Hópuppsagnir geti haft áhrif á stöðugleika á vinnumarkaði Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 14. desember 2018 11:22 Hópuppsagnir voru hjá WOW air í gær. Vísir/Vilhelm Mikill stöðugleiki ríkir á íslenskum vinnumarkaði ef marka má niðurstöður vinnumarkaðskönnunar Hagstofunnar. Atvinnuleysi hefur verið í lágmarki og gætu hópuppsagnir í tengslum við WOW air haft áhrif á þær tölur ef allt fer á versta veg. Hópuppsagnir WOW air í gær eru þær stærstu sem sést hafa lengi en 111 fastráðnum starfsmönnum var sagt upp og munu samningar við verkataka og tímabundna starfsmenn ekki verða endurnýjaðir en þar er um að ræða rúmlega 2000 manns. Auk þess vara 237 manns sagt upp hjá Airport Associates, þjónustuaðila WOW í Leifsstöð, í lok nóvember. Ekki er enn vitað hvort uppsagnir og afleiðingar þeirra ná til fleiri starfsmanna en alls er um að ræða um það bil 550 manns ef allt fer á versta veg. Miðað við tölur hagstofunnar væri atvinnuleysi 3,1 prósent ef þessir starfsmenn væru taldir með en ekki 2,9 prósent eins og staðan var í október. Að sama skapi gæti skráð atvinnuleysi orðið 2,7 prósent en ekki 2,4 prósent ef allt þetta fólk færi á atvinnuleysisskrá. Sé hópuppsögn WOW air talin frá sýna tölur síðustu mánaða fá merki um að sterkur vinnumarkaður sé að gefa eftir. Samkvæmt Hagsjá Landsbankans hefur atvinnuþátttaka verið stöðug og það sama má segja um vinnutíma. Atvinnuleysi hefur verið í lágmarki og virtist um tíma vera að þokast upp á við en síðan hafa ekki orðið mikil breyting þar á. Þá megi ætla að vinnumarkaðurinn haldi sterkri stöðu sinni áfram þó því sé spáð að hagvöxtur fari eitthvað minnkandi á næstu árum. Hópuppsögn WOW komi út úr sérstökum aðstæðum og tæplega megi búast við að fleira í þessum dúr komi í kjölfarið. Keflavíkurflugvöllur Vinnumarkaður WOW Air Mest lesið Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Viðskipti erlent Lækka það sem fæst hjá öðrum en hækka hitt Neytendur Hátt raunvaxtastig samhliða hægari vexti gæti skapað áskoranir Viðskipti innlent Mátti ekki taka bjór úr hillum eftir allt saman Viðskipti innlent „Kemur ekki til greina“ að lækka eiginfjárkröfur Viðskipti innlent Tugmilljónakröfur í tómt þrotabú Viljans Viðskipti innlent Bein útsending: Ásgeir og Tómas sitja fyrir svörum Viðskipti innlent Halda jólin frítt með inneign í appinu Samstarf Domino's hækkar verð á þriðjudagstilboðinu Neytendur Tveimur verslunum Krambúðarinnar lokað Viðskipti innlent Fleiri fréttir Mátti ekki taka bjór úr hillum eftir allt saman Tugmilljónakröfur í tómt þrotabú Viljans „Kemur ekki til greina“ að lækka eiginfjárkröfur Atvinnuleysi dróst saman milli mánaða Bein útsending: Ásgeir og Tómas sitja fyrir svörum Hátt raunvaxtastig samhliða hægari vexti gæti skapað áskoranir Afgangur á viðskiptajöfnuði tæplega helmingi minni milli ára Níu teymi kynntu verkefni sín í Startup Tourism 2024 Leggja meiri áherslu á Prís og segja upp starfsmönnum Fjárfestingararmur Samherja bætir við sig í Högum Gunnars loksins selt Tveimur verslunum Krambúðarinnar lokað 75 sagt upp í þremur hópuppsögnum Kristjana nýr framkvæmdastjóri hjá Sýn Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Sjá meira
