Aron Einar: Þurfum að sýna karakter og koma sterkir til baka Tómas Þór Þórðarson í Brussel skrifar 14. nóvember 2018 08:30 Fyrirliðinn er kominn aftur. vísir/getty Aron Einar Gunnarsson, landsliðsfyrirliði í fótbolta, á von á erfiðum leik á móti Belgíu á fimmtudagskvöldið þegar að strákarnir okkar spila síðasta leik sinn í Þjóðadeild UEFA. Okkar menn eru fallnir eftir þrjú töp í þremur leikjum en Aron Einar á enn eftir að þreyta frumraun sína í keppninni. Hann hefur verið frá vegna meiðsla undanfarna mánuði. Það gerir verkefnið ekki auðveldara á fimmtudaginn að í liðið vantar tvo af bestu leikmönnum íslenska liðsins, þá Gylfa Þór Sigurðsson og Jóhann Berg Guðmundsson. „Það eru nokkrir leikmenn fjarverandi núna sem gerir þetta erfiðara enda eigum við leik á móti einu besta landsliði heims. Það er samt eitthvað við þetta. Pressan er á þeim og við þurfum bara að stíga upp aftur,“ segir Aron Einar. Okkar menn fóru skelfilega af stað í Þjóðadeildinni og töpuðu 6-0 á móti Sviss. Því fylgdi 3-0 tap fyrir Belgíu á heimavelli en allt annað var að sjá til strákanna í síðasta landsliðsverkefni. Þeir fengu sinn skerf af gagnrýni eftir fyrstu leikina. „Þetta er bara hluti af fótboltanum og gagnrýninni. Þegar að okkur gengur illa eigum við að fá gagnrýni alveg eins og að við fáum lof þegar að gengur vel. En, það er nóg eftir,“ segir Aron Einar. „Við erum margir fæddir 88-90. Það er fullt eftir. Hungrið er mikið og okkur langar alla að finna fyrir tilfinningunni að komast á stórmót eins og þegar að við komumst í fyrsta sinn á EM. Það vita allir hvernig það fór.“ „Stundum er þetta upp og stundum er þetta niður í fótbolta en það sýnir bara karakterinn þinn hvernig þú kemur til baka eftir svona og það er fullt af flottum karakterum í þessum hóp,“ segir Aron Einar Gunnarsson. Leikur Íslands og Belgíu verður í beinni útsendingu á fimmtudagskvöldið á Stöð 2 Sport HD en upphitun hefst klukkan 19.00. Þjóðadeild UEFA Mest lesið Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Fótbolti Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Fótbolti Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Fótbolti Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Handbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Handbolti Fór holu í höggi yfir húsið sitt Golf Leggja niður störf og föst laun stórmeistara Sport Kærir föður sinn fyrir fjársvik Sport Fleiri fréttir Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Hummels kom Rómverjum til bjargar Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims „Taktískt flott frammistaða í erfiðum leik“ „Fannst hann fara í gegnum lappirnar á mér“ „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Sverrir og félagar lokuðu vörninni og Panathinaikos vann loksins Nkunku áfram sjóðheitur og Chelsea með fullt hús stiga Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Ísland áfram neðst Norðurlanda og næsti mótherji í 99. sæti Kostað Manchester United marga milljarða að skipt um stjóra Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Mbappé fékk tvo í einkunn Hafa unnið alla heimaleiki sína í Evrópu og taka á móti Víkingum í kvöld Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Ráða njósnara á Íslandi Sjáðu mörkin þegar Liverpool vann Evrópumeistara Real Madrid Réttarhöldin yfir Manchester City klárast fyrir jól Landsliðskonurnar okkar hrifnar af IceGuys Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins „Sem betur fer fór ég enn á ný í rétt horn“ Hákon Arnar kom inn af bekknum í mikilvægum sigri Yamal Gulldrengur ársins og López Gullstúlka ársins Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Dramatík á Villa Park Mascherano þjálfar Messi á Miami Elfar Árni heim í Völsung „Gefur enga mynd af því sem við erum að fara að ganga í gegnum“ Amma Bellinghams fór ekki út úr húsi á meðan EM stóð Sjá meira
