Sérfræðingurinn: Slökkti sáttur á sjónvarpinu Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 11. janúar 2019 19:17 Arnar Freyr Arnarsson og Elvar Örn Jónsson í baráttunni við Domagoj Duvnjak í kvöld. Vísir/EPA Jóhann Gunnar Einarsson, sérfræðingur Stöðvar 2 Sports, var sáttur þrátt fyrir tap Íslands gegn Króatíu í fyrsta leik liðanna á HM 2019 í handbolta í kvöld. Króatar unnu leikinn, 31-27. „Þegar ég slökkti á sjónvarpinu þá var ég sáttur,“ sagði hann. „Það er kannski skrýtið eftir 4-5 marka tap en miðað við hvað þetta var langur kafli þar sem við spiluðum vel þá er ekki hægt að fara fram á mikið meira. Þetta landslið var óskrifað blað fyrir mótið og við vorum að spila við eitt besta lið heims.“ Íslendingar spiluðu vel á löngum köflum, eins og Jóhann Gunnar segir, en mistök í lok beggja hálfleikja reyndust okkar mönnum dýrkeypt. „Sérstaklega í lok leiksins. Þá kemur kannski þetta í ljós það sem hefur verið rætt fyrir mótið, að þetta er ungt lið. Elvar Örn og Ómar Ingi voru mikið að leita til Arons og bíða eftir að hann myndi klára þetta. Það var mikið undir og mikil pressa eftir jafnan leik og það vildi enginn vera í fyrirsögnunum um að hafa farið með leikinn.“ „Maður var fljótur að gleyma því að þetta væri ungt og reynslulítið lið, en það sást þó á lokakaflanum.“ Jóhann Gunnar hrósaði Elvari sérstaklega, hann var að spila sinn fyrsta leik á stórmóti. „Hann var frábær í leiknum. Það glöddust allir yfir hans frammistöðu - kannski fyrir utan Selfyssinga. Ef að Patrekur (Jóhannesson, verðandi þjálfari Skjern) tekur hann ekki með sér til Danmerkur þá eru örugglega mörg önnur lið sem hrifust af frammistöðunni hans í kvöld. Það gæti allt eins farið svo að Elvar verði sóttur í atvinnumennskuna strax í janúar, miðað við þessa frammistöðu.“ Að sama skapi náði Ómar Ingi Magnússon ekki að sýna sitt rétta andlit á hægri vænginum. „Hann þarf að taka meira til sín en hann gerði. Hann hefur verið frábær í Danmörku en náði ekki að gefa stoðsendingu í þessum leik.“ Framliggjandi íslensk vörn erfiðJóhann Gunnar Einarsson.Leikstjórnandinn Luka Cindric var lykilmaður í sóknarleik Króatíu að mati Jóhanns Gunnars og íslenska vörnin réði ekki við hann. „Þetta er einn fljótasti miðjumaður í boltanum í dag. Hann skoraði kannski ekki mikið en bjó til allt fyrir hægri væntinn, þar sem Luka Stepancic skoraði átta mörk. Íslenska vörnin spilaði framarlega í dag sem er sú vörn sem Gummi hefur verið að þróa. Hann hefur ekki haft mikinn tíma með þetta unga lið og gat því ekki búið til mörg varnarafbrigði til að grípa í í þessum aðstæðum.“ „Ólafur Gústafsson er ekki vanur því að spila svona framarlega með sínu félagsliði en hann lenti oft í erfiðri aðstöðu í þessum leik. Þetta var erfitt og ekki við hann að sakast í þessu.“ Markvarslan var kaflaskipt í kvöld. Björgvin Páll var lengi í gang en Ágúst Elí sýndi ágæt tilþrif þegar hann kom inn á í síðari hálfleik. „Þú þarft almennt ekki marga varða bolta til að hjálpa liðinu. Það er oft nóg að verja nokkra í röð eins og Ágúst gerði þegar hann kom inn á. Þá komst Ísland yfir. Bjöggi fann sig ekki í dag og er örugglega svekktur með það. Hann vildi svara gagnrýninni í dag.“ Aron frábærAron Pálmarsson tekur skot í kvöld.Vísir/EPAJóhann Gunnar er sáttur sem fyrr segir og bjartsýnni eftir leik en hann var fyrir leikinn. „Þetta var ekta króatískur seiglusigur og sjálfsagt sá Gummi möguleika á því að fá eitthvað úr þessum leik. Hann spilaði á fáum mönnum og gaf mikið púður í leikinn, sem mun ef til vill koma niður á leiknum gegn Spáni á sunnudag. Það virðist stefna í algeran úrslitaleik gegn Makedóníu um þriðja sætið í riðlinum eins og reiknað var með fyrir mótið.“ Hann hrósaði að lokum Aroni Pálmarssyni, fyrirliða íslenska liðsins í kvöld. Aron skoraði sjö mörk í tíu skotum og gaf fjölda stoðsendinga. „Alfreð Gíslason skoraði á Aron í viðtali við Vísi fyrir leik að skjóta mikið. Hann sýndi svo sannarlega að hann getur skotið. Hann kom að meira en helmingi marka íslenska liðsins og var einfaldlega frábær.“ HM 2019 í Frakklandi Tengdar fréttir Ólafur: Ef einhverjir voru búnir á því þá voru það þeir Ólafur Gústafsson, varnarmaður, fór yfir leikinn gegn Króötum. 11. janúar 2019 18:48 Arnór: Spiluðum frábæran handbolta á köflum Íslenska karlalandsliðið í handbolta tapaði með fjórum mörkum fyrir því króatíska í fyrsta leik á HM í dag. Arnór Þór Gunnarsson sagði liðið heilt yfir hafa spilað nokkuð vel þó úrslitin séu svekkjandi. 11. janúar 2019 18:53 Topparnir í tölfræðinni á móti Króatíu: Aron kom að átján mörkum í leiknum Vísir fer yfir þá leikmenn íslenska handboltalandsliðsins sem sköruðu fram úr í tölfræðinni í tapinu á móti Króatíu í kvöld. 11. janúar 2019 18:53 Guðmundur vonsvikinn með tapið en hrósar strákunum fyrir „framúrskarandi frammistöðu“ Stoltur af strákunum, segir landsliðsþjálfarinn. 11. janúar 2019 19:16 Elvar: Getum unnið hvaða lið sem er Elvar Örn Jónsson var frábær í sínum fyrsta leik á stórmóti með íslenska karlalandsliðinu í handbolta. Ísenska liðið tapaði með fjórum mörkum fyrir Króatíu. 11. janúar 2019 19:04 Leik lokið: Ísland - Króatía 27-31 | Jákvæð teikn á lofti í svekkjandi tapi Ísland tapaði fyrsta leik sínum á HM í handbolta í Þýskalandi í dag. Ungt lið strákanna okkar stóð sig vel á löngum köflum gegn sterku krótísku liði. 11. janúar 2019 18:30 Aron: Hef haft bullandi trú á þessu frá degi eitt Aron Pálmarson, fyrirliði Íslands, var sár og svektur eftir tapið gegn Króatíu í kvöld en sagðist vera stoltur af hópnum sem gaf Króötum ekkert eftir. 11. janúar 2019 19:00 Twitter eftir tapið gegn Króatíu: „Ef við spilum áfram svona vel þá þarf ekkert að breyta klukkunni“ Twitter var líflegur vettvangur í kvöld og margt skemmtilegt kom þar fram. 11. janúar 2019 18:44 Mest lesið Körfuboltakonan gnæfir yfir aðra leikmenn Körfubolti „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Íslenski boltinn Hesturinn losaði sig við knapann í kappreiðum og endaði niðri í bæ Sport Segir Þóri hafa verndað sig: „Verður ótrúlega sorglegt“ Handbolti Arne Slot var reiður eftir leikinn: Allt annað en ánægður Enski boltinn Eygló ætlar að losna við loddaralíðan á HM Sport Rio: Vonandi jafn vægðarlausir gagnvart leikmönnunum sem ekkert geta Enski boltinn Barcelona í kapphlaupi við tímann Fótbolti Time valdi Caitlin Clark Íþróttamann ársins Körfubolti Tryggði titilinn með marki beint úr aukaspyrnu Fótbolti Fleiri fréttir Segir Þóri hafa verndað sig: „Verður ótrúlega sorglegt“ Sænsku stelpurnar spila um fimmta sætið Heimsmeistararnir unnu heimakonur og sendu þær í leik á móti Noregi Greip gæsina en sökuð um óheiðarleika Stiven hafði betur gegn Orra í kvöld Dönsku stelpurnar tryggðu sér úrslitaleik á móti Hollandi FH og Valur fóru bæði í átta liða úrslitin Guðjón Valur búinn að fá nóg af svikahröppum Þórir og norsku stelpurnar komnar í undanúrslitin Hollensku stelpurnar skrefi nær undanúrslitunum Niðurbrotin en fær skyndilega að spila eftir skot í höfuð Markvörður Dags enn að jafna sig eftir árás liðsfélaga Gæti mætt Íslandi á HM: „Algjört æði“ Guðjón stýrði til sigurs en svekkjandi tap hjá lærisveinum Rúnars Elvar rekinn af velli er Melsungen endurheimti efsta sætið Guðmundur skákaði Arnóri Öruggt hjá Haukum og Stjörnunni Slæmt tap Svía Skildi ekki eftir eitt sekúndubrot á klukkunni Haukar mæta liði sem er á ókunnum slóðum Nýtt lið og ný íbúð með litla bróður: „Var svolítið þröngt með mig á sófanum“ Orri pottþéttur gegn Berlínarrefunum „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Stelpurnar hans Þóris unnu Dani Öruggt hjá FH og Fram en endurkoma hjá ÍR á Nesinu Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-25 | Mosfellingar unnu stórleikinn Arnar Birkir áfram heitur í öðrum sigri Amo í röð Haukur kom að níu mörkum gegn PSG Heimsmeistararnir tóku fram úr undir lokin Þýskaland áfram á flugi eftir sigurinn gegn Íslandi Sjá meira
Jóhann Gunnar Einarsson, sérfræðingur Stöðvar 2 Sports, var sáttur þrátt fyrir tap Íslands gegn Króatíu í fyrsta leik liðanna á HM 2019 í handbolta í kvöld. Króatar unnu leikinn, 31-27. „Þegar ég slökkti á sjónvarpinu þá var ég sáttur,“ sagði hann. „Það er kannski skrýtið eftir 4-5 marka tap en miðað við hvað þetta var langur kafli þar sem við spiluðum vel þá er ekki hægt að fara fram á mikið meira. Þetta landslið var óskrifað blað fyrir mótið og við vorum að spila við eitt besta lið heims.“ Íslendingar spiluðu vel á löngum köflum, eins og Jóhann Gunnar segir, en mistök í lok beggja hálfleikja reyndust okkar mönnum dýrkeypt. „Sérstaklega í lok leiksins. Þá kemur kannski þetta í ljós það sem hefur verið rætt fyrir mótið, að þetta er ungt lið. Elvar Örn og Ómar Ingi voru mikið að leita til Arons og bíða eftir að hann myndi klára þetta. Það var mikið undir og mikil pressa eftir jafnan leik og það vildi enginn vera í fyrirsögnunum um að hafa farið með leikinn.“ „Maður var fljótur að gleyma því að þetta væri ungt og reynslulítið lið, en það sást þó á lokakaflanum.“ Jóhann Gunnar hrósaði Elvari sérstaklega, hann var að spila sinn fyrsta leik á stórmóti. „Hann var frábær í leiknum. Það glöddust allir yfir hans frammistöðu - kannski fyrir utan Selfyssinga. Ef að Patrekur (Jóhannesson, verðandi þjálfari Skjern) tekur hann ekki með sér til Danmerkur þá eru örugglega mörg önnur lið sem hrifust af frammistöðunni hans í kvöld. Það gæti allt eins farið svo að Elvar verði sóttur í atvinnumennskuna strax í janúar, miðað við þessa frammistöðu.“ Að sama skapi náði Ómar Ingi Magnússon ekki að sýna sitt rétta andlit á hægri vænginum. „Hann þarf að taka meira til sín en hann gerði. Hann hefur verið frábær í Danmörku en náði ekki að gefa stoðsendingu í þessum leik.“ Framliggjandi íslensk vörn erfiðJóhann Gunnar Einarsson.Leikstjórnandinn Luka Cindric var lykilmaður í sóknarleik Króatíu að mati Jóhanns Gunnars og íslenska vörnin réði ekki við hann. „Þetta er einn fljótasti miðjumaður í boltanum í dag. Hann skoraði kannski ekki mikið en bjó til allt fyrir hægri væntinn, þar sem Luka Stepancic skoraði átta mörk. Íslenska vörnin spilaði framarlega í dag sem er sú vörn sem Gummi hefur verið að þróa. Hann hefur ekki haft mikinn tíma með þetta unga lið og gat því ekki búið til mörg varnarafbrigði til að grípa í í þessum aðstæðum.“ „Ólafur Gústafsson er ekki vanur því að spila svona framarlega með sínu félagsliði en hann lenti oft í erfiðri aðstöðu í þessum leik. Þetta var erfitt og ekki við hann að sakast í þessu.“ Markvarslan var kaflaskipt í kvöld. Björgvin Páll var lengi í gang en Ágúst Elí sýndi ágæt tilþrif þegar hann kom inn á í síðari hálfleik. „Þú þarft almennt ekki marga varða bolta til að hjálpa liðinu. Það er oft nóg að verja nokkra í röð eins og Ágúst gerði þegar hann kom inn á. Þá komst Ísland yfir. Bjöggi fann sig ekki í dag og er örugglega svekktur með það. Hann vildi svara gagnrýninni í dag.“ Aron frábærAron Pálmarsson tekur skot í kvöld.Vísir/EPAJóhann Gunnar er sáttur sem fyrr segir og bjartsýnni eftir leik en hann var fyrir leikinn. „Þetta var ekta króatískur seiglusigur og sjálfsagt sá Gummi möguleika á því að fá eitthvað úr þessum leik. Hann spilaði á fáum mönnum og gaf mikið púður í leikinn, sem mun ef til vill koma niður á leiknum gegn Spáni á sunnudag. Það virðist stefna í algeran úrslitaleik gegn Makedóníu um þriðja sætið í riðlinum eins og reiknað var með fyrir mótið.“ Hann hrósaði að lokum Aroni Pálmarssyni, fyrirliða íslenska liðsins í kvöld. Aron skoraði sjö mörk í tíu skotum og gaf fjölda stoðsendinga. „Alfreð Gíslason skoraði á Aron í viðtali við Vísi fyrir leik að skjóta mikið. Hann sýndi svo sannarlega að hann getur skotið. Hann kom að meira en helmingi marka íslenska liðsins og var einfaldlega frábær.“
HM 2019 í Frakklandi Tengdar fréttir Ólafur: Ef einhverjir voru búnir á því þá voru það þeir Ólafur Gústafsson, varnarmaður, fór yfir leikinn gegn Króötum. 11. janúar 2019 18:48 Arnór: Spiluðum frábæran handbolta á köflum Íslenska karlalandsliðið í handbolta tapaði með fjórum mörkum fyrir því króatíska í fyrsta leik á HM í dag. Arnór Þór Gunnarsson sagði liðið heilt yfir hafa spilað nokkuð vel þó úrslitin séu svekkjandi. 11. janúar 2019 18:53 Topparnir í tölfræðinni á móti Króatíu: Aron kom að átján mörkum í leiknum Vísir fer yfir þá leikmenn íslenska handboltalandsliðsins sem sköruðu fram úr í tölfræðinni í tapinu á móti Króatíu í kvöld. 11. janúar 2019 18:53 Guðmundur vonsvikinn með tapið en hrósar strákunum fyrir „framúrskarandi frammistöðu“ Stoltur af strákunum, segir landsliðsþjálfarinn. 11. janúar 2019 19:16 Elvar: Getum unnið hvaða lið sem er Elvar Örn Jónsson var frábær í sínum fyrsta leik á stórmóti með íslenska karlalandsliðinu í handbolta. Ísenska liðið tapaði með fjórum mörkum fyrir Króatíu. 11. janúar 2019 19:04 Leik lokið: Ísland - Króatía 27-31 | Jákvæð teikn á lofti í svekkjandi tapi Ísland tapaði fyrsta leik sínum á HM í handbolta í Þýskalandi í dag. Ungt lið strákanna okkar stóð sig vel á löngum köflum gegn sterku krótísku liði. 11. janúar 2019 18:30 Aron: Hef haft bullandi trú á þessu frá degi eitt Aron Pálmarson, fyrirliði Íslands, var sár og svektur eftir tapið gegn Króatíu í kvöld en sagðist vera stoltur af hópnum sem gaf Króötum ekkert eftir. 11. janúar 2019 19:00 Twitter eftir tapið gegn Króatíu: „Ef við spilum áfram svona vel þá þarf ekkert að breyta klukkunni“ Twitter var líflegur vettvangur í kvöld og margt skemmtilegt kom þar fram. 11. janúar 2019 18:44 Mest lesið Körfuboltakonan gnæfir yfir aðra leikmenn Körfubolti „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Íslenski boltinn Hesturinn losaði sig við knapann í kappreiðum og endaði niðri í bæ Sport Segir Þóri hafa verndað sig: „Verður ótrúlega sorglegt“ Handbolti Arne Slot var reiður eftir leikinn: Allt annað en ánægður Enski boltinn Eygló ætlar