Fjárfesting Indigo Partners í WOW air hefði jákvæð áhrif á félagið og íslenskt efnahagslíf Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 2. desember 2018 19:00 Það er jákvætt fyrir íslenskt efnahagslíf að WOW air hafi gert bráðabirgðasamkomulag við Indigo Partners um að fjárfesta í félaginu að sögn forstöðumanns hagfræðideildar Landsbankans. Ef annað stóru flugfélaganna færi í þrot gæti það haft sömu áhrif og ef einn stóru bankanna félli. Í vikunni var tilkynnt að flugfélagið Wow air hefði gert bráðabirgðasamkomulag um að bandaríska eignastýringarfélagið Indigo Partners fjárfesti í flugfélaginu Til stendur að ljúka við gerð samkomulagsins eins og fljótt og auðið er eftir áreiðanleikakönnun. Daníel Svavarsson doktor í hagfræði og forstöðumaður hagfræðideildar Landsbankans segir þetta afar jákvæð tíðindi. „Þetta eru alveg gríðarlega góðar fréttir og kannski einmitt það sem WOW vantaði að fá eigið fé inn í félagið en lánsfé. Að fá þarna sterkan fjárfesti á bak við sig til að styðja við áframhaldandi rekstur félagsins og vöxt,“ segir Daníel. Þetta hafi líka mikil áhrif á íslenskt efnahagslíf. „Með þessu eru verið að afstýra neikvæðum áhrifum á íslenskan efnahag. Það er alveg ljóst ef annað íslensku flugfélaganna færi í þrot þá hefði það gríðarlega neikvæð áhrif á íslenskt efnahagslíf,“ segir hann. Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra sagði á Sprengisandi í morgun að ekki stæði til að stjórnvöld stigi inní rekstur fyrirtækja á markaði. Þeim verði ekki bjargað af stjórnvöldum. Daníel segir að ef illa fari hjá stóru flugfélögunum þurfi ríkið að bregðast við. „Menn verða að gera sér grein fyrir því að þetta eru svolítið sérstök fyrirtæki. Flug til og frá landinu er þjóðvegur okkar og tenging við umheiminn þannig að það gilda kannski aðeins aðrar reglur þar en um flestar aðrar atvinnugreinar þannig að það er alveg ljóst að ríkið mun alltaf þurfa að hafa einhverja aðkomu ef annað stóru flugfélaganna lendir í erfiðleikum ef ekki á illa að fara,“ segir Daníel. Hann segir að olíuverð hafi verið að lækka sem eigi eftir að hafa jákvæð áhrif á rekstur íslensku flugfélaganna. Fréttir af flugi Sprengisandur WOW Air Mest lesið Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Viðskipti erlent Lækka það sem fæst hjá öðrum en hækka hitt Neytendur Hátt raunvaxtastig samhliða hægari vexti gæti skapað áskoranir Viðskipti innlent Mátti ekki taka bjór úr hillum eftir allt saman Viðskipti innlent „Kemur ekki til greina“ að lækka eiginfjárkröfur Viðskipti innlent Tugmilljónakröfur í tómt þrotabú Viljans Viðskipti innlent Bein útsending: Ásgeir og Tómas sitja fyrir svörum Viðskipti innlent Halda jólin frítt með inneign í appinu Samstarf Domino's hækkar verð á þriðjudagstilboðinu Neytendur Tveimur verslunum Krambúðarinnar lokað Viðskipti innlent Fleiri fréttir Mátti ekki taka bjór úr hillum eftir allt saman Tugmilljónakröfur í tómt þrotabú Viljans „Kemur ekki til greina“ að lækka eiginfjárkröfur Atvinnuleysi dróst saman milli mánaða Bein útsending: Ásgeir og Tómas sitja fyrir svörum Hátt raunvaxtastig samhliða hægari vexti gæti skapað áskoranir Afgangur á viðskiptajöfnuði tæplega helmingi minni milli ára Níu teymi kynntu verkefni sín í Startup Tourism 2024 Leggja meiri áherslu á Prís og segja upp starfsmönnum Fjárfestingararmur Samherja bætir við sig í Högum Gunnars loksins selt Tveimur verslunum Krambúðarinnar lokað 75 sagt upp í þremur hópuppsögnum Kristjana nýr framkvæmdastjóri hjá Sýn Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Sjá meira
Það er jákvætt fyrir íslenskt efnahagslíf að WOW air hafi gert bráðabirgðasamkomulag við Indigo Partners um að fjárfesta í félaginu að sögn forstöðumanns hagfræðideildar Landsbankans. Ef annað stóru flugfélaganna færi í þrot gæti það haft sömu áhrif og ef einn stóru bankanna félli. Í vikunni var tilkynnt að flugfélagið Wow air hefði gert bráðabirgðasamkomulag um að bandaríska eignastýringarfélagið Indigo Partners fjárfesti í flugfélaginu Til stendur að ljúka við gerð samkomulagsins eins og fljótt og auðið er eftir áreiðanleikakönnun. Daníel Svavarsson doktor í hagfræði og forstöðumaður hagfræðideildar Landsbankans segir þetta afar jákvæð tíðindi. „Þetta eru alveg gríðarlega góðar fréttir og kannski einmitt það sem WOW vantaði að fá eigið fé inn í félagið en lánsfé. Að fá þarna sterkan fjárfesti á bak við sig til að styðja við áframhaldandi rekstur félagsins og vöxt,“ segir Daníel. Þetta hafi líka mikil áhrif á íslenskt efnahagslíf. „Með þessu eru verið að afstýra neikvæðum áhrifum á íslenskan efnahag. Það er alveg ljóst ef annað íslensku flugfélaganna færi í þrot þá hefði það gríðarlega neikvæð áhrif á íslenskt efnahagslíf,“ segir hann. Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra sagði á Sprengisandi í morgun að ekki stæði til að stjórnvöld stigi inní rekstur fyrirtækja á markaði. Þeim verði ekki bjargað af stjórnvöldum. Daníel segir að ef illa fari hjá stóru flugfélögunum þurfi ríkið að bregðast við. „Menn verða að gera sér grein fyrir því að þetta eru svolítið sérstök fyrirtæki. Flug til og frá landinu er þjóðvegur okkar og tenging við umheiminn þannig að það gilda kannski aðeins aðrar reglur þar en um flestar aðrar atvinnugreinar þannig að það er alveg ljóst að ríkið mun alltaf þurfa að hafa einhverja aðkomu ef annað stóru flugfélaganna lendir í erfiðleikum ef ekki á illa að fara,“ segir Daníel. Hann segir að olíuverð hafi verið að lækka sem eigi eftir að hafa jákvæð áhrif á rekstur íslensku flugfélaganna.
Fréttir af flugi Sprengisandur WOW Air Mest lesið Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Viðskipti erlent Lækka það sem fæst hjá öðrum en hækka hitt Neytendur Hátt raunvaxtastig samhliða hægari vexti gæti skapað áskoranir Viðskipti innlent Mátti ekki taka bjór úr hillum eftir allt saman Viðskipti innlent „Kemur ekki til greina“ að lækka eiginfjárkröfur Viðskipti innlent Tugmilljónakröfur í tómt þrotabú Viljans Viðskipti innlent Bein útsending: Ásgeir og Tómas sitja fyrir svörum Viðskipti innlent Halda jólin frítt með inneign í appinu Samstarf Domino's hækkar verð á þriðjudagstilboðinu Neytendur Tveimur verslunum Krambúðarinnar lokað Viðskipti innlent Fleiri fréttir Mátti ekki taka bjór úr hillum eftir allt saman Tugmilljónakröfur í tómt þrotabú Viljans „Kemur ekki til greina“ að lækka eiginfjárkröfur Atvinnuleysi dróst saman milli mánaða Bein útsending: Ásgeir og Tómas sitja fyrir svörum Hátt raunvaxtastig samhliða hægari vexti gæti skapað áskoranir Afgangur á viðskiptajöfnuði tæplega helmingi minni milli ára Níu teymi kynntu verkefni sín í Startup Tourism 2024 Leggja meiri áherslu á Prís og segja upp starfsmönnum Fjárfestingararmur Samherja bætir við sig í Högum Gunnars loksins selt Tveimur verslunum Krambúðarinnar lokað 75 sagt upp í þremur hópuppsögnum Kristjana nýr framkvæmdastjóri hjá Sýn Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Sjá meira