Aron Einar Gunnarsson, landsliðsfyrirliði í fótbolta, á von á erfiðum leik á móti Belgíu á fimmtudagskvöldið þegar að strákarnir okkar spila síðasta leik sinn í Þjóðadeild UEFA. Okkar menn eru fallnir eftir þrjú töp í þremur leikjum en Aron Einar á enn eftir að þreyta frumraun sína í keppninni. Hann hefur verið frá vegna meiðsla undanfarna mánuði. Það gerir verkefnið ekki auðveldara á fimmtudaginn að í liðið vantar tvo af bestu leikmönnum íslenska liðsins, þá Gylfa Þór Sigurðsson og Jóhann Berg Guðmundsson. „Það eru nokkrir leikmenn fjarverandi núna sem gerir þetta erfiðara enda eigum við leik á móti einu besta landsliði heims. Það er samt eitthvað við þetta. Pressan er á þeim og við þurfum bara að stíga upp aftur,“ segir Aron Einar. Okkar menn fóru skelfilega af stað í Þjóðadeildinni og töpuðu 6-0 á móti Sviss. Því fylgdi 3-0 tap fyrir Belgíu á heimavelli en allt annað var að sjá til strákanna í síðasta landsliðsverkefni. Þeir fengu sinn skerf af gagnrýni eftir fyrstu leikina. „Þetta er bara hluti af fótboltanum og gagnrýninni. Þegar að okkur gengur illa eigum við að fá gagnrýni alveg eins og að við fáum lof þegar að gengur vel. En, það er nóg eftir,“ segir Aron Einar. „Við erum margir fæddir 88-90. Það er fullt eftir. Hungrið er mikið og okkur langar alla að finna fyrir tilfinningunni að komast á stórmót eins og þegar að við komumst í fyrsta sinn á EM. Það vita allir hvernig það fór.“ „Stundum er þetta upp og stundum er þetta niður í fótbolta en það sýnir bara karakterinn þinn hvernig þú kemur til baka eftir svona og það er fullt af flottum karakterum í þessum hóp,“ segir Aron Einar Gunnarsson. Leikur Íslands og Belgíu verður í beinni útsendingu á fimmtudagskvöldið á Stöð 2 Sport HD en upphitun hefst klukkan 19.00.
Þjóðadeild UEFA Mest lesið Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Fótbolti Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Fótbolti Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Fótbolti Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Handbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Handbolti Fór holu í höggi yfir húsið sitt Golf Leggja niður störf og föst laun stórmeistara Sport Kærir föður sinn fyrir fjársvik Sport Fleiri fréttir Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Hummels kom Rómverjum til bjargar Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims „Taktískt flott frammistaða í erfiðum leik“ „Fannst hann fara í gegnum lappirnar á mér“ „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Sverrir og félagar lokuðu vörninni og Panathinaikos vann loksins Nkunku áfram sjóðheitur og Chelsea með fullt hús stiga Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Ísland áfram neðst Norðurlanda og næsti mótherji í 99. sæti Kostað Manchester United marga milljarða að skipt um stjóra Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Mbappé fékk tvo í einkunn Hafa unnið alla heimaleiki sína í Evrópu og taka á móti Víkingum í kvöld Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Ráða njósnara á Íslandi Sjáðu mörkin þegar Liverpool vann Evrópumeistara Real Madrid Réttarhöldin yfir Manchester City klárast fyrir jól Landsliðskonurnar okkar hrifnar af IceGuys Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins „Sem betur fer fór ég enn á ný í rétt horn“ Hákon Arnar kom inn af bekknum í mikilvægum sigri Yamal Gulldrengur ársins og López Gullstúlka ársins Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Dramatík á Villa Park Mascherano þjálfar Messi á Miami Elfar Árni heim í Völsung „Gefur enga mynd af því sem við erum að fara að ganga í gegnum“ Amma Bellinghams fór ekki út úr húsi á meðan EM stóð Sjá meira