Pórósjenkó: Úkraína sæki um aðild að ESB árið 2024 Atli Ísleifsson skrifar 29. janúar 2019 13:47 Petró Pórósjenkó hefur gegnt embætti forseta Úkraínu frá árinu 2014. AP/Efrem Lukatsky Petró Pórósjenkó, forseti Úkraínu, tilkynnti í morgun að hann sækist eftir endurkjöri en forsetakosningar fara fram í landinu þann 31. mars. Forsetinn sagðist stefna að því að Úkraína muni sækja um aðild að ESB árið 2024, fari svo að hann verði endurkjörinn. Pórósjenkó tilkynnti um framboð sitt fyrir framan þúsundir stuðningsmanna í Kænugarði fyrr í dag. Súkkulaðimógúllinn Pórósjenkó tók við embætti forseta Úkraínu í kjölfar byltingarinnar 2014 þar sem Viktor Janúkóvitsj var hrakinn frá völdum. Lengi hefur legið fyrir að stjórnvöld í Úkraínu og Georgíu stefni að því að gerast aðilar að Evrópusambandinu. Þegar kemur að Úkraínu hafa fulltrúar ESB hins vegar sagt slíkt vera útilokað, verði ekki tekið betur á þeirri gríðarlegu spillingu sem ríkir í landinu. Pórósjenkó hefur sagt að sérstakur spillingardómstóll muni taka til starfa í landinu á næsta ári.Dvínandi vinsældir Nokkuð hefur dregið úr vinsældum Pórósjenkó meðal úkraínsku þjóðarinnar að undanförnu, meðal annars vegna tíðra spillingarmála og þar sem illa hefur gengið að binda enda á deiluna í austurhluta landsins þar sem aðskilnaðarsinnar hafa lýst yfir sjálfstæði. Alls hafa um 10 þúsund manns látið lífið í átökum þar síðustu árin. Júlía Tímósjenkó, fyrrverandi forsætisráðherra Úkraínu, hefur þegar tilkynnt um framboð sitt til forseta. Evrópusambandið Úkraína Mest lesið Eiga yfir höfði sér dauðadóm fyrir að hylja ekki hár sitt Erlent Öskraði þegar hann var leiddur í dómsal Erlent Mega hafa einn sundlaugarvörð á vakt í Vík í Mýrdal Innlent Reyndi að hengja sig með nærfötunum sínum Erlent Auglýstu á samfélagsmiðlum fyrir 45 milljónir Innlent Stærstu og umdeildustu sigrar ársins Innlent Boða tíma „stöðugleika og friðar“ Erlent Níræður maður og nýbakaður tvíburafaðir duttu í lukkupottinn Innlent Innlendir framleiðendur stundi samkeppnishindranir Innlent Fimmtungur veitingastaða sem Efling sendi bréf hafa sagt sig úr SVEIT Innlent Fleiri fréttir Reyndi að hengja sig með nærfötunum sínum Dómari stöðvar sölu Infowars til The Onion Eiga yfir höfði sér dauðadóm fyrir að hylja ekki hár sitt Boða tíma „stöðugleika og friðar“ Öskraði þegar hann var leiddur í dómsal Féll í gólfið í hádegispásu í þinghúsinu „Síðasta manneskjan sem mann myndi nokkurn tímann gruna“ Fórnarlömb „TikTok-mannsins“ skáluðu í kampavíni Varar Repúblikana við að standa í vegi hans og Trumps Draga tennurnar úr næstu ríkisstjórn Sýrlands Öngþveiti við „sláturhús“ Assads Forseti Brasilíu á gjörgæslu eftir heilaaðgerð Ákærður fyrir morð í New York Netanjahú ber vitni í spillingarmáli sínu Nóbelsverðlaunahafar mótmæla útnefningu Kennedy Fær ekki að breyta skilmálum fjölskyldusjóðsins Erlend ríki keppast við að tryggja hagsmuni sína í Sýrlandi Þetta er maðurinn sem er grunaður um launmorðið Í skýrslutöku í tengslum við morðið í New York Norski hryðjuverkamaðurinn telur brotið á sér í fangelsi Myrtu fleiri en hundrað meintar nornir og galdrakarla Handtóku vopnaðan málaliðahóp í Rúmeníu Vörpuðu sprengjum á hergögn og efnavopn í Sýrlandi Með fingraför og lífsýni til rannsóknar Sýrlenska þjóðin á krossgötum: Hver er Abu Mohammed al-Jolani? Fyrsta árið sem fer yfir einnar og hálfrar gráðu múrinn Líklegasta kanslaraefnið heimsótti Kænugarð Hyggur á náðun uppreisnarseggja og afnám sjálfvirks ríkisborgararéttar Jay-Z kærður fyrir að nauðga þrettán ára stúlku Hver er Assad? Læknaneminn sem varð að einræðisherra Sjá meira
