Segir sjálfsagt að Aron og Kristbjörg beri fjárhagslega áhættu eins og aðrir Stefán Ó. Jónsson skrifar 3. janúar 2019 14:36 Kolfinna Von Arnardóttir segist hafa tekið málið mjög inn á sig. Vísir/Vilhelm Kolfinna Von Arnardóttir segir að hún hafi ítrekað reynt að semja við Aron Einar Gunnarsson og Kristbjörgu Jónasdóttur, en án árangurs. Tilraunir til að bera klæði á vopnin hafi misst marks og viðskiptasaga þeirra hafi verið sér dýrkeyptur lærdómur. Greint var frá því fyrr í dag að Aron hafi krafist gjaldþrots Kolfinnu Vonar eftir misheppnuð viðskipti tengd fatamerkinu JÖR árið 2016, viðskiptum sem Kolfinna lýsir sem áhættufjárfestingu. Vísir reyndi árangurslaust að ná tali af Kolfinnu Von í morgun en hún sendi frá sér yfirlýsingu vegna málsins nú eftir hádegi. Í færslu sinni á Facebook rekur hún sína hlið á málinu, sem tíunduð var í frétt Vísis í morgun. Kolfinna segir í færslu sinni að það sé rétt að hún hafi boðist til að kaupa hlut Arons Einars og Kristbjargar í JÖR. Það hafi þó, eftir á að hyggja, verið mistök að sögn Kolfinnu enda telur hún sjálfsagt að þau hjónin eigi að bera fjárhagslega áhættu af fjárfestingum eins og aðrir. Hún segir þannig að það hafi aldrei komið til neinnar skuldar, því hún hafi ekki fengið neina fjármuni lánaða frá knattspyrnumanninum og eiginkonu hans. „En ég vildi koma til móts við þau með því að kaupa af þeim þeirra hlut, en átti í erfiðleikum með að standa við þær greiðslur sem samið var um. Ég reyndi ítrekað að semja um málið við þau, án árangurs,“ skrifar Kolfinna.Sjá einnig: Aron Einar fór fram á gjalþrot KolfinnuHún segir að málið hafi verið sér dýrkeyptur lærdómur, erfitt sé að verjast í máli sem þessu þar sem miklar tilfinningar eru í spilinu og segist Kolfinna hafa tekið það allt mjög nærri sér. „[É]g hef alltaf verið svolítið gamaldags með það að telja vináttuna verðmætari en peninga og tók nærri mér að deilur um fjármuni hefðu áhrif á gamla vináttu. Ég var veislustjóri í brúðkaupi þeirra hjóna og fór eitt sinn til Amsterdam þegar Ísland lék þar við Hollendinga, gagngert til að gæta drengsins þeirra svo Kristbjörg vinkona mín gæti farið á leikinn. Ég leit á þau sem nána vini mína og reyndi þess vegna ítrekað að bera klæði á vopnin — án árangurs,“ skrifar Kolfinna. Hún telur þó að „allt vel meinandi fólk sjái hvernig í þessu liggur,“ og hyggst ekki tjá sig frekar um málið umfram það sem kemur fram í eftirfarandi færslu. Gjaldþrot Tengdar fréttir Kolfinna Von segir sárt að deilur um peninga valdi vinslitum Aron Einar segist hafa brennt sig á viðskiptum með Birni Inga Hrafnssyni og Kolfinnu Von eiginkonu hans. 23. nóvember 2018 16:10 Aron Einar fer fram á gjaldþrot Kolfinnu Landsliðsfyrirliðinn telur Kolfinnu Von Arnardóttur hafa hlunnfarið sig í tengslum við fjárfestingu í fatamerkinu JÖR. 3. janúar 2019 12:00 Myndir úr brúðkaupi Arons Einars og Kristbjargar: Gleðin skein úr andlitum veislugesta Aron Einar Gunnarsson, landsliðsfyrirliði í knattspyrnu og Kristbjörg Jónasdóttir, afrekskona í fitness, gengu í það heilaga í gær. 18. júní 2017 17:14 Guðmundur í Jör segir fjárfesta hafa brugðist Björn Ingi Hrafnsson segir það ekki rétt að til hafi staðið að kaupa hlut í fyrirtækinu, 29. nóvember 2016 05:00 Mest lesið „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Viðskipti innlent Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent Ólöf til liðs við Athygli Viðskipti innlent Fleiri fréttir Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Sjá meira
