Allt í upplausn í Bretlandi Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 11. desember 2018 06:30 Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði. Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, mætti fyrir breska þingið í gær og sagðist hafa aflýst atkvæðagreiðslu sem fram átti að fara í dag um samninginn sem náðst hefur við ESB um Brexit. „Það er í raun allt í upplausn í breskum stjórnmálum þegar kemur að Brexit. Það er engin augljós leið fram undan,“ segir Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði, um málið. Hann segir blasa við að May komi samningnum ekki í gegnum þingið og því sé atkvæðagreiðslan dregin til baka. May sagðist meðvituð um að þingmenn hefðu einna helst áhyggjur af „backstop“-áætluninni, varúðarráðstöfun ef Bretum og ESB tekst ekki að komast að niðurstöðu um hvernig skuli hátta tollamálum svo ekki verði þörf á sýnilegum landamærum milli Norður-Írlands og Írlands. Óánægja er með þessa ráðstöfun enda felur hún í sér að Norður-Írar, einir Breta, þyrftu áfram að lúta meginþorra reglna tollabandalagsins. Á næstunni myndi hún leitast við að uppræta þessar áhyggjur. John Bercow, forseti þingsins og samflokksmaður May, gagnrýndi ríkisstjórnina harðlega og sagði það ókurteisi að kippa málinu einhliða af dagskrá þegar 164 þingmenn hafa tekið þátt í umræðum. Leiðtogar Skoska þjóðarflokksins skoruðu á Jeremy Corbyn, leiðtoga Verkamannaflokksins, í gær að leggja fram vantrauststillögu. Ljóst er að staða May er nokkuð veik. Eiríkur segir þó ekki hægt að útiloka að May standi storminn af sér enda hefur hún staðið af sér ótrúlegustu mál í valdatíð sinni. Að sama skapi, segir hann, gæti hún fallið hvenær sem er. Birtist í Fréttablaðinu Bretland Brexit Evrópusambandið Tengdar fréttir Sögð ætla að fresta atkvæðagreiðslu um Brexit Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, hyggst fresta atkvæðagreiðslunni í breska þinginu um Brexit-samninginn. 10. desember 2018 12:52 Ólafur telur Breta hafa rétt á að skipta um skoðun Breska þingið á rétt á því að skipta um skoðun samkvæmt ákvæðum um þingræði. Þingið geti skipt um skoðun hvenær sem er og það ætti breska þjóðin líka að geta gert með nýrri þjóðaratkvæðagreiðslu um Brexit til að ljúka hinu mikla deilumáli sem hefur einkennt breska þjóðmálaumræðu síðan þjóðin ákvað að ganga úr Evrópusambandinu árið 2016. 9. desember 2018 14:46 May heldur á fund Merkel á morgun May hyggst í vikunni hitta fleiri leiðtoga í Evrópusambandinu til að reyna að ná fram fullvissu í nokkrum álitamálum sem varðar Brexit-samkomulagið til að hughreysta þingmenn sem finnst vegið að hagsmunum Breta með samningnum. 10. desember 2018 23:11 Pundið hríðféll eftir að May tilkynnti um frestun á Brexit-atkvæðagreiðslu Stjórnarandstaðan sakar ríkisstjórnina um að geta ekki stjórnað Bretlandi. 10. desember 2018 18:35 Mest lesið Eiga yfir höfði sér dauðadóm fyrir að hylja ekki hár sitt Erlent Öskraði þegar hann var leiddur í dómsal Erlent Reyndi að svipta sig lífi í varðhaldi Erlent Þau vilja taka við af Helga Grímssyni Innlent Fimmtungur veitingastaða sem Efling sendi bréf hefur sagt sig úr SVEIT Innlent Mega hafa einn sundlaugarvörð á vakt í Vík í Mýrdal Innlent Ikea sakað um grænþvott: „Slökkvið á myndavélunum“ Erlent Stærstu og umdeildustu sigrar ársins Innlent Auglýstu á samfélagsmiðlum fyrir 45 milljónir Innlent Boða tíma „stöðugleika og friðar“ Erlent Fleiri fréttir Ikea sakað um grænþvott: „Slökkvið á myndavélunum“ Áratugi í fangelsi fyrir að ráðast á dómara Spá veikri og skammlífri „stelpu“ í Kyrrahafi Þingmaður myrtur í Mexíkó Reyndi að svipta sig lífi í varðhaldi Dómari stöðvar sölu Infowars til The Onion Eiga yfir höfði sér dauðadóm fyrir að hylja ekki hár sitt Boða tíma „stöðugleika og friðar“ Öskraði þegar hann var leiddur í dómsal Féll í gólfið í hádegispásu í þinghúsinu „Síðasta manneskjan sem mann myndi nokkurn tímann gruna“ Fórnarlömb „TikTok-mannsins“ skáluðu í kampavíni Varar Repúblikana við að standa í vegi hans og Trumps Draga tennurnar úr næstu ríkisstjórn Sýrlands Öngþveiti við „sláturhús“ Assads Forseti Brasilíu á gjörgæslu eftir heilaaðgerð Ákærður fyrir morð í New York Netanjahú ber vitni í spillingarmáli sínu Nóbelsverðlaunahafar mótmæla útnefningu Kennedy Fær ekki að breyta skilmálum fjölskyldusjóðsins Erlend ríki keppast við að tryggja hagsmuni sína í Sýrlandi Þetta er maðurinn sem er grunaður um launmorðið Í skýrslutöku í tengslum við morðið í New York Norski hryðjuverkamaðurinn telur brotið á sér í fangelsi Myrtu fleiri en hundrað meintar nornir og galdrakarla Handtóku vopnaðan málaliðahóp í Rúmeníu Vörpuðu sprengjum á hergögn og efnavopn í Sýrlandi Með fingraför og lífsýni til rannsóknar Sýrlenska þjóðin á krossgötum: Hver er Abu Mohammed al-Jolani? Fyrsta árið sem fer yfir einnar og hálfrar gráðu múrinn Sjá meira
Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, mætti fyrir breska þingið í gær og sagðist hafa aflýst atkvæðagreiðslu sem fram átti að fara í dag um samninginn sem náðst hefur við ESB um Brexit. „Það er í raun allt í upplausn í breskum stjórnmálum þegar kemur að Brexit. Það er engin augljós leið fram undan,“ segir Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði, um málið. Hann segir blasa við að May komi samningnum ekki í gegnum þingið og því sé atkvæðagreiðslan dregin til baka. May sagðist meðvituð um að þingmenn hefðu einna helst áhyggjur af „backstop“-áætluninni, varúðarráðstöfun ef Bretum og ESB tekst ekki að komast að niðurstöðu um hvernig skuli hátta tollamálum svo ekki verði þörf á sýnilegum landamærum milli Norður-Írlands og Írlands. Óánægja er með þessa ráðstöfun enda felur hún í sér að Norður-Írar, einir Breta, þyrftu áfram að lúta meginþorra reglna tollabandalagsins. Á næstunni myndi hún leitast við að uppræta þessar áhyggjur. John Bercow, forseti þingsins og samflokksmaður May, gagnrýndi ríkisstjórnina harðlega og sagði það ókurteisi að kippa málinu einhliða af dagskrá þegar 164 þingmenn hafa tekið þátt í umræðum. Leiðtogar Skoska þjóðarflokksins skoruðu á Jeremy Corbyn, leiðtoga Verkamannaflokksins, í gær að leggja fram vantrauststillögu. Ljóst er að staða May er nokkuð veik. Eiríkur segir þó ekki hægt að útiloka að May standi storminn af sér enda hefur hún staðið af sér ótrúlegustu mál í valdatíð sinni. Að sama skapi, segir hann, gæti hún fallið hvenær sem er.
Birtist í Fréttablaðinu Bretland Brexit Evrópusambandið Tengdar fréttir Sögð ætla að fresta atkvæðagreiðslu um Brexit Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, hyggst fresta atkvæðagreiðslunni í breska þinginu um Brexit-samninginn. 10. desember 2018 12:52 Ólafur telur Breta hafa rétt á að skipta um skoðun Breska þingið á rétt á því að skipta um skoðun samkvæmt ákvæðum um þingræði. Þingið geti skipt um skoðun hvenær sem er og það ætti breska þjóðin líka að geta gert með nýrri þjóðaratkvæðagreiðslu um Brexit til að ljúka hinu mikla deilumáli sem hefur einkennt breska þjóðmálaumræðu síðan þjóðin ákvað að ganga úr Evrópusambandinu árið 2016. 9. desember 2018 14:46 May heldur á fund Merkel á morgun May hyggst í vikunni hitta fleiri leiðtoga í Evrópusambandinu til að reyna að ná fram fullvissu í nokkrum álitamálum sem varðar Brexit-samkomulagið til að hughreysta þingmenn sem finnst vegið að hagsmunum Breta með samningnum. 10. desember 2018 23:11 Pundið hríðféll eftir að May tilkynnti um frestun á Brexit-atkvæðagreiðslu Stjórnarandstaðan sakar ríkisstjórnina um að geta ekki stjórnað Bretlandi. 10. desember 2018 18:35 Mest lesið Eiga yfir höfði sér dauðadóm fyrir að hylja ekki hár sitt Erlent Öskraði þegar hann var leiddur í dómsal Erlent Reyndi að svipta sig lífi í varðhaldi Erlent Þau vilja taka við af Helga Grímssyni Innlent Fimmtungur veitingastaða sem Efling sendi bréf hefur sagt sig úr SVEIT Innlent Mega hafa einn sundlaugarvörð á vakt í Vík í Mýrdal Innlent Ikea sakað um grænþvott: „Slökkvið á myndavélunum“ Erlent Stærstu og umdeildustu sigrar ársins Innlent Auglýstu á samfélagsmiðlum fyrir 45 milljónir Innlent Boða tíma „stöðugleika og friðar“ Erlent Fleiri fréttir Ikea sakað um grænþvott: „Slökkvið á myndavélunum“ Áratugi í fangelsi fyrir að ráðast á dómara Spá veikri og skammlífri „stelpu“ í Kyrrahafi Þingmaður myrtur í Mexíkó Reyndi að svipta sig lífi í varðhaldi Dómari stöðvar sölu Infowars til The Onion Eiga yfir höfði sér dauðadóm fyrir að hylja ekki hár sitt Boða tíma „stöðugleika og friðar“ Öskraði þegar hann var leiddur í dómsal Féll í gólfið í hádegispásu í þinghúsinu „Síðasta manneskjan sem mann myndi nokkurn tímann gruna“ Fórnarlömb „TikTok-mannsins“ skáluðu í kampavíni Varar Repúblikana við að standa í vegi hans og Trumps Draga tennurnar úr næstu ríkisstjórn Sýrlands Öngþveiti við „sláturhús“ Assads Forseti Brasilíu á gjörgæslu eftir heilaaðgerð Ákærður fyrir morð í New York Netanjahú ber vitni í spillingarmáli sínu Nóbelsverðlaunahafar mótmæla útnefningu Kennedy Fær ekki að breyta skilmálum fjölskyldusjóðsins Erlend ríki keppast við að tryggja hagsmuni sína í Sýrlandi Þetta er maðurinn sem er grunaður um launmorðið Í skýrslutöku í tengslum við morðið í New York Norski hryðjuverkamaðurinn telur brotið á sér í fangelsi Myrtu fleiri en hundrað meintar nornir og galdrakarla Handtóku vopnaðan málaliðahóp í Rúmeníu Vörpuðu sprengjum á hergögn og efnavopn í Sýrlandi Með fingraför og lífsýni til rannsóknar Sýrlenska þjóðin á krossgötum: Hver er Abu Mohammed al-Jolani? Fyrsta árið sem fer yfir einnar og hálfrar gráðu múrinn Sjá meira
Sögð ætla að fresta atkvæðagreiðslu um Brexit Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, hyggst fresta atkvæðagreiðslunni í breska þinginu um Brexit-samninginn. 10. desember 2018 12:52
Ólafur telur Breta hafa rétt á að skipta um skoðun Breska þingið á rétt á því að skipta um skoðun samkvæmt ákvæðum um þingræði. Þingið geti skipt um skoðun hvenær sem er og það ætti breska þjóðin líka að geta gert með nýrri þjóðaratkvæðagreiðslu um Brexit til að ljúka hinu mikla deilumáli sem hefur einkennt breska þjóðmálaumræðu síðan þjóðin ákvað að ganga úr Evrópusambandinu árið 2016. 9. desember 2018 14:46
May heldur á fund Merkel á morgun May hyggst í vikunni hitta fleiri leiðtoga í Evrópusambandinu til að reyna að ná fram fullvissu í nokkrum álitamálum sem varðar Brexit-samkomulagið til að hughreysta þingmenn sem finnst vegið að hagsmunum Breta með samningnum. 10. desember 2018 23:11
Pundið hríðféll eftir að May tilkynnti um frestun á Brexit-atkvæðagreiðslu Stjórnarandstaðan sakar ríkisstjórnina um að geta ekki stjórnað Bretlandi. 10. desember 2018 18:35