Fengu nei við frávísunarkröfu í Bitcoin-málinu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 15. nóvember 2018 16:26 Byggingin í Borgarnesi þar sem brotist var inn um nótt til að stela tölvum úr gagnaveri. Fréttablaðið/Ernir Héraðsdómur Reykjaness hafnaði í dag frávísunarkröfu fimm sakborninga af sjö í Bitcoin-málinu svonefnda þar sem sjö karlmenn eru grunaðir um aðild að einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar. Alda Hrönn Jóhannesdóttir, saksóknari hjá lögreglunni á Suðurnesjum, staðfestir þetta í samtali við Vísi. Enginn sakborninganna var viðstaddur uppkvaðningu úrskurðarins í dag samkvæmt upplýsingum RÚV. Frávísunarkrafan var lögð fram við fyrirtöku málsins í síðustu viku. Þar sögðu fjórir verjendur að þeir hefðu fengið takmarkaðan aðgang að gögnum málsins. Verjendur tveggja, þeirra Matthíasar Jóns Karlssonar og Sindra Þórs Stefánssonar, sem sátu lengst í gæsluvarðhaldi, sögðu að raunverulegt markmið varðhaldsins hafi verið að brjóta þá niður svo þeir myndu láta af rétti sínum til þess að neita að tjá sig. Í málflutningi á föstudag kvaðst Alda Hrönn Jónsdóttir, aðstoðarsaksóknari hjá lögreglunni á Suðurnesjum, ekki ætla að fara mörgum orðum um gæsluvarðhaldið. Fráleitt væri að fara fram á frávísun á grundvelli atriða sem staðfestir hefðu verið með dómum. Bitcoin-málið hefur verið kallað einn stærsti þjófnaður Íslandssögunnar en þeir Matthías Jón og Sindri Þór eru meðal annars ákærðir fyrir stórfelldan þjófnað úr gagnaverum í Reykjanesbæ og Borgarnesi ásamt Pétri Stanislav Karlssyni. Meint brot þeirra voru framin í desember og janúar síðastliðnum og geta varðað allt að sex ára fangelsi samkvæmt hegningarlögum. Aðalmeðferð málsins er fyrirhuguð þann 3. desember. Lögmenn sakborninanna fimm sem kröfðust frávísunar hafa þrjá sólarhringa til að kæra úrskurðinn til Landsréttar, hugnist þeim það. Umfangsmikill þjófnaður úr gagnaverum Tengdar fréttir Tekjulaus en með milljón undir rúminu og hálfa í rassvasanum Hafþór Logi Hlynsson neitar sök í máli héraðssaksóknara á hendur sér fyrir peningaþvætti. 1. nóvember 2018 09:15 Sindri Þór reiddi fram 2,5 milljónir króna fyrir að losna úr farbanni Fór til Spánar til að sinna fjölskyldunni. 11. október 2018 14:14 Sindri Þór reiddi fram tryggingu og fór til Spánar til að sinna fjölskyldunni Búist við að hann verði viðstaddur aðalmeðferð málsins. 11. október 2018 13:51 Bitcoin-málið: Einn kveðst vera með fjarvistarsönnun og annar mætti ekki í skýrslutöku Bitcoin-málið hefur verið kallað einn stærsti þjófnaður Íslandssögunnar. 13. nóvember 2018 14:30 Mest lesið Öskraði þegar hann var leiddur í dómsal Erlent "Borgin er ekki að veita Bíó Paradís styrk“ Innlent Auglýstu á samfélagsmiðlum fyrir 45 milljónir Innlent Innlendir framleiðendur stundi samkeppnishindranir Innlent Níræður maður og nýbakaður tvíburafaðir duttu í lukkupottinn Innlent Hefði átt að vera ljóst að logandi pappír í skáp gæti endað með bruna Innlent Boða tíma „stöðugleika og friðar“ Erlent Féll í gólfið í hádegispásu í þinghúsinu Erlent Líkamsárásir, þjófnaðir og rúðubrot Innlent Stærstu og umdeildustu sigrar ársins Innlent Fleiri fréttir Stærstu og umdeildustu sigrar ársins Ríkur vilji til að styðja áfram við bakið á Úkraínu Líkamsárásir, þjófnaðir og rúðubrot Níræður maður og nýbakaður tvíburafaðir duttu í lukkupottinn Auglýstu á samfélagsmiðlum fyrir 45 milljónir Innlendir framleiðendur stundi samkeppnishindranir Óánægja í Laugarneshverfi: „Við ráðum ekki við þetta ægivald“ Viku frestur til að kæra kosningarnar Innan við þriðjungur þingmanna hefur setið lengur en eitt kjörtímabil Bjartsýn á að til verði stjórn sem þori að taka ákvarðanir Hefði átt að vera ljóst að logandi pappír í skáp gæti endað með bruna Vill aukinn viðbúnað á Íslandi til að bregðast við ófyrirséðum árásum Áhrif hallareksturs ríkissjóðs á stjórnarmyndun og jólaskrautsgerð fanga Fráfarandi stjórn skilji eftir verra bú en haldið er fram Afkomuhorfur ríkissjóðs lakari en áður Grétar Snær höfuðkúpubrotnaði í Taílandi Sjálfstæðismenn í sérflokki hvað útstrikanir varðar Birta nöfn og vörumerki tengd SVEIT í mótmælaskyni „Sannleikurinn oft fyrsta fórnarlambið“ Evrópuþingmenn hvetja yfirvöld til að láta af hvalveiðum „Mikilvægt fyrir dalinn að það sé komin ákvörðun“ Kannabissérfræðingurinn kom að ræktun á öðrum sveitabæ Lýsa eftir vitnum að meintri líkamsárás á Ísafirði Hundarnir áttu ekki að vera saman Þrír hópar vinna að málefnum fyrir nýja ríkisstjórn Stjórnarmyndun og árásargjarnir hundar í Laugardal BSRB og BHM taka undir gagnrýni á stéttarfélagið Virðingu Um 61 þúsund hillumetrar af pappírsskjölum í vörslu ríkisins Sex verslanir fá sautján milljónir í ríkisstyrk Gera kröfu um að varaaflsstöðin verði áfram í Vík Sjá meira
Héraðsdómur Reykjaness hafnaði í dag frávísunarkröfu fimm sakborninga af sjö í Bitcoin-málinu svonefnda þar sem sjö karlmenn eru grunaðir um aðild að einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar. Alda Hrönn Jóhannesdóttir, saksóknari hjá lögreglunni á Suðurnesjum, staðfestir þetta í samtali við Vísi. Enginn sakborninganna var viðstaddur uppkvaðningu úrskurðarins í dag samkvæmt upplýsingum RÚV. Frávísunarkrafan var lögð fram við fyrirtöku málsins í síðustu viku. Þar sögðu fjórir verjendur að þeir hefðu fengið takmarkaðan aðgang að gögnum málsins. Verjendur tveggja, þeirra Matthíasar Jóns Karlssonar og Sindra Þórs Stefánssonar, sem sátu lengst í gæsluvarðhaldi, sögðu að raunverulegt markmið varðhaldsins hafi verið að brjóta þá niður svo þeir myndu láta af rétti sínum til þess að neita að tjá sig. Í málflutningi á föstudag kvaðst Alda Hrönn Jónsdóttir, aðstoðarsaksóknari hjá lögreglunni á Suðurnesjum, ekki ætla að fara mörgum orðum um gæsluvarðhaldið. Fráleitt væri að fara fram á frávísun á grundvelli atriða sem staðfestir hefðu verið með dómum. Bitcoin-málið hefur verið kallað einn stærsti þjófnaður Íslandssögunnar en þeir Matthías Jón og Sindri Þór eru meðal annars ákærðir fyrir stórfelldan þjófnað úr gagnaverum í Reykjanesbæ og Borgarnesi ásamt Pétri Stanislav Karlssyni. Meint brot þeirra voru framin í desember og janúar síðastliðnum og geta varðað allt að sex ára fangelsi samkvæmt hegningarlögum. Aðalmeðferð málsins er fyrirhuguð þann 3. desember. Lögmenn sakborninanna fimm sem kröfðust frávísunar hafa þrjá sólarhringa til að kæra úrskurðinn til Landsréttar, hugnist þeim það.
Umfangsmikill þjófnaður úr gagnaverum Tengdar fréttir Tekjulaus en með milljón undir rúminu og hálfa í rassvasanum Hafþór Logi Hlynsson neitar sök í máli héraðssaksóknara á hendur sér fyrir peningaþvætti. 1. nóvember 2018 09:15 Sindri Þór reiddi fram 2,5 milljónir króna fyrir að losna úr farbanni Fór til Spánar til að sinna fjölskyldunni. 11. október 2018 14:14 Sindri Þór reiddi fram tryggingu og fór til Spánar til að sinna fjölskyldunni Búist við að hann verði viðstaddur aðalmeðferð málsins. 11. október 2018 13:51 Bitcoin-málið: Einn kveðst vera með fjarvistarsönnun og annar mætti ekki í skýrslutöku Bitcoin-málið hefur verið kallað einn stærsti þjófnaður Íslandssögunnar. 13. nóvember 2018 14:30 Mest lesið Öskraði þegar hann var leiddur í dómsal Erlent "Borgin er ekki að veita Bíó Paradís styrk“ Innlent Auglýstu á samfélagsmiðlum fyrir 45 milljónir Innlent Innlendir framleiðendur stundi samkeppnishindranir Innlent Níræður maður og nýbakaður tvíburafaðir duttu í lukkupottinn Innlent Hefði átt að vera ljóst að logandi pappír í skáp gæti endað með bruna Innlent Boða tíma „stöðugleika og friðar“ Erlent Féll í gólfið í hádegispásu í þinghúsinu Erlent Líkamsárásir, þjófnaðir og rúðubrot Innlent Stærstu og umdeildustu sigrar ársins Innlent Fleiri fréttir Stærstu og umdeildustu sigrar ársins Ríkur vilji til að styðja áfram við bakið á Úkraínu Líkamsárásir, þjófnaðir og rúðubrot Níræður maður og nýbakaður tvíburafaðir duttu í lukkupottinn Auglýstu á samfélagsmiðlum fyrir 45 milljónir Innlendir framleiðendur stundi samkeppnishindranir Óánægja í Laugarneshverfi: „Við ráðum ekki við þetta ægivald“ Viku frestur til að kæra kosningarnar Innan við þriðjungur þingmanna hefur setið lengur en eitt kjörtímabil Bjartsýn á að til verði stjórn sem þori að taka ákvarðanir Hefði átt að vera ljóst að logandi pappír í skáp gæti endað með bruna Vill aukinn viðbúnað á Íslandi til að bregðast við ófyrirséðum árásum Áhrif hallareksturs ríkissjóðs á stjórnarmyndun og jólaskrautsgerð fanga Fráfarandi stjórn skilji eftir verra bú en haldið er fram Afkomuhorfur ríkissjóðs lakari en áður Grétar Snær höfuðkúpubrotnaði í Taílandi Sjálfstæðismenn í sérflokki hvað útstrikanir varðar Birta nöfn og vörumerki tengd SVEIT í mótmælaskyni „Sannleikurinn oft fyrsta fórnarlambið“ Evrópuþingmenn hvetja yfirvöld til að láta af hvalveiðum „Mikilvægt fyrir dalinn að það sé komin ákvörðun“ Kannabissérfræðingurinn kom að ræktun á öðrum sveitabæ Lýsa eftir vitnum að meintri líkamsárás á Ísafirði Hundarnir áttu ekki að vera saman Þrír hópar vinna að málefnum fyrir nýja ríkisstjórn Stjórnarmyndun og árásargjarnir hundar í Laugardal BSRB og BHM taka undir gagnrýni á stéttarfélagið Virðingu Um 61 þúsund hillumetrar af pappírsskjölum í vörslu ríkisins Sex verslanir fá sautján milljónir í ríkisstyrk Gera kröfu um að varaaflsstöðin verði áfram í Vík Sjá meira
Tekjulaus en með milljón undir rúminu og hálfa í rassvasanum Hafþór Logi Hlynsson neitar sök í máli héraðssaksóknara á hendur sér fyrir peningaþvætti. 1. nóvember 2018 09:15
Sindri Þór reiddi fram 2,5 milljónir króna fyrir að losna úr farbanni Fór til Spánar til að sinna fjölskyldunni. 11. október 2018 14:14
Sindri Þór reiddi fram tryggingu og fór til Spánar til að sinna fjölskyldunni Búist við að hann verði viðstaddur aðalmeðferð málsins. 11. október 2018 13:51
Bitcoin-málið: Einn kveðst vera með fjarvistarsönnun og annar mætti ekki í skýrslutöku Bitcoin-málið hefur verið kallað einn stærsti þjófnaður Íslandssögunnar. 13. nóvember 2018 14:30