Kolfinna Von Arnardóttir segir að hún hafi ítrekað reynt að semja við Aron Einar Gunnarsson og Kristbjörgu Jónasdóttur, en án árangurs. Tilraunir til að bera klæði á vopnin hafi misst marks og viðskiptasaga þeirra hafi verið sér dýrkeyptur lærdómur. Greint var frá því fyrr í dag að Aron hafi krafist gjaldþrots Kolfinnu Vonar eftir misheppnuð viðskipti tengd fatamerkinu JÖR árið 2016, viðskiptum sem Kolfinna lýsir sem áhættufjárfestingu. Vísir reyndi árangurslaust að ná tali af Kolfinnu Von í morgun en hún sendi frá sér yfirlýsingu vegna málsins nú eftir hádegi. Í færslu sinni á Facebook rekur hún sína hlið á málinu, sem tíunduð var í frétt Vísis í morgun. Kolfinna segir í færslu sinni að það sé rétt að hún hafi boðist til að kaupa hlut Arons Einars og Kristbjargar í JÖR. Það hafi þó, eftir á að hyggja, verið mistök að sögn Kolfinnu enda telur hún sjálfsagt að þau hjónin eigi að bera fjárhagslega áhættu af fjárfestingum eins og aðrir. Hún segir þannig að það hafi aldrei komið til neinnar skuldar, því hún hafi ekki fengið neina fjármuni lánaða frá knattspyrnumanninum og eiginkonu hans. „En ég vildi koma til móts við þau með því að kaupa af þeim þeirra hlut, en átti í erfiðleikum með að standa við þær greiðslur sem samið var um. Ég reyndi ítrekað að semja um málið við þau, án árangurs,“ skrifar Kolfinna.Sjá einnig: Aron Einar fór fram á gjalþrot KolfinnuHún segir að málið hafi verið sér dýrkeyptur lærdómur, erfitt sé að verjast í máli sem þessu þar sem miklar tilfinningar eru í spilinu og segist Kolfinna hafa tekið það allt mjög nærri sér. „[É]g hef alltaf verið svolítið gamaldags með það að telja vináttuna verðmætari en peninga og tók nærri mér að deilur um fjármuni hefðu áhrif á gamla vináttu. Ég var veislustjóri í brúðkaupi þeirra hjóna og fór eitt sinn til Amsterdam þegar Ísland lék þar við Hollendinga, gagngert til að gæta drengsins þeirra svo Kristbjörg vinkona mín gæti farið á leikinn. Ég leit á þau sem nána vini mína og reyndi þess vegna ítrekað að bera klæði á vopnin — án árangurs,“ skrifar Kolfinna. Hún telur þó að „allt vel meinandi fólk sjái hvernig í þessu liggur,“ og hyggst ekki tjá sig frekar um málið umfram það sem kemur fram í eftirfarandi færslu.
Gjaldþrot Tengdar fréttir Kolfinna Von segir sárt að deilur um peninga valdi vinslitum Aron Einar segist hafa brennt sig á viðskiptum með Birni Inga Hrafnssyni og Kolfinnu Von eiginkonu hans. 23. nóvember 2018 16:10 Aron Einar fer fram á gjaldþrot Kolfinnu Landsliðsfyrirliðinn telur Kolfinnu Von Arnardóttur hafa hlunnfarið sig í tengslum við fjárfestingu í fatamerkinu JÖR. 3. janúar 2019 12:00 Myndir úr brúðkaupi Arons Einars og Kristbjargar: Gleðin skein úr andlitum veislugesta Aron Einar Gunnarsson, landsliðsfyrirliði í knattspyrnu og Kristbjörg Jónasdóttir, afrekskona í fitness, gengu í það heilaga í gær. 18. júní 2017 17:14 Guðmundur í Jör segir fjárfesta hafa brugðist Björn Ingi Hrafnsson segir það ekki rétt að til hafi staðið að kaupa hlut í fyrirtækinu, 29. nóvember 2016 05:00 Mest lesið „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Viðskipti innlent Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent Ólöf til liðs við Athygli Viðskipti innlent Fleiri fréttir Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Sjá meira
Kolfinna Von segir sárt að deilur um peninga valdi vinslitum Aron Einar segist hafa brennt sig á viðskiptum með Birni Inga Hrafnssyni og Kolfinnu Von eiginkonu hans. 23. nóvember 2018 16:10
Aron Einar fer fram á gjaldþrot Kolfinnu Landsliðsfyrirliðinn telur Kolfinnu Von Arnardóttur hafa hlunnfarið sig í tengslum við fjárfestingu í fatamerkinu JÖR. 3. janúar 2019 12:00
Myndir úr brúðkaupi Arons Einars og Kristbjargar: Gleðin skein úr andlitum veislugesta Aron Einar Gunnarsson, landsliðsfyrirliði í knattspyrnu og Kristbjörg Jónasdóttir, afrekskona í fitness, gengu í það heilaga í gær. 18. júní 2017 17:14
Guðmundur í Jör segir fjárfesta hafa brugðist Björn Ingi Hrafnsson segir það ekki rétt að til hafi staðið að kaupa hlut í fyrirtækinu, 29. nóvember 2016 05:00