Petró Pórósjenkó, forseti Úkraínu, tilkynnti í morgun að hann sækist eftir endurkjöri en forsetakosningar fara fram í landinu þann 31. mars. Forsetinn sagðist stefna að því að Úkraína muni sækja um aðild að ESB árið 2024, fari svo að hann verði endurkjörinn. Pórósjenkó tilkynnti um framboð sitt fyrir framan þúsundir stuðningsmanna í Kænugarði fyrr í dag. Súkkulaðimógúllinn Pórósjenkó tók við embætti forseta Úkraínu í kjölfar byltingarinnar 2014 þar sem Viktor Janúkóvitsj var hrakinn frá völdum. Lengi hefur legið fyrir að stjórnvöld í Úkraínu og Georgíu stefni að því að gerast aðilar að Evrópusambandinu. Þegar kemur að Úkraínu hafa fulltrúar ESB hins vegar sagt slíkt vera útilokað, verði ekki tekið betur á þeirri gríðarlegu spillingu sem ríkir í landinu. Pórósjenkó hefur sagt að sérstakur spillingardómstóll muni taka til starfa í landinu á næsta ári.Dvínandi vinsældir Nokkuð hefur dregið úr vinsældum Pórósjenkó meðal úkraínsku þjóðarinnar að undanförnu, meðal annars vegna tíðra spillingarmála og þar sem illa hefur gengið að binda enda á deiluna í austurhluta landsins þar sem aðskilnaðarsinnar hafa lýst yfir sjálfstæði. Alls hafa um 10 þúsund manns látið lífið í átökum þar síðustu árin. Júlía Tímósjenkó, fyrrverandi forsætisráðherra Úkraínu, hefur þegar tilkynnt um framboð sitt til forseta.
Evrópusambandið Úkraína Mest lesið Eiga yfir höfði sér dauðadóm fyrir að hylja ekki hár sitt Erlent Öskraði þegar hann var leiddur í dómsal Erlent Mega hafa einn sundlaugarvörð á vakt í Vík í Mýrdal Innlent Reyndi að hengja sig með nærfötunum sínum Erlent Auglýstu á samfélagsmiðlum fyrir 45 milljónir Innlent Stærstu og umdeildustu sigrar ársins Innlent Boða tíma „stöðugleika og friðar“ Erlent Níræður maður og nýbakaður tvíburafaðir duttu í lukkupottinn Innlent Innlendir framleiðendur stundi samkeppnishindranir Innlent Fimmtungur veitingastaða sem Efling sendi bréf hafa sagt sig úr SVEIT Innlent Fleiri fréttir Reyndi að hengja sig með nærfötunum sínum Dómari stöðvar sölu Infowars til The Onion Eiga yfir höfði sér dauðadóm fyrir að hylja ekki hár sitt Boða tíma „stöðugleika og friðar“ Öskraði þegar hann var leiddur í dómsal Féll í gólfið í hádegispásu í þinghúsinu „Síðasta manneskjan sem mann myndi nokkurn tímann gruna“ Fórnarlömb „TikTok-mannsins“ skáluðu í kampavíni Varar Repúblikana við að standa í vegi hans og Trumps Draga tennurnar úr næstu ríkisstjórn Sýrlands Öngþveiti við „sláturhús“ Assads Forseti Brasilíu á gjörgæslu eftir heilaaðgerð Ákærður fyrir morð í New York Netanjahú ber vitni í spillingarmáli sínu Nóbelsverðlaunahafar mótmæla útnefningu Kennedy Fær ekki að breyta skilmálum fjölskyldusjóðsins Erlend ríki keppast við að tryggja hagsmuni sína í Sýrlandi Þetta er maðurinn sem er grunaður um launmorðið Í skýrslutöku í tengslum við morðið í New York Norski hryðjuverkamaðurinn telur brotið á sér í fangelsi Myrtu fleiri en hundrað meintar nornir og galdrakarla Handtóku vopnaðan málaliðahóp í Rúmeníu Vörpuðu sprengjum á hergögn og efnavopn í Sýrlandi Með fingraför og lífsýni til rannsóknar Sýrlenska þjóðin á krossgötum: Hver er Abu Mohammed al-Jolani? Fyrsta árið sem fer yfir einnar og hálfrar gráðu múrinn Líklegasta kanslaraefnið heimsótti Kænugarð Hyggur á náðun uppreisnarseggja og afnám sjálfvirks ríkisborgararéttar Jay-Z kærður fyrir að nauðga þrettán ára stúlku Hver er Assad? Læknaneminn sem varð að einræðisherra Sjá meira