Sigursælasti þjálfarinn í sögu MLS-deildarinnar er látinn Tómas Þór Þórðarson skrifar 27. desember 2018 08:00 Sigi Schmid er allur. getty/Otto Greule Jr Sigi Schmid, sigursælasti þjálfarinn í sögu bandarísku MLS-deildarinnar í fótbolta, er látinn 65 ára að aldri. Hann lést á jóladag á Ronald Reagan-sjúkrahúsinu í Los Angeles þar sem hann að hann beið eftir að fá nýtt hjarta. Formleg dánarorsök hefur ekki verið gefin út en Þjóðverjinn, sem var skírður Siegfried Schmid, var búinn að glíma lengi við hjartavandamál og höfðu leikmenn LA Galaxy áhyggjur af honum á síðustu leiktíð, að því fram kemur í frétt LA Times. Schmid var meðal annars lagður inn á sjúkrahús vegna lungnabólgu þegar að hann stýrði Seattle Sounders árið 2009 og fyrir þremur árum missti hann af leik liðsins án þess að útskýrt var hvar þjálfarinn væri og hvers vegna hann missti af leiknum. Sigi Schmid fæddist í Þýskaland en flutti með foreldrum sínum aðeins fjögurra ára gamall til Kaliforníu þar sem að faðir hans fékk vinnu við bruggverksmiðju og móðir hans rak þýska matvöruverslun.Sigi Schmid fer yfir málin með Zlatan.getty/ Matthew AshtonJürgen Klinsmann, fyrrverandi landsliðsmaður Þýskalands og þjálfari bandaríska landsliðsins, fæddist skammt frá heimaslóðum Schmid í Þýskalandi og kynntist honum vel þegar að hann stýrði bandaríska landsliðinu. „Hann var mikill fjölskyldumaður og hann elskaði fótbolta. Hann var eins og alfræðiorðabók. Hann á stærstan hlut í uppbyggingu fótboltans í Bandaríkjunum undanfarin 30 ár. Hann bjó til sigursæl lið hjá LA Galaxy, Columbus Crew og Seattle Sounders,“ segir Klinsmann í viðtali við LA Times. Sigi Schmid gerðist þjálfari UCLA-háskólans árið 1980, fimm árum eftir að ljúka þar námi en hann tók svo við LA Galaxy árið 1999 og stýrði því til sigurs í MLS-deildinni árið 2002. Þá vann hann Meistaradeild Mið-Ameríku árið 2000 með Galaxy. Hann tók við Columbus Crew árið 2006 og gerði það að meisturum tveimur árum síðar áður en hann tók svo við stórliði Seattle Sounders árið 2009 og var þar í sjö ár. Hann var svo þjálfari Galaxy með Zlatan á síðustu leiktíð áður en hann lét af störfum. Schmid vann 266 deildarleiki í MLS-deildinni og 18 leiki í úrslitakeppninni. Hann vann MLS-deildina tvisvar sinnum, deildarmeistaratitilinn þrívegis og bandaríska bikarinn fimm sinnum. Andlát Fótbolti Mest lesið Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn Formúla 1 Dagskráin í dag: Jólamánuðurinn hefst á allskonar Sport „Ég þarf smá útrás“ Handbolti Sjö marka fyrri hálfleikur skaut Skyttunum í annað sætið Enski boltinn Frábær byrjun Slot ekki nóg til að slá út Solskjær Enski boltinn Tryggvi frákastahæstur í tapi gegn gömlu félögunum Körfubolti Musiala bjargaði stigi fyrir Bayern Fótbolti Fallbaráttulið Nantes tók stig af meisturunum Fótbolti Öruggur sigur ÍBV gegn Val Handbolti HM í fótbolta 2034 mun fara fram um vetur Fótbolti Fleiri fréttir Fallbaráttulið Nantes tók stig af meisturunum Musiala bjargaði stigi fyrir Bayern AC Milan aftur á sigurbraut Mark dæmt af Elíasi en liðið upp um fjögur sæti Þrenna og vítaþrenna í leikjum dagsins Sjö marka fyrri hálfleikur skaut Skyttunum í annað sætið HM í fótbolta 2034 mun fara fram um vetur Börsungar töpuðu óvænt á heimavelli Frábær byrjun Slot ekki nóg til að slá út Solskjær Óskar Hrafn opnar sig um Haugesund: Best að falla á eigið sverð Messi segist sakna Barcelona Guardiola: Núna þarf ég að sanna mig Guðmundur gæfi Kelleher risa samning: „Hverrar krónu virði og rúmlega það“ Fékk rétt svör við öllu nema um bjórinn Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Fimm mínútna VAR-dómur en fyrsta útistig Southampton Þær norsku geta nánast fagnað eins og Ísland gerði Ísland nær sigri í slagnum við Kanada Sterkt lið Íslands gegn Kanada í kvöld Jenas missir annað starf Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Keflvíkingar keyptu leikmann frá Njarðvík Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Hummels kom Rómverjum til bjargar Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims „Taktískt flott frammistaða í erfiðum leik“ Sjá meira
Sigi Schmid, sigursælasti þjálfarinn í sögu bandarísku MLS-deildarinnar í fótbolta, er látinn 65 ára að aldri. Hann lést á jóladag á Ronald Reagan-sjúkrahúsinu í Los Angeles þar sem hann að hann beið eftir að fá nýtt hjarta. Formleg dánarorsök hefur ekki verið gefin út en Þjóðverjinn, sem var skírður Siegfried Schmid, var búinn að glíma lengi við hjartavandamál og höfðu leikmenn LA Galaxy áhyggjur af honum á síðustu leiktíð, að því fram kemur í frétt LA Times. Schmid var meðal annars lagður inn á sjúkrahús vegna lungnabólgu þegar að hann stýrði Seattle Sounders árið 2009 og fyrir þremur árum missti hann af leik liðsins án þess að útskýrt var hvar þjálfarinn væri og hvers vegna hann missti af leiknum. Sigi Schmid fæddist í Þýskaland en flutti með foreldrum sínum aðeins fjögurra ára gamall til Kaliforníu þar sem að faðir hans fékk vinnu við bruggverksmiðju og móðir hans rak þýska matvöruverslun.Sigi Schmid fer yfir málin með Zlatan.getty/ Matthew AshtonJürgen Klinsmann, fyrrverandi landsliðsmaður Þýskalands og þjálfari bandaríska landsliðsins, fæddist skammt frá heimaslóðum Schmid í Þýskalandi og kynntist honum vel þegar að hann stýrði bandaríska landsliðinu. „Hann var mikill fjölskyldumaður og hann elskaði fótbolta. Hann var eins og alfræðiorðabók. Hann á stærstan hlut í uppbyggingu fótboltans í Bandaríkjunum undanfarin 30 ár. Hann bjó til sigursæl lið hjá LA Galaxy, Columbus Crew og Seattle Sounders,“ segir Klinsmann í viðtali við LA Times. Sigi Schmid gerðist þjálfari UCLA-háskólans árið 1980, fimm árum eftir að ljúka þar námi en hann tók svo við LA Galaxy árið 1999 og stýrði því til sigurs í MLS-deildinni árið 2002. Þá vann hann Meistaradeild Mið-Ameríku árið 2000 með Galaxy. Hann tók við Columbus Crew árið 2006 og gerði það að meisturum tveimur árum síðar áður en hann tók svo við stórliði Seattle Sounders árið 2009 og var þar í sjö ár. Hann var svo þjálfari Galaxy með Zlatan á síðustu leiktíð áður en hann lét af störfum. Schmid vann 266 deildarleiki í MLS-deildinni og 18 leiki í úrslitakeppninni. Hann vann MLS-deildina tvisvar sinnum, deildarmeistaratitilinn þrívegis og bandaríska bikarinn fimm sinnum.
Andlát Fótbolti Mest lesið Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn Formúla 1 Dagskráin í dag: Jólamánuðurinn hefst á allskonar Sport „Ég þarf smá útrás“ Handbolti Sjö marka fyrri hálfleikur skaut Skyttunum í annað sætið Enski boltinn Frábær byrjun Slot ekki nóg til að slá út Solskjær Enski boltinn Tryggvi frákastahæstur í tapi gegn gömlu félögunum Körfubolti Musiala bjargaði stigi fyrir Bayern Fótbolti Fallbaráttulið Nantes tók stig af meisturunum Fótbolti Öruggur sigur ÍBV gegn Val Handbolti HM í fótbolta 2034 mun fara fram um vetur Fótbolti Fleiri fréttir Fallbaráttulið Nantes tók stig af meisturunum Musiala bjargaði stigi fyrir Bayern AC Milan aftur á sigurbraut Mark dæmt af Elíasi en liðið upp um fjögur sæti Þrenna og vítaþrenna í leikjum dagsins Sjö marka fyrri hálfleikur skaut Skyttunum í annað sætið HM í fótbolta 2034 mun fara fram um vetur Börsungar töpuðu óvænt á heimavelli Frábær byrjun Slot ekki nóg til að slá út Solskjær Óskar Hrafn opnar sig um Haugesund: Best að falla á eigið sverð Messi segist sakna Barcelona Guardiola: Núna þarf ég að sanna mig Guðmundur gæfi Kelleher risa samning: „Hverrar krónu virði og rúmlega það“ Fékk rétt svör við öllu nema um bjórinn Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Fimm mínútna VAR-dómur en fyrsta útistig Southampton Þær norsku geta nánast fagnað eins og Ísland gerði Ísland nær sigri í slagnum við Kanada Sterkt lið Íslands gegn Kanada í kvöld Jenas missir annað starf Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Keflvíkingar keyptu leikmann frá Njarðvík Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Hummels kom Rómverjum til bjargar Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims „Taktískt flott frammistaða í erfiðum leik“ Sjá meira