Nýsköpun og tækniþróun Bryndís Haraldsdóttir skrifar 18. desember 2018 07:00 Mikilvægi nýsköpunar til aukinnar velferðar í samfélögum er löngu orðin viðurkennd staðreynd. Framlag nýsköpunar er ekki eingöngu mælt út frá auknum hagvexti eða samkeppnishæfni heldur einnig sem aukin félagsleg velferð. Hér á landi hafa komið upp öflug fyrirtæki og sprotar sem nýtt hafa sér þann stuðning og þá innviði sem í boði eru hér á landi. Hins vegar er hægt að gera enn betur og það erum við að gera og munum halda áfram að gera.Stuðningur við nýsköpunarfyrirtæki Nýverið samþykkti Alþingi aukinn stuðning við nýsköpunarfyrirtæki. Annars vegar er um að ræða framlengingu og einföldun skilyrða til skattaívilnunar vegna hlutabréfakaupa í nýsköpunarfyrirtækjum. En sú aðgerð ætti að auðvelda nýsköpunarfyrirtækjum að auka hlutafé og efla rekstur sinn. Hins vegar er um að ræða umtalsverða hækkun viðmiðunarfjárhæða skattafrádráttar eða endurgreiðslna vegna rannsóknar- og þróunarkostnaðar. Þessi aðgerð ætti að hvetja enn frekar til fjárfestingar í rannsóknum, tækniþróun og nýsköpun í íslensku atvinnulífi. Allar umsagnir sem bárust þinginu við umfjöllun málsins voru jákvæðar og hvatt var eindregið til þess að málið yrði samþykkt. Mikil samstaða var líka um málið í þinginu og var frumvarpið samþykkt með öllum greiddum atkvæðum.Mikilvægi nýsköpunar fyrir íslenskt samfélag Nýsköpun dagsins í dag framleiðir hagvöxt komandi ára. Á Íslandi þrífst öflugt atvinnulíf og mikilvægt er að svo verði áfram. Það háir okkur þó enn að stoðir atvinnulífsins eru of fáar þó þeim hafi fjölgað. Leggja þarf ríka áherslu á hátækni-, upplýsinga- og upplifunariðnað og aðrar greinar sem ekki ganga á takmarkaðar náttúruauðlindir. Þróun á sviði líftækni er spennandi, sérstaklega í tengslum við hefðbundnar greinar eins og sjávarútveg og landbúnað. Í auðlindaatvinnugreinunum þarf líka að stunda nýsköpun sem felur í sér betri nýtingu á auðlindum og sjálfbærari vöxt. Einmitt þess vegna er mikilvægt að stjórnvöld standi að baki nýsköpunarfyrirtækjum og búi þeim hagfelld starfsskilyrði og styðji þannig við heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna.Tækniframfarir upplýsingaaldarinnar Mörg af stærstu fyrirtækjum dagsins í dag voru ekki til fyrir 10 árum. Þetta eru fyrirtæki á sviði tækni og stafrænna lausna. Miklar líkur eru á að börnin starfi í framtíðinni við eitthvað sem ekki er til í dag. Hraðar tækninýjungar og breytt viðhorf munu valda miklum þjóðfélagsbreytingum á næstu áratugum. Við þurfum að tileinka okkur þessar breytingar og stjórnvöld þurfa að greiða fyrir þessum breytingum, bæði í atvinnulífinu og menntakerfinu. Ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks og Vinstri grænna er tilbúin í það verkefni og ég vænti þess að þingheimur allur styðji slíkar framfarir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Bryndís Haraldsdóttir Mest lesið Halldór 30.11.2024 Halldór Í dag kýs ég Sjálfstæðisflokkinn Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange,Jenný Kristín Valberg Skoðun Skrópað á Alþingi Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason Skoðun Við þurfum Grím á þing Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar Skoðun Samvinna er leiðin til hagsældar Lilja Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Skrópað á Alþingi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange,Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Það er komið að þér Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Í