Að líta í eigin barm Guðmundur Steingrímsson skrifar 3. desember 2018 07:30 Ég held ég hafi verið átta ára þegar ég byrjaði að hlera stjórnmálamenn. Ég ólst upp á stjórnmálaheimili. Sífellt kom stjórnmálafólk í heimsókn. Heilu stjórnarmyndunarviðræðurnar áttu sér stað heima. Stundum kom fólk í veislur eða til að skrafa óformlega yfir einhverju glundri í glasi. Þá var talað hátt og hlegið hátt, langt fram á nótt. Hvellar hláturrokurnar í bland við tóbaksreyk gestanna eru hughrif sem líða mér seint úr minni. Ég átti mér hlerunarstað í stiganum milli hæðanna, þar sem fæstir gáfu litlum dreng í náttfötunum gaum. Þar gat ég hlustað á allt sem fram fór, á báðum hæðum. Þar heyrði ég bæði glaðhlakkalegar og oft glannalegar yfirlýsingarnar innan úr stofu þegar svo bar undir, en líka greindi ég orðaskil í varfærnislegri samtölum sem áttu sér stað inni á kontor. Stundum var fólk ekki sammála. Stundum var greinilegt að einhver var ósáttur við einhvern. Straumar og stefnur rákust á. Persónur glímdu. Hugsjónir voru ósamrýmanlegar. Það var ýmislegt látið flakka. Alls konar stór orð heyrði ég hrynja af vörum valdamanna, stundum þvoglumæltum. Alls konar grín heyrði ég. Alls konar yfirlýsingar þutu um húsakynnin. Alls konar óvarleg orð. Alls konar misgáfulegt geðshræringartal í hita augnabliksins fékk ég að heyra. Alls konar brigslyrði. Alls konar bull og vitleysu. Ég man hins vegar ekki eftir því að ég hafi nokkurn tímann, í öll þessi ár, heyrt einhvern tala um konu sem kuntu.Pólitík og tíkur Svo fetaði ég mig sjálfur inn í stjórnmálin. Ég var starfsmaður framboða, í ráðgjafahlutverki ýmiss konar og síðar þingmaður. Í stjórnmálum kynnist maður alls konar fólki og lendir í hinum fjölbreytilegustu kringumstæðum. Yfirleitt var fólk að vinna vinnuna sína, eftir bestu getu og sannfæringu. Edrú. Stundum var þó dottið í það. Það kom fyrir að ég og aðrir fórum heldur óvarlega í eitrið. Gleðskapur stóð fram eftir nóttu. Yfirleitt var bara gaman. Ýmislegt gat þó gengið á, misgáfulegt. Alls konar yfirlýsingar fengu að fljúga. Það er eins og gengur og gerist held ég, í lífinu öllu og á flestum vinnustöðum. Fólk slettir úr klaufunum. Partíhald getur tekið á sig hinar heimskulegustu myndir. Fólk er ekki alltaf besta útgáfan af sjálfu sér, sérstaklega þegar áfengið er annars vegar. Ég hef átt mína bömmera. Ég man hins vegar ekki eftir því að ég hafi nokkurn tímann, í öll þessi ár, heyrt eða tekið þátt í tali samþingmanna minna, hvað þá nokkurra klukkustunda tali, um konur sem kuntur og tíkur. Einstakt ógeð Ekki heldur hef ég heyrt mögnuðum, fötluðum mannréttindabaráttukonum líkt við sel út af líkama sínum. Engan hef ég heyrt spúa eins miklum ofbeldisfullum viðbjóði yfir annað fólk og þingmennirnir sex gerðu tímunum saman á Klausturbarnum. Ég hef, í stuttu máli, aldrei heyrt annað eins. Þetta samtal sem þarna fór fram er einstakt. Mér finnst mikilvægt að þetta sé haft í huga og viðurkennt. Í viðbrögðum sínum við þessari afhjúpun á eðli sínu hafa sumir þátttakendur samtalsins reynt að bregða fyrir sig Jesú Kristi. Sá yðar sem syndlaus er kasti fyrsta steininum, er sagt. Fullyrt er að viðbrögð fólks, einkum karla, séu hræsnisfull. Þeir hafi flestir ef ekki allir talað svona sjálfir. Við karlar, segja þessir menn, eigum að líta í eigin barm. Donald Trump reyndi þetta líka þegar tal hans um að grípa í píkur kvenna var afhjúpað. Hva, sagði Trump, svona tölum við í búningsklefanum. Nei, hugsaði þá meginþorri karla. Það er ekki satt. Förum yfir sviðið Ég ætla ekki að setja sjálfan mig á háan hest. Aðrir verða að dæma. Ég treysti mér hins vegar mjög vel til þess að setja nánast alla karlmenn sem ég þekki á háan hest hvað varðar tal á börum, í búningsklefum eða víðar. Ég á engan vin sem talar svona viðurstyggilega um konur og annað fólk. Mín tilfinning er sú að 95% karlmanna geri það ekki. Skoðum þá karla sem eru í helstu áhrifastöðum í samfélaginu: Guðni forseti, Magnús Geir útvarpsstjóri, Páll Matthíasson forstjóri Landsspítalans, Dagur borgarstjóri. Hvert sem litið er, til listageirans, til íþrótta, til viðskiptalífsins, til stjórnmálanna. Alls staðar er fullt af körlum sem myndu frekar láta höggva af sér útlim heldur en að tala svona. Í þeirra huga er svona tal óhugsandi. Jú, breysk erum við öll. Öllum getur orðið á. En hvenær hættir hún að virka þessi yfirlýsing í kjölfar þess að maður gerir upp á bak, að aðrir eigi að líta í eigin barm? Auðvitað flýgur sá skítur ekki núna, að aðrir séu hræsnarar. Þið verðið bara að segja af ykkur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Guðmundur Steingrímsson Upptökur á Klaustur bar Mest lesið „Þetta er ekki hægt, en það verður samt að gera þetta“ Arnar Þór Jónsson Skoðun Hvað er borgaraleg pólitík? Guðjón Heiðar Pálsson Skoðun Mýtan um sæstreng! Andrés Pétursson Skoðun Jólaskreytingafyllerí: Eru takmörk fyrir því hversu langt má ganga í jólaskreytingum? Hildur Ýr Viðarsdóttir Skoðun Kosningum lokið og hvað nú? Ólafur Ágúst Hraundal Skoðun Milljónerí Hannes Örn Blandon Skoðun Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Kvennaárið 2025 Drífa Snædal Skoðun Samviskufrelsi heilbrigðisstarfsmanna ekki vandamál þegar kemur að dánaraðstoð Ingrid Kuhlman Skoðun Bíp Bíp Bíp Ágúst Mogensen Skoðun Skoðun Skoðun Það er ekki nóg að vera klár stelpa/strákur/stálp Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Kosningum lokið og hvað nú? Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun „Þetta er ekki hægt, en það verður samt að gera þetta“ Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Mýtan um sæstreng! Andrés Pétursson skrifar Skoðun Kvennaárið 2025 Drífa Snædal skrifar Skoðun Bíp Bíp Bíp Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Samviskufrelsi heilbrigðisstarfsmanna ekki vandamál þegar kemur að dánaraðstoð Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Milljónerí Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Jólaskreytingafyllerí: Eru takmörk fyrir því hversu langt má ganga í jólaskreytingum? Hildur Ýr Viðarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er borgaraleg pólitík? Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn verðmætasköpunar Sigríður Mogensen skrifar Skoðun Þorlákshöfn - byggð á tímamótum Anna Kristín Karlsdóttir skrifar Skoðun Hagsmunamál fyrirtækjanna í stjórnarsáttmála Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Er lausnin í leikskólamálum að grafa undan atvinnuþátttöku og jafnrétti? Ástþór Jón Ragnheiðarson skrifar Skoðun Lýðræði hinna sterku Jón Páll Hreinsson skrifar Skoðun Bleikir hvolpar Darri Gunnarsson,Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Lifandi dauð! Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Það hafa allir sjötta skilningarvit Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Skoðun mín á alþingiskosningum 2024 Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar Skoðun Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Skautaíþróttir í Reykjavík í dauðafæri - kýlum á stækkun Skautahallarinnar Bjarni Helgason skrifar Skoðun Hlustið á fólkið í skólunum? Dóra Þorleifsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægasta atkvæðið Kristbjörg Þórisdóttir skrifar Skoðun Nálgunarbann Fjölnir Sæmundsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Kosningasigur fyrir dýravernd Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir skrifar Skoðun Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Snúum samfélagi af rangri leið Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar Sjá meira
Ég held ég hafi verið átta ára þegar ég byrjaði að hlera stjórnmálamenn. Ég ólst upp á stjórnmálaheimili. Sífellt kom stjórnmálafólk í heimsókn. Heilu stjórnarmyndunarviðræðurnar áttu sér stað heima. Stundum kom fólk í veislur eða til að skrafa óformlega yfir einhverju glundri í glasi. Þá var talað hátt og hlegið hátt, langt fram á nótt. Hvellar hláturrokurnar í bland við tóbaksreyk gestanna eru hughrif sem líða mér seint úr minni. Ég átti mér hlerunarstað í stiganum milli hæðanna, þar sem fæstir gáfu litlum dreng í náttfötunum gaum. Þar gat ég hlustað á allt sem fram fór, á báðum hæðum. Þar heyrði ég bæði glaðhlakkalegar og oft glannalegar yfirlýsingarnar innan úr stofu þegar svo bar undir, en líka greindi ég orðaskil í varfærnislegri samtölum sem áttu sér stað inni á kontor. Stundum var fólk ekki sammála. Stundum var greinilegt að einhver var ósáttur við einhvern. Straumar og stefnur rákust á. Persónur glímdu. Hugsjónir voru ósamrýmanlegar. Það var ýmislegt látið flakka. Alls konar stór orð heyrði ég hrynja af vörum valdamanna, stundum þvoglumæltum. Alls konar grín heyrði ég. Alls konar yfirlýsingar þutu um húsakynnin. Alls konar óvarleg orð. Alls konar misgáfulegt geðshræringartal í hita augnabliksins fékk ég að heyra. Alls konar brigslyrði. Alls konar bull og vitleysu. Ég man hins vegar ekki eftir því að ég hafi nokkurn tímann, í öll þessi ár, heyrt einhvern tala um konu sem kuntu.Pólitík og tíkur Svo fetaði ég mig sjálfur inn í stjórnmálin. Ég var starfsmaður framboða, í ráðgjafahlutverki ýmiss konar og síðar þingmaður. Í stjórnmálum kynnist maður alls konar fólki og lendir í hinum fjölbreytilegustu kringumstæðum. Yfirleitt var fólk að vinna vinnuna sína, eftir bestu getu og sannfæringu. Edrú. Stundum var þó dottið í það. Það kom fyrir að ég og aðrir fórum heldur óvarlega í eitrið. Gleðskapur stóð fram eftir nóttu. Yfirleitt var bara gaman. Ýmislegt gat þó gengið á, misgáfulegt. Alls konar yfirlýsingar fengu að fljúga. Það er eins og gengur og gerist held ég, í lífinu öllu og á flestum vinnustöðum. Fólk slettir úr klaufunum. Partíhald getur tekið á sig hinar heimskulegustu myndir. Fólk er ekki alltaf besta útgáfan af sjálfu sér, sérstaklega þegar áfengið er annars vegar. Ég hef átt mína bömmera. Ég man hins vegar ekki eftir því að ég hafi nokkurn tímann, í öll þessi ár, heyrt eða tekið þátt í tali samþingmanna minna, hvað þá nokkurra klukkustunda tali, um konur sem kuntur og tíkur. Einstakt ógeð Ekki heldur hef ég heyrt mögnuðum, fötluðum mannréttindabaráttukonum líkt við sel út af líkama sínum. Engan hef ég heyrt spúa eins miklum ofbeldisfullum viðbjóði yfir annað fólk og þingmennirnir sex gerðu tímunum saman á Klausturbarnum. Ég hef, í stuttu máli, aldrei heyrt annað eins. Þetta samtal sem þarna fór fram er einstakt. Mér finnst mikilvægt að þetta sé haft í huga og viðurkennt. Í viðbrögðum sínum við þessari afhjúpun á eðli sínu hafa sumir þátttakendur samtalsins reynt að bregða fyrir sig Jesú Kristi. Sá yðar sem syndlaus er kasti fyrsta steininum, er sagt. Fullyrt er að viðbrögð fólks, einkum karla, séu hræsnisfull. Þeir hafi flestir ef ekki allir talað svona sjálfir. Við karlar, segja þessir menn, eigum að líta í eigin barm. Donald Trump reyndi þetta líka þegar tal hans um að grípa í píkur kvenna var afhjúpað. Hva, sagði Trump, svona tölum við í búningsklefanum. Nei, hugsaði þá meginþorri karla. Það er ekki satt. Förum yfir sviðið Ég ætla ekki að setja sjálfan mig á háan hest. Aðrir verða að dæma. Ég treysti mér hins vegar mjög vel til þess að setja nánast alla karlmenn sem ég þekki á háan hest hvað varðar tal á börum, í búningsklefum eða víðar. Ég á engan vin sem talar svona viðurstyggilega um konur og annað fólk. Mín tilfinning er sú að 95% karlmanna geri það ekki. Skoðum þá karla sem eru í helstu áhrifastöðum í samfélaginu: Guðni forseti, Magnús Geir útvarpsstjóri, Páll Matthíasson forstjóri Landsspítalans, Dagur borgarstjóri. Hvert sem litið er, til listageirans, til íþrótta, til viðskiptalífsins, til stjórnmálanna. Alls staðar er fullt af körlum sem myndu frekar láta höggva af sér útlim heldur en að tala svona. Í þeirra huga er svona tal óhugsandi. Jú, breysk erum við öll. Öllum getur orðið á. En hvenær hættir hún að virka þessi yfirlýsing í kjölfar þess að maður gerir upp á bak, að aðrir eigi að líta í eigin barm? Auðvitað flýgur sá skítur ekki núna, að aðrir séu hræsnarar. Þið verðið bara að segja af ykkur.
Jólaskreytingafyllerí: Eru takmörk fyrir því hversu langt má ganga í jólaskreytingum? Hildur Ýr Viðarsdóttir Skoðun
Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Samviskufrelsi heilbrigðisstarfsmanna ekki vandamál þegar kemur að dánaraðstoð Ingrid Kuhlman Skoðun
Skoðun Samviskufrelsi heilbrigðisstarfsmanna ekki vandamál þegar kemur að dánaraðstoð Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Jólaskreytingafyllerí: Eru takmörk fyrir því hversu langt má ganga í jólaskreytingum? Hildur Ýr Viðarsdóttir skrifar
Skoðun Er lausnin í leikskólamálum að grafa undan atvinnuþátttöku og jafnrétti? Ástþór Jón Ragnheiðarson skrifar
Skoðun Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar
Skoðun Skautaíþróttir í Reykjavík í dauðafæri - kýlum á stækkun Skautahallarinnar Bjarni Helgason skrifar
Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar
Jólaskreytingafyllerí: Eru takmörk fyrir því hversu langt má ganga í jólaskreytingum? Hildur Ýr Viðarsdóttir Skoðun
Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Samviskufrelsi heilbrigðisstarfsmanna ekki vandamál þegar kemur að dánaraðstoð Ingrid Kuhlman Skoðun