Drottningin biðlar til Breta um að finna „sameiginlega leið“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 25. janúar 2019 10:35 Svo virðist sem Brexit hafi hreyft við Elísabetu II Englandsdrottningu. vísir/getty Elísabet II Englandsdrottning hefur biðlað til þjóðar sinnar um að virða ólík sjónarmið og að finna „sameiginlega leið.“ Stjórnmálaskýrendur segja hana vísa til umræðunnar um Brexit með ummælum sínum en drottningin lét þessi orð falla á 100 ára afmælisfögnuði félagasamtaka kvenna í Sandringham. „Að leggja áherslu á þolinmæði, vináttu, sterkt samfélag og að huga að þörfum annarra er eins mikilvægt í dag og það var þegar samtökin voru stofnuð fyrir öllum þessum árum. Að sjálfsögðu glímir hver kynslóð við sínar áskoranir og tækifæri. En á sama tíma og við leitum að svörum í nútímanum þá kýs ég þær leiðir sem hafa reynst vel, eins og að tala vel um aðra og að virða ólík sjónarmið; að sameinast um að finna sameiginlega leið og að missa aldrei sjónar á heildarmyndinni,“ sagði drottningin á afmælisfögnuðinum.Endurómur frá jólum Þessi orð hennar enduróma hátíðarávarp hennar til bresku þjóðarinnar um síðustu jól þar sem hún bað um að ágreiningurinn yrði lagður til hliðar. Þá, líkt og nú, voru stjórnmálaskýrendur á því að drottningin væri að vísa til Brexit en í síðustu viku hafnaði breska þingið útgöngusamningi sem ríkisstjórn Theresu May hafði náð við Evrópusambandið. Alls óljóst er því hvernig útgöngu Breta úr sambandinu verður háttað en stefnt er á að þingið greiði atkvæði um annan samning í næstu viku. Bretar eiga svo að ganga úr ESB þann 29. mars. Nicholas Witchell, fréttamaður BBC sem sérhæfir sig í fréttaflutningi af konungsfjölskyldunni, segir lítinn efa varðandi það að drottningin hafi verið að senda skilaboð. „Það er óhugsandi að þjóðhöfðingi myndi segja eitthvað í þessa átt án þess að það væri séð sem vísun í ástandið í stjórnmálum landsins,“ segir Witchell. Sem þjóðhöfðingi er drottningin hlutlaus þegar kemur að breskum stjórnmálum og tjáir sig vanalega ekki um umdeild málefni. Svo virðist sem að Brexit hafi þó hreyft við henni ef marka má orð hennar núna sem og um jólin. Bretland Brexit Evrópusambandið Kóngafólk Tengdar fréttir Þingforseti vekur aðdáun í Evrópu í miðju Brexit-ölduróti Eina röðin og reglan í breskum stjórnmálum um þessar mundir er sögð koma úr munni Johns Bercow, forseta þingsins, að mati evrópskra fjölmiðla. 17. janúar 2019 12:05 May leitar leiða til þess að losa um Brexit-hnútinn Theresa May, forsætisráðherra Breta, mun í dag kynna næstu skref varðandi Brexit eftir að breska þingið hafnaði útgöngusamningnum sem ríkisstjórn hennar og Evrópusambandið náðu samkomulagi um á síðasta ári. 21. janúar 2019 13:38 Besta leiðin til að koma í veg fyrir Brexit án samnings er að semja Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, kom fyrir fulltrúadeild Breska þingsins í dag og ræddi áform ríkisstjórnarinnar í Brexit málinu. 21. janúar 2019 19:33 Mest lesið Eiga yfir höfði sér dauðadóm fyrir að hylja ekki hár sitt Erlent Öskraði þegar hann var leiddur í dómsal Erlent Mega hafa einn sundlaugarvörð á vakt í Vík í Mýrdal Innlent Reyndi að hengja sig með nærfötunum sínum Erlent Auglýstu á samfélagsmiðlum fyrir 45 milljónir Innlent Stærstu og umdeildustu sigrar ársins Innlent Boða tíma „stöðugleika og friðar“ Erlent Níræður maður og nýbakaður tvíburafaðir duttu í lukkupottinn Innlent Innlendir framleiðendur stundi samkeppnishindranir Innlent Fimmtungur