Bestu leikir ársins Samúel Karl Ólason skrifar 26. desember 2018 09:00 Enn eitt árið er nú að enda komið og þá er vert að fara yfir þá tölvuleiki sem hafa skarað framúr á þessu ári. Leikjavísir tók 21 leik fyrir á árinu 2018 og hér verða þeir fimm sem hafa vakið hvað mesta lukku á Leikjavísi teknir út fyrir sviga, ef svo má að orði komast. Þar fyrir neðan verður farið yfir aðra leiki sem hafa getið sér gott orð á heimsvísu. Leikjaframleiðendur setja nýja staðla á ári hverju þegar kemur að gæðum leikja og tækni og þar fer einn leikur öðrum framar.Red Dead Redemption 2 Fyrirtækið Rockstar, sem er líklega þekktast fyrir Grand Theft Auto leikina sló heldur betur í gegn nú undir lok árs með leiknum Red Dead Redemption 2. Leikurinn gerist á undan síðasta Red Dead Redemption leik og fjallar um Arthur Morgan og aðra meðlimi gengis Dutch van der Linde. Þau eru á flótta eftir rán sem fór úr skorðum. Þau eru hundelt af löggæslumönnum og hausaveiðurum. Þau þurfa að safna peningum í snatri og það gera þau að mestu leyti með ránum og ribbaldaskap. Á sama tíma þarf að halda genginu saman á erfiðum tímum.Sjá einnig: Líklega besti leikur þessarar kynslóðar Það sem starfsmenn Rockstar gerðu einstaklega vel var að skapa frábæra sögu, ótrúlegt andrúmsloft og einstaklega lifandi heim. Lífi útlagans á síðustu tímum villta vestursins hefur aldrei verið gert betri skil í tölvuleik en í RDR2. Gallinn er að á köflum er því lífi jafnvel gert of góð skil. Leikurinnn er of hægur á köflum og stundum of. Ég hef þó persónulega valið heilum dögum í ekkert annað en að ríða um í RDR2, veiða dýr, fiska og einstaka menn, spila póker og leita að fjársjóðum án þess að detta í hug að eltast við söguna af einhverju leyti. Það er mjög auðvelt að gleyma sér í söguheimi leiksins en það þýðir ekki að söguheimurinn sé lélegur, þvert á móti. Saga RDR2 er frábær og mjög opin þar sem spilarar geta ákveðið hvort þeir vilji vera drullusokkar eða ekki.God of War Sparttverjinn og stríðsguðinn Kratos hefur lengi verið þekktur af unnendum tölvuleikja en hann og saga hans náði þó nýjum hæðum á árinu með leiknum God of War. Í stuttu máli sagt þá er God of War geggjaður leikur. Útlitið, andrúmsloftið, sagan, bardagarnir, þrautirnar, tónlistin og allt. Það er allt geggjað og þetta er án efa langbesti God of War leikurinn.Sjá einnig: Leikur ársins kominn snemma (Rættist ekki) Kratos virðist hafa fengið nóg af guðum og slíku og hefur flúið til umdæmis norrænna guða. Þar hitti hann konu og eins og gengur og gerist eignuðust þau soninn Atreus. Adam var þó ekki lengi í paradís, konan dó, strákurinn verður leiðinlegur og allt fer til fjandans. Það er eitt sem er ekki geggjað við God of War. Það er hvernig íslenskan er svívirt í þessum leik. Það er auðvitað gaman þegar persónur leiksins tala íslensku en það verður seint hægt að segja að það sé vel gert. Skiljanlega svo sem. God of War naut mikillar hylli á heimsvísu og var til dæmis valinn leikur ársins á Game Awards verðlaunahátíðinni fyrr í desember.Spider-Man Köngulóarmaðurinn er rótgróin ofurhetja sem hefur lengi notið mikilla vinsælda. Búið er að gera fjölda kvikmynda um Spider-Man og sömuleiðis er búið að gera haug af tölvuleikjum. Þeir eiga það þó næstum því allir sameiginlegt að vera vondir leikir. Illir jafnvel. Nú í ár gerði Insomniac Games tilraun til að gera Spider-Man skil og það heppnaðist einstaklega vel. Leikurinn er skemmtilegur, spennandi og stútfullur af flottum atriðum. það sem skiptir þó hvað mestu máli er hvernig Spider-Man sveiflar sér á milli háhýsa New York og það heppnast einstaklega vel.Sjá einnig: Spider-Man hefur aldrei verið flottari né skemmtilegri Spider-Man leikurinn hefur notið mikillar hylli á heimsvísu og fékk góða dóma. Saga leiksins er góð en það allra besta við leikinn er spilunin sjálf. Bardagakerfið er mjög gott og það er einstaklega gaman að sveifla sér sem Köngulóarmaðurinn. Þá er mjög gaman að berjast við nokkra af frægustu óvinum Spider-Man í ofurvondukarlagenginu Sinister Six. Þar á meðal eru Electro, Rhino og Scorpion. Allt mjög skemmtilegir vondukarlar.Næstu tveir leikir eru ef til vill ekki meðal „bestu“ leikja ársins. Þeir eru hins vegar mjög skemmtilegir og ég virðist ekki ætla að geta fengið nóg af þeim. Þessir tveir leikir hafa rænt hundruð klukkustundum frá mér á þessu ári.Surviving Mars Þetta er líklega sá leikur sem ég hef spilað mest á árinu. Í stuttu máli sagt þá gengur Surviving Mars, eins og nafnið gefur til kynna, út á að koma upp nýlendu manna á Mars. Hann er framleiddur af Haemimont Games, sem eru sömu aðilar og gera Tropico leikina. Spilarar byrja með eina eldflaug og nokkur vélmenni og þurfa þeir að nota það til að byggja upp vel heppnaða og sjálfbæra nýlendu og á sama tíma takast á við erfiðleika þess að búa á Mars. Þeir erfiðleikar felast meðal annars í því að það er ekkert súrefni á Mars, það er mjög kalt á Mars, loftsteinar lenda reglulega á Mars og þá án mikils fyrirvara. Þar að auki er mikið ryk á Mars og það er vesen.Sjá einnig: Elon Musk veit ekkert hvað hann er að fara út í Samkvæmt Steam hef ég spilað Surviving Mars í meira en 200 klukkustundir. Um 230 ef ég man rétt, sem er líklega allt of mikið. Það sem gerir samt svo mikið fyrir leikinn er að það er svo gott/þægilegt/gaman að spila hann og horfa á eitthvað á hinum skjánum. Hann krefst yfirleitt lítillar einbeitningar, nema þegar eitthvað kemur upp á. Það er líka eitthvað svo heillandi við að koma upp nýlendu á Mars. Fyrir utan fólkið í leiknum. Þau eru öll ömurleg og sífellt vælandi um að njóta ekki nákvæmlega sömu gæða og þau gerðu á jörðinni.Kingdom Come Deliverance Henry er einhver óvæntasta hetja þessa árs. Þrátt fyrir alla galla Kingdom Come Deliverance, og þeir voru mjög margir, hef ég haft einstaklega gaman af þessum leik. Þar að auki hafa flestir gallarnir verið lagfærðir og þó nokkru hefur verið bætt við leikinn. Helsti kostur KCD er hve heillandi það er að fá að drepa drullusokka með sverðum, hömrum, bogum og fleiru, án þess að galdrar eða skrímsli komi við sögu. Leikurinn gerist í Heilaga rómverska ríkinu á tímum borgarastyrjaldar og Henry, sonur jársmiðs, þarf að takast á við mikinn missi, finna sér sess í heiminum og bjarga málunum í senn.Sjá einnig: Stórkostleg hræra af böggum Ég er að sjá ákveðið þema í tölvuleikjaspilun hjá mér en KCD gerist í opnum heimi sem mjög auðvelt er að leika sér í. Flakka um, skoða, drepa, bjarga og ýmislegt fleira.Leikir sem hafa gert gott mót Það voru þó auðvitað fleiri leikir sem nutu mikillar hylli á árinu. Hér að neðan verður stiklað á stóru yfir hluta af bestu og vinsælustu leikjum ársins. Leikirnir eru ekki í neinni sérstakri röð.Monster Hunter: World Japanska Monster Hunter serían hefur verið til staðar frá 2004 og hafði aldrei náð miklum vinsældum annarsstaðar en í Japan, fyrr en nú. Nýjasti leikurinn frá Capcom kom út í janúar PlayStation, Xbox og PC. Gagnrýnendur tóku leiknum fagnandi og seldist hann mjög vel á árinu. MHW hefur verið hrósað fyrir fallegt útlit, fjölbreytt skrímsli og ýmislegt fleira. Hann hefur sömuleiðis verið gagnrýndur og þá sérstaklega fyrir svokallað „grind“ og viðmót (User Interface).Super Smash Bros. Ultimate Super Smash Bros. Ultimate er tiltölulega nýkominn út og hefur aldeililis heillað gagnrýnendur upp úr skónum. Á Metacritcic er hann meðal hæstu leikja. Í leiknum etja helstu persónur Nintendo, og fleiri, kappi og berjast um hver stendur síðastur eftir. Allt að átta manns geta spilað í einu.Celeste Celeste er svokallaður „platform“ leikur sem fór ekki endilega hátt á árinu, sölulega séð. Hann þykir þrátt fyrir það einstaklega skemmtilegur og svipar mikið til gamalla leikja frá NES tímabilinu og síðar. Leikurinn fjallar um Madeline og ferð hennar upp fjallið Celese, þrátt fyrir viðvaranir ömmu sinnar.Fortnite Það væri asnalegt að taka saman leiki ársins og hafa Fortnite ekki með, þó hann hafi komið út í fyrra. Fortnite er svokallaður „Battle Royale“ leikur þar sem fjölmargir spilarar keppast um að myrða hvorn annan, hvort sem það er gert í hópum eða ekki. Leikurinn hefur notið gífurlegra vinsælda á árinu og er spilaður reglulega af milljónum manna. Framleiðendur leiksins hafa ekki verið duglegir við að gefa góðar upplýsingar um fjölda spilara en í ágúst sagði fyrirtækið að 78,3 milljónir manna hefðu spilað leikinn.Forza Horizon 4 Kappakstursleikurinn Forza Horizon 4 kom út í september og bara á Xbox. Hann sló strax í gegn og þykir lang besti leikurinn í seríunni. FH inniheldur rúmlega 420 bíla og geta allt að 72 manns spilað í sama leiknum og búið til sýna eigin kappakstra.Dead Cells Leikurinn Dead Cells er meðal þeirra leikja sem nutu hvað mestrar hylli gagnrýnenda. Hér er annar platformleikur á ferð setja spilarar sig í hlutverk fruma sem vekja lík frá dauðum. Frumurnar þurfa því næst að nota líkið til að berjast gegn öðrum líkum og sleppa úr kastala. Það sem er hvað merkilegast við Dead Cells er þó að leikurinn er tengdur streymisþjónustunni Twitch. Þannig geta áhorfendur streymis haft áhrif á það sem gerist í leiknum með að taka ýmsar ákvarðanir fyrir spilarann.Assassinc Creed Odyssey Spartverjar, Aþenubúar, sjóorrustur. skrímsli og Gerard Butler. Það eru kannski bestu orðin til að lýsa Assassins Creed Odyssey. Um er að ræða nýjasta kafla seríunnar en þó þann leik sem gerist fyrst í sögunni eða á tímum forngrikkja.Sjá einnig: Hef aldrei komist nær því að vera Gerard Butler Við framleiðslu Odyssey virðist sem að Ubisoft hafi tekið tvo af betri leikjum seríunnar; Black Flag og Origins, og troðið því í einn leik. Útkoman er mjög góð. Fréttir ársins 2018 Leikjavísir Mest lesið Bríet olli vonbrigðum Gagnrýni Fox á lausu eftir að hafa fundið óviðeigandi efni í síma kærastans Lífið Bjargar deginum að komast aðeins úr klefanum Lífið Lífið leikur við Sveindísi Jane og Rob Holding Lífið Allen White verður Rotta, sonur Jabba jöfurs Lífið Vala Eiríks og Óskar orðin foreldrar Lífið Höll sumarlandsins komin á sölu Lífið Umræða um kólesteról á villigötum Lífið Villi Vill og Halla Vilhjálms á Nínu Lífið Aldís Amah tilnefnd til BAFTA-tölvuleikjaverðlaunanna Leikjavísir Fleiri fréttir Aldís Amah tilnefnd til BAFTA-tölvuleikjaverðlaunanna Stalker 2: Töluvert gallaður en æðislegur leikur Feluleikur hjá GameTíví GameTíví í búðarleik GameTíví: Skoða gjörbreyttan Warzone Dragon Age Veilguard: Fimmtán ára ævintýri lýkur PlayStation 5 Pro: Eina leiðin til að spila, ef þú tímir því Sverrir Bergmann snýr aftur í GameTíví GameTíví: Berjast gegn hjörðum uppvakninga Horizon Zero Dawn uppfærður: Besta tækifærið til að stökkva í sögu Aloy Sjá meira
