Hræsni.is Ólafur Arnarson skrifar 20. desember 2018 07:00 Við Íslendingar getum ekki kvartað undan því að ekki hafi verið fjallað nógu mikið um Panamaskjölin hér á landi. Líkast til hefur vefmiðillinn Kjarninn fjallað oftar um þau, og marga þá Íslendinga sem þar birtust, en nokkur annar innlendur fjölmiðill. Einatt hefur verið gefið skýrt til kynna að þeir, sem fjallað var um í Panamaskjölunum, hafi stundað ólögmæt og/eða ósiðleg viðskipti. Vandlætingin gagnvart sjálfstæðismönnum, sem í skjölunum var að finna, hefur umvafið hvert orð Kjarnans um þá. Minna hefur farið fyrir hneykslan og dómhörku í garð þess manns, sem virðist hafa vafið utan um sig flóknasta vef eignarhaldsfélaga, sem nokkur Íslendingur hefur sett upp, og er þá til nokkurs jafnað. Sá reyndist vera einn stærsti hluthafi Kjarnans auk þess að gegna trúnaðarstörfum fyrir Samfylkinguna. Tæpast hefur tilgangur þess flókna eignarhalds verið að spara kostnað við utanumhald um fjárfestingar þessa eiganda Kjarnans, þar sem ófáir lögmenn, endurskoðendur og bankastarfsmenn í mörgum löndum hafa þurft að koma að uppsetningu og rekstri hins flókna nets eignarhaldsfélaga. En hver var tilgangurinn þá? Við því fáum við varla svör, alla vega ekki í Kjarnanum, þar sem á þeim bæ virðist áhuginn á naflaskoðun minni en enginn. Þögnin er ærandi. Nýlega mætti Þórður Snær Júlíusson, ritstjóri Kjarnans, í sjónvarpsviðtal til að kynna nýútgefna bók sína um Kaupþing. Um hana hefur Brynjar Níelsson alþingismaður fjallað ágætlega. Bókinni gaf hann falleinkunn vegna yfirborðskenndrar og einhliða umfjöllunar. Við lestur bókarinnar vekur sérstaka athygli hve gríðarlega ánægður höfundurinn er með sjálfan sig. Sjálfumgleðin er samt fremur illskiljanleg því seint verður bókin sögð fagmannlega unnin. Í henni er ekki ein einasta neðanmálsgrein, auk þess sem í henni er hvorki að finna heimilda- né nafnaskrá, sem hlýtur að vera lágmarkskrafa til bóka af þessu tagi. Ætla má að gerðar séu ríkari kröfur til heimilda við ritgerðarsmíð í yngri bekkjum grunnskóla en ritstjóri Kjarnans og útgefandi hans gera til bókarinnar. Ritstjórinn og bókarhöfundurinn hefur raunar ritað ófáa pistlana til að upphefja þá blaðamennsku, sem er stunduð á Kjarnanum, og dásama hve mikilvægur miðillinn sé íslensku samfélagi, sem boðberi sannleika og kyndilberi heiðarleika. Ekki hefur hann veigrað sér við að sá tortryggni í garð annarra veffjölmiðla, eins og nýleg ummæli hans um nýjan vef Björns Inga Hrafnssonar, viljinn.is, eru skýrt dæmi um. Lét hann að því liggja að eitthvað annað lægi að baki miðli Björns Inga en heiðarleiki og viljinn til þess að upplýsa almenning.Hver er sannleikurinn? En þolir ritstjórinn sjálfur, að virðing hans fyrir sannleikanum og mikilvægi þess að upplýsa almenning sé skoðuð til hlítar? Í fyrrnefndu sjónvarpsviðtali tjáði hann spyrjandanum og alþjóð, að sláandi hefði verið við Al Thani viðskiptin að Kaupþingsmenn hefðu nýtt lausa fjármuni í erlendum gjaldmiðli, sem Al Thani hafði til ráðstöfunar, og selt fyrir íslenskar krónur á afar háu gengi. Með þeim „snúningi“ hefði Kaupþingsmönnum tekist að forða Al Thani frá sjálfskuldarábyrgð sinni. Vegna fjölskyldu- og vináttubanda við Hreiðar Má Sigurðsson, fyrrum forstjóra Kaupþings, fylgdist ég vel með rekstri Al Thani málsins og mætti m.a. oft í dómssal án þess að sjá Þórð Snæ þar nokkru sinni. Og hver er sannleikurinn í þessu máli –sannleikurinn sem sannleikselskandi og heiðarlegur rannsóknarblaðamaður skyldi ávallt leita? Jú, staðreyndin er sú, að stjórnendur Kaupþings bentu sérstökum