Mikill stöðugleiki ríkir á íslenskum vinnumarkaði ef marka má niðurstöður vinnumarkaðskönnunar Hagstofunnar. Atvinnuleysi hefur verið í lágmarki og gætu hópuppsagnir í tengslum við WOW air haft áhrif á þær tölur ef allt fer á versta veg. Hópuppsagnir WOW air í gær eru þær stærstu sem sést hafa lengi en 111 fastráðnum starfsmönnum var sagt upp og munu samningar við verkataka og tímabundna starfsmenn ekki verða endurnýjaðir en þar er um að ræða rúmlega 2000 manns. Auk þess vara 237 manns sagt upp hjá Airport Associates, þjónustuaðila WOW í Leifsstöð, í lok nóvember. Ekki er enn vitað hvort uppsagnir og afleiðingar þeirra ná til fleiri starfsmanna en alls er um að ræða um það bil 550 manns ef allt fer á versta veg. Miðað við tölur hagstofunnar væri atvinnuleysi 3,1 prósent ef þessir starfsmenn væru taldir með en ekki 2,9 prósent eins og staðan var í október. Að sama skapi gæti skráð atvinnuleysi orðið 2,7 prósent en ekki 2,4 prósent ef allt þetta fólk færi á atvinnuleysisskrá. Sé hópuppsögn WOW air talin frá sýna tölur síðustu mánaða fá merki um að sterkur vinnumarkaður sé að gefa eftir. Samkvæmt Hagsjá Landsbankans hefur atvinnuþátttaka verið stöðug og það sama má segja um vinnutíma. Atvinnuleysi hefur verið í lágmarki og virtist um tíma vera að þokast upp á við en síðan hafa ekki orðið mikil breyting þar á. Þá megi ætla að vinnumarkaðurinn haldi sterkri stöðu sinni áfram þó því sé spáð að hagvöxtur fari eitthvað minnkandi á næstu árum. Hópuppsögn WOW komi út úr sérstökum aðstæðum og tæplega megi búast við að fleira í þessum dúr komi í kjölfarið.
Keflavíkurflugvöllur Vinnumarkaður WOW Air Mest lesið Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Viðskipti erlent Lækka það sem fæst hjá öðrum en hækka hitt Neytendur Hátt raunvaxtastig samhliða hægari vexti gæti skapað áskoranir Viðskipti innlent Mátti ekki taka bjór úr hillum eftir allt saman Viðskipti innlent „Kemur ekki til greina“ að lækka eiginfjárkröfur Viðskipti innlent Tugmilljónakröfur í tómt þrotabú Viljans Viðskipti innlent Bein útsending: Ásgeir og Tómas sitja fyrir svörum Viðskipti innlent Halda jólin frítt með inneign í appinu Samstarf Domino's hækkar verð á þriðjudagstilboðinu Neytendur Tveimur verslunum Krambúðarinnar lokað Viðskipti innlent Fleiri fréttir Mátti ekki taka bjór úr hillum eftir allt saman Tugmilljónakröfur í tómt þrotabú Viljans „Kemur ekki til greina“ að lækka eiginfjárkröfur Atvinnuleysi dróst saman milli mánaða Bein útsending: Ásgeir og Tómas sitja fyrir svörum Hátt raunvaxtastig samhliða hægari vexti gæti skapað áskoranir Afgangur á viðskiptajöfnuði tæplega helmingi minni milli ára Níu teymi kynntu verkefni sín í Startup Tourism 2024 Leggja meiri áherslu á Prís og segja upp starfsmönnum Fjárfestingararmur Samherja bætir við sig í Högum Gunnars loksins selt Tveimur verslunum Krambúðarinnar lokað 75 sagt upp í þremur hópuppsögnum Kristjana nýr framkvæmdastjóri hjá Sýn Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Sjá meira