Enn eitt árið er nú að enda komið og þá er vert að fara yfir þá tölvuleiki sem hafa skarað framúr á þessu ári. Leikjavísir tók 21 leik fyrir á árinu 2018 og hér verða þeir fimm sem hafa vakið hvað mesta lukku á Leikjavísi teknir út fyrir sviga, ef svo má að orði komast. Þar fyrir neðan verður farið yfir aðra leiki sem hafa getið sér gott orð á heimsvísu. Leikjaframleiðendur setja nýja staðla á ári hverju þegar kemur að gæðum leikja og tækni og þar fer einn leikur öðrum framar.Red Dead Redemption 2 Fyrirtækið Rockstar, sem er líklega þekktast fyrir Grand Theft Auto leikina sló heldur betur í gegn nú undir lok árs með leiknum Red Dead Redemption 2. Leikurinn gerist á undan síðasta Red Dead Redemption leik og fjallar um Arthur Morgan og aðra meðlimi gengis Dutch van der Linde. Þau eru á flótta eftir rán sem fór úr skorðum. Þau eru hundelt af löggæslumönnum og hausaveiðurum. Þau þurfa að safna peningum í snatri og það gera þau að mestu leyti með ránum og ribbaldaskap. Á sama tíma þarf að halda genginu saman á erfiðum tímum.Sjá einnig: Líklega besti leikur þessarar kynslóðar Það sem starfsmenn Rockstar gerðu einstaklega vel var að skapa frábæra sögu, ótrúlegt andrúmsloft og einstaklega lifandi heim. Lífi útlagans á síðustu tímum villta vestursins hefur aldrei verið gert betri skil í tölvuleik en í RDR2. Gallinn er að á köflum er því lífi jafnvel gert of góð skil. Leikurinnn er of hægur á köflum og stundum of. Ég hef þó persónulega valið heilum dögum í ekkert annað en að ríða um í RDR2, veiða dýr, fiska og einstaka menn, spila póker og leita að fjársjóðum án þess að detta í hug að eltast við söguna af einhverju leyti. Það er mjög auðvelt að gleyma sér í söguheimi leiksins en það þýðir ekki að söguheimurinn sé lélegur, þvert á móti. Saga RDR2 er frábær og mjög opin þar sem spilarar geta ákveðið hvort þeir vilji vera drullusokkar eða ekki.God of War Sparttverjinn og stríðsguðinn Kratos hefur lengi verið þekktur af unnendum tölvuleikja en hann og saga hans náði þó nýjum hæðum á árinu með leiknum God of War. Í stuttu máli sagt þá er God of War geggjaður leikur. Útlitið, andrúmsloftið, sagan, bardagarnir, þrautirnar, tónlistin og allt. Það er allt geggjað og þetta er án efa langbesti God of War leikurinn.Sjá einnig: Leikur ársins kominn snemma (Rættist ekki) Kratos virðist hafa fengið nóg af guðum og slíku og hefur flúið til umdæmis norrænna guða. Þar hitti hann konu og eins og gengur og gerist eignuðust þau soninn Atreus. Adam var þó ekki lengi í paradís, konan dó, strákurinn verður leiðinlegur og allt fer til fjandans. Það er eitt sem er ekki geggjað við God of War. Það er hvernig íslenskan er svívirt í þessum leik. Það er auðvitað gaman þegar persónur leiksins tala íslensku en það verður seint hægt að segja að það sé vel gert. Skiljanlega svo sem. God of War naut mikillar hylli á heimsvísu og var til dæmis valinn leikur ársins á Game Awards verðlaunahátíðinni fyrr í desember.Spider-Man Köngulóarmaðurinn er rótgróin ofurhetja sem hefur lengi notið mikilla vinsælda. Búið er að gera fjölda kvikmynda um Spider-Man og sömuleiðis er búið að gera haug af tölvuleikjum. Þeir eiga það þó næstum því allir sameiginlegt að vera vondir leikir. Illir jafnvel. Nú í ár gerði Insomniac Games tilraun til að gera Spider-Man skil og það heppnaðist einstaklega vel. Leikurinn er skemmtilegur, spennandi og stútfullur af flottum atriðum. það sem skiptir þó hvað mestu máli er hvernig Spider-Man sveiflar sér á milli háhýsa New