saksóknara á það strax í fyrstu yfirheyrslum vegna málsins, að nákvæmlega þessi viðskipti þyrfti að skoða vandlega. Og hvers vegna kom þessi ábending frá stjórnendum Kaupþings? Það var einfaldlega vegna þess, að viðskiptin voru ekki framkvæmd með vilja eða samþykki stjórnenda Kaupþings heldur af starfsmanni bankans, án vitundar eða vilja stjórnenda hans. Þessi starfsmaður var fyrsti bankamaðurinn sem sérstakur saksóknari handtók vegna rannsóknar á Kaupþingi. Hann átti síðar eftir að snúa framburði sínum í 180 gráður í Al Thani málinu og varpa sök af eigin gerðum á stjórnendur Kaupþings til að koma sér undan ákæru vegna meintra innherjasvika, en upplýst er að hann seldi eigin hlutabréf í Kaupþingi á lokadögum bankans á almennum verðbréfamarkaði þegar hann gerði sér grein fyrir erfiðri lausafjárstöðu bankans. Skýrari verða vart innherjasvik. En, þarna hefði sannleikurinn vitanlega skemmt góða sögu og getað dregið úr sölu bókarinnar. Virðingin fyrir sannleikanum virðist ekki meiri en svo, að vísvitandi blekkingum er beitt til að auglýsa bók og auka sölu á henni – bók sem tæpast þætti boðleg sem heimildaritgerð í grunnskóla. Þriðja dæmið um sannleiksást Kjarnamanna, og einbeittan vilja þeirra til að upplýsa almenning af fullkomnum heiðarleika, er hvernig tekið var á kynferðisbroti á ritstjórnarskrifstofum Kjarnans nú í sumar. Á vefsíðunni hafa birst ófáar greinar um jafnrétti og mikilvægi #metoo byltingarinnar. Hneykslun og yfirlætisleg umfjöllun um ömurlega og lágkúrulega pólitík á Íslandi hefur verið áberandi. Umfjöllun Kjarnans um Klaustursmálið hefur verið afdráttarlaus og harkaleg í garð þeirra þingmanna, sem heyrast á upptökum frá kvöldi 20. nóvember. Það er í sjálfu sér allt í lagi, þar sem orðhákar þess kvölds verðskulda engin háttvísisverðlaun.Viðbrögðin En hver voru viðbrögðin þegar fyrrverandi eigandi og stjórnarmaður Kjarnans, og alþingismaður Samfylkingarinnar, braut kynferðislega gegn ungum blaðamanni vefsíðunnar í gleðskap inni á ritstjórnarskrifstofum fjölmiðilsins. Jú, þöggun. Lesendur voru ekki upplýstir, lögreglan var ekki upplýst, en málið var sent á nýstofnaða „trúnaðarnefnd“ Samfylkingarinnar, sem í orði kveðnu er óháð flokknum og einstaklingum innan hans, en er samt eingöngu skipuð fólki, sem gegnt hefur trúnaðarstörfum fyrir flokkinn. Í marga mánuði þagði Kjarninn um alvarlega háttsemi þingmannsins og vart þarf að efast um að ærandi þögnin bergmálaði enn ef ekki hefði verið fyrir Klaustursmálið. Vafasamt er, að til séu augljósari dæmi um skinhelgi og hræsni fjölmiðils. Lénið hraesni.is ku vera laust – eitthvað til umhugsunar fyrir forráðamenn Kjarnans. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Ólafur Arnarson Mest lesið Nálgunarbann Fjölnir Sæmundsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun Mikilvægasta atkvæðið Kristbjörg Þórisdóttir Skoðun Skautaíþróttir í Reykjavík í dauðafæri - kýlum á stækkun Skautahallarinnar Bjarni Helgason Skoðun Hlustið á fólkið í skólunum? Dóra Þorleifsdóttir Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Öfundargenið Torfi H. Tulinius Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun 7.500 íbúðir á Reykjavíkurflugvelli? Ásdís Kristjánsdóttir Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Skautaíþróttir í Reykjavík í dauðafæri - kýlum á stækkun Skautahallarinnar Bjarni Helgason skrifar Skoðun Hlustið á fólkið í skólunum? Dóra Þorleifsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægasta atkvæðið Kristbjörg Þórisdóttir skrifar Skoðun Nálgunarbann Fjölnir Sæmundsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Kosningasigur fyrir dýravernd Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir skrifar Skoðun Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Snúum samfélagi af rangri leið Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar Skoðun Samvinna er leiðin til hagsældar Lilja Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Skrópað á Alþingi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange,Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Það er komið að þér Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Í dag kýs ég Sjálfstæðisflokkinn Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Við þurfum Grím á þing Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Við Íslendingar getum ekki kvartað undan því að ekki hafi verið fjallað nógu mikið um Panamaskjölin hér á landi. Líkast til hefur vefmiðillinn Kjarninn fjallað oftar um þau, og marga þá Íslendinga sem þar birtust, en nokkur annar innlendur fjölmiðill. Einatt hefur verið gefið skýrt til kynna að þeir, sem fjallað var um í Panamaskjölunum, hafi stundað ólögmæt og/eða ósiðleg viðskipti. Vandlætingin gagnvart sjálfstæðismönnum, sem í skjölunum var að finna, hefur umvafið hvert orð Kjarnans um þá. Minna hefur farið fyrir hneykslan og dómhörku í garð þess manns, sem virðist hafa vafið utan um sig flóknasta vef eignarhaldsfélaga, sem nokkur Íslendingur hefur sett upp, og er þá til nokkurs jafnað. Sá reyndist vera einn stærsti hluthafi Kjarnans auk þess að gegna trúnaðarstörfum fyrir Samfylkinguna. Tæpast hefur tilgangur þess flókna eignarhalds verið að spara kostnað við utanumhald um fjárfestingar þessa eiganda Kjarnans, þar sem ófáir lögmenn, endurskoðendur og bankastarfsmenn í mörgum löndum hafa þurft að koma að uppsetningu og rekstri hins flókna nets eignarhaldsfélaga. En hver var tilgangurinn þá? Við því fáum við varla svör, alla vega ekki í Kjarnanum, þar sem á þeim bæ virðist áhuginn á naflaskoðun minni en enginn. Þögnin er ærandi. Nýlega mætti Þórður Snær Júlíusson, ritstjóri Kjarnans, í sjónvarpsviðtal til að kynna nýútgefna bók sína um Kaupþing. Um hana hefur Brynjar Níelsson alþingismaður fjallað ágætlega. Bókinni gaf hann falleinkunn vegna yfirborðskenndrar og einhliða umfjöllunar. Við lestur bókarinnar vekur sérstaka athygli hve gríðarlega ánægður höfundurinn er með sjálfan sig. Sjálfumgleðin er samt fremur illskiljanleg því seint verður bókin sögð fagmannlega unnin. Í henni er ekki ein einasta neðanmálsgrein, auk þess sem í henni er hvorki að finna heimilda- né nafnaskrá, sem hlýtur að vera lágmarkskrafa til bóka af þessu tagi. Ætla má að gerðar séu ríkari kröfur til heimilda við ritgerðarsmíð í yngri bekkjum grunnskóla en ritstjóri Kjarnans og útgefandi hans gera til bókarinnar. Ritstjórinn og bókarhöfundurinn hefur raunar ritað ófáa pistlana til að upphefja þá blaðamennsku, sem er stunduð á Kjarnanum, og dásama hve mikilvægur miðillinn sé íslensku samfélagi, sem boðberi sannleika og kyndilberi heiðarleika. Ekki hefur hann veigrað sér við að sá tortryggni í garð annarra veffjölmiðla, eins og nýleg ummæli hans um nýjan vef Björns Inga Hrafnssonar, viljinn.is, eru skýrt dæmi um. Lét hann að því liggja að eitthvað annað lægi að baki miðli Björns Inga en heiðarleiki og viljinn til þess að upplýsa almenning.Hver er sannleikurinn? En þolir ritstjórinn sjálfur, að virðing hans fyrir sannleikanum og mikilvægi þess að upplýsa almenning sé skoðuð til hlítar? Í fyrrnefndu sjónvarpsviðtali tjáði hann spyrjandanum og alþjóð, að sláandi hefði verið við Al Thani viðskiptin að Kaupþingsmenn hefðu nýtt lausa fjármuni í erlendum gjaldmiðli, sem Al Thani hafði til ráðstöfunar, og selt fyrir íslenskar krónur á afar háu gengi. Með þeim „snúningi“ hefði Kaupþingsmönnum tekist að forða Al Thani frá sjálfskuldarábyrgð sinni. Vegna fjölskyldu- og vináttubanda við Hreiðar Má Sigurðsson, fyrrum forstjóra Kaupþings, fylgdist ég vel með rekstri Al Thani málsins og mætti m.a. oft í dómssal án þess að sjá Þórð Snæ þar nokkru sinni. Og hver er sannleikurinn í þessu máli –sannleikurinn sem sannleikselskandi og heiðarlegur rannsóknarblaðamaður skyldi ávallt leita? Jú, staðreyndin er sú, að stjórnendur Kaupþings bentu sérstökum saksóknara á það strax í fyrstu yfirheyrslum vegna málsins, að nákvæmlega þessi viðskipti þyrfti að skoða vandlega. Og hvers vegna kom þessi ábending frá stjórnendum Kaupþings? Það var einfaldlega vegna þess, að viðskiptin voru ekki framkvæmd með vilja eða samþykki stjórnenda Kaupþings heldur af starfsmanni bankans, án vitundar eða vilja stjórnenda hans. Þessi starfsmaður var fyrsti bankamaðurinn sem sérstakur saksóknari handtók vegna rannsóknar á Kaupþingi. Hann átti síðar eftir að snúa framburði sínum í 180 gráður í Al Thani málinu og varpa sök af eigin gerðum á stjórnendur Kaupþings til að koma sér undan ákæru vegna meintra innherjasvika, en upplýst er að hann seldi eigin hlutabréf í Kaupþingi á lokadögum bankans á almennum verðbréfamarkaði þegar hann gerði sér grein fyrir erfiðri lausafjárstöðu bankans. Skýrari verða vart innherjasvik. En, þarna hefði sannleikurinn vitanlega skemmt góða sögu og getað dregið úr sölu bókarinnar. Virðingin fyrir sannleikanum virðist ekki meiri en svo, að vísvitandi blekkingum er beitt til að auglýsa bók og auka sölu á henni – bók sem tæpast þætti boðleg sem heimildaritgerð í grunnskóla. Þriðja dæmið um sannleiksást Kjarnamanna, og einbeittan vilja þeirra til að upplýsa almenning af fullkomnum heiðarleika, er hvernig tekið var á kynferðisbroti á ritstjórnarskrifstofum Kjarnans nú í sumar. Á vefsíðunni hafa birst ófáar greinar um jafnrétti og mikilvægi #metoo byltingarinnar. Hneykslun og yfirlætisleg umfjöllun um ömurlega og lágkúrulega pólitík á Íslandi hefur verið áberandi. Umfjöllun Kjarnans um Klaustursmálið hefur verið afdráttarlaus og harkaleg í garð þeirra þingmanna, sem heyrast á upptökum frá kvöldi 20. nóvember. Það er í sjálfu sér allt í lagi, þar sem orðhákar þess kvölds verðskulda engin háttvísisverðlaun.Viðbrögðin En hver voru viðbrögðin þegar fyrrverandi eigandi og stjórnarmaður Kjarnans, og alþingismaður Samfylkingarinnar, braut kynferðislega gegn ungum blaðamanni vefsíðunnar í gleðskap inni á ritstjórnarskrifstofum fjölmiðilsins. Jú, þöggun. Lesendur voru ekki upplýstir, lögreglan var ekki upplýst, en málið var sent á nýstofnaða „trúnaðarnefnd“ Samfylkingarinnar, sem í orði kveðnu er óháð flokknum og einstaklingum innan hans, en er samt eingöngu skipuð fólki, sem gegnt hefur trúnaðarstörfum fyrir flokkinn. Í marga mánuði þagði Kjarninn um alvarlega háttsemi þingmannsins og vart þarf að efast um að ærandi þögnin bergmálaði enn ef ekki hefði verið fyrir Klaustursmálið. Vafasamt er, að til séu augljósari dæmi um skinhelgi og hræsni fjölmiðils. Lénið hraesni.is ku vera laust – eitthvað til umhugsunar fyrir forráðamenn Kjarnans.
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Skautaíþróttir í Reykjavík í dauðafæri - kýlum á stækkun Skautahallarinnar Bjarni Helgason skrifar
Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun