Fjármálaráðherra sér ekki tilefni til heildarendurskoðunar stjórnarskrár Kjartan Kjartansson skrifar 27. desember 2018 19:30 Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, vill setja mörk á umfang endurskoðunar stjórnarskrárinnar. Vísir/Vilhelm Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, telur að ekki sé þörf á heildarendurskoðun stjórnarskrárinnar þrátt fyrir að kveðið sé á um það í stjórnarsáttmála ríkisstjórnar hans. Forsætisráðherra segir formenn hinna stjórnarflokkanna ekki hafa gert neinar athugasemdir við vinnu nefndar hennar um stjórnarskrármál. Í stjórnarsáttmála ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokks, Vinstri grænna og Framsóknarflokks kemur fram að hún vilji halda áfram heildarendurskoðun stjórnarskrárinnar. Í því skyni ætti nefnd um málið að hefja störf í upphafi nýs þings. Engu að síður lét Bjarni bóka á fundi formanna flokkanna sem eiga sæti á Alþingi um stjórnarskrármál í byrjun október að hann teldi ekki þörf á heildarendurskoðun stjórnarskrárinnar. Kjarninn fjallaði fyrst um bókun fjármálaráðherra. Í fundargerð sem var nýlega birt kemur fram að fjármálaráðherra hafi látið bóka að hann teldi frekar ráð að „vinna áfram með þessi helstu ákvæði, auðlindir, umhverfi, þjóðaratkvæði og framsalsákvæði“. Hann bæri virðingu fyrir ólíkum sjónarmiðum en hann teldi að hópurinn væri „kominn á kaf í umræðu um atriði sem séu fyrir utan það sem hann telji þörf á að ræða“. Ekki náðist í fjármálaráðherra við vinnslu fréttarinnar.Katrín Jakobsdóttir segir vinnulag formannanefndar um stjórnarskrármál sé í samræmi við stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar.Fréttablaðið/AntonEngar athugasemdir borist frá formönnum stjórnarflokkanna Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, segir við Vísi að hvorki Bjarni né Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, hafi gert athugasemdir við vinnulag hópsins sem hún stýrir um endurskoðun stjórnarskrárinnar. Það vinnulag sé í samræmi við stjórnarsáttmálann. Vinnan sé á áætlun og líti svo á að hún hafi gengið vel. Segist hún þó gera sér grein fyrir því að ólík sjónarmið sé uppi á meðal fulltrúa í nefndinni um hversu miklu eigi að breyta í heildarendurskoðun á stjórnarskránni. Einhverjir fulltrúar í nefndinni hafi bókað um sína sýn á það. „Ég er nú ennþá bara hóflega bjartsýn á að við náum saman um mikilvægar breytingar á stjórnarskránni á þessu kjörtímabili,“ segir forsætisráðherra. Þannig segist Katrín binda vonir til þess að auðlinda- og umhverfisákvæði komist í opið samráð í janúar.Helgi Hrafn bókaði að forsenda fyrir þátttöku Pírata í vinnu formannanefndarinnar væri að heildarendurskoðun á stjórnarskránni færi fram á grundvelli fyrri vinnu, þar á meðal frumvarpi stjórnlagaráðs.Stöð 2Sendi ekki bara það í samráð sem Bjarna Ben þóknast Helgi Hrafn Gunnarsson, fulltrúi Pírata í nefndinni, segir skoðun fjármálaráðherra ekki nýja af nálinni og að hann hafi viðrað hana allt frá því að fyrst var stungið upp á heildarendurskoðun stjórnarskrárinnar. Það sé hins vegar ekki hann heldur Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, sem stýri vinnunni. „Ég lít svo á að forsætisráðherra stýri þessu skipi, ekki Bjarni Ben,“ segir Helgi Hrafn við Vísi. Píratar leggi áherslu á heildarendurskoðun stjórnarskrár á grundvelli tillagna stjórnlagaráðs sem settar voru fram árið 2011. Sjálfsagt sé þó að skoða þær frekar og rökræða enda hafi það alltaf verið ætlunin. Forsendan fyrir þátttöku Pírata í endurskoðunarvinnunni sé sú að allar tillögur stjórnlagaráðs verði lagðar fyrir almennings til samráðs. „Svo má vel vera að úr þeim rökræðum komi í ljós að eitthvað sé slæmt eða að annað þurfi að bæta en það þarf allt að vera með í því ferli. Það er aðalatriðið hjá okkur,“ segir hann. Spurður um framhald vinnu nefndarinnar í ljósi þess að formaður eins stjórnarflokkanna telji ekki þörf á heildarendurskoðun stjórnarskrárinnar segir Helgi Hrafn stöðuna nokkuð skrýtna. Hann hafi ekki séð forsætisráðherra taka undir sjónarmið fjármálaráðherra. „Á meðan ég trúi því ennþá að forsætisráðherra stefni að fullum heilindum á heildarendurskoðun er ég alveg rólegur svo lengi sem ferlið feli í sér að við tökum allt efniðp til meðferðar, óháð því hvað kemur úr því. Það þarf allt að vera með. Við getum ekki bara valið úr það Bjarna Ben þóknast,“ segir Helgi Hrafn. Á meðal atriða sem Helgi Hrafn telur nauðsynlegt að taka til umfjöllunar er hvort ákvæði um íslensku sem þjóðtunga eigi að vera í endurskoðaðri stjórnarskrá, endurskoðun ráðherraábyrgðar og tímamörk á embættissetu ráðherra. Alþingi Stjórnarskrá Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Innlent Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Innlent Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Innlent Verði að virða það sem þjóðin vilji Innlent Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Innlent Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Innlent Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Innlent Fréttin öll Innlent Telja sig hvorki geta hafnað né samþykkt ósk um endurtalningu Innlent Fleiri fréttir Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Afturkalla átta friðlýsingar Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Valkyrjustjórn, afkomukvíði og jóladans í beinni Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Hitasveifla upp á 23 gráður á innan við sólarhring Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Bæjarstjóraskipti á áætlun í Hafnarfirði Gleðitár á hvarmi Fúsa við verðlaunaafhendingu Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Hámarksbið eftir barnabótum verður fjórir mánuðir Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Blandar sér í baráttuna um rektorinn Ragnar Þór hættur hjá VR og Halla tekin við „Fullkomlega galin“ fjárhagsleg ákvörðun að vera rithöfundur á Íslandi Fréttin öll Sigríður Júlía verður bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar „Ég er bara bjartsýnn“ Kristrún fær umboðið og boðar Ingu og Þorgerði á sinn fund Verði að virða það sem þjóðin vilji Umsóknir enn til meðferðar „á faglegum grunni“ Framlengir fjöldaflóttavernd enn frekar Telja sig hvorki geta hafnað né samþykkt ósk um endurtalningu Að starfa með Sjálfstæðisflokknum eins og að sænga hjá ísbirni Grunaður morðingi áfram bak við lás og slá Allir flokkar innan frávika í könnunum nema Flokkur fólksins Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Hraunflæði áfram mest til austurs Ákvörðunar Höllu líklega að vænta í dag Sjá meira
Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, telur að ekki sé þörf á heildarendurskoðun stjórnarskrárinnar þrátt fyrir að kveðið sé á um það í stjórnarsáttmála ríkisstjórnar hans. Forsætisráðherra segir formenn hinna stjórnarflokkanna ekki hafa gert neinar athugasemdir við vinnu nefndar hennar um stjórnarskrármál. Í stjórnarsáttmála ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokks, Vinstri grænna og Framsóknarflokks kemur fram að hún vilji halda áfram heildarendurskoðun stjórnarskrárinnar. Í því skyni ætti nefnd um málið að hefja störf í upphafi nýs þings. Engu að síður lét Bjarni bóka á fundi formanna flokkanna sem eiga sæti á Alþingi um stjórnarskrármál í byrjun október að hann teldi ekki þörf á heildarendurskoðun stjórnarskrárinnar. Kjarninn fjallaði fyrst um bókun fjármálaráðherra. Í fundargerð sem var nýlega birt kemur fram að fjármálaráðherra hafi látið bóka að hann teldi frekar ráð að „vinna áfram með þessi helstu ákvæði, auðlindir, umhverfi, þjóðaratkvæði og framsalsákvæði“. Hann bæri virðingu fyrir ólíkum sjónarmiðum en hann teldi að hópurinn væri „kominn á kaf í umræðu um atriði sem séu fyrir utan það sem hann telji þörf á að ræða“. Ekki náðist í fjármálaráðherra við vinnslu fréttarinnar.Katrín Jakobsdóttir segir vinnulag formannanefndar um stjórnarskrármál sé í samræmi við stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar.Fréttablaðið/AntonEngar athugasemdir borist frá formönnum stjórnarflokkanna Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, segir við Vísi að hvorki Bjarni né Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, hafi gert athugasemdir við vinnulag hópsins sem hún stýrir um endurskoðun stjórnarskrárinnar. Það vinnulag sé í samræmi við stjórnarsáttmálann. Vinnan sé á áætlun og líti svo á að hún hafi gengið vel. Segist hún þó gera sér grein fyrir því að ólík sjónarmið sé uppi á meðal fulltrúa í nefndinni um hversu miklu eigi að breyta í heildarendurskoðun á stjórnarskránni. Einhverjir fulltrúar í nefndinni hafi bókað um sína sýn á það. „Ég er nú ennþá bara hóflega bjartsýn á að við náum saman um mikilvægar breytingar á stjórnarskránni á þessu kjörtímabili,“ segir forsætisráðherra. Þannig segist Katrín binda vonir til þess að auðlinda- og umhverfisákvæði komist í opið samráð í janúar.Helgi Hrafn bókaði að forsenda fyrir þátttöku Pírata í vinnu formannanefndarinnar væri að heildarendurskoðun á stjórnarskránni færi fram á grundvelli fyrri vinnu, þar á meðal frumvarpi stjórnlagaráðs.Stöð 2Sendi ekki bara það í samráð sem Bjarna Ben þóknast Helgi Hrafn Gunnarsson, fulltrúi Pírata í nefndinni, segir skoðun fjármálaráðherra ekki nýja af nálinni og að hann hafi viðrað hana allt frá því að fyrst var stungið upp á heildarendurskoðun stjórnarskrárinnar. Það sé hins vegar ekki hann heldur Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, sem stýri vinnunni. „Ég lít svo á að forsætisráðherra stýri þessu skipi, ekki Bjarni Ben,“ segir Helgi Hrafn við Vísi. Píratar leggi áherslu á heildarendurskoðun stjórnarskrár á grundvelli tillagna stjórnlagaráðs sem settar voru fram árið 2011. Sjálfsagt sé þó að skoða þær frekar og rökræða enda hafi það alltaf verið ætlunin. Forsendan fyrir þátttöku Pírata í endurskoðunarvinnunni sé sú að allar tillögur stjórnlagaráðs verði lagðar fyrir almennings til samráðs. „Svo má vel vera að úr þeim rökræðum komi í ljós að eitthvað sé slæmt eða að annað þurfi að bæta en það þarf allt að vera með í því ferli. Það er aðalatriðið hjá okkur,“ segir hann. Spurður um framhald vinnu nefndarinnar í ljósi þess að formaður eins stjórnarflokkanna telji ekki þörf á heildarendurskoðun stjórnarskrárinnar segir Helgi Hrafn stöðuna nokkuð skrýtna. Hann hafi ekki séð forsætisráðherra taka undir sjónarmið fjármálaráðherra. „Á meðan ég trúi því ennþá að forsætisráðherra stefni að fullum heilindum á heildarendurskoðun er ég alveg rólegur svo lengi sem ferlið feli í sér að við tökum allt efniðp til meðferðar, óháð því hvað kemur úr því. Það þarf allt að vera með. Við getum ekki bara valið úr það Bjarna Ben þóknast,“ segir Helgi Hrafn. Á meðal atriða sem Helgi Hrafn telur nauðsynlegt að taka til umfjöllunar er hvort ákvæði um íslensku sem þjóðtunga eigi að vera í endurskoðaðri stjórnarskrá, endurskoðun ráðherraábyrgðar og tímamörk á embættissetu ráðherra.
Alþingi Stjórnarskrá Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Innlent Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Innlent Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Innlent Verði að virða það sem þjóðin vilji Innlent Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Innlent Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Innlent Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Innlent Fréttin öll Innlent Telja sig hvorki geta hafnað né samþykkt ósk um endurtalningu Innlent Fleiri fréttir Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Afturkalla átta friðlýsingar Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Valkyrjustjórn, afkomukvíði og jóladans í beinni Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Hitasveifla upp á 23 gráður á innan við sólarhring Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Bæjarstjóraskipti á áætlun í Hafnarfirði Gleðitár á hvarmi Fúsa við verðlaunaafhendingu Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Hámarksbið eftir barnabótum verður fjórir mánuðir Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Blandar sér í baráttuna um rektorinn Ragnar Þór hættur hjá VR og Halla tekin við „Fullkomlega galin“ fjárhagsleg ákvörðun að vera rithöfundur á Íslandi Fréttin öll Sigríður Júlía verður bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar „Ég er bara bjartsýnn“ Kristrún fær umboðið og boðar Ingu og Þorgerði á sinn fund Verði að virða það sem þjóðin vilji Umsóknir enn til meðferðar „á faglegum grunni“ Framlengir fjöldaflóttavernd enn frekar Telja sig hvorki geta hafnað né samþykkt ósk um endurtalningu Að starfa með Sjálfstæðisflokknum eins og að sænga hjá ísbirni Grunaður morðingi áfram bak við lás og slá Allir flokkar innan frávika í könnunum nema Flokkur fólksins Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Hraunflæði áfram mest til austurs Ákvörðunar Höllu líklega að vænta í dag Sjá meira