veitingastaða sem Efling sendi bréf hafa sagt sig úr SVEIT Innlent Fleiri fréttir Reyndi að hengja sig með nærfötunum sínum Dómari stöðvar sölu Infowars til The Onion Eiga yfir höfði sér dauðadóm fyrir að hylja ekki hár sitt Boða tíma „stöðugleika og friðar“ Öskraði þegar hann var leiddur í dómsal Féll í gólfið í hádegispásu í þinghúsinu „Síðasta manneskjan sem mann myndi nokkurn tímann gruna“ Fórnarlömb „TikTok-mannsins“ skáluðu í kampavíni Varar Repúblikana við að standa í vegi hans og Trumps Draga tennurnar úr næstu ríkisstjórn Sýrlands Öngþveiti við „sláturhús“ Assads Forseti Brasilíu á gjörgæslu eftir heilaaðgerð Ákærður fyrir morð í New York Netanjahú ber vitni í spillingarmáli sínu Nóbelsverðlaunahafar mótmæla útnefningu Kennedy Fær ekki að breyta skilmálum fjölskyldusjóðsins Erlend ríki keppast við að tryggja hagsmuni sína í Sýrlandi Þetta er maðurinn sem er grunaður um launmorðið Í skýrslutöku í tengslum við morðið í New York Norski hryðjuverkamaðurinn telur brotið á sér í fangelsi Myrtu fleiri en hundrað meintar nornir og galdrakarla Handtóku vopnaðan málaliðahóp í Rúmeníu Vörpuðu sprengjum á hergögn og efnavopn í Sýrlandi Með fingraför og lífsýni til rannsóknar Sýrlenska þjóðin á krossgötum: Hver er Abu Mohammed al-Jolani? Fyrsta árið sem fer yfir einnar og hálfrar gráðu múrinn Líklegasta kanslaraefnið heimsótti Kænugarð Hyggur á náðun uppreisnarseggja og afnám sjálfvirks ríkisborgararéttar Jay-Z kærður fyrir að nauðga þrettán ára stúlku Hver er Assad? Læknaneminn sem varð að einræðisherra Sjá meira
Elísabet II Englandsdrottning hefur biðlað til þjóðar sinnar um að virða ólík sjónarmið og að finna „sameiginlega leið.“ Stjórnmálaskýrendur segja hana vísa til umræðunnar um Brexit með ummælum sínum en drottningin lét þessi orð falla á 100 ára afmælisfögnuði félagasamtaka kvenna í Sandringham. „Að leggja áherslu á þolinmæði, vináttu, sterkt samfélag og að huga að þörfum annarra er eins mikilvægt í dag og það var þegar samtökin voru stofnuð fyrir öllum þessum árum. Að sjálfsögðu glímir hver kynslóð við sínar áskoranir og tækifæri. En á sama tíma og við leitum að svörum í nútímanum þá kýs ég þær leiðir sem hafa reynst vel, eins og að tala vel um aðra og að virða ólík sjónarmið; að sameinast um að finna sameiginlega leið og að missa aldrei sjónar á heildarmyndinni,“ sagði drottningin á afmælisfögnuðinum.Endurómur frá jólum Þessi orð hennar enduróma hátíðarávarp hennar til bresku þjóðarinnar um síðustu jól þar sem hún bað um að ágreiningurinn yrði lagður til hliðar. Þá, líkt og nú, voru stjórnmálaskýrendur á því að drottningin væri að vísa til Brexit en í síðustu viku hafnaði breska þingið útgöngusamningi sem ríkisstjórn Theresu May hafði náð við Evrópusambandið. Alls óljóst er því hvernig útgöngu Breta úr sambandinu verður háttað en stefnt er á að þingið greiði atkvæði um annan samning í næstu viku. Bretar eiga svo að ganga úr ESB þann 29. mars. Nicholas Witchell, fréttamaður BBC sem sérhæfir sig í fréttaflutningi af konungsfjölskyldunni, segir lítinn efa varðandi það að drottningin hafi verið að senda skilaboð. „Það er óhugsandi að þjóðhöfðingi myndi segja eitthvað í þessa átt án þess að það væri séð sem vísun í ástandið í stjórnmálum landsins,“ segir Witchell. Sem þjóðhöfðingi er drottningin hlutlaus þegar kemur að breskum stjórnmálum og tjáir sig vanalega ekki um umdeild málefni. Svo virðist sem að Brexit hafi þó hreyft við henni ef marka má orð hennar núna sem og um jólin.
