Heimilin njóti ágóðans Hildur Björnsdóttir skrifar 14. nóvember 2018 08:00 Orkuveitan er langverðmætasta eign Reykjavíkurborgar í fjárhagslegu tilliti. Borgin á um 94% hlut í félaginu. Síðustu ár hefur að ýmsu leyti tekist að ná böndum yfir reksturinn eftir langan óstjórnartíma. En hvað veldur árangrinum? Í kjölfar hrunsins réðist Orkuveitan í aðgerðir til að rétta reksturinn við. Það gerðu flest fyrirtæki landsins. Orkuveitan bjó hins vegar við þann munað – ólíkt öðrum fyrirtækjum – að geta velt stórum hluta sinna rekstrarvandræða yfir á borgarbúa. Sérstakur árangur í rekstrinum var fenginn með gjaldskrárhækkunum, láni frá borgarbúum og frestun nauðsynlegra innviðafjárfestinga. Ráðstöfunum sem allar bitnuðu á borgarbúum. Nú þegar reksturinn hefur náð jafnvægi væri eðlilegt að hlutur borgarbúa yrði réttur. Því fer þó fjarri. Áform standa nú til ríflega 14 milljarða arðgreiðslna til Reykjavíkurborgar næstu sex árin. Samhliða birtast engin áform um veglegar gjaldskrárlækkanir til neytenda. Heimilin greiddu fyrir rekstrarvanda Orkuveitunnar. Með sambærilegum hætti ættu þau að njóta ávaxtanna. Ef horfið yrði frá arðgreiðsluáformum mætti nýta samsvarandi fjárhæð til gjaldskrárlækkana. Það gæti að meðaltali sparað hverju heimili nærri 50 þúsund krónur árlega. Gróflega áætlað samsvarar það tæplega 300 þúsund krónum næstu sex árin. Valið stendur milli þess að færa þessa fjármuni í hendur stjórnmálamanna eða færa þá í þínar eigin hendur. Í efnahagskreppu hækkaði fyrirtæki í einokunarstöðu gjaldskrár á versta tíma fyrir sína viðskiptavini. Með einu pennastriki. Nú þegar rekstur Orkuveitunnar hefur verið réttur við hafa gjaldskrár ekki verið lækkaðar svo neinu nemur. Þessu þarf að breyta. Óþarflega háar gjaldskrár sem leiða til arðgreiðslna í hendur stjórnmálamanna eru ekkert annað en dulbúin skattheimta. Á næsta borgarstjórnarfundi mun ég leggja fram tillögu þess efnis að Reykjavíkurborg hverfi frá arðgreiðslukröfum í eigendastefnu Orkuveitunnar. Gjaldskrár Orkuveitunnar verði lækkaðar á Reykvíkinga til samræmis. Þetta er pólitísk ákvörðun. Ávinningurinn væri tvíþættur. Orkuveitan færðist nær hlutverki sínu sem orkufyrirtæki í almannaeigu – og borgarbúar fengju bót í heimilisbókhaldið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Borgarstjórn Hildur Björnsdóttir Orkumál Tengdar fréttir Segir Orkuveituna slá dýr lán fyrir arðgreiðslu Stjórnarmaður í Orkuveitu Reykjavíkur segir óviðunandi að félagið sé reglulega skuldsett til að uppfylla skilyrði til arðgreiðslu. 9. nóvember 2018 07:00 Segir ásakanir Hildar til marks um einbeittan vilja til útúrsnúnings Gylfi Magnússon, varaformaður stjórnar Orkuveitu Reykjavíkur, telur að yfirlýsingar borgarfulltrúans Hildar Björnsdóttur um lántöku OR feli í sér einbeittan vilja að hennar hálfu til útúrsnúnings. 9. nóvember 2018 11:56 Mest lesið Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Halldór 30.11.2024 Halldór Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Skoðun Skoðun Snúum samfélagi af rangri leið Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar Skoðun Samvinna er leiðin til hagsældar Lilja Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Skrópað á Alþingi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange,Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Það er komið að þér Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Í dag kýs ég Sjálfstæðisflokkinn Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Við þurfum Grím á þing Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn: Fyrir budduna þína og framtíðina Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Að mynda ríkisstjórn - skipulagt val til vinstri Hlynur Már Ragnheiðarson skrifar Sjá meira
