Leituðu í Rangá að manni sem var saknað eftir þorrablót Birgir Olgeirsson skrifar 17. febrúar 2019 10:45 Bátar voru settir á flot til að leita í Rangá en maðurinn skilaði sér kaldur og hrakinn heim um klukkustund eftir að útkallið barst. Vísir/Vilhelm Björgunarsveitarmenn af mest öllu Suðurlandi voru boðaðir út til leitar vegna manns sem var saknað eftir þorrablót á Hellu. Afar slæmt veður var á svæðinu, skafrenningur og kuldi, og var óttast um afdrif mannsins. Var þar á meðal óttast að hann hefði mögulega fallið í Ytri-Rangá sem rennur með fram bænum. Davíð Már Bjarnason, upplýsingafulltrúi Slysavarnafélagsins Landsbjargar, segir tugi björgunarsveitarmanna hafa verið boðað út í Árnessýslu og af mest öllu Suðurlandi. Voru bátar settir á flot til að leita í ánni þegar mest var. Útkallið barst rétt fyrir klukkan fjögur í nótt en til allrar hamingju skilaði maðurinn sér heim rétt fyrir klukkan fimm í nótt en var þá afar kaldur og hrakinn. Þorrablótið fór fram í íþróttahúsinu á Hellu.Loftmynd af Hellu.LoftmyndirRétt fyrir miðnætti barst útkall vegna vélarvana báts sem var fastur í innsiglingunni á Rifi en skipstjórinn náði að losa bátinn áður en hjálp barst. Um miðnætti lýsti Vegagerðin yfir óvissustigi á Hellisheiði og Þrengslum. Voru björgunarsveitarmenn boðaðir út til að manna lokunarpósta á heiðinni og til að aðstoða fólk sem sat fast í bílum á Hellisheiðinni. Ferja þurfti fólkið af heiðinni og bílarnir skildir eftir en björgunarsveitarmenn þurftu að færa þá af veginum svo snjómoksturstæki gætu mokað veginn. Stóðu björgunarsveitarmennirnir við lokanir á Hellisheiði til klukkan níu í morgun. Nóttin endaði svo á útkalli björgunarsveitarmanna á Austurlandi vegna fólks sem sat fast í bíl í Vatnsskarði við Borgarfjörð eystra í frekar vondu veðri. Fóru björgunarsveitarmenn á vettvang og björguðu fólkinu úr þessum aðstæðum. Björgunarsveitir Rangárþing ytra Þorrablót Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Innlent Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Innlent Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Innlent Verði að virða það sem þjóðin vilji Innlent Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Innlent Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Innlent Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Innlent Fréttin öll Innlent Telja sig hvorki geta hafnað né samþykkt ósk um endurtalningu Innlent Fleiri fréttir Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Afturkalla átta friðlýsingar Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Valkyrjustjórn, afkomukvíði og jóladans í beinni Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Hitasveifla upp á 23 gráður á innan við sólarhring Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Bæjarstjóraskipti á áætlun í Hafnarfirði Gleðitár á hvarmi Fúsa við verðlaunaafhendingu Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Hámarksbið eftir barnabótum verður fjórir mánuðir Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Blandar sér í baráttuna um rektorinn Ragnar Þór hættur hjá VR og Halla tekin við „Fullkomlega galin“ fjárhagsleg ákvörðun að vera rithöfundur á Íslandi Fréttin öll Sigríður Júlía verður bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar „Ég er bara bjartsýnn“ Kristrún fær umboðið og boðar Ingu og Þorgerði á sinn fund Verði að virða það sem þjóðin vilji Umsóknir enn til meðferðar „á faglegum grunni“ Framlengir fjöldaflóttavernd enn frekar Telja sig hvorki geta hafnað né samþykkt ósk um endurtalningu Að starfa með Sjálfstæðisflokknum eins og að sænga hjá ísbirni Grunaður morðingi áfram bak við lás og slá Allir flokkar innan frávika í könnunum nema Flokkur fólksins Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Sjá meira
Björgunarsveitarmenn af mest öllu Suðurlandi voru boðaðir út til leitar vegna manns sem var saknað eftir þorrablót á Hellu. Afar slæmt veður var á svæðinu, skafrenningur og kuldi, og var óttast um afdrif mannsins. Var þar á meðal óttast að hann hefði mögulega fallið í Ytri-Rangá sem rennur með fram bænum. Davíð Már Bjarnason, upplýsingafulltrúi Slysavarnafélagsins Landsbjargar, segir tugi björgunarsveitarmanna hafa verið boðað út í Árnessýslu og af mest öllu Suðurlandi. Voru bátar settir á flot til að leita í ánni þegar mest var. Útkallið barst rétt fyrir klukkan fjögur í nótt en til allrar hamingju skilaði maðurinn sér heim rétt fyrir klukkan fimm í nótt en var þá afar kaldur og hrakinn. Þorrablótið fór fram í íþróttahúsinu á Hellu.Loftmynd af Hellu.LoftmyndirRétt fyrir miðnætti barst útkall vegna vélarvana báts sem var fastur í innsiglingunni á Rifi en skipstjórinn náði að losa bátinn áður en hjálp barst. Um miðnætti lýsti Vegagerðin yfir óvissustigi á Hellisheiði og Þrengslum. Voru björgunarsveitarmenn boðaðir út til að manna lokunarpósta á heiðinni og til að aðstoða fólk sem sat fast í bílum á Hellisheiðinni. Ferja þurfti fólkið af heiðinni og bílarnir skildir eftir en björgunarsveitarmenn þurftu að færa þá af veginum svo snjómoksturstæki gætu mokað veginn. Stóðu björgunarsveitarmennirnir við lokanir á Hellisheiði til klukkan níu í morgun. Nóttin endaði svo á útkalli björgunarsveitarmanna á Austurlandi vegna fólks sem sat fast í bíl í Vatnsskarði við Borgarfjörð eystra í frekar vondu veðri. Fóru björgunarsveitarmenn á vettvang og björguðu fólkinu úr þessum aðstæðum.
Björgunarsveitir Rangárþing ytra Þorrablót Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Innlent Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Innlent Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Innlent Verði að virða það sem þjóðin vilji Innlent Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Innlent Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Innlent Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Innlent Fréttin öll Innlent Telja sig hvorki geta hafnað né samþykkt ósk um endurtalningu Innlent Fleiri fréttir Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Afturkalla átta friðlýsingar Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Valkyrjustjórn, afkomukvíði og jóladans í beinni Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Hitasveifla upp á 23 gráður á innan við sólarhring Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Bæjarstjóraskipti á áætlun í Hafnarfirði Gleðitár á hvarmi Fúsa við verðlaunaafhendingu Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Hámarksbið eftir barnabótum verður fjórir mánuðir Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Blandar sér í baráttuna um rektorinn Ragnar Þór hættur hjá VR og Halla tekin við „Fullkomlega galin“ fjárhagsleg ákvörðun að vera rithöfundur á Íslandi Fréttin öll Sigríður Júlía verður bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar „Ég er bara bjartsýnn“ Kristrún fær umboðið og boðar Ingu og Þorgerði á sinn fund Verði að virða það sem þjóðin vilji Umsóknir enn til meðferðar „á faglegum grunni“ Framlengir fjöldaflóttavernd enn frekar Telja sig hvorki geta hafnað né samþykkt ósk um endurtalningu Að starfa með Sjálfstæðisflokknum eins og að sænga hjá ísbirni Grunaður morðingi áfram bak við lás og slá Allir flokkar innan frávika í könnunum nema Flokkur fólksins Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Sjá meira