Bretland Brexit Evrópusambandið Kóngafólk Tengdar fréttir Þingforseti vekur aðdáun í Evrópu í miðju Brexit-ölduróti Eina röðin og reglan í breskum stjórnmálum um þessar mundir er sögð koma úr munni Johns Bercow, forseta þingsins, að mati evrópskra fjölmiðla. 17. janúar 2019 12:05 May leitar leiða til þess að losa um Brexit-hnútinn Theresa May, forsætisráðherra Breta, mun í dag kynna næstu skref varðandi Brexit eftir að breska þingið hafnaði útgöngusamningnum sem ríkisstjórn hennar og Evrópusambandið náðu samkomulagi um á síðasta ári. 21. janúar 2019 13:38 Besta leiðin til að koma í veg fyrir Brexit án samnings er að semja Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, kom fyrir fulltrúadeild Breska þingsins í dag og ræddi áform ríkisstjórnarinnar í Brexit málinu. 21. janúar 2019 19:33 Mest lesið Eiga yfir höfði sér dauðadóm fyrir að hylja ekki hár sitt Erlent Öskraði þegar hann var leiddur í dómsal Erlent Mega hafa einn sundlaugarvörð á vakt í Vík í Mýrdal Innlent Reyndi að hengja sig með nærfötunum sínum Erlent Auglýstu á samfélagsmiðlum fyrir 45 milljónir Innlent Stærstu og umdeildustu sigrar ársins Innlent Boða tíma „stöðugleika og friðar“ Erlent Níræður maður og nýbakaður tvíburafaðir duttu í lukkupottinn Innlent Innlendir framleiðendur stundi samkeppnishindranir Innlent Fimmtungur veitingastaða sem Efling sendi bréf hafa sagt sig úr SVEIT Innlent Fleiri fréttir Reyndi að hengja sig með nærfötunum sínum Dómari stöðvar sölu Infowars til The Onion Eiga yfir höfði sér dauðadóm fyrir að hylja ekki hár sitt Boða tíma „stöðugleika og friðar“ Öskraði þegar hann var leiddur í dómsal Féll í gólfið í hádegispásu í þinghúsinu „Síðasta manneskjan sem mann myndi nokkurn tímann gruna“ Fórnarlömb „TikTok-mannsins“ skáluðu í kampavíni Varar Repúblikana við að standa í vegi hans og Trumps Draga tennurnar úr næstu ríkisstjórn Sýrlands Öngþveiti við „sláturhús“ Assads Forseti Brasilíu á gjörgæslu eftir heilaaðgerð Ákærður fyrir morð í New York Netanjahú ber vitni í spillingarmáli sínu Nóbelsverðlaunahafar mótmæla útnefningu Kennedy Fær ekki að breyta skilmálum fjölskyldusjóðsins Erlend ríki keppast við að tryggja hagsmuni sína í Sýrlandi Þetta er maðurinn sem er grunaður um launmorðið Í skýrslutöku í tengslum við morðið í New York Norski hryðjuverkamaðurinn telur brotið á sér í fangelsi Myrtu fleiri en hundrað meintar nornir og galdrakarla Handtóku vopnaðan málaliðahóp í Rúmeníu Vörpuðu sprengjum á hergögn og efnavopn í Sýrlandi Með fingraför og lífsýni til rannsóknar Sýrlenska þjóðin á krossgötum: Hver er Abu Mohammed al-Jolani? Fyrsta árið sem fer yfir einnar og hálfrar gráðu múrinn Líklegasta kanslaraefnið heimsótti Kænugarð Hyggur á náðun uppreisnarseggja og afnám sjálfvirks ríkisborgararéttar Jay-Z kærður fyrir að nauðga þrettán ára stúlku Hver er Assad? Læknaneminn sem varð að einræðisherra Sjá meira
Þingforseti vekur aðdáun í Evrópu í miðju Brexit-ölduróti Eina röðin og reglan í breskum stjórnmálum um þessar mundir er sögð koma úr munni Johns Bercow, forseta þingsins, að mati evrópskra fjölmiðla. 17. janúar 2019 12:05
May leitar leiða til þess að losa um Brexit-hnútinn Theresa May, forsætisráðherra Breta, mun í dag kynna næstu skref varðandi Brexit eftir að breska þingið hafnaði útgöngusamningnum sem ríkisstjórn hennar og Evrópusambandið náðu samkomulagi um á síðasta ári. 21. janúar 2019 13:38
Besta leiðin til að koma í veg fyrir Brexit án samnings er að semja Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, kom fyrir fulltrúadeild Breska þingsins í dag og ræddi áform ríkisstjórnarinnar í Brexit málinu. 21. janúar 2019 19:33