Orkuveitan er langverðmætasta eign Reykjavíkurborgar í fjárhagslegu tilliti. Borgin á um 94% hlut í félaginu. Síðustu ár hefur að ýmsu leyti tekist að ná böndum yfir reksturinn eftir langan óstjórnartíma. En hvað veldur árangrinum? Í kjölfar hrunsins réðist Orkuveitan í aðgerðir til að rétta reksturinn við. Það gerðu flest fyrirtæki landsins. Orkuveitan bjó hins vegar við þann munað – ólíkt öðrum fyrirtækjum – að geta velt stórum hluta sinna rekstrarvandræða yfir á borgarbúa. Sérstakur árangur í rekstrinum var fenginn með gjaldskrárhækkunum, láni frá borgarbúum og frestun nauðsynlegra innviðafjárfestinga. Ráðstöfunum sem allar bitnuðu á borgarbúum. Nú þegar reksturinn hefur náð jafnvægi væri eðlilegt að hlutur borgarbúa yrði réttur. Því fer þó fjarri. Áform standa nú til ríflega 14 milljarða arðgreiðslna til Reykjavíkurborgar næstu sex árin. Samhliða birtast engin áform um veglegar gjaldskrárlækkanir til neytenda. Heimilin greiddu fyrir rekstrarvanda Orkuveitunnar. Með sambærilegum hætti ættu þau að njóta ávaxtanna. Ef horfið yrði frá arðgreiðsluáformum mætti nýta samsvarandi fjárhæð til gjaldskrárlækkana. Það gæti að meðaltali sparað hverju heimili nærri 50 þúsund krónur árlega. Gróflega áætlað samsvarar það tæplega 300 þúsund krónum næstu sex árin. Valið stendur milli þess að færa þessa fjármuni í hendur stjórnmálamanna eða færa þá í þínar eigin hendur. Í efnahagskreppu hækkaði fyrirtæki í einokunarstöðu gjaldskrár á versta tíma fyrir sína viðskiptavini. Með einu pennastriki. Nú þegar rekstur Orkuveitunnar hefur verið réttur við hafa gjaldskrár ekki verið lækkaðar svo neinu nemur. Þessu þarf að breyta. Óþarflega háar gjaldskrár sem leiða til arðgreiðslna í hendur stjórnmálamanna eru ekkert annað en dulbúin skattheimta. Á næsta borgarstjórnarfundi mun ég leggja fram tillögu þess efnis að Reykjavíkurborg hverfi frá arðgreiðslukröfum í eigendastefnu Orkuveitunnar. Gjaldskrár Orkuveitunnar verði lækkaðar á Reykvíkinga til samræmis. Þetta er pólitísk ákvörðun. Ávinningurinn væri tvíþættur. Orkuveitan færðist nær hlutverki sínu sem orkufyrirtæki í almannaeigu – og borgarbúar fengju bót í heimilisbókhaldið.
Segir Orkuveituna slá dýr lán fyrir arðgreiðslu Stjórnarmaður í Orkuveitu Reykjavíkur segir óviðunandi að félagið sé reglulega skuldsett til að uppfylla skilyrði til arðgreiðslu. 9. nóvember 2018 07:00
Segir ásakanir Hildar til marks um einbeittan vilja til útúrsnúnings Gylfi Magnússon, varaformaður stjórnar Orkuveitu Reykjavíkur, telur að yfirlýsingar borgarfulltrúans Hildar Björnsdóttur um lántöku OR feli í sér einbeittan vilja að hennar hálfu til útúrsnúnings. 9. nóvember 2018 11:56
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar
Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun