Meiðslalistinn lengist enn Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 13. nóvember 2018 08:00 Gylfi Þór meiddist í leik Everton um helgina vísir/vilhelm Eftir tímabil þar sem þjálfarar íslenska karlalandsliðsins í fótbolta gátu oftast stillt upp sama eða svipuðu byrjunarliði leik eftir leik blasir annar veruleiki við Erik Hamrén í dag. Hvorki fleiri né færri en átta leikmenn, sem væru alla jafna í hópnum, verða fjarverandi gegn Belgíu í Þjóðadeildinni og vináttulandsleiknum gegn Katar á næstu dögum vegna meiðsla. Síðan Hamrén tók við hefur hann aldrei getað teflt fram sínu sterkasta liði en ástandið er sérstaklega slæmt núna. Meiðsladraugurinn ásækir íslenska liðið af miklum krafti þessi dægrin. Gylfi Þór Sigurðsson var síðastur til að bætast á meiðslalistann en hann meiddist í leik Everton og Chelsea í ensku úrvalsdeildinni á sunnudaginn. Daginn áður meiddist Jóhann Berg Guðmundsson í leik Burnley og Leicester City. Tveir af þremur Íslendingum í ensku úrvalsdeildinni verða því fjarverandi í leikjunum gegn Belgíu og Katar. Aron Einar Gunnarsson er hins vegar kominn aftur inn í hópinn í fyrsta sinn frá HM í sumar. Hann leikur gegn Belgíu en fær frí gegn Katar. Fyrir utan Gylfa og Jóhann Berg eru Emil Hallfreðsson, Ragnar Sigurðsson, Jón Daði Böðvarsson, Björn Bergmann Sigurðarson, Hólmar Örn Eyjólfsson og Rúnar Már Sigurjónsson meiddir. Sjö af þessum átta leikmönnum voru í HM-hópnum í sumar. Leikmennirnir átta sem eru á meiðslalistanum hafa samtals leikið 375 landsleiki, eða 46,9 að meðaltali á mann. Þeir 24 leikmenn sem eru í íslenska hópnum, eins og hann lítur út í dag, eiga að meðaltali 30,4 landsleiki að baki. Reynslan hefur því oft verið meiri í íslenska hópnum en akkúrat núna. Tveir leikmenn í íslenska hópnum (Jón Dagur Þorsteinsson og Arnór Sigurðsson) hafa ekki enn leikið landsleik. Sjö leikmenn (Rúnar Alex Rúnarsson, Hjörtur Hermannsson, Guðmundur Þórarinsson, Guðlaugur Victor Pálsson, Samúel Kári Friðjónsson, Albert Guðmundsson og Andri Rúnar Bjarnason) hafa leikið á bilinu tvo til níu landsleiki. Það verða viðbrigði að sjá íslensku vörnina án Ragnars Sigurðssonar. Hann hefur leikið 43 keppnisleiki með landsliðinu í röð og ekki misst af keppnisleik síðan 2011. Ragnar lék alla tíu leikina í undankeppni HM 2014 og 2018, tvo umspilsleiki gegn Króatíu fyrir HM 2014, tíu leiki í undankeppni EM 2016, leikina fimm á EM 2016, þrjá leiki á HM 2018 og leikina þrjá í Þjóðadeildinni í ár. Fastlega má gera ráð fyrir því að Kári Árnason og Sverrir Ingi Ingason standi vaktina í miðri vörn Íslands gegn Belgíu. Í leikjunum þremur í Þjóðadeildinni hefur Hamrén notað 22 leikmenn. Til samanburðar notaði Heimir Hallgrímsson 22 leikmenn í tíu leikjum í undankeppni HM 2018. Það er bót í máli að úrslit leiksins gegn ógnarsterku liði Belga skipta litlu. Ísland er fallið úr A-deild Þjóðadeildarinnar eftir að hafa tapað fyrstu þremur leikjum sínum í keppninni. Leikurinn gegn Katar er svo vináttulandsleikur. Aðrir leikmenn en þeir sem hafa skipað íslenska landsliðið á síðustu árum fá núna tækifæri til að spreyta sig og Hamrén ætti að vera nær því að finna hvaða hesta hann getur veðjað á í undankeppni EM 2020. Birtist í Fréttablaðinu Þjóðadeild UEFA Mest lesið Leik lokið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Fótbolti Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Fótbolti Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Handbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Handbolti Kærir föður sinn fyrir fjársvik Sport Fór holu í höggi yfir húsið sitt Golf Leggja niður störf og föst laun stórmeistara Sport Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Man. Utd. - Bodø/Glimt | Fyrsti heimaleikur Amorim Í beinni: Tottenham - Roma | Stórleikur í Lundúnum Í beinni: Heidenheim - Chelsea | Bæði lið með fullt hús stiga Í beinni: Noah - Víkingur | Geta komið sér í kjörstöðu Ísland áfram neðst Norðurlanda og næsti mótherji í 99. sæti Kostað Manchester United marga milljarða að skipt um stjóra Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Mbappé fékk tvo í einkunn Hafa unnið alla heimaleiki sína í Evrópu og taka á móti Víkingum í kvöld Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Ráða njósnara á Íslandi Sjáðu mörkin þegar Liverpool vann Evrópumeistara Real Madrid Réttarhöldin yfir Manchester City klárast fyrir jól Landsliðskonurnar okkar hrifnar af IceGuys Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins „Sem betur fer fór ég enn á ný í rétt horn“ Hákon Arnar kom inn af bekknum í mikilvægum sigri Yamal Gulldrengur ársins og López Gullstúlka ársins Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Dramatík á Villa Park Mascherano þjálfar Messi á Miami Elfar Árni heim í Völsung „Gefur enga mynd af því sem við erum að fara að ganga í gegnum“ Amma Bellinghams fór ekki út úr húsi á meðan EM stóð Svarar Gabriel eftir að hann stal fagninu hans Guardiola allur útklóraður eftir leik Coote gaf gult spjald eins og hann talaði um fyrir leik Segir það sárt að vera ekki velkominn hjá Liverpool Jóhann semur og heldur Jóhanni í teyminu Sjá meira
Eftir tímabil þar sem þjálfarar íslenska karlalandsliðsins í fótbolta gátu oftast stillt upp sama eða svipuðu byrjunarliði leik eftir leik blasir annar veruleiki við Erik Hamrén í dag. Hvorki fleiri né færri en átta leikmenn, sem væru alla jafna í hópnum, verða fjarverandi gegn Belgíu í Þjóðadeildinni og vináttulandsleiknum gegn Katar á næstu dögum vegna meiðsla. Síðan Hamrén tók við hefur hann aldrei getað teflt fram sínu sterkasta liði en ástandið er sérstaklega slæmt núna. Meiðsladraugurinn ásækir íslenska liðið af miklum krafti þessi dægrin. Gylfi Þór Sigurðsson var síðastur til að bætast á meiðslalistann en hann meiddist í leik Everton og Chelsea í ensku úrvalsdeildinni á sunnudaginn. Daginn áður meiddist Jóhann Berg Guðmundsson í leik Burnley og Leicester City. Tveir af þremur Íslendingum í ensku úrvalsdeildinni verða því fjarverandi í leikjunum gegn Belgíu og Katar. Aron Einar Gunnarsson er hins vegar kominn aftur inn í hópinn í fyrsta sinn frá HM í sumar. Hann leikur gegn Belgíu en fær frí gegn Katar. Fyrir utan Gylfa og Jóhann Berg eru Emil Hallfreðsson, Ragnar Sigurðsson, Jón Daði Böðvarsson, Björn Bergmann Sigurðarson, Hólmar Örn Eyjólfsson og Rúnar Már Sigurjónsson meiddir. Sjö af þessum átta leikmönnum voru í HM-hópnum í sumar. Leikmennirnir átta sem eru á meiðslalistanum hafa samtals leikið 375 landsleiki, eða 46,9 að meðaltali á mann. Þeir 24 leikmenn sem eru í íslenska hópnum, eins og hann lítur út í dag, eiga að meðaltali 30,4 landsleiki að baki. Reynslan hefur því oft verið meiri í íslenska hópnum en akkúrat núna. Tveir leikmenn í íslenska hópnum (Jón Dagur Þorsteinsson og Arnór Sigurðsson) hafa ekki enn leikið landsleik. Sjö leikmenn (Rúnar Alex Rúnarsson, Hjörtur Hermannsson, Guðmundur Þórarinsson, Guðlaugur Victor Pálsson, Samúel Kári Friðjónsson, Albert Guðmundsson og Andri Rúnar Bjarnason) hafa leikið á bilinu tvo til níu landsleiki. Það verða viðbrigði að sjá íslensku vörnina án Ragnars Sigurðssonar. Hann hefur leikið 43 keppnisleiki með landsliðinu í röð og ekki misst af keppnisleik síðan 2011. Ragnar lék alla tíu leikina í undankeppni HM 2014 og 2018, tvo umspilsleiki gegn Króatíu fyrir HM 2014, tíu leiki í undankeppni EM 2016, leikina fimm á EM 2016, þrjá leiki á HM 2018 og leikina þrjá í Þjóðadeildinni í ár. Fastlega má gera ráð fyrir því að Kári Árnason og Sverrir Ingi Ingason standi vaktina í miðri vörn Íslands gegn Belgíu. Í leikjunum þremur í Þjóðadeildinni hefur Hamrén notað 22 leikmenn. Til samanburðar notaði Heimir Hallgrímsson 22 leikmenn í tíu leikjum í undankeppni HM 2018. Það er bót í máli að úrslit leiksins gegn ógnarsterku liði Belga skipta litlu. Ísland er fallið úr A-deild Þjóðadeildarinnar eftir að hafa tapað fyrstu þremur leikjum sínum í keppninni. Leikurinn gegn Katar er svo vináttulandsleikur. Aðrir leikmenn en þeir sem hafa skipað íslenska landsliðið á síðustu árum fá núna tækifæri til að spreyta sig og Hamrén ætti að vera nær því að finna hvaða hesta hann getur veðjað á í undankeppni EM 2020.
Birtist í Fréttablaðinu Þjóðadeild UEFA Mest lesið Leik lokið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Fótbolti Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Fótbolti Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Handbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Handbolti Kærir föður sinn fyrir fjársvik Sport Fór holu í höggi yfir húsið sitt Golf Leggja niður störf og föst laun stórmeistara Sport Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Man. Utd. - Bodø/Glimt | Fyrsti heimaleikur Amorim Í beinni: Tottenham - Roma | Stórleikur í Lundúnum Í beinni: Heidenheim - Chelsea | Bæði lið með fullt hús stiga Í beinni: Noah - Víkingur | Geta komið sér í kjörstöðu Ísland áfram neðst Norðurlanda og næsti mótherji í 99. sæti Kostað Manchester United marga milljarða að skipt um stjóra Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Mbappé fékk tvo í einkunn Hafa unnið alla heimaleiki sína í Evrópu og taka á móti Víkingum í kvöld Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Ráða njósnara á Íslandi Sjáðu mörkin þegar Liverpool vann Evrópumeistara Real Madrid Réttarhöldin yfir Manchester City klárast fyrir jól Landsliðskonurnar okkar hrifnar af IceGuys Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins „Sem betur fer fór ég enn á ný í rétt horn“ Hákon Arnar kom inn af bekknum í mikilvægum sigri Yamal Gulldrengur ársins og López Gullstúlka ársins Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Dramatík á Villa Park Mascherano þjálfar Messi á Miami Elfar Árni heim í Völsung „Gefur enga mynd af því sem við erum að fara að ganga í gegnum“ Amma Bellinghams fór ekki út úr húsi á meðan EM stóð Svarar Gabriel eftir að hann stal fagninu hans Guardiola allur útklóraður eftir leik Coote gaf gult spjald eins og hann talaði um fyrir leik Segir það sárt að vera ekki velkominn hjá Liverpool Jóhann semur og heldur Jóhanni í teyminu Sjá meira