York og það heppnast einstaklega vel.Sjá einnig: Spider-Man hefur aldrei verið flottari né skemmtilegri Spider-Man leikurinn hefur notið mikillar hylli á heimsvísu og fékk góða dóma. Saga leiksins er góð en það allra besta við leikinn er spilunin sjálf. Bardagakerfið er mjög gott og það er einstaklega gaman að sveifla sér sem Köngulóarmaðurinn. Þá er mjög gaman að berjast við nokkra af frægustu óvinum Spider-Man í ofurvondukarlagenginu Sinister Six. Þar á meðal eru Electro, Rhino og Scorpion. Allt mjög skemmtilegir vondukarlar.Næstu tveir leikir eru ef til vill ekki meðal „bestu“ leikja ársins. Þeir eru hins vegar mjög skemmtilegir og ég virðist ekki ætla að geta fengið nóg af þeim. Þessir tveir leikir hafa rænt hundruð klukkustundum frá mér á þessu ári.Surviving Mars Þetta er líklega sá leikur sem ég hef spilað mest á árinu. Í stuttu máli sagt þá gengur Surviving Mars, eins og nafnið gefur til kynna, út á að koma upp nýlendu manna á Mars. Hann er framleiddur af Haemimont Games, sem eru sömu aðilar og gera Tropico leikina. Spilarar byrja með eina eldflaug og nokkur vélmenni og þurfa þeir að nota það til að byggja upp vel heppnaða og sjálfbæra nýlendu og á sama tíma takast á við erfiðleika þess að búa á Mars. Þeir erfiðleikar felast meðal annars í því að það er ekkert súrefni á Mars, það er mjög kalt á Mars, loftsteinar lenda reglulega á Mars og þá án mikils fyrirvara. Þar að auki er mikið ryk á Mars og það er vesen.Sjá einnig: Elon Musk veit ekkert hvað hann er að fara út í Samkvæmt Steam hef ég spilað Surviving Mars í meira en 200 klukkustundir. Um 230 ef ég man rétt, sem er líklega allt of mikið. Það sem gerir samt svo mikið fyrir leikinn er að það er svo gott/þægilegt/gaman að spila hann og horfa á eitthvað á hinum skjánum. Hann krefst yfirleitt lítillar einbeitningar, nema þegar eitthvað kemur upp á. Það er líka eitthvað svo heillandi við að koma upp nýlendu á Mars. Fyrir utan fólkið í leiknum. Þau eru öll ömurleg og sífellt vælandi um að njóta ekki nákvæmlega sömu gæða og þau gerðu á jörðinni.Kingdom Come Deliverance Henry er einhver óvæntasta hetja þessa árs. Þrátt fyrir alla galla Kingdom Come Deliverance, og þeir voru mjög margir, hef ég haft einstaklega gaman af þessum leik. Þar að auki hafa flestir gallarnir verið lagfærðir og þó nokkru hefur verið bætt við leikinn. Helsti kostur KCD er hve heillandi það er að fá að drepa drullusokka með sverðum, hömrum, bogum og fleiru, án þess að galdrar eða skrímsli komi við sögu. Leikurinn gerist í Heilaga rómverska ríkinu á tímum borgarastyrjaldar og Henry, sonur jársmiðs, þarf að takast á við mikinn missi, finna sér sess í heiminum og bjarga málunum í senn.Sjá einnig: Stórkostleg hræra af böggum Ég er að sjá ákveðið þema í tölvuleikjaspilun hjá mér en KCD gerist í opnum heimi sem mjög auðvelt er að leika sér í. Flakka um, skoða, drepa, bjarga og ýmislegt fleira.Leikir sem hafa gert gott mót Það voru þó auðvitað fleiri leikir sem nutu mikillar hylli á árinu. Hér að neðan verður stiklað á stóru yfir hluta af bestu og vinsælustu leikjum ársins. Leikirnir eru ekki í neinni sérstakri röð.Monster Hunter: World Japanska Monster Hunter serían hefur verið til staðar frá 2004 og hafði aldrei náð miklum vinsældum annarsstaðar en í Japan, fyrr en nú. Nýjasti leikurinn frá Capcom kom út í janúar PlayStation, Xbox og PC. Gagnrýnendur tóku leiknum fagnandi og seldist hann mjög vel á árinu. MHW hefur verið hrósað fyrir fallegt útlit, fjölbreytt skrímsli og ýmislegt fleira. Hann hefur sömuleiðis verið gagnrýndur og þá sérstaklega fyrir svokallað „grind“ og viðmót (User Interface).Super Smash Bros. Ultimate Super Smash Bros. Ultimate er tiltölulega nýkominn út og hefur aldeililis heillað gagnrýnendur upp úr skónum. Á Metacritcic er hann meðal hæstu leikja. Í leiknum etja helstu persónur Nintendo, og fleiri, kappi og berjast um hver stendur síðastur eftir. Allt að átta manns geta spilað í einu.Celeste Celeste er svokallaður „platform“ leikur sem fór ekki endilega hátt á árinu, sölulega séð. Hann þykir þrátt fyrir það einstaklega skemmtilegur og svipar mikið til gamalla leikja frá NES tímabilinu og síðar. Leikurinn fjallar um Madeline og ferð hennar upp fjallið Celese, þrátt fyrir viðvaranir ömmu sinnar.Fortnite Það væri asnalegt að taka saman leiki ársins og hafa Fortnite ekki með, þó hann hafi komið út í fyrra. Fortnite er svokallaður „Battle Royale“ leikur þar sem fjölmargir spilarar keppast um að myrða hvorn annan, hvort sem það er gert í hópum eða ekki. Leikurinn hefur notið gífurlegra vinsælda á árinu og er spilaður reglulega af milljónum manna. Framleiðendur leiksins hafa ekki verið duglegir við að gefa góðar upplýsingar um fjölda spilara en í ágúst sagði fyrirtækið að 78,3 milljónir manna hefðu spilað leikinn.Forza Horizon 4 Kappakstursleikurinn Forza Horizon 4 kom út í september og bara á Xbox. Hann sló strax í gegn og þykir lang besti leikurinn í seríunni. FH inniheldur rúmlega 420 bíla og geta allt að 72 manns spilað í sama leiknum og búið til sýna eigin kappakstra.Dead Cells Leikurinn Dead Cells er meðal þeirra leikja sem nutu hvað mestrar hylli gagnrýnenda. Hér er annar platformleikur á ferð setja spilarar sig í hlutverk fruma sem vekja lík frá dauðum. Frumurnar þurfa því næst að nota líkið til að berjast gegn öðrum líkum og sleppa úr kastala. Það sem er hvað merkilegast við Dead Cells er þó að leikurinn er tengdur streymisþjónustunni Twitch. Þannig geta áhorfendur streymis haft áhrif á það sem gerist í leiknum með að taka ýmsar ákvarðanir fyrir spilarann.Assassinc Creed Odyssey Spartverjar, Aþenubúar, sjóorrustur. skrímsli og Gerard Butler. Það eru kannski bestu orðin til að lýsa Assassins Creed Odyssey. Um er að ræða nýjasta kafla seríunnar en þó þann leik sem gerist fyrst í sögunni eða á tímum forngrikkja.Sjá einnig: Hef aldrei komist nær því að vera Gerard Butler Við framleiðslu Odyssey virðist sem að Ubisoft hafi tekið tvo af betri leikjum seríunnar; Black Flag og Origins, og troðið því í einn leik. Útkoman er mjög góð.
Fréttir ársins 2018 Leikjavísir Mest lesið Bríet olli vonbrigðum Gagnrýni Fox á lausu eftir að hafa fundið óviðeigandi efni í síma kærastans Lífið Bjargar deginum að komast aðeins úr klefanum Lífið Lífið leikur við Sveindísi Jane og Rob Holding Lífið Allen White verður Rotta, sonur Jabba jöfurs Lífið Vala Eiríks og Óskar orðin foreldrar Lífið Höll sumarlandsins komin á sölu Lífið Umræða um kólesteról á villigötum Lífið Villi Vill og Halla Vilhjálms á Nínu Lífið Aldís Amah tilnefnd til BAFTA-tölvuleikjaverðlaunanna Leikjavísir Fleiri fréttir Aldís Amah tilnefnd til BAFTA-tölvuleikjaverðlaunanna Stalker 2: Töluvert gallaður en æðislegur leikur Feluleikur hjá GameTíví GameTíví í búðarleik GameTíví: Skoða gjörbreyttan Warzone Dragon Age Veilguard: Fimmtán ára ævintýri lýkur PlayStation 5 Pro: Eina leiðin til að spila, ef þú tímir því Sverrir Bergmann snýr aftur í GameTíví GameTíví: Berjast gegn hjörðum uppvakninga Horizon Zero Dawn uppfærður: Besta tækifærið til að stökkva í sögu Aloy Sjá meira