að losna við loddaralíðan á HM Sport Rio: Vonandi jafn vægðarlausir gagnvart leikmönnunum sem ekkert geta Enski boltinn Barcelona í kapphlaupi við tímann Fótbolti Time valdi Caitlin Clark Íþróttamann ársins Körfubolti Tryggði titilinn með marki beint úr aukaspyrnu Fótbolti Fleiri fréttir Segir Þóri hafa verndað sig: „Verður ótrúlega sorglegt“ Sænsku stelpurnar spila um fimmta sætið Heimsmeistararnir unnu heimakonur og sendu þær í leik á móti Noregi Greip gæsina en sökuð um óheiðarleika Stiven hafði betur gegn Orra í kvöld Dönsku stelpurnar tryggðu sér úrslitaleik á móti Hollandi FH og Valur fóru bæði í átta liða úrslitin Guðjón Valur búinn að fá nóg af svikahröppum Þórir og norsku stelpurnar komnar í undanúrslitin Hollensku stelpurnar skrefi nær undanúrslitunum Niðurbrotin en fær skyndilega að spila eftir skot í höfuð Markvörður Dags enn að jafna sig eftir árás liðsfélaga Gæti mætt Íslandi á HM: „Algjört æði“ Guðjón stýrði til sigurs en svekkjandi tap hjá lærisveinum Rúnars Elvar rekinn af velli er Melsungen endurheimti efsta sætið Guðmundur skákaði Arnóri Öruggt hjá Haukum og Stjörnunni Slæmt tap Svía Skildi ekki eftir eitt sekúndubrot á klukkunni Haukar mæta liði sem er á ókunnum slóðum Nýtt lið og ný íbúð með litla bróður: „Var svolítið þröngt með mig á sófanum“ Orri pottþéttur gegn Berlínarrefunum „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Stelpurnar hans Þóris unnu Dani Öruggt hjá FH og Fram en endurkoma hjá ÍR á Nesinu Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-25 | Mosfellingar unnu stórleikinn Arnar Birkir áfram heitur í öðrum sigri Amo í röð Haukur kom að níu mörkum gegn PSG Heimsmeistararnir tóku fram úr undir lokin Þýskaland áfram á flugi eftir sigurinn gegn Íslandi Sjá meira
Ólafur: Ef einhverjir voru búnir á því þá voru það þeir Ólafur Gústafsson, varnarmaður, fór yfir leikinn gegn Króötum. 11. janúar 2019 18:48
Arnór: Spiluðum frábæran handbolta á köflum Íslenska karlalandsliðið í handbolta tapaði með fjórum mörkum fyrir því króatíska í fyrsta leik á HM í dag. Arnór Þór Gunnarsson sagði liðið heilt yfir hafa spilað nokkuð vel þó úrslitin séu svekkjandi. 11. janúar 2019 18:53
Topparnir í tölfræðinni á móti Króatíu: Aron kom að átján mörkum í leiknum Vísir fer yfir þá leikmenn íslenska handboltalandsliðsins sem sköruðu fram úr í tölfræðinni í tapinu á móti Króatíu í kvöld. 11. janúar 2019 18:53
Guðmundur vonsvikinn með tapið en hrósar strákunum fyrir „framúrskarandi frammistöðu“ Stoltur af strákunum, segir landsliðsþjálfarinn. 11. janúar 2019 19:16
Elvar: Getum unnið hvaða lið sem er Elvar Örn Jónsson var frábær í sínum fyrsta leik á stórmóti með íslenska karlalandsliðinu í handbolta. Ísenska liðið tapaði með fjórum mörkum fyrir Króatíu. 11. janúar 2019 19:04
Leik lokið: Ísland - Króatía 27-31 | Jákvæð teikn á lofti í svekkjandi tapi Ísland tapaði fyrsta leik sínum á HM í handbolta í Þýskalandi í dag. Ungt lið strákanna okkar stóð sig vel á löngum köflum gegn sterku krótísku liði. 11. janúar 2019 18:30
Aron: Hef haft bullandi trú á þessu frá degi eitt Aron Pálmarson, fyrirliði Íslands, var sár og svektur eftir tapið gegn Króatíu í kvöld en sagðist vera stoltur af hópnum sem gaf Króötum ekkert eftir. 11. janúar 2019 19:00
Twitter eftir tapið gegn Króatíu: „Ef við spilum áfram svona vel þá þarf ekkert að breyta klukkunni“ Twitter var líflegur vettvangur í kvöld og margt skemmtilegt kom þar fram. 11. janúar 2019 18:44