Telja ráðherra vera vanhæfan og lögin andstæð stjórnarskrá Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 16. janúar 2019 06:15 Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegsráðherra mælti fyrir lagabreytingum vegna málsins 9. október. Þær voru samþykktar samdægurs. Fréttablaðið/Pjetur Fiskeldi Landeigendur, veiðirétthafar og náttúruverndarsamtök hafa stefnt íslenska ríkinu og laxeldisfyrirtækjunum Fjarðalaxi og Arctic Sea Farm og krefjast ógildingar á rekstrarleyfum sem sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra veitti þeim 5. nóvember síðastliðinn. Leyfin voru veitt á grundvelli lagasetningar sem samþykkt var á Alþingi í kjölfar þess að úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála felldi rekstrarleyfi fyrirtækjanna úr gildi síðastliðið haust. Héraðsdómur féllst á beiðni um að málið fái flýtimeðferð á mánudaginn. „Málsókn þessi lýtur að athöfn stjórnvalds og varðar stórfellda hagsmuni þeirra sem málið höfða. Fyrir liggur að starfsemi sú sem um ræðir kann í þessari mynd að valda verulegum og óafturkræfum skaða á vistkerfinu og það skiptir öllu máli að það njóti vafans. Þetta eru mikilsverðir og stjórnarskrárvarðir hagsmunir og niðurstaðan því sú að málið hljóti flýtimeðferð,“ segir Páll Rúnar M. Kristjánsson hæstaréttarlögmaður sem fer með málið af hálfu stefnenda. Páll segir málið bæði hafa almenna og sértæka þýðingu en í því reyni í fyrsta sinn á heimild sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra til að gefa út rekstrarleyfi til bráðabirgða á grundvelli lagabreytingar sem samþykkt var á Alþingi 9. október í haust. Í stefnu er meðal annars byggt á því að bráðabirgðaleyfin sem sjávarútvegsráðherra gaf út eftir lagabreytinguna hafi ekki uppfyllt lagaskilyrði og faglegt mat á skilyrðum til rekstrarleyfa hafi ekki farið fram áður en ráðherra gaf þau út. Einnig er á því byggt að ráðherra hafi verið vanhæfur við meðferð málsins enda hafi hann tekið eindregna afstöðu til málsins fyrirfram með því annars vegar að lýsa opinberlega afstöðu sinni til málsins og mæla fyrir lagabreytingum á Alþingi strax í kjölfarið sem veittu honum sjálfum heimild til að gefa út bráðabirgðaleyfi. Þá segir einnig að fyrirtækin hafi enn ekki uppfyllt þá skilmála sem settir voru fyrir bráðabirgðaleyfunum að þeim bæri þegar í stað að hefjast handa við að bæta úr þeim göllum sem úrskurðarnefndin taldi vera á málsmeðferð við útgáfu þeirra leyfa sem ógilt voru eða að öðrum kosti láti reyna á ógildingu úrskurðar nefndarinnar fyrir dómstólum. Það mál sem nú hefur verið höfðað verður þingfest 22. janúar. Birtist í Fréttablaðinu Fiskeldi Mest lesið Dómurinn sé vonbrigði og sendi röng skilaboð Innlent „Þetta er bara komið til að vera“ Innlent Bið eftir aðgerð vegna hálkuslyss óboðleg af hálfu kerfisins Innlent Tveir mánuðir fyrir brot gegn barni í búningsklefa Innlent Staðfesta dóm manns sem nauðgaði konu þremur dögum eftir afplánun Innlent Fyrrverandi þingmenn sækja um sendiherrastöðu Innlent Öllum starfsmönnum sagt upp og verkefnum úthýst til einkafyrirtækis Innlent Grautfúl að tapa forsetakosningunum Innlent Lögreglan lýsir eftir Áslaugu Innlent Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Innlent Fleiri fréttir „Þetta er bara komið til að vera“ Dómurinn sé vonbrigði og sendi röng skilaboð Tveir mánuðir fyrir brot gegn barni í búningsklefa Bið eftir aðgerð vegna hálkuslyss óboðleg af hálfu kerfisins Fyrrverandi þingmenn sækja um sendiherrastöðu Grautfúl að tapa forsetakosningunum Dynjandisheiði boðin út með verklokum haustið 2026 Segir fréttir af pólitísku andláti sínu stórlega ýktar Grautfúl eftir að hafa tapað forsetakosningum Staðfesta dóm manns sem nauðgaði konu þremur dögum eftir afplánun Lögreglumanni ekki gerð refsing átta árum eftir að hann réðst á fanga Lögreglan lýsir eftir Áslaugu Öllum starfsmönnum sagt upp og verkefnum úthýst til einkafyrirtækis Máli Sigurlínar á hendur Ríkisútvarpinu vísað frá Síðasti séns að senda inn tilnefningar til manns ársins Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Leggja til styttri tímafresti og minni flækjur í orkumálum Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Fá milljarða frá ESB til að tryggja vatnsgæði á Íslandi Vilja að lyfjafræðingar geti ávísað lyfjum og apótek verði fyrsti viðkomustaður Framkoma SVEIT sé „svívirðileg atlaga að réttindum launafólks“ Rekja bilanir á Víkurstreng til efnistöku úr ám Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Vongóð um að íslenskir læknar erlendis muni snúa heim Seinagangur hjá borginni að mati Umboðsmanns Yfir átján prósent íbúa á Íslandi eru innflytjendur Fækkar í þjóðkirkjunni en Siðmennt bætir mest við sig Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Þingflokkar funda hver í sínu lagi Upplýst um leyndarmálið á bak við pönnukökurnar Sjá meira
Fiskeldi Landeigendur, veiðirétthafar og náttúruverndarsamtök hafa stefnt íslenska ríkinu og laxeldisfyrirtækjunum Fjarðalaxi og Arctic Sea Farm og krefjast ógildingar á rekstrarleyfum sem sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra veitti þeim 5. nóvember síðastliðinn. Leyfin voru veitt á grundvelli lagasetningar sem samþykkt var á Alþingi í kjölfar þess að úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála felldi rekstrarleyfi fyrirtækjanna úr gildi síðastliðið haust. Héraðsdómur féllst á beiðni um að málið fái flýtimeðferð á mánudaginn. „Málsókn þessi lýtur að athöfn stjórnvalds og varðar stórfellda hagsmuni þeirra sem málið höfða. Fyrir liggur að starfsemi sú sem um ræðir kann í þessari mynd að valda verulegum og óafturkræfum skaða á vistkerfinu og það skiptir öllu máli að það njóti vafans. Þetta eru mikilsverðir og stjórnarskrárvarðir hagsmunir og niðurstaðan því sú að málið hljóti flýtimeðferð,“ segir Páll Rúnar M. Kristjánsson hæstaréttarlögmaður sem fer með málið af hálfu stefnenda. Páll segir málið bæði hafa almenna og sértæka þýðingu en í því reyni í fyrsta sinn á heimild sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra til að gefa út rekstrarleyfi til bráðabirgða á grundvelli lagabreytingar sem samþykkt var á Alþingi 9. október í haust. Í stefnu er meðal annars byggt á því að bráðabirgðaleyfin sem sjávarútvegsráðherra gaf út eftir lagabreytinguna hafi ekki uppfyllt lagaskilyrði og faglegt mat á skilyrðum til rekstrarleyfa hafi ekki farið fram áður en ráðherra gaf þau út. Einnig er á því byggt að ráðherra hafi verið vanhæfur við meðferð málsins enda hafi hann tekið eindregna afstöðu til málsins fyrirfram með því annars vegar að lýsa opinberlega afstöðu sinni til málsins og mæla fyrir lagabreytingum á Alþingi strax í kjölfarið sem veittu honum sjálfum heimild til að gefa út bráðabirgðaleyfi. Þá segir einnig að fyrirtækin hafi enn ekki uppfyllt þá skilmála sem settir voru fyrir bráðabirgðaleyfunum að þeim bæri þegar í stað að hefjast handa við að bæta úr þeim göllum sem úrskurðarnefndin taldi vera á málsmeðferð við útgáfu þeirra leyfa sem ógilt voru eða að öðrum kosti láti reyna á ógildingu úrskurðar nefndarinnar fyrir dómstólum. Það mál sem nú hefur verið höfðað verður þingfest 22. janúar.
Birtist í Fréttablaðinu Fiskeldi Mest lesið Dómurinn sé vonbrigði og sendi röng skilaboð Innlent „Þetta er bara komið til að vera“ Innlent Bið eftir aðgerð vegna hálkuslyss óboðleg af hálfu kerfisins Innlent Tveir mánuðir fyrir brot gegn barni í búningsklefa Innlent Staðfesta dóm manns sem nauðgaði konu þremur dögum eftir afplánun Innlent Fyrrverandi þingmenn sækja um sendiherrastöðu Innlent Öllum starfsmönnum sagt upp og verkefnum úthýst til einkafyrirtækis Innlent Grautfúl að tapa forsetakosningunum Innlent Lögreglan lýsir eftir Áslaugu Innlent Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Innlent Fleiri fréttir „Þetta er bara komið til að vera“ Dómurinn sé vonbrigði og sendi röng skilaboð Tveir mánuðir fyrir brot gegn barni í búningsklefa Bið eftir aðgerð vegna hálkuslyss óboðleg af hálfu kerfisins Fyrrverandi þingmenn sækja um sendiherrastöðu Grautfúl að tapa forsetakosningunum Dynjandisheiði boðin út með verklokum haustið 2026 Segir fréttir af pólitísku andláti sínu stórlega ýktar Grautfúl eftir að hafa tapað forsetakosningum Staðfesta dóm manns sem nauðgaði konu þremur dögum eftir afplánun Lögreglumanni ekki gerð refsing átta árum eftir að hann réðst á fanga Lögreglan lýsir eftir Áslaugu Öllum starfsmönnum sagt upp og verkefnum úthýst til einkafyrirtækis Máli Sigurlínar á hendur Ríkisútvarpinu vísað frá Síðasti séns að senda inn tilnefningar til manns ársins Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Leggja til styttri tímafresti og minni flækjur í orkumálum Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Fá milljarða frá ESB til að tryggja vatnsgæði á Íslandi Vilja að lyfjafræðingar geti ávísað lyfjum og apótek verði fyrsti viðkomustaður Framkoma SVEIT sé „svívirðileg atlaga að réttindum launafólks“ Rekja bilanir á Víkurstreng til efnistöku úr ám Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Vongóð um að íslenskir læknar erlendis muni snúa heim Seinagangur hjá borginni að mati Umboðsmanns Yfir átján prósent íbúa á Íslandi eru innflytjendur Fækkar í þjóðkirkjunni en Siðmennt bætir mest við sig Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Þingflokkar funda hver í sínu lagi Upplýst um leyndarmálið á bak við pönnukökurnar Sjá meira