Ríkisstjórnin vill draga úr eignarhaldi á bönkum Jakob Bjarnar skrifar 10. desember 2018 16:24 Í Hvítbókinni eru færð rök fyrir því að vert sé að losa um eignarhald ríkisins á fjármálafyrirtækjum og lækka á þau skattaheimtu. visir/vilhelm Svokölluð Hvítbók um framtíðarsýn fyrir fjármálakerfið hefur verið sett fram af hálfu Fjármála- og efnahagsráðuneytisins. Þar eru meðal annars sett fram rök sem um að vert sé að draga úr eignarhaldi ríkisins á fjármálafyrirtækjum. „Tekið er fram að rök séu fyrir því að dregið verði úr víðtæku eignarhaldi ríkisins í fjármálafyrirtækjum til þess að draga úr áhættu, fórnarkostnaði og neikvæðum samkeppnisáhrifum. Í aðdraganda sölu bankanna sé ástæða til að setja í forgang lækkun sértækra skatta og lögfestingu varnarlínu. Þá sé mikilvægt að stjórnvöld hugsi heildstætt um framtíðareignarhald þar sem fjölbreytt eignarhald sé til þess fallið að ná sátt og draga úr áhættu,“ segir í tilkynningu sem sett hefur verið fram á heimasíðu fjármála- og efnahagsráðuneytis Bjarna Benediktssonar. Einnig er vakin athygli á því að vert sé að lækka skatta á fjármálafyrirtækin. Í skýrslunni kemur fram að smæð markaðarins, háir skattar og töluvert miklar eiginfjárkröfur „valdi álagi sem hefur verið nefnt „Íslandsálag“. Markaðinn sé erfitt að stækka án aukinnar áhættu eða með því að breyta gjaldmiðilsfyrirkomulagi og eiginfjárkröfur ráðist af mati á ýmiskonar áhættu. Því sé erfitt að draga úr þeim kostnaði til skamms tíma litið. Hins vegar sé hægt að draga úr rekstrarkostnaði með auknu samstarfi um rekstur fjármálainnviða og lækkun sértækra skatta.“ Lárus Blöndal, stjórnarformaður Bankasýslu ríkisins og hæstaréttarlögmaður er formaður hópsins sem að Hvítbókinni stendur en auk hans sitja í honum Guðrún Ögmundsdóttir, forstöðumaður, lausfjáráhætta, fjármálafyrirtæki, á fjármálastöðugleikasviði Seðlabanka Íslands, Guðjón Rúnarsson, lögmaður og fyrrverandi framkvæmdastjóri Samtaka fjármálafyrirtækja og Kristrún Tinna Gunnarsdóttir, hagfræðingur hjá Oliver Wyman í Svíþjóð. Sylvía K. Ólafsdóttir, forstöðumaður hjá Icelandair var einnig skipuð í hópinn og starfaði með honum fram á haust.Nánar verður fjallað um Hvítbókina í fréttum Stöðvar 2 í kvöld. Efnahagsmál Hvítbók fyrir fjármálakerfið Íslenskir bankar Mest lesið „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Viðskipti innlent „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf Ólöf til liðs við Athygli Viðskipti innlent Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Sjá meira
Svokölluð Hvítbók um framtíðarsýn fyrir fjármálakerfið hefur verið sett fram af hálfu Fjármála- og efnahagsráðuneytisins. Þar eru meðal annars sett fram rök sem um að vert sé að draga úr eignarhaldi ríkisins á fjármálafyrirtækjum. „Tekið er fram að rök séu fyrir því að dregið verði úr víðtæku eignarhaldi ríkisins í fjármálafyrirtækjum til þess að draga úr áhættu, fórnarkostnaði og neikvæðum samkeppnisáhrifum. Í aðdraganda sölu bankanna sé ástæða til að setja í forgang lækkun sértækra skatta og lögfestingu varnarlínu. Þá sé mikilvægt að stjórnvöld hugsi heildstætt um framtíðareignarhald þar sem fjölbreytt eignarhald sé til þess fallið að ná sátt og draga úr áhættu,“ segir í tilkynningu sem sett hefur verið fram á heimasíðu fjármála- og efnahagsráðuneytis Bjarna Benediktssonar. Einnig er vakin athygli á því að vert sé að lækka skatta á fjármálafyrirtækin. Í skýrslunni kemur fram að smæð markaðarins, háir skattar og töluvert miklar eiginfjárkröfur „valdi álagi sem hefur verið nefnt „Íslandsálag“. Markaðinn sé erfitt að stækka án aukinnar áhættu eða með því að breyta gjaldmiðilsfyrirkomulagi og eiginfjárkröfur ráðist af mati á ýmiskonar áhættu. Því sé erfitt að draga úr þeim kostnaði til skamms tíma litið. Hins vegar sé hægt að draga úr rekstrarkostnaði með auknu samstarfi um rekstur fjármálainnviða og lækkun sértækra skatta.“ Lárus Blöndal, stjórnarformaður Bankasýslu ríkisins og hæstaréttarlögmaður er formaður hópsins sem að Hvítbókinni stendur en auk hans sitja í honum Guðrún Ögmundsdóttir, forstöðumaður, lausfjáráhætta, fjármálafyrirtæki, á fjármálastöðugleikasviði Seðlabanka Íslands, Guðjón Rúnarsson, lögmaður og fyrrverandi framkvæmdastjóri Samtaka fjármálafyrirtækja og Kristrún Tinna Gunnarsdóttir, hagfræðingur hjá Oliver Wyman í Svíþjóð. Sylvía K. Ólafsdóttir, forstöðumaður hjá Icelandair var einnig skipuð í hópinn og starfaði með honum fram á haust.Nánar verður fjallað um Hvítbókina í fréttum Stöðvar 2 í kvöld.
Efnahagsmál Hvítbók fyrir fjármálakerfið Íslenskir bankar Mest lesið „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Viðskipti innlent „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf Ólöf til liðs við Athygli Viðskipti innlent Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Sjá meira