dag kýs ég Sjálfstæðisflokkinn Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Við þurfum Grím á þing Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn: Fyrir budduna þína og framtíðina Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Að mynda ríkisstjórn - skipulagt val til vinstri Hlynur Már Ragnheiðarson skrifar Skoðun Viðreisn: öfgalaus nálgun fyrir öfgalaust samfélag Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Kleppur er víða Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Að geta lesið sér mennsku til gagns Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Sjá meira
Mikilvægi nýsköpunar til aukinnar velferðar í samfélögum er löngu orðin viðurkennd staðreynd. Framlag nýsköpunar er ekki eingöngu mælt út frá auknum hagvexti eða samkeppnishæfni heldur einnig sem aukin félagsleg velferð. Hér á landi hafa komið upp öflug fyrirtæki og sprotar sem nýtt hafa sér þann stuðning og þá innviði sem í boði eru hér á landi. Hins vegar er hægt að gera enn betur og það erum við að gera og munum halda áfram að gera.Stuðningur við nýsköpunarfyrirtæki Nýverið samþykkti Alþingi aukinn stuðning við nýsköpunarfyrirtæki. Annars vegar er um að ræða framlengingu og einföldun skilyrða til skattaívilnunar vegna hlutabréfakaupa í nýsköpunarfyrirtækjum. En sú aðgerð ætti að auðvelda nýsköpunarfyrirtækjum að auka hlutafé og efla rekstur sinn. Hins vegar er um að ræða umtalsverða hækkun viðmiðunarfjárhæða skattafrádráttar eða endurgreiðslna vegna rannsóknar- og þróunarkostnaðar. Þessi aðgerð ætti að hvetja enn frekar til fjárfestingar í rannsóknum, tækniþróun og nýsköpun í íslensku atvinnulífi. Allar umsagnir sem bárust þinginu við umfjöllun málsins voru jákvæðar og hvatt var eindregið til þess að málið yrði samþykkt. Mikil samstaða var líka um málið í þinginu og var frumvarpið samþykkt með öllum greiddum atkvæðum.Mikilvægi nýsköpunar fyrir íslenskt samfélag Nýsköpun dagsins í dag framleiðir hagvöxt komandi ára. Á Íslandi þrífst öflugt atvinnulíf og mikilvægt er að svo verði áfram. Það háir okkur þó enn að stoðir atvinnulífsins eru of fáar þó þeim hafi fjölgað. Leggja þarf ríka áherslu á hátækni-, upplýsinga- og upplifunariðnað og aðrar greinar sem ekki ganga á takmarkaðar náttúruauðlindir. Þróun á sviði líftækni er spennandi, sérstaklega í tengslum við hefðbundnar greinar eins og sjávarútveg og landbúnað. Í auðlindaatvinnugreinunum þarf líka að stunda nýsköpun sem felur í sér betri nýtingu á auðlindum og sjálfbærari vöxt. Einmitt þess vegna er mikilvægt að stjórnvöld standi að baki nýsköpunarfyrirtækjum og búi þeim hagfelld starfsskilyrði og styðji þannig við heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna.Tækniframfarir upplýsingaaldarinnar Mörg af stærstu fyrirtækjum dagsins í dag voru ekki til fyrir 10 árum. Þetta eru fyrirtæki á sviði tækni og stafrænna lausna. Miklar líkur eru á að börnin starfi í framtíðinni við eitthvað sem ekki er til í dag. Hraðar tækninýjungar og breytt viðhorf munu valda miklum þjóðfélagsbreytingum á næstu áratugum. Við þurfum að tileinka okkur þessar breytingar og stjórnvöld þurfa að greiða fyrir þessum breytingum, bæði í atvinnulífinu og menntakerfinu. Ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks og Vinstri grænna er tilbúin í það verkefni og ég vænti þess að þingheimur allur styðji slíkar framfarir.
Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar
Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar