt allra mesta framfaraskeið lýðveldistímans. Kjarasamningarnir á vordögum 2014 voru áhyggjuefni þar sem almennir kauptaxtar voru hækkaðir um liðlega 30% á samningstímanum sem var innan við þrjú ár. Við venjulegar aðstæður í hvaða þjóðfélagi sem er hefðu þessar launahækkanir leitt af sér verðbólgu til þess að lækka launin aftur. Það gerðist ekki. Happdrættisvinningur þjóðfélagsins var sprenging í ferðamannastraum til landsins. Frá 2014 til 2017 þrefaldaðist fjöldi erlendra ferðamanna fór úr 780 þúsund manns í 2,2 milljónir. Þessu fylgdu nýjar tekjur inn í þjóðarbúið upp á um það bil 200 milljarða króna á ári. Þessum tekjur hefur verið dreift um þjóðfélagið og þær hafa gert það að verkum að það var til fyrir kauphækkunum þegar til kom. Það varð ekki verðbólga, enda var innistæða fyrir útgjöldunum. Þvert á móti gengi íslensku krónunnar hefur staðið sterkt þessi ár, sem er kjarabót fyrir almennt launafólk.25% kaupmáttaraukning frá 2014 til 2017 Opinberar tölur Hagstofunnar sýna að kaupmáttur launa óx um 25% á þessum árum. Það er fáheyrð raunhækkun launa á aðeins þremur árum. Breytingin frá minnsta kaupmætti launa eftir hrun, sem var á árinu 2010, hefur verið enn meiri. Sú hækkun er hvorki meira né minna en 40%. Hagstofan birtir líka samantekt um launin í raunverulegum tölum. heildarlaun fullvinnandi launamanna voru 706 þúsund krónur á mánuði á árinu 2017 og höfðu hækkað um 25% frá 2014. Hækkunin er 142 þúsund krónur á mánuði eða 1,7 milljón kr á ári. Það eru meiri peningar til ráðstöfunar sem því nemur fyrir hvern fullvinnandi. Tölur yfir annað en heildarlaun fullvinnandi sýna svipaða þróun. Grunnlaun hækkuðu líka um 25% og eins grunnlaun þeirra sem eru í hlutastarfi. Það bendir ekki til ójafnrar dreifingar hins efnahagslega ávinnings.72% kaupmáttaraukning frá 1989 Ef litið er yfir lengra tímabil þá má lesa það úr gögnum Hagstofunnar að kaupmátturinn hafi vaxið um 72% frá 1989 til 2017. Þá voru meðallaunin 706 þúsund krónur á mánuði. Raunaukingin frá 1989 nema 300 þúsund króna á mánuði af þessum 706 þúsund kr. Þetta er mikil breyting á 28 árum. Lífskjörin hafa batnað sem þessu nemur. Það má vel færa rök fyrir því að yfir starfsævi manns sem spannar 40 ár megi vænta þess að verðmæti launanna sé í lok starfsævinnar tvöfalt meira en við upphaf. Það þýðir einfaldlega að launamaðurinn getur veitt sér meira sem því nemur hvort heldur það er í stærð og íburði húsnæðis, bíls eða ferðalaga.Jöfnuður helst og lægst lágtekjuhlutfall Meðaltal gefur góða mynd af heildarbreytingunni en ekki endilega af dreifingunni. Þess vegna þarf að skoða fleiri stærðir. Hagstofan greinir þetta og niðurstaðan er að hækkunin er nokkuð jöfn yfir tekjuhópana. Þannig hækka heildarlaun þeirra 25% sem hafa lægstu launin ívið meira en þeirra 25% sem hafa hæstu launin. Með öðrum orðum jöfnuðurinn hefur haldist og eilítið minnkað. Gögn Hagstofunnar um þróun á dreifingu tekna sýna að jöfnuður teknanna 2016 er meiri en var 2010. Tölur fyrir 2017 liggja ekki fyrir. Þau gögn sýna líka að jöfnuðurinn 2016 er meiri á Íslandi en á öðrum Norðurlöndum og reyndar mestur meðal Evrópuríkja. Þá eru til upplýsingar um lágtekjuhlutfall. Það er hlutfall fólk sem er undir lágtekjumörkum, en þau eru skilgreind sem 60% af miðgildi ráðstöfunartekna. Það hefur lækkað á Íslandi. Var 9,8% árið 2010 í botni efnahagsáfallsins eftir hrunið, lækkaði í 7,9% árið 2014 og var 8,8% árið 2016. Þetta er langlægsta hlutfallið á Norðurlöndum. Hlutfallið fyrir Evrópusambandslöndin er 17,3% árið 2016.Raunvextir lækka um 70% Eitt sem ræður miklu um lífskjörin er verðið fyrir lánsfé. Raunvextir voru 10% á níunda áratugnum en eru nú komnir niður undir 3% og reyndar er hægt að fá lífeyrissjóðslán með vöxtum undir 3%. Þetta hefur bætt lífskjör launamannsins ótrúlega mikið á þessum 30 árum. Þeir sem þurftu að reyna 25% kaupmáttarskerðingu árið 1983 á eigin skinni muna enn eftir 10% raunvöxtunum, sem engin afsláttur var gefinn af.Áfram á sömu braut Framundan eru kjarasamningar sem marka stefnuna næstu árin. Það sem helst á að hafa í huga er að kaupmáttur er almennt hár, dreifing tekna er með því besta í Evrópu og framfarir í lífskjörum síðustu 30 ár, frá tímamótasamningunum 1990, Þjóðarsáttinni, er einsdæmi í sögu þjóðarinnar. Vissulega er margt sem þarf að færa til betra vegar og dæmi um græðgi og óhóf valda ólgu í þjóðfélaginu. Því þarf að bregðast við en varast að spilla þeim árangri sem náðst hefur. Það gagnast engum og allra síst launafólki.Kristinn H. Gunnarsson
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun