Pundið hríðféll eftir að May tilkynnti um frestun á Brexit-atkvæðagreiðslu Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar 10. desember 2018 18:35 Pundið hríðféll í dag eftir að Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, tilkynnti um að fyrirhugaðri atkvæðagreiðslu um Brexit sáttmálann yrði frestað. Stjórnarandstaðan segir ríkisstjórnina í óreiðu og höndli hún ekki að koma sáttmálanum í höfn þurfi forsætisráðherrann að víkja. Stefán Rafn. Gengi pundsins hefur ekki verið lægra í 20 mánuði en það hríðféll í dag vegna óvissu í tengslum við útgönguferli Bretlands úr Evrópusambandinu. Theresa May, forsætisráðherra hefur verið staðráðin í því að keyra útgöngusáttmálann í gegn um þingið þar til í dag þegar hún tilkynnti óvænt um að hún hygðist fresta atkvæðagreiðslunni. „Eftir að hafa hlýtt af athygli á sjónarmið hér í þinginu og utan þings af hálfu þingmanna allra flokka er ljóst að það er breið samstaða um marga lykilþætti samkomulagsins. Við höfum t.d. miklar áhyggjur af norðurírska bakhjarlinum. Það þýðir að ef við gengjum til atkvæðagreiðslu á morgun myndi sáttmálanum verða hafnað með miklum meirihluta. Við frestum því atkvæðagreiðslunni sem fyrirhuguð var á morgun í því skyni að valda ekki klofningi í þinginu núna,“ sagði May. Stjórnarandstaðan hefur brugðist harkalega við þessari þróun en ríkisstjórnin er sökuð um að geta ekki stjórnað landinu. „Staða okkar er afar alvarleg og fordæmalaus. Ríkisstjórnin hefur misst tökin á ástandinu og algjör ringulreið ríkir. Það hefur verið ljóst svo vikum skiptir að sáttmáli forsætisráðherra naut ekki trausts hér í þinginu. og margítrekaði að ekki væri völ á öðrum samningi.“ Áhyggjur gagnrýnenda sáttmálans snúa fyrst og fremst að landamærunum á Norður-Írlandi. May kveðst ætla að óska eftir fundi með leiðtogum Evrópusambandsins til að ná fram breytingum eða fyrirheitum sem slái á þær áhyggjur. Talsmenn Evrópusambandsins hafa þó sagt í dag að ekki stæði til boða að breyta innihaldi sáttmálans. Bretland Brexit Evrópusambandið Mest lesið Eiga yfir höfði sér dauðadóm fyrir að hylja ekki hár sitt Erlent Öskraði þegar hann var leiddur í dómsal Erlent Mega hafa einn sundlaugarvörð á vakt í Vík í Mýrdal Innlent Auglýstu á samfélagsmiðlum fyrir 45 milljónir Innlent Reyndi að hengja sig með nærfötunum sínum Erlent Boða tíma „stöðugleika og friðar“ Erlent Stærstu og umdeildustu sigrar ársins Innlent Níræður maður og nýbakaður tvíburafaðir duttu í lukkupottinn Innlent Innlendir framleiðendur stundi samkeppnishindranir Innlent Hefði átt að vera ljóst að logandi pappír í skáp gæti endað með bruna Innlent Fleiri fréttir Reyndi að hengja sig með nærfötunum sínum Dómari stöðvar sölu Infowars til The Onion Eiga yfir höfði sér dauðadóm fyrir að hylja ekki hár sitt Boða tíma „stöðugleika og friðar“ Öskraði þegar hann var leiddur í dómsal Féll í gólfið í hádegispásu í þinghúsinu „Síðasta manneskjan sem mann myndi nokkurn tímann gruna“ Fórnarlömb „TikTok-mannsins“ skáluðu í kampavíni Varar Repúblikana við að standa í vegi hans og Trumps Draga tennurnar úr næstu ríkisstjórn Sýrlands Öngþveiti við „sláturhús“ Assads Forseti Brasilíu á gjörgæslu eftir heilaaðgerð Ákærður fyrir morð í New York Netanjahú ber vitni í spillingarmáli sínu Nóbelsverðlaunahafar mótmæla útnefningu Kennedy Fær ekki að breyta skilmálum fjölskyldusjóðsins Erlend ríki keppast við að tryggja hagsmuni sína í Sýrlandi Þetta er maðurinn sem er grunaður um launmorðið Í skýrslutöku í tengslum við morðið í New York Norski hryðjuverkamaðurinn telur brotið á sér í fangelsi Myrtu fleiri en hundrað meintar nornir og galdrakarla Handtóku vopnaðan málaliðahóp í Rúmeníu Vörpuðu sprengjum á hergögn og efnavopn í Sýrlandi Með fingraför og lífsýni til rannsóknar Sýrlenska þjóðin á krossgötum: Hver er Abu Mohammed al-Jolani? Fyrsta árið sem fer yfir einnar og hálfrar gráðu múrinn Líklegasta kanslaraefnið heimsótti Kænugarð Hyggur á náðun uppreisnarseggja og afnám sjálfvirks ríkisborgararéttar Jay-Z kærður fyrir að nauðga þrettán ára stúlku Hver er Assad? Læknaneminn sem varð að einræðisherra Sjá meira
Pundið hríðféll í dag eftir að Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, tilkynnti um að fyrirhugaðri atkvæðagreiðslu um Brexit sáttmálann yrði frestað. Stjórnarandstaðan segir ríkisstjórnina í óreiðu og höndli hún ekki að koma sáttmálanum í höfn þurfi forsætisráðherrann að víkja. Stefán Rafn. Gengi pundsins hefur ekki verið lægra í 20 mánuði en það hríðféll í dag vegna óvissu í tengslum við útgönguferli Bretlands úr Evrópusambandinu. Theresa May, forsætisráðherra hefur verið staðráðin í því að keyra útgöngusáttmálann í gegn um þingið þar til í dag þegar hún tilkynnti óvænt um að hún hygðist fresta atkvæðagreiðslunni. „Eftir að hafa hlýtt af athygli á sjónarmið hér í þinginu og utan þings af hálfu þingmanna allra flokka er ljóst að það er breið samstaða um marga lykilþætti samkomulagsins. Við höfum t.d. miklar áhyggjur af norðurírska bakhjarlinum. Það þýðir að ef við gengjum til atkvæðagreiðslu á morgun myndi sáttmálanum verða hafnað með miklum meirihluta. Við frestum því atkvæðagreiðslunni sem fyrirhuguð var á morgun í því skyni að valda ekki klofningi í þinginu núna,“ sagði May. Stjórnarandstaðan hefur brugðist harkalega við þessari þróun en ríkisstjórnin er sökuð um að geta ekki stjórnað landinu. „Staða okkar er afar alvarleg og fordæmalaus. Ríkisstjórnin hefur misst tökin á ástandinu og algjör ringulreið ríkir. Það hefur verið ljóst svo vikum skiptir að sáttmáli forsætisráðherra naut ekki trausts hér í þinginu. og margítrekaði að ekki væri völ á öðrum samningi.“ Áhyggjur gagnrýnenda sáttmálans snúa fyrst og fremst að landamærunum á Norður-Írlandi. May kveðst ætla að óska eftir fundi með leiðtogum Evrópusambandsins til að ná fram breytingum eða fyrirheitum sem slái á þær áhyggjur. Talsmenn Evrópusambandsins hafa þó sagt í dag að ekki stæði til boða að breyta innihaldi sáttmálans.
Bretland Brexit Evrópusambandið Mest lesið Eiga yfir höfði sér dauðadóm fyrir að hylja ekki hár sitt Erlent Öskraði þegar hann var leiddur í dómsal Erlent Mega hafa einn sundlaugarvörð á vakt í Vík í Mýrdal Innlent Auglýstu á samfélagsmiðlum fyrir 45 milljónir Innlent Reyndi að hengja sig með nærfötunum sínum Erlent Boða tíma „stöðugleika og friðar“ Erlent Stærstu og umdeildustu sigrar ársins Innlent Níræður maður og nýbakaður tvíburafaðir duttu í lukkupottinn Innlent Innlendir framleiðendur stundi samkeppnishindranir Innlent Hefði átt að vera ljóst að logandi pappír í skáp gæti endað með bruna Innlent Fleiri fréttir Reyndi að hengja sig með nærfötunum sínum Dómari stöðvar sölu Infowars til The Onion Eiga yfir höfði sér dauðadóm fyrir að hylja ekki hár sitt Boða tíma „stöðugleika og friðar“ Öskraði þegar hann var leiddur í dómsal Féll í gólfið í hádegispásu í þinghúsinu „Síðasta manneskjan sem mann myndi nokkurn tímann gruna“ Fórnarlömb „TikTok-mannsins“ skáluðu í kampavíni Varar Repúblikana við að standa í vegi hans og Trumps Draga tennurnar úr næstu ríkisstjórn Sýrlands Öngþveiti við „sláturhús“ Assads Forseti Brasilíu á gjörgæslu eftir heilaaðgerð Ákærður fyrir morð í New York Netanjahú ber vitni í spillingarmáli sínu Nóbelsverðlaunahafar mótmæla útnefningu Kennedy Fær ekki að breyta skilmálum fjölskyldusjóðsins Erlend ríki keppast við að tryggja hagsmuni sína í Sýrlandi Þetta er maðurinn sem er grunaður um launmorðið Í skýrslutöku í tengslum við morðið í New York Norski hryðjuverkamaðurinn telur brotið á sér í fangelsi Myrtu fleiri en hundrað meintar nornir og galdrakarla Handtóku vopnaðan málaliðahóp í Rúmeníu Vörpuðu sprengjum á hergögn og efnavopn í Sýrlandi Með fingraför og lífsýni til rannsóknar Sýrlenska þjóðin á krossgötum: Hver er Abu Mohammed al-Jolani? Fyrsta árið sem fer yfir einnar og hálfrar gráðu múrinn Líklegasta kanslaraefnið heimsótti Kænugarð Hyggur á náðun uppreisnarseggja og afnám sjálfvirks ríkisborgararéttar Jay-Z kærður fyrir að nauðga þrettán ára stúlku Hver er Assad? Læknaneminn sem varð að einræðisherra Sjá meira