Verðhrun á olíu lengi að skila sér til neytenda Þorbjörn Þórðarson skrifar 21. desember 2018 20:45 Jón Bjarki Bentsson aðalhagfræðingur Íslandsbanka. Vísir/Baldur Hrafnkell Olíuverð hefur hrunið að undanförnu og stendur tunnan af Brent-hráolíu núna í 55 dollurum. Verðið hefur lækkað um 35 prósent frá því í byrjun október þegar tunnan kostaði 85 dollara. Að sögn séfræðings hjá Íslandsbanka tekur dálítinn tíma fyrir lækkunina að skila sér í lægra bensínverði hjá neytendum. Um miðjan júlí stóð tunnan af brent hráolíu í 75 dollurum. Hún hækkaði svo upp í 85 dollara í október en í kjölfarið tók við snarpt lækkunarferli og í dag stendur verðið í 55 dollurum. Allar hækkanir ársins hafa því gengið til baka að fullu og verðið er svipað og það var haustið 2017. Þetta eru góðar fréttir fyrir íslensku flugfélögin. Ekki síst WOW air sem hefur ekki haft tök á að verja sig fyrir breytingum á olíuverði með samningum um fast verð. Lækkanir á hráolíuverði skila sér strax í innkaupum hjá WOW air sem kaupir mikið af flugvélaeldsneyti erlendis. Olíuverð er stór áhrifaþáttur verðbólgu. Hún mælist núna 3,7 prósent og hefur ekki verið hærri í fimm ár. Það má því segja að olíuverðslækkanir komi á réttum tíma. Jón Bjarki Bentsson, aðalhagfræðingur Íslandsbanka, segir að neytendur muni þó ekki sjá þessar lækkanir á olíu í bensínverðinu strax. „Það er birgðahald hjá olíufyrirtækjunum og það eru einhverjar vikur til mánuðir sem þau eiga á hverjum tíma í birgðum. Þar af leiðandi þurfa þau að fá það innkaupsverð til baka þótt verðið hafi breyst í millitíðinni,“ segir Jón Bjarki. Svo hafa fleiri þættir áhrif á verðþróun á bensíni en heimsmarkaðsverð á olíu. „Það eru þættir á borð við gengisþróun, innlendir kostnaðarliðir eins og laun og síðast en ekki síst veruleg krónutölugjöld ríkisins á eldsneyti, um 80 krónur á lítrann, sem breytast ekki neitt alveg sama hvað innkaupsverðinu líður. Það er svona miklu seigara í verðþróuninni á innlendu dælunni. En verðið er þegar farið að lækka og ég á von á að það lækki meira á komandi mánuðum ef að fram heldur sem horfir með heimsmarkaðsverðið og krónan gefur ekki verulega eftir á nýjan leik,“ segir Jón Bjarki. Bensín og olía Íslenska krónan WOW Air Mest lesið Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Viðskipti erlent Lækka það sem fæst hjá öðrum en hækka hitt Neytendur Hátt raunvaxtastig samhliða hægari vexti gæti skapað áskoranir Viðskipti innlent Mátti ekki taka bjór úr hillum eftir allt saman Viðskipti innlent „Kemur ekki til greina“ að lækka eiginfjárkröfur Viðskipti innlent Tugmilljónakröfur í tómt þrotabú Viljans Viðskipti innlent Bein útsending: Ásgeir og Tómas sitja fyrir svörum Viðskipti innlent Halda jólin frítt með inneign í appinu Samstarf Domino's hækkar verð á þriðjudagstilboðinu Neytendur Tveimur verslunum Krambúðarinnar lokað Viðskipti innlent Fleiri fréttir Mátti ekki taka bjór úr hillum eftir allt saman Tugmilljónakröfur í tómt þrotabú Viljans „Kemur ekki til greina“ að lækka eiginfjárkröfur Atvinnuleysi dróst saman milli mánaða Bein útsending: Ásgeir og Tómas sitja fyrir svörum Hátt raunvaxtastig samhliða hægari vexti gæti skapað áskoranir Afgangur á viðskiptajöfnuði tæplega helmingi minni milli ára Níu teymi kynntu verkefni sín í Startup Tourism 2024 Leggja meiri áherslu á Prís og segja upp starfsmönnum Fjárfestingararmur Samherja bætir við sig í Högum Gunnars loksins selt Tveimur verslunum Krambúðarinnar lokað 75 sagt upp í þremur hópuppsögnum Kristjana nýr framkvæmdastjóri hjá Sýn Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Sjá meira
Olíuverð hefur hrunið að undanförnu og stendur tunnan af Brent-hráolíu núna í 55 dollurum. Verðið hefur lækkað um 35 prósent frá því í byrjun október þegar tunnan kostaði 85 dollara. Að sögn séfræðings hjá Íslandsbanka tekur dálítinn tíma fyrir lækkunina að skila sér í lægra bensínverði hjá neytendum. Um miðjan júlí stóð tunnan af brent hráolíu í 75 dollurum. Hún hækkaði svo upp í 85 dollara í október en í kjölfarið tók við snarpt lækkunarferli og í dag stendur verðið í 55 dollurum. Allar hækkanir ársins hafa því gengið til baka að fullu og verðið er svipað og það var haustið 2017. Þetta eru góðar fréttir fyrir íslensku flugfélögin. Ekki síst WOW air sem hefur ekki haft tök á að verja sig fyrir breytingum á olíuverði með samningum um fast verð. Lækkanir á hráolíuverði skila sér strax í innkaupum hjá WOW air sem kaupir mikið af flugvélaeldsneyti erlendis. Olíuverð er stór áhrifaþáttur verðbólgu. Hún mælist núna 3,7 prósent og hefur ekki verið hærri í fimm ár. Það má því segja að olíuverðslækkanir komi á réttum tíma. Jón Bjarki Bentsson, aðalhagfræðingur Íslandsbanka, segir að neytendur muni þó ekki sjá þessar lækkanir á olíu í bensínverðinu strax. „Það er birgðahald hjá olíufyrirtækjunum og það eru einhverjar vikur til mánuðir sem þau eiga á hverjum tíma í birgðum. Þar af leiðandi þurfa þau að fá það innkaupsverð til baka þótt verðið hafi breyst í millitíðinni,“ segir Jón Bjarki. Svo hafa fleiri þættir áhrif á verðþróun á bensíni en heimsmarkaðsverð á olíu. „Það eru þættir á borð við gengisþróun, innlendir kostnaðarliðir eins og laun og síðast en ekki síst veruleg krónutölugjöld ríkisins á eldsneyti, um 80 krónur á lítrann, sem breytast ekki neitt alveg sama hvað innkaupsverðinu líður. Það er svona miklu seigara í verðþróuninni á innlendu dælunni. En verðið er þegar farið að lækka og ég á von á að það lækki meira á komandi mánuðum ef að fram heldur sem horfir með heimsmarkaðsverðið og krónan gefur ekki verulega eftir á nýjan leik,“ segir Jón Bjarki.
Bensín og olía Íslenska krónan WOW Air Mest lesið Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Viðskipti erlent Lækka það sem fæst hjá öðrum en hækka hitt Neytendur Hátt raunvaxtastig samhliða hægari vexti gæti skapað áskoranir Viðskipti innlent Mátti ekki taka bjór úr hillum eftir allt saman Viðskipti innlent „Kemur ekki til greina“ að lækka eiginfjárkröfur Viðskipti innlent Tugmilljónakröfur í tómt þrotabú Viljans Viðskipti innlent Bein útsending: Ásgeir og Tómas sitja fyrir svörum Viðskipti innlent Halda jólin frítt með inneign í appinu Samstarf Domino's hækkar verð á þriðjudagstilboðinu Neytendur Tveimur verslunum Krambúðarinnar lokað Viðskipti innlent Fleiri fréttir Mátti ekki taka bjór úr hillum eftir allt saman Tugmilljónakröfur í tómt þrotabú Viljans „Kemur ekki til greina“ að lækka eiginfjárkröfur Atvinnuleysi dróst saman milli mánaða Bein útsending: Ásgeir og Tómas sitja fyrir svörum Hátt raunvaxtastig samhliða hægari vexti gæti skapað áskoranir Afgangur á viðskiptajöfnuði tæplega helmingi minni milli ára Níu teymi kynntu verkefni sín í Startup Tourism 2024 Leggja meiri áherslu á Prís og segja upp starfsmönnum Fjárfestingararmur Samherja bætir við sig í Högum Gunnars loksins selt Tveimur verslunum Krambúðarinnar lokað 75 sagt upp í þremur hópuppsögnum Kristjana nýr framkvæmdastjóri hjá Sýn Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Sjá meira