Geta hætt við Brexit Samúel Karl Ólason skrifar 10. desember 2018 11:15 Dómstóllinn tók málið fyrir eftir að breskir stjórnmálamenn, sem eru andvígir Brexit, kölluðu eftir því að Bretar hættu við úrsögnina. EPA/ANDY RAIN Evrópudómstóllinn hefur komist að þeirri niðurstöðu að yfirvöld Bretlands geta hætt við úrsögn þeirra úr Evrópusambandinu, án þess að vera bundin einhvers konar leyfi frá hinum aðildarríkjum sambandsins. Þar að auki myndi sú ákvörðun engin áhrif hafa á aðild Bretlands að ESB. Dómstóllinn tók málið fyrir eftir að breskir stjórnmálamenn, sem eru andvígir Brexit, kölluðu eftir því að Bretar hættu við úrsögnina. Ríkisstjórn Bretlands og ESB var þó andvígt því að Bretar gætu tekið slíka ákvörðun einhliða. Þingmenn Bretlands munu kjósa á morgun um Brexit-samning Theresu May, forsætisráðherra Bretlands. Hins vegar telja fjölmiðlar og spekúlantar ytra að nánast engar líkur séu á því að samningurinn verði samþykktur, sé mið tekið af yfirlýsingum breskra þingmanna. May hefur reynt að safna stuðningi vegna samningsins en bandamenn hennar hafa hvatt hana til að hætta við atkvæðagreiðsluna á morgun, án árangurs.Evrópudómstóllinn segir aðildarríki ESB geta hætt við svo lengi sem að tveggja ára aðlögunartímabilið sé ekki liðið og að samningur hafi ekki verið samþykktur af báðum aðilum. Ef Bretar myndu hætta við, yrði aðild þeirra á sömu forsendum og fyrir Brexit. Þeir yrðu ekki þvingaðir til að taka upp Evru né til þess að ganga inn í Schengen-samstarfið. Í niðurstöðu ECJ kemur einnig fram að ákvörðun um að draga úrsögn til baka yrði að vera samþykkt af breska þinginu.#ECJ: UK is free to unilaterally revoke the notification of its intention to withdraw from the EU – Case C-621/18 Wightman #Brexitpic.twitter.com/KUOI2eQ48C — EU Court of Justice (@EUCourtPress) December 10, 2018Samkvæmt BBC vonast andstæðingar Brexit til þess að úrskurður ECJ leiði til þess að hætt verði við úrsögnina eða boðað verði til annarrar þjóðaratkvæðagreiðslu. Þingið gæti framlengt aðlögunartímabilið og notað það til að boða til annarrar atkvæðagreiðslu.Jolyon Maugham QC, forsvarsmaður samtakanna sem fór með málið fyrir Evrópudómstólinn, segir að úrskurðurinn sé einhver sá mikilvægasti í nútímasögu Bretlands. „Það er upp á þingmennina komið að muna af hverju þeir fóru í stjórnmál og finna hugrekki til þess að setja ríkið framar einkahagsmuna,“ hefur BBC eftir Maugham. Svo virðist þó sem að ríkisstjórn May líti ekki svo á málið. Umhverfisráðherranna Michael Gove sagði í morgun að þeir sem væru að kalla eftir annarri atkvæðagreiðslu hefðu aldrei sæst á niðurstöðu þeirrar fyrstu. „Við viljum ekki vera í Evrópusambandinu. Við kusum mjög greinilega. 17,4 milljónir manna sendu skýr skilaboð um að við vildum yfirgefa ESB og það þýðir einnig að yfirgefa lögsögu Evrópudómstólsins.“ Hann sagði einnig að ríkisstjórnin væri staðráðin í að Brexit færi fram þann 29. mars. Jeremy Hunt, utanríkisráðherra, sagði að fólk yrði mjög reitt ef ríkisstjórnin ákveði að fresta Brexit og ekki stæði til að gera það.Flow chart describing what possibly happens next in the Brexit process pic.twitter.com/BGODBSoXlB— AFP news agency (@AFP) December 10, 2018 Bretland Brexit Evrópusambandið Tengdar fréttir May stillir þingmönnum upp við vegg vegna Brexit Forsætisráðherra Bretlands segir þingmönnum að ef þeir samþykkja ekki útgöngusamningin hennar verði mögulega ekkert af Brexit.e 6. desember 2018 13:56 Breska ríkisstjórnin niðurlægð á þingi vegna Brexit Ályktun var samþykkt um að ríkisstjórnin hefði lítilsvirt þingið og þingið fær meiri völd til að hafa áhrif á hvað gerist ef Brexit-samningnum verður hafnað. 