May fær umboð til að semja aftur við ESB sem virðist þó ekki vilja semja Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 29. janúar 2019 22:09 Theresa May á þingi í dag. AP/Jessica Taylor Meirihluti þingmanna breska þingsins samþykkti tillögu þess efnis að fella út svokallað „Backstop“ ákvæði úr úrsagnarsamningi Bretlands úr Evrópusambandinu. Theresa May hefur nú umboð til að semja á ný við ESB en forseti leiðtogaráðsins segir að ekki sé í boði að semja upp á nýtt. Alls fimmtán breytingartillögur við lagafrumvarp um útgöngusamning úr Evrópusambandinu voru til umræðu á breska þinginu í dag. Meðal tillagna var að hið svokallaða „Backstop“ ákvæði yrði fellt úr samningnum. Umrætt ákvæði um Backstop felur í sér áframhaldandi veru Bretlands í tollabandalagi ESB. Um eitt hundrað þingmenn Íhaldsflokksins kusu gegn úrsagnarsamningi May og fóru þannig gegn formanni eigin flokks vegna andstöðu við þetta ákvæði um veru Bretlands í tollabandalaginu eftir Brexit. „Backstop“ er í raun trygging fyrir því að landamærin við Írland verði eitt tollasvæði eftir útgönguna og verði í gildi þangað til að gengið hefur verið frá fríverslunarsamningi milli Bretlands og ESB eftir Brexit. Tillagan um að fella niður ákvæðið var samþykkt með sextán atkvæða meirihluta. May hvatti þingmenn til þess að styðja tillöguna svo hún fengi umboð til þess að hefja viðræður við ESB að nýju svo hægt væri að komast að niðurstöðu varðandi hið svokallaða „Backstop“ sem meirihluti þingmanna getur unað við. Aðeins örfáum mínútum eftir að tillagan var samþykkt gaf talsmaður Donald Tusk, forseta leiðtogaráðs ESB, út yfirlýsingu þess efnis að ESB myndi ekki samþykkja breytingar á útsagnarsamningnum sem þegar lægi fyrir. „Backstop er hluti af úrsagnarsamningnum og úrgöngusamningurinn er ekki endursemjanlegur,“ sagði í yfirlýsingunni. Hvatti Tusk May til þess að útskýra hver næstu skref yrðu af hennar hálfu og að ESB væri opið fyrir því að fresta formlegri útgöngu Bretlands úr ESB sem verður 29. mars. Bretland Brexit Evrópusambandið Tengdar fréttir Breska þingið fjallar um fimmtán breytingartillögur við Brexit-samning Fimmtán breytingartillögur við lagafrumvarp um útgöngusamning Theresu May, forsætisráðherra Bretlands, úr Evrópusambandinu verða til umræðu á breska þinginu í dag. Líkurnar á því að Bretar hætti í Evrópusambandinu án samnings eru taldar aukast á hverjum degi. 29. janúar 2019 12:30 Matvörukeðjur vara við tómum hillum eftir Brexit Spár bresku ríkisstjórnarinnar gera ráð fyrir að vöruflutningar um Ermarsund gætu dregist saman um 87% gangi Bretar úr Evrópusambandsins án samnings. 28. janúar 2019 13:22 Mest lesið Eiga yfir höfði sér dauðadóm fyrir að hylja ekki hár sitt Erlent Öskraði þegar hann var leiddur í dómsal Erlent Reyndi að hengja sig með nærfötunum sínum Erlent Mega hafa einn sundlaugarvörð á vakt í Vík í Mýrdal Innlent Auglýstu á samfélagsmiðlum fyrir 45 milljónir Innlent Stærstu og umdeildustu sigrar ársins Innlent Boða tíma „stöðugleika og friðar“ Erlent Fimmtungur veitingastaða sem Efling sendi bréf hafa sagt sig úr SVEIT Innlent Níræður maður og nýbakaður tvíburafaðir duttu í lukkupottinn Innlent Innlendir framleiðendur stundi samkeppnishindranir Innlent Fleiri fréttir Reyndi að hengja sig með nærfötunum sínum Dómari stöðvar sölu Infowars til The Onion Eiga yfir höfði sér dauðadóm fyrir að hylja ekki hár sitt Boða tíma „stöðugleika og friðar“ Öskraði þegar hann var leiddur í dómsal Féll í gólfið í hádegispásu í þinghúsinu „Síðasta manneskjan sem mann myndi nokkurn tímann gruna“ Fórnarlömb „TikTok-mannsins“ skáluðu í kampavíni Varar Repúblikana við að standa í vegi hans og Trumps Draga tennurnar úr næstu ríkisstjórn Sýrlands Öngþveiti við „sláturhús“ Assads Forseti Brasilíu á gjörgæslu eftir heilaaðgerð Ákærður fyrir morð í New York Netanjahú ber vitni í spillingarmáli sínu Nóbelsverðlaunahafar mótmæla útnefningu Kennedy Fær ekki að breyta skilmálum fjölskyldusjóðsins Erlend ríki keppast við að tryggja hagsmuni sína í Sýrlandi Þetta er maðurinn sem er grunaður um launmorðið Í skýrslutöku í tengslum við morðið í New York Norski hryðjuverkamaðurinn telur brotið á sér í fangelsi Myrtu fleiri en hundrað meintar nornir og galdrakarla Handtóku vopnaðan málaliðahóp í Rúmeníu Vörpuðu sprengjum á hergögn og efnavopn í Sýrlandi Með fingraför og lífsýni til rannsóknar Sýrlenska þjóðin á krossgötum: Hver er Abu Mohammed al-Jolani? Fyrsta árið sem fer yfir einnar og hálfrar gráðu múrinn Líklegasta kanslaraefnið heimsótti Kænugarð Hyggur á náðun uppreisnarseggja og afnám sjálfvirks ríkisborgararéttar Jay-Z kærður fyrir að nauðga þrettán ára stúlku Hver er Assad? Læknaneminn sem varð að einræðisherra Sjá meira
Meirihluti þingmanna breska þingsins samþykkti tillögu þess efnis að fella út svokallað „Backstop“ ákvæði úr úrsagnarsamningi Bretlands úr Evrópusambandinu. Theresa May hefur nú umboð til að semja á ný við ESB en forseti leiðtogaráðsins segir að ekki sé í boði að semja upp á nýtt. Alls fimmtán breytingartillögur við lagafrumvarp um útgöngusamning úr Evrópusambandinu voru til umræðu á breska þinginu í dag. Meðal tillagna var að hið svokallaða „Backstop“ ákvæði yrði fellt úr samningnum. Umrætt ákvæði um Backstop felur í sér áframhaldandi veru Bretlands í tollabandalagi ESB. Um eitt hundrað þingmenn Íhaldsflokksins kusu gegn úrsagnarsamningi May og fóru þannig gegn formanni eigin flokks vegna andstöðu við þetta ákvæði um veru Bretlands í tollabandalaginu eftir Brexit. „Backstop“ er í raun trygging fyrir því að landamærin við Írland verði eitt tollasvæði eftir útgönguna og verði í gildi þangað til að gengið hefur verið frá fríverslunarsamningi milli Bretlands og ESB eftir Brexit. Tillagan um að fella niður ákvæðið var samþykkt með sextán atkvæða meirihluta. May hvatti þingmenn til þess að styðja tillöguna svo hún fengi umboð til þess að hefja viðræður við ESB að nýju svo hægt væri að komast að niðurstöðu varðandi hið svokallaða „Backstop“ sem meirihluti þingmanna getur unað við. Aðeins örfáum mínútum eftir að tillagan var samþykkt gaf talsmaður Donald Tusk, forseta leiðtogaráðs ESB, út yfirlýsingu þess efnis að ESB myndi ekki samþykkja breytingar á útsagnarsamningnum sem þegar lægi fyrir. „Backstop er hluti af úrsagnarsamningnum og úrgöngusamningurinn er ekki endursemjanlegur,“ sagði í yfirlýsingunni. Hvatti Tusk May til þess að útskýra hver næstu skref yrðu af hennar hálfu og að ESB væri opið fyrir því að fresta formlegri útgöngu Bretlands úr ESB sem verður 29. mars.
Bretland Brexit Evrópusambandið Tengdar fréttir Breska þingið fjallar um fimmtán breytingartillögur við Brexit-samning Fimmtán breytingartillögur við lagafrumvarp um útgöngusamning Theresu May, forsætisráðherra Bretlands, úr Evrópusambandinu verða til umræðu á breska þinginu í dag. Líkurnar á því að Bretar hætti í Evrópusambandinu án samnings eru taldar aukast á hverjum degi. 29. janúar 2019 12:30 Matvörukeðjur vara við tómum hillum eftir Brexit Spár bresku ríkisstjórnarinnar gera ráð fyrir að vöruflutningar um Ermarsund gætu dregist saman um 87% gangi Bretar úr Evrópusambandsins án samnings. 28. janúar 2019 13:22 Mest lesið Eiga yfir höfði sér dauðadóm fyrir að hylja ekki hár sitt Erlent Öskraði þegar hann var leiddur í dómsal Erlent Reyndi að hengja sig með nærfötunum sínum Erlent Mega hafa einn sundlaugarvörð á vakt í Vík í Mýrdal Innlent Auglýstu á samfélagsmiðlum fyrir 45 milljónir Innlent Stærstu og umdeildustu sigrar ársins Innlent Boða tíma „stöðugleika og friðar“ Erlent Fimmtungur veitingastaða sem Efling sendi bréf hafa sagt sig úr SVEIT Innlent Níræður maður og nýbakaður tvíburafaðir duttu í lukkupottinn Innlent Innlendir framleiðendur stundi samkeppnishindranir Innlent Fleiri fréttir Reyndi að hengja sig með nærfötunum sínum Dómari stöðvar sölu Infowars til The Onion Eiga yfir höfði sér dauðadóm fyrir að hylja ekki hár sitt Boða tíma „stöðugleika og friðar“ Öskraði þegar hann var leiddur í dómsal Féll í gólfið í hádegispásu í þinghúsinu „Síðasta manneskjan sem mann myndi nokkurn tímann gruna“ Fórnarlömb „TikTok-mannsins“ skáluðu í kampavíni Varar Repúblikana við að standa í vegi hans og Trumps Draga tennurnar úr næstu ríkisstjórn Sýrlands Öngþveiti við „sláturhús“ Assads Forseti Brasilíu á gjörgæslu eftir heilaaðgerð Ákærður fyrir morð í New York Netanjahú ber vitni í spillingarmáli sínu Nóbelsverðlaunahafar mótmæla útnefningu Kennedy Fær ekki að breyta skilmálum fjölskyldusjóðsins Erlend ríki keppast við að tryggja hagsmuni sína í Sýrlandi Þetta er maðurinn sem er grunaður um launmorðið Í skýrslutöku í tengslum við morðið í New York Norski hryðjuverkamaðurinn telur brotið á sér í fangelsi Myrtu fleiri en hundrað meintar nornir og galdrakarla Handtóku vopnaðan málaliðahóp í Rúmeníu Vörpuðu sprengjum á hergögn og efnavopn í Sýrlandi Með fingraför og lífsýni til rannsóknar Sýrlenska þjóðin á krossgötum: Hver er Abu Mohammed al-Jolani? Fyrsta árið sem fer yfir einnar og hálfrar gráðu múrinn Líklegasta kanslaraefnið heimsótti Kænugarð Hyggur á náðun uppreisnarseggja og afnám sjálfvirks ríkisborgararéttar Jay-Z kærður fyrir að nauðga þrettán ára stúlku Hver er Assad? Læknaneminn sem varð að einræðisherra Sjá meira
Breska þingið fjallar um fimmtán breytingartillögur við Brexit-samning Fimmtán breytingartillögur við lagafrumvarp um útgöngusamning Theresu May, forsætisráðherra Bretlands, úr Evrópusambandinu verða til umræðu á breska þinginu í dag. Líkurnar á því að Bretar hætti í Evrópusambandinu án samnings eru taldar aukast á hverjum degi. 29. janúar 2019 12:30
Matvörukeðjur vara við tómum hillum eftir Brexit Spár bresku ríkisstjórnarinnar gera ráð fyrir að vöruflutningar um Ermarsund gætu dregist saman um 87% gangi Bretar úr Evrópusambandsins án samnings. 28. janúar 2019 13:22