Að bugast undan álagi að sjá um óvænt Banksy-verk Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 7. janúar 2019 13:50 Listaverkið er fallegt og hefur laðað að sér gríðarlegan fjölda gesta. Getty/Matt Cardy Velski bílskúrseigandinn Ian Lewis er að bugast undan álaginu sem fylgir því að sjá til þess að ekkert komi fyrir listaverk sem listamaðurinn Banksy málaði óvænt utan á einn veggja bílskúrsins. Talið er að um 20 þúsund manns hafi skoðað listaverkið yfir hátíðirnar.Líkt og Banksy er von og vísa málaði hann listaverkið á vegginn í skjóli nætur og án þess að biðja um leyfi. Lewis uppgötvaði verkið um viku fyrir jól og áttaði sig ekki á því að um Banksy-verk væri að ræða. Fljótlega fréttist af verkinu og mikill fjöldi gesta lagði leið sína að bílskúrnum. til þess að berja listaverkið augum. Um þúsund manns skoða verkið daglega.„Þetta hefur verið mjög, mjög stressandi og hálf-súrrealískt,“sagði Lewis í samtali við BBC.„Þetta er of mikið fyrir mig.“Segist hann vera að bugast undan álaginu að sjá til þess að verkið haldist óskemmt en Lewis segir að fyrstu dagana hafi fólk viljað kroppa hluta af veggnum af til þess að taka með sér heim. Segir hann meðal annars hafa heyrt umræðu um að fólk hafi viljað stela verkinu í heilu lagi.Sjálfboðaliðar hafa aðstoðað Lewis við að vernda verkið en girðing hefur verið sett utan um það. Hann segir einnig að breski leikarinn Michael Sheen, hafi aðstoðað sig með því að borga fyrir öryggisgæslu við verkið yfir hátíðirnar. Þar sem verkið er á lóð Lewis ber hann ábyrgð á því.Lewis segist vera kominn á þá skoðun að fjarlægja þurfi verkið og vill hann að það verði tekið í heilu lagi og flutt í miðbæ Port Talbot, þar sem það geti verið til sýnis.„Þetta var algjör sprengja inn í líf mitt. Ég vil bara að það verði venjulegt á ný, eins og það var,“ sagði Lewis.Banksy er heimsþekktur fyrir götulist sína, en raunverulegt nafn hans hefur aldrei fengist staðfest þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir til þess að afhjúpa auðkenni hins umdeilda listamanns. Bretland Myndlist Wales Tengdar fréttir Listaverk tætt eftir að hafa verið selt fyrir meira en milljón dali Stensilmálverk eftir heimsfræga götulistamanninn Banksy tættist í ræmur eftir að hafa verið selt fyrir rúmlega 1,3 milljónir Bandaríkjadollara, tæpar 150 milljónir króna. Málverkinu hafði verið komið fyrir í þar til gerðum ramma sem tætti það svo niður stuttu eftir að það var selt á uppboði í London. 6. október 2018 11:54 Banksy birtir myndband af tætaranum í listaverkinu „Löngunin til að eyðileggja er líka listræn löngun,“ skrifar Banksy við myndbandið. 7. október 2018 12:10 Yfirvöld í Belgíu lögðu hald á 58 verk eftir Banksy Listaverkasýningu sem sett var upp í tómum verslunarkjarna í Brussel var lokað eftir að yfirvöld í Belgíu lögðu hald á verkin í kjölfar dómsúrskurðar. 24. nóvember 2018 21:36 Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Innlent Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Innlent Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Innlent Verði að virða það sem þjóðin vilji Innlent Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Innlent Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Innlent Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Innlent Fréttin öll Innlent Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Innlent Fleiri fréttir Herlögin loks felld úr gildi Sækja að annarri stórri borg í Sýrlandi Óvissa þrátt fyrir að þingið hafi fellt neyðarlögin úr gildi Lýsir yfir herlögum í Suður-Kóreu Engin greinarmunur gerður á Líbanon og Hezbollah ef friðurinn heldur ekki Rannsaka ekki ljósleiðaraskemmdir sem sakamál ennþá Stefnir í vantraust og aðra stjórnarkreppu Skorið á ljósleiðara í Finnlandi Hafnar því að þurfa að velja á milli Bandaríkjanna og Evrópu Fordæmalaus náðun Bidens Mörg hundruð vígamenn frá Írak til aðstoðar Assad-liðum Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Játar að hafa ekki afl til að taka aftur hernumdu svæðin Ríkisstjórnin og Barnier í hættu vegna fjárlaga Biden náðar son sinn Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Sjá meira