5. desember 2018 10:52 Ólafur telur Breta hafa rétt á að skipta um skoðun Breska þingið á rétt á því að skipta um skoðun samkvæmt ákvæðum um þingræði. Þingið geti skipt um skoðun hvenær sem er og það ætti breska þjóðin líka að geta gert með nýrri þjóðaratkvæðagreiðslu um Brexit til að ljúka hinu mikla deilumáli sem hefur einkennt breska þjóðmálaumræðu síðan þjóðin ákvað að ganga úr Evrópusambandinu árið 2016. 9. desember 2018 14:46 May talin ætla að krefja Evrópusambandið um betri samning Allt stefnir í að breska þingið kolfelli Brexit-samning Theresu May forsætisráðherra. Hún er nú sögð íhuga að fresta atkvæðagreiðslunni og leita hófanna hjá Evrópusambandinu um nýjan samning. 9. desember 2018 08:39 Segir Breta geta hætt við Brexit einhliða Bresk stjórnvöld ættu einhliða að gera hætt við útgöngu sína úr Evrópusambandinu. Þetta kemur fram í áliti lögsögumanns (e. advocate general) Evrópudómstólsins. 4. desember 2018 10:51 Mest lesið Eiga yfir höfði sér dauðadóm fyrir að hylja ekki hár sitt Erlent Öskraði þegar hann var leiddur í dómsal Erlent Mega hafa einn sundlaugarvörð á vakt í Vík í Mýrdal Innlent Auglýstu á samfélagsmiðlum fyrir 45 milljónir Innlent Reyndi að hengja sig með nærfötunum sínum Erlent Boða tíma „stöðugleika og friðar“ Erlent Stærstu og umdeildustu sigrar ársins Innlent Níræður maður og nýbakaður tvíburafaðir duttu í lukkupottinn Innlent Innlendir framleiðendur stundi samkeppnishindranir Innlent Hefði átt að vera ljóst að logandi pappír í skáp gæti endað með bruna Innlent Fleiri fréttir Reyndi að hengja sig með nærfötunum sínum Dómari stöðvar sölu Infowars til The Onion Eiga yfir höfði sér dauðadóm fyrir að hylja ekki hár sitt Boða tíma „stöðugleika og friðar“ Öskraði þegar hann var leiddur í dómsal Féll í gólfið í hádegispásu í þinghúsinu „Síðasta manneskjan sem mann myndi nokkurn tímann gruna“ Fórnarlömb „TikTok-mannsins“ skáluðu í kampavíni Varar Repúblikana við að standa í vegi hans og Trumps Draga tennurnar úr næstu ríkisstjórn Sýrlands Öngþveiti við „sláturhús“ Assads Forseti Brasilíu á gjörgæslu eftir heilaaðgerð Ákærður fyrir morð í New York Netanjahú ber vitni í spillingarmáli sínu Nóbelsverðlaunahafar mótmæla útnefningu Kennedy Fær ekki að breyta skilmálum fjölskyldusjóðsins Erlend ríki keppast við að tryggja hagsmuni sína í Sýrlandi Þetta er maðurinn sem er grunaður um launmorðið Í skýrslutöku í tengslum við morðið í New York Norski hryðjuverkamaðurinn telur brotið á sér í fangelsi Myrtu fleiri en hundrað meintar nornir og galdrakarla Handtóku vopnaðan málaliðahóp í Rúmeníu Vörpuðu sprengjum á hergögn og efnavopn í Sýrlandi Með fingraför og lífsýni til rannsóknar Sýrlenska þjóðin á krossgötum: Hver er Abu Mohammed al-Jolani? Fyrsta árið sem fer yfir einnar og hálfrar gráðu múrinn Líklegasta kanslaraefnið heimsótti Kænugarð Hyggur á náðun uppreisnarseggja og afnám sjálfvirks ríkisborgararéttar Jay-Z kærður fyrir að nauðga þrettán ára stúlku Hver er Assad? Læknaneminn sem varð að einræðisherra Sjá meira
Evrópudómstóllinn hefur komist að þeirri niðurstöðu að yfirvöld Bretlands geta hætt við úrsögn þeirra úr Evrópusambandinu, án þess að vera bundin einhvers konar leyfi frá hinum aðildarríkjum sambandsins. Þar að auki myndi sú ákvörðun engin áhrif hafa á aðild Bretlands að ESB. Dómstóllinn tók málið fyrir eftir að breskir stjórnmálamenn, sem eru andvígir Brexit, kölluðu eftir því að Bretar hættu við úrsögnina. Ríkisstjórn Bretlands og ESB var þó andvígt því að Bretar gætu tekið slíka ákvörðun einhliða. Þingmenn Bretlands munu kjósa á morgun um Brexit-samning Theresu May, forsætisráðherra Bretlands. Hins vegar telja fjölmiðlar og spekúlantar ytra að nánast engar líkur séu á því að samningurinn verði samþykktur, sé mið tekið af yfirlýsingum breskra þingmanna. May hefur reynt að safna stuðningi vegna samningsins en bandamenn hennar hafa hvatt hana til að hætta við atkvæðagreiðsluna á morgun, án árangurs.Evrópudómstóllinn segir aðildarríki ESB geta hætt við svo lengi sem að tveggja ára aðlögunartímabilið sé ekki liðið og að samningur hafi ekki verið samþykktur af báðum aðilum. Ef Bretar myndu hætta við, yrði aðild þeirra á sömu forsendum og fyrir Brexit. Þeir yrðu ekki þvingaðir til að taka upp Evru né til þess að ganga inn í Schengen-samstarfið. Í niðurstöðu ECJ kemur einnig fram að ákvörðun um að draga úrsögn til baka yrði að vera samþykkt af breska þinginu.#ECJ: UK is free to unilaterally revoke the notification of its intention to withdraw from the EU – Case C-621/18 Wightman #Brexitpic.twitter.com/KUOI2eQ48C — EU Court of Justice (@EUCourtPress) December 10, 2018Samkvæmt BBC vonast andstæðingar Brexit til þess að úrskurður ECJ leiði til þess að hætt verði við úrsögnina eða boðað verði til annarrar þjóðaratkvæðagreiðslu. Þingið gæti framlengt aðlögunartímabilið og notað það til að boða til annarrar atkvæðagreiðslu.Jolyon Maugham QC, forsvarsmaður samtakanna sem fór með málið fyrir Evrópudómstólinn, segir að úrskurðurinn sé einhver sá mikilvægasti í nútímasögu Bretlands. „Það er upp á þingmennina komið að muna af hverju þeir fóru í stjórnmál og finna hugrekki til þess að setja ríkið framar einkahagsmuna,“ hefur BBC eftir Maugham. Svo virðist þó sem að ríkisstjórn May líti ekki svo á málið. Umhverfisráðherranna Michael Gove sagði í morgun að þeir sem væru að kalla eftir annarri atkvæðagreiðslu hefðu aldrei sæst á niðurstöðu þeirrar fyrstu. „Við viljum ekki vera í Evrópusambandinu. Við kusum mjög greinilega. 17,4 milljónir manna sendu skýr skilaboð um að við vildum yfirgefa ESB og það þýðir einnig að yfirgefa lögsögu Evrópudómstólsins.“ Hann sagði einnig að ríkisstjórnin væri staðráðin í að Brexit færi fram þann 29. mars. Jeremy Hunt, utanríkisráðherra, sagði að fólk yrði mjög reitt ef ríkisstjórnin ákveði að fresta Brexit og ekki stæði til að gera það.Flow chart describing what possibly happens next in the Brexit process pic.twitter.com/BGODBSoXlB— AFP news agency (@AFP) December 10, 2018
Bretland Brexit Evrópusambandið Tengdar fréttir May stillir þingmönnum upp við vegg vegna Brexit Forsætisráðherra Bretlands segir þingmönnum að ef þeir samþykkja ekki útgöngusamningin hennar verði mögulega ekkert af Brexit.e 6. desember 2018 13:56 Breska ríkisstjórnin niðurlægð á þingi vegna Brexit Ályktun var samþykkt um að ríkisstjórnin hefði lítilsvirt þingið og þingið fær meiri völd til að hafa áhrif á hvað gerist ef Brexit-samningnum verður hafnað. 5. desember 2018 10:52 Ólafur telur Breta hafa rétt á að skipta um skoðun Breska þingið á rétt á því að skipta um skoðun samkvæmt ákvæðum um þingræði. Þingið geti skipt um skoðun hvenær sem er og það ætti breska þjóðin líka að geta gert með nýrri þjóðaratkvæðagreiðslu um Brexit til að ljúka hinu mikla deilumáli sem hefur einkennt breska þjóðmálaumræðu síðan þjóðin ákvað að ganga úr Evrópusambandinu árið 2016. 9. desember 2018 14:46 May talin ætla að krefja Evrópusambandið um betri samning Allt stefnir í að breska þingið kolfelli Brexit-samning Theresu May forsætisráðherra. Hún er nú sögð íhuga að fresta atkvæðagreiðslunni og leita hófanna hjá Evrópusambandinu um nýjan samning. 9. desember 2018 08:39 Segir Breta geta hætt við Brexit einhliða Bresk stjórnvöld ættu einhliða að gera hætt við útgöngu sína úr Evrópusambandinu. Þetta kemur fram í áliti lögsögumanns (e. advocate general) Evrópudómstólsins. 4. desember 2018 10:51 Mest lesið Eiga yfir höfði sér dauðadóm fyrir að hylja ekki hár sitt Erlent Öskraði þegar hann var leiddur í dómsal Erlent Mega hafa einn sundlaugarvörð á vakt í Vík í Mýrdal Innlent Auglýstu á samfélagsmiðlum fyrir 45 milljónir Innlent Reyndi að hengja sig með nærfötunum sínum Erlent Boða tíma „stöðugleika og friðar“ Erlent Stærstu og umdeildustu sigrar ársins Innlent Níræður maður og nýbakaður tvíburafaðir duttu í lukkupottinn Innlent Innlendir framleiðendur stundi samkeppnishindranir Innlent Hefði átt að vera ljóst að logandi pappír í skáp gæti endað með bruna Innlent Fleiri fréttir Reyndi að hengja sig með nærfötunum sínum Dómari stöðvar sölu Infowars til The Onion Eiga yfir höfði sér dauðadóm fyrir að hylja ekki hár sitt Boða tíma „stöðugleika og friðar“ Öskraði þegar hann var leiddur í dómsal Féll í gólfið í hádegispásu í þinghúsinu „Síðasta manneskjan sem mann myndi nokkurn tímann gruna“ Fórnarlömb „TikTok-mannsins“ skáluðu í kampavíni Varar Repúblikana við að standa í vegi hans og Trumps Draga tennurnar úr næstu ríkisstjórn Sýrlands Öngþveiti við „sláturhús“ Assads Forseti Brasilíu á gjörgæslu eftir heilaaðgerð Ákærður fyrir morð í New York Netanjahú ber vitni í spillingarmáli sínu Nóbelsverðlaunahafar mótmæla útnefningu Kennedy Fær ekki að breyta skilmálum fjölskyldusjóðsins Erlend ríki keppast við að tryggja hagsmuni sína í Sýrlandi Þetta er maðurinn sem er grunaður um launmorðið Í skýrslutöku í tengslum við morðið í New York Norski hryðjuverkamaðurinn telur brotið á sér í fangelsi Myrtu fleiri en hundrað meintar nornir og galdrakarla Handtóku vopnaðan málaliðahóp í Rúmeníu Vörpuðu sprengjum á hergögn og efnavopn í Sýrlandi Með fingraför og lífsýni til rannsóknar Sýrlenska þjóðin á krossgötum: Hver er Abu Mohammed al-Jolani? Fyrsta árið sem fer yfir einnar og hálfrar gráðu múrinn Líklegasta kanslaraefnið heimsótti Kænugarð Hyggur á náðun uppreisnarseggja og afnám sjálfvirks ríkisborgararéttar Jay-Z kærður fyrir að nauðga þrettán ára stúlku Hver er Assad? Læknaneminn sem varð að einræðisherra Sjá meira
May stillir þingmönnum upp við vegg vegna Brexit Forsætisráðherra Bretlands segir þingmönnum að ef þeir samþykkja ekki útgöngusamningin hennar verði mögulega ekkert af Brexit.e 6. desember 2018 13:56
Breska ríkisstjórnin niðurlægð á þingi vegna Brexit Ályktun var samþykkt um að ríkisstjórnin hefði lítilsvirt þingið og þingið fær meiri völd til að hafa áhrif á hvað gerist ef Brexit-samningnum verður hafnað. 5. desember 2018 10:52
Ólafur telur Breta hafa rétt á að skipta um skoðun Breska þingið á rétt á því að skipta um skoðun samkvæmt ákvæðum um þingræði. Þingið geti skipt um skoðun hvenær sem er og það ætti breska þjóðin líka að geta gert með nýrri þjóðaratkvæðagreiðslu um Brexit til að ljúka hinu mikla deilumáli sem hefur einkennt breska þjóðmálaumræðu síðan þjóðin ákvað að ganga úr Evrópusambandinu árið 2016. 9. desember 2018 14:46
May talin ætla að krefja Evrópusambandið um betri samning Allt stefnir í að breska þingið kolfelli Brexit-samning Theresu May forsætisráðherra. Hún er nú sögð íhuga að fresta atkvæðagreiðslunni og leita hófanna hjá Evrópusambandinu um nýjan samning. 9. desember 2018 08:39
Segir Breta geta hætt við Brexit einhliða Bresk stjórnvöld ættu einhliða að gera hætt við útgöngu sína úr Evrópusambandinu. Þetta kemur fram í áliti lögsögumanns (e. advocate general) Evrópudómstólsins. 4. desember 2018 10:51