Velski bílskúrseigandinn Ian Lewis er að bugast undan álaginu sem fylgir því að sjá til þess að ekkert komi fyrir listaverk sem listamaðurinn Banksy málaði óvænt utan á einn veggja bílskúrsins. Talið er að um 20 þúsund manns hafi skoðað listaverkið yfir hátíðirnar.Líkt og Banksy er von og vísa málaði hann listaverkið á vegginn í skjóli nætur og án þess að biðja um leyfi. Lewis uppgötvaði verkið um viku fyrir jól og áttaði sig ekki á því að um Banksy-verk væri að ræða. Fljótlega fréttist af verkinu og mikill fjöldi gesta lagði leið sína að bílskúrnum. til þess að berja listaverkið augum. Um þúsund manns skoða verkið daglega.„Þetta hefur verið mjög, mjög stressandi og hálf-súrrealískt,“sagði Lewis í samtali við BBC.„Þetta er of mikið fyrir mig.“Segist hann vera að bugast undan álaginu að sjá til þess að verkið haldist óskemmt en Lewis segir að fyrstu dagana hafi fólk viljað kroppa hluta af veggnum af til þess að taka með sér heim. Segir hann meðal annars hafa heyrt umræðu um að fólk hafi viljað stela verkinu í heilu lagi.Sjálfboðaliðar hafa aðstoðað Lewis við að vernda verkið en girðing hefur verið sett utan um það. Hann segir einnig að breski leikarinn Michael Sheen, hafi aðstoðað sig með því að borga fyrir öryggisgæslu við verkið yfir hátíðirnar. Þar sem verkið er á lóð Lewis ber hann ábyrgð á því.Lewis segist vera kominn á þá skoðun að fjarlægja þurfi verkið og vill hann að það verði tekið í heilu lagi og flutt í miðbæ Port Talbot, þar sem það geti verið til sýnis.„Þetta var algjör sprengja inn í líf mitt. Ég vil bara að það verði venjulegt á ný, eins og það var,“ sagði Lewis.Banksy er heimsþekktur fyrir götulist sína, en raunverulegt nafn hans hefur aldrei fengist staðfest þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir til þess að afhjúpa auðkenni hins umdeilda listamanns.
Bretland Myndlist Wales Tengdar fréttir Listaverk tætt eftir að hafa verið selt fyrir meira en milljón dali Stensilmálverk eftir heimsfræga götulistamanninn Banksy tættist í ræmur eftir að hafa verið selt fyrir rúmlega 1,3 milljónir Bandaríkjadollara, tæpar 150 milljónir króna. Málverkinu hafði verið komið fyrir í þar til gerðum ramma sem tætti það svo niður stuttu eftir að það var selt á uppboði í London. 6. október 2018 11:54 Banksy birtir myndband af tætaranum í listaverkinu „Löngunin til að eyðileggja er líka listræn löngun,“ skrifar Banksy við myndbandið. 7. október 2018 12:10 Yfirvöld í Belgíu lögðu hald á 58 verk eftir Banksy Listaverkasýningu sem sett var upp í tómum verslunarkjarna í Brussel var lokað eftir að yfirvöld í Belgíu lögðu hald á verkin í kjölfar dómsúrskurðar. 24. nóvember 2018 21:36 Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Innlent Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Innlent Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Innlent Verði að virða það sem þjóðin vilji Innlent Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Innlent Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Innlent Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Innlent Fréttin öll Innlent Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Innlent Fleiri fréttir Herlögin loks felld úr gildi Sækja að annarri stórri borg í Sýrlandi Óvissa þrátt fyrir að þingið hafi fellt neyðarlögin úr gildi Lýsir yfir herlögum í Suður-Kóreu Engin greinarmunur gerður á Líbanon og Hezbollah ef friðurinn heldur ekki Rannsaka ekki ljósleiðaraskemmdir sem sakamál ennþá Stefnir í vantraust og aðra stjórnarkreppu Skorið á ljósleiðara í Finnlandi Hafnar því að þurfa að velja á milli Bandaríkjanna og Evrópu Fordæmalaus náðun Bidens Mörg hundruð vígamenn frá Írak til aðstoðar Assad-liðum Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Játar að hafa ekki afl til að taka aftur hernumdu svæðin Ríkisstjórnin og Barnier í hættu vegna fjárlaga Biden náðar son sinn Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Sjá meira
Listaverk tætt eftir að hafa verið selt fyrir meira en milljón dali Stensilmálverk eftir heimsfræga götulistamanninn Banksy tættist í ræmur eftir að hafa verið selt fyrir rúmlega 1,3 milljónir Bandaríkjadollara, tæpar 150 milljónir króna. Málverkinu hafði verið komið fyrir í þar til gerðum ramma sem tætti það svo niður stuttu eftir að það var selt á uppboði í London. 6. október 2018 11:54
Banksy birtir myndband af tætaranum í listaverkinu „Löngunin til að eyðileggja er líka listræn löngun,“ skrifar Banksy við myndbandið. 7. október 2018 12:10
Yfirvöld í Belgíu lögðu hald á 58 verk eftir Banksy Listaverkasýningu sem sett var upp í tómum verslunarkjarna í Brussel var lokað eftir að yfirvöld í Belgíu lögðu hald á verkin í kjölfar dómsúrskurðar. 